Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 C 13 lólagjöf gotfarans Betra golf - eftir Arnar Má Olafsson og Ulfar Jónsson. A undanförnum árum hefur áhugi á golfíþróttinni aukist gífurlega hérlendis og segja má að golfið sé nú vinsælasta almenningsíþróttin. Þeir Arnar Már og Ulfar eru báð- ir mjög vel þekktir, Arnar Már sem golfkennari og Ulf- ar sem afreksmaður í íþrótt- inni. Allir kylfingar, hvort sem þeir eru byrjendur eða lengra komnir, eiga að geta haft veruleg not af ráðlegg- ingum höfunda bókarinnar, sem eru jafnt á hinu tæknilega sviði og hinu sem lýtur að leiknum sjálfum úti á vellinum. I bókinni er mikill fjöldi ljósmynda í lit, ílestar teknar af hinum kunna ljósmyndara Friðþjófi Helgasyni. Ráðgáta um rauðanótt - verðlaunasaga eftir Ingibjörgu Möller. Þetta er önnur bamabók Ingi- bjargar, en fyrri bók hennar, Grillaðir banan- ar, hlaut aíbragðsgóðar viðtökur. Þessi saga hlaut fyrstu verðlaun í samkeppni um bama- bókarhandrit sem Bandalag kvenna í Reykjavík efndi til í tilefni 80 ára afmælis síns. Aðalsögupersón- urnar em fjórar, tvær stelpur og tveir strákar. Ann- ar strákurinn er alvarlega veikur og því nokkuð ofvemdað- ur af foreldrum si'num. Hann fær leyfi til að fara með vin- um sfnum þremur út í Engey þar sem margt ævintýralegt og óvænt ber við og dularfullir atburðir gerast í neðanjarð- arbyrgi frá stríðsárunum í eynni. Rammíslensk skáldsaga Almúgamenn eftir Am- mund Backman. Þetta er þriðja skáldsaga Am- mundar og hafði hann ný- lokið frágangi handrits er hann lést. Sagan gerist í sjávarþorpi á íslandi í byrjun sjötta áratugarins. Þar þekkja allir alla vita allt um þá. Mannlffið mótast af lífsbaráttunni og þótt persónumar sem, höfundur leiðir fram, hafi á yfirborðinu ólík sjónarmið og skoð- anir þá svipar hjörtum þeirra saman, sérstaklega þegar á reynir. En það em ekki aðeins einstaklingarnir, sem em að berjast fyrir tilvem sinni, heldur þorpið sjálft. f bókinni skapar höfundur mjög eftirminnilegar og trúverðugar per- sónur og bregður upp raunsannri mynd af þorpssamfélagi Sjáðu þessa á netínu Mögnuðbók þessa tíma. C U £/1', i./. i ! i ! Eldhúshandbókin eftir Þráinn Lámsson mat- reiðslumeistara. Bókin hefur að geyma fjölþættar upplýsingar og ráðlegg- ingar til allra þeirra sem fást við matreiðslu á einn eða annan hátt. Fjallað er um meðferð og geymslu hráefnis, suðu- og steikingarað- ferðir, súpu- og sósu- «2 gerð, l)rauðl>akstur og gerð salata og eftirrétta. Ráðlegg- ingar em um sláturgerð, sérkaíli um matreiðslu hráefnis úr íslenskri náttúru, svo sem sveppa og skelfisks og m.fl. Geisladiskur fylgir s , Ykt eðlilegt eftir Omar | Ragnarsson. Þetta er fyrsta unglingabók Ómars en áður hefur hann sent frá sér eina skáldsögu og bækur um eftirminnileg- ar persónur. Aðalsögu- hetjur bókarinnar em tveir reykvískir ungling- ar sem lenda í slæmum félagsskap og komast undir manna hendur. Þrautalending er að senda þá til dvalar á afskekktum sveitabæ. Unglingamir koma þar inn í heim sem er þeim algjörlega framandi. En ævintýrin elta þá og þeir lenda inn í hringiðu viðburða sem ætla mætti að gætu aðeins hent í borgarlífinu. Unglingamir verða að takast á við erfið verk- efni og það reynir vemlega á þá sjálfa við úrlausn þeirra. Utisetan eftir Guð- rúnu Bergmann. Þetta er fyrsta skáld- saga höfundarins, sem áður hefur sent frá sér viðtalsbók og þýtt nokkrar bækur. Sagan gerist í Norður-Nor- egi og á íslandi á fyrri lduta níundu aldar. Þar íléttast saman tengsl nor- rænna manna við Sámi fólkið, sem býr í nyrsta hluta landsins. Norrænu mennimir sækjast eftir yfirráðum og sköttum en óttast krafta sem þeir telja að búi í Sámi fólkinu. Sagan fjallar um stúlku sem fæðist inn í þessa tvo menningarheima og útisetu hennar á eyju, langt úti í haíi. Þar tekst hún alein á við óblíð náttúruöfl, ástir og sorgir en heldur tengslum við fólk sitt í gegnum seiðferðir. Ain mín eftir Eirík St. Ei ríksson blaðamann. f bókinni segja kunnir lax- veiðimenn frá uppá- haldsveiðiánunt sfnum. Er fjallað um Laxá í Kjós, Langá, Norðurá, Þverá/Kjarrá, Miðfjarðará og Hofsá. Viðmælendur höfundar lýsa ánum, veiði stöðum, veiði og staðhátt- um, segja frá eftirminni- legum viðburðum, sem þeir hafa upplifað við veiðiskapinn, og rifja upp skemmtilegar veiðisögur. imauu! Digitus Sapiens eftir Þóri S. Guðbergsson, Krist- inn R. Þórisson og Bjama Hinriksson. Þetta er afar sérstæð bók þar sem fléttað er saman frásögn og myndum. Hún fjallar um ferðalag tveggja íslenskra ungmenna í hulda neðansjávar- hella. í hellununt hitta þau greindar vemr sem hafa þróast og þroskast f þús- undir ára - vitibomar vélar, tækniundur með gervigreind. í bókinni er leitast við að fjalla um ýmislegt það sem skipta mun miklu máli í þjóðfélagi framtíðarinnar og er framsetn- ingin ætluð til hvatningar og örvunar sjálfstæðrar hugsun- £> / L. / L /\ A / L L. L &. A A Nóttin lifnar við eftir metsöluhöfundinn Þor- grím Þráinsson. Saga þessi er sjálfstætt framhald verð- launasögu Þorgríms, Margt býr í myrkrinu, er út kom í fyrra. Söguhetjumar em fjórir unglingar, tveir pilt- ar og ein stúlka úr Reykjavík og frönsk vinkona þeirra. Ung- lingamir eiga erindi að Búðum á Snæ- fellsnesi þar sem þeir dragast óvart inn í atburðarás þar sem þeir geta litlu ráðið um framvindu mála. Eins og í fyrri unglingabókum sínum tekst Þorgrími vel að lýsa hugarheimi söguhetja sinna, væntingum vonum og þrám, og ekki síst samskiptum fólks sem vakna til vitundar um kynjahlutverk sitt. Snæfinnur snjókarl eftir Jón Ármann Steinsson og Jón Hámund Marinós- son. Litskrúðug saga fyrir yngstu lesendurna unt hinn kunna Snæfinn snjó- karl og þau ævintýri og raunir þær sem slíkir karlar rata tíðum í. Verð kr. 1190,- Góð bók frá Frðða ..
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.