Morgunblaðið - 06.12.1998, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1998
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
VIKAN 29/11 - 5/12
► SAMÞYKKT var á auka-
fundi borgarstjórnar
Reykjavíkur á mánudag að
hækka útsvarshlutfall á
næsta ári í 11,99% úr
11,24%. Útsvarstekjur
Reykjavíkurborgar aukast
um tæpa tvo milljarða króna
á næsta ári miðað við árið í
ár og er áætlað að þær nemi
tæpum 15,4 milljörðum en
voru 13,4 milljarðar króna í
ár. Um helming aukningar
útsvarsteknanna má rekja til
hækkunar úfsvarsprósent-
unnar, en hinn helnúnginn
til aukinna umsvifa í þjóðfé-
laginu og launahækkana.
► MARGRÉT Guðnadóttir
prófessor segir að tilraunir
sem hún gerði með bólusetn-
ingu gegn visnu í sauðfé sýni
að það sé hægt að búa til
bóluefni gegn hæggengnum
veirusjúkdómi eins og eyðni.
Bóluefni sem hún bjó til gef-
ur tilefni tii að ætla að kom-
in sé fram öflug vörn gegn
visnu/mæðiveiki í sauðfé,
sem er skæður sjúkdómur og
veldur miklu tjóni á megin-
landi Evrópu.
►BRESKI rithöfundurinn
Fay Weldon telur Sjálfstætt
fólk eftir Halldór Laxness
vera bestu bókina sem skrif-
uð hefur verið á þessari öld.
Segir hún margar ástæður
fyrir vali sínu, m.a. þá að
Sjálfstætt fólk minni sig á
söguleg rússnesk skáldverk
frá siðustu öld.
f andstöðu við
jafnræðisreglu
stjórnarskrár
HÆSTIRÉTTUR komst að þeirri nið-
urstöðu í dómi, sem kveðinn var upp á
fimmtudag, að 5. grein laga nr. 38 frá
1990 um stjórn fiskveiða væri í and-
stöðu við jafnræðisreglu 1. mgr. 65. gr.
stjórnarskrárinnar og við þau sjónar-
mið um jafnræði, sem gæta þurfi við
takmörkun á atvinnufrelsi samkvæmt
1. mgr. 75. gr. stjórnarskrárinnar.
Þessi niðurstaða Hæstaréttar kom
fram í dómi í máli, sem Valdimar Jó-
hannesson höfðaði gegn íslenska rík-
inu. Þessi niðurstaða leiddi til lækkun-
ar á verði hlutabréfa í sjávarútvegs-
fyrirtækjum á Verðbréfaþingi Islands
á föstudag. Almennt lækkaði gengi
sjávarútvegsfyrirtækja og vísitala
sjávarútvegs um 2,29%. Ríkisstjórnin
fjallaði um mál þetta á fundi í gær-
morgun.
Ræða samstarf
SH og ÍS
SKOÐANASKIPTI hafa farið fram að
undanförnu milli fulltnia Sölumiðstöðv-
ar hraðfrystihúsanna hf. (SH) og Is-
lenskra sjávarafurða hf. (IS) um hugs-
anlegt samstarf á milli félaganna.
Hlutabréf í ÍS hækkuðu á Verðbréfa-
þingi í kjölfar tilkynningar þessa efnis
frá stjórnarformönnum fyiártækjanna.
Aætlaður sparnaður með sameiningu er
talinn geta numið eitthvað á annan
milijarð króna á ári. Búist er við að það
skýrist á stjórnarfundi ÍS á mánudag
hvort formlegar viðræður hefjast við
SH eða hvort málinu verður ýtt út af
borðinu.
►ÞRJÚ hundruð einstak-
lingar hafa leitað til neyðar-
móttöku Sjúkrahúss Reykja-
víkur vegna kynferðislegs
ofbeldis á þeim fjórum árum
sem móttakan hefur starfað.
Þar af eru sextán þroska-
heftir, að því er fram kom í
máli félagsmálaráðherra á
Alþingi í vikunni.
Samfylking
tapar fylgi
FYLGI samfylkingar jafnaðarmanna
minnkar úr 22,3% í 16% samkvæmt
nýrri skoðanakönnun, Félagsvísinda-
stofnunar HI. Af þeim sem afstöðu tóku
í könnuninni sögðust 44,8% kjósa Sjálf-
stæðisflokkinn.
Palestínumönnum
settir úrslitakostir
BENJAMIN Netanyahu, forsætisráð-
herra ísraels, sagði á miðvikudag að
Israelar myndu ekki láta meira land af
hendi til Palest-
ínumanna fyrr en
leiðtogar þeirra
hefðu heitið því
að lýsa ekki yfir
stofnun palest-
ínsks ríkis á
Vesturbakkanum
og Gaza-svæðinu.
Vísaði hann þar
tii yfirlýsinga
Yassers Arafats,
leiðtoga Palest-
ínumanna, sem
hefur hótað að lýsa yfir stofnun sjálf-
stæðs ríkis í maí þegar frestur sá sem
þjóðirnar hafa fengið til að ná endan-
legu friðarsamkomulagi rennur út.
Arafat sagði að úrslitakostir Net-
anyahus væru óviðunandi og brytu í
bága við Wye-friðarsamkomulagið sem
náðist í Bandaríkjunum í október.
Bandaríkjastjóm hafnaði einnig úrslita-
kostunum, en talið er að með þeira vilji
forsætisráðhen-ann ft-iða flokk heittrú-
aðra gyðinga, sem á aðild að stjórn
hans.
Pinochet verði sóttur
til saka í Chile
JOSE Miguel Insulza, utanríkisráð-
herra Chile, lagði á mánudag að
spænskum ráðamönnum að sjá tii þess
að Augusto Pinochet yrði ekki fram-
seldur til Spánar, þar sem hann myndi
ekki fá sanngjama málsmeðferð.
Insulza sagði að láta bæri dómstóia í
Chile um að rétta yfir einræðisherran-
um fyrrverandi. Lögfræðingar og
stjómmálamenn í Chile segja hins veg-
ar ólíklegt að hægt verði að sækja Pin-
ochet til saka í landinu þar sem stjórnin
hafi ekki bolmagn tii að breyta stjórnar-
skránni, sem tryggir honum friðhelgi
frá ákæm.
► TONY Blair, forsætisráð-
herra Bretlands, sagði á mið-
vikudag að Bretar myndu
halda áfram virkri þátttöku í
umræðunni innan Evrópu-
sambandsins um skatta þótt
þeir væru á öndverðum meiði
við Þjóðverja og Frakka, sem
vilja að skattar aðildarríkja
sambandsins verði samræmd-
ir. Hann kvað bresku stjórn-
ina tilbúna að taka þá áhættu
að einangrast í málinu og
berjast ein ef nauðsyn krefði
til að hindra að samræming
skatta skaðaði hagsmuni
Bretlands.
► UPPLAUSN ríkir í liópi
fiialdsmanna í lávarðadeild
breska þingsins eftir að Willi-
am Hague, leiðtogi íhalds-
flokksins, vék Robert Cran-
borne lávarði frá sem leið-
toga flokksins í deildinni.
Cranborne hafði samið við
bresku stjórnina um breyt-
ingar á lávarðadeildinni án
samþykkis Hagues. Fjórir af
forystumönnum flokksins i
deildinni sögðu af sér til að
mótmæla brottvikningu
Cranbornes.
► ÍTALSKA stjórnin, sem
leitar nú logandi Ijósi að
lausn á deilunni um hvað
gera eigi við kúrdíska skæru-
liðaforingjann Abdullah
Öcalan, sagði á mánudag að
liægt væri að draga hann fyr-
ir alþjóðlegan dóinstól. Lög-
fræðingur Öcalans kvað hann
hlynntan þeirri hugmynd.
► HERMENN NATO í Bosn-
íu handtóku Radislav Krstic,
foringja í her Bosníu-Serba,
á miðvikudag eftir að hann
var ákærður fyrir stríðsglæpi
vegna aðildar að grimmdar-
verkum í bænum Srebrenica
undir lok Bosníustríðsins.
Bcnjainin
Netanyahu
Brýnt að greina langvinna
lungnasjúkdoma snemma
BERKJUBÓLGA, eða bronkítis eins
og sjúkdómurinn er kallaður í dag-
legu máli, er nokkuð algengur sjúk-
dómur og þær rannsóknir sem hafa
verið gerðar benda til þess að hann
sé í flestum tilfellum afleiðing veiru-
sýkingar. Niðurstöður í nýlegri
rannsókn Jóns Steinars Jónssonar,
heimilislæknis við heilsugæslustöð-
ina í Garðabæ, sem hann vann í sam-
vinnu við Vífilsstaðaspítala og heim-
ilislæknisfræði Háskóla Islands,
þykja hins vegar gefa til kynna að
berkjubólga geti þróast í langvinna
lungnasjúkdóma eins og astma og
þráláta berkjubólgu.
Niðurstöðurnar eru birtar í síð-
asta hefti hins virta og víðlesna
læknablaðs British Medical Journal
og hafa vakið nokkra athygli. Sagði
Jón Steinar í samtali við Morgun-
blaðið að þær ættu að gera lækna og
sjúklinga með berkjubólgu meðvit-
aða um vissa hættu á langvinnum
sjúkdómum og m.a. mikilvægi
áhættuþátta eins og reykinga.
Af niðurstöðunum megi ráða að
verulegu máli skipti að hafa í huga
að talsverður hluti þeirra sem koma
með berkjubólgu til læknis er hætt
við að fá langvinna lungnasjúkdóma
eins og astma eða þráláta berkju-
bólgu innan fárra ára. Bæði læknir
og sjúklingur þurfi að gera sér grein
íyrir þeirri hættu og athuga þarf
hvort um eitt einstakt tilvik sé að
ræða eða hvort sjúklingurinn hefur
ítrekað verið að fá sömu einkenni.
„Þetta getur t.d. snert val á þeim
lyfjum sem sjúklingi eru gefin, því ef
læknir er vakandi fyrir þessum sjúk-
dómsgreiningum, astma og þrálátri
berkjubólgu, er oft rétt að gefa strax
astmalyf og önnur álíka lyf.“
Eins og margir vita er munurinn á
veiru og bakteríu sá að hægt er að
lækna bakteríuna með sýklalyfjum,
Morgunblaðið/Ái'ni Sæberg
JÓN Steinar Jónsson læknir
með tikina Perlu.
en ekki veirusýkingu. Kvef er t.d.
veirusýking og þar dugar ekki að
taka pensillín. Hins vegar hafa, að
sögn Jóns Steinars, rannsóknir á
Norðurlöndum sýnt að læknai' með-
höndla mikinn hluta af berkjubólgu-
sjúklingum með sýklaiyfjum, og segir
hann það hafa orðið kveikja rann-
sóknar sem hann gerði á árunum
1992-1993. Reyndi Jón Steinar að
kanna þai' hvei' væri orsök berkju-
bólgu í sjúklingum sem leituðu til
hans á heilsugæslustöðina í Garðabæ.
„Við komumst að því að við gátum
sýnt fram á orsök hjá svona einum af
hverjum fimm sjúklinganna. I örfá-
um tilfellum var um bakteríusýkingu
að ræða, hjá nokkrum vai' um veiru-
sýkingu að ræða, en hjá allmörgum
gátum við ekki sýnt fram á neina or-
sök í sjálfu sér. Líklega var þó um að
ræða mjög einfaldar veirusýkingar
sem er mjög erfitt að greina með
nokkurri nákvæmni með þeim að-
ferðum sem notaðar voru.“
Segii' Jón Steinar að ýmsar spurn-
ingar hafi gerst áleitnar þegar þess-
ari rannsókn vai’ lokið. Hann hafi, í
samráði við Vífilsstaðaspítala og
heimilislæknisfræði Háskóla Is-
lands, ákveðið að fylgja rannsókninni
eftir með því að athuga að þremur
árum iiðnum hvernig þeim sem tóku
þátt í upphaflegri rannsókn hefði
riðið af, í hvaða ásigkomulagi lungu
þehra væru o.s.frv.
Langvinn berkjubólga fyrst
og fremst vegna reykinga
Niðm'staða rannsóknarinnar var
sú, að sögn Jóns Steinars, að u.þ.b.
þriðjungur hópsins hefur einkenni
um astma og eða þráláta berkju-
bólgu. Þriðjungur þeirra hefur
einnig, á þessum þremur árum sem
liðin eru, fengið aftur berkjubólgu og
leitað tii læknis þess vegna. Þetta
þýðir að viss hluti fólksins sem leit-
aði til heilsugæslulæknis útaf ein-
faldri berkjubólgu fyrir þremur ár-
um er nú með einkenni um langvinn-
an lungnasjúkdóm.
Jón Steinar segir að vísu hugsan-
legt, og reyndar mjög líklegt, að ein-
hver úr þessum hópi hafi verið með
þráláta berkjubólgu eða astma í upp-
hafi en fengið ranga greining/u. Það
undirstriki kannski einmitt hversu
mikilvægt sé að greina langvinna
lungnasjúkdóma snemma, því
þannig gefist sjúklingum tækifæri á
fyrirbyggjandi aðgerðum. „Stað-
reyndin er nefniiega sú að iangvinn
berkjubólga orsakast fyrst og fi’emst
af reykingum. Sé um langvinna
berkjubólgu að ræða er bráðnauð-
synlegt fyrir sjúklinginn að hætta að
reykja. Það er alger undirstaða í
meðferð sjúkdómsins."
HEILBRIGÐISKÖNNUN í EVRÓPU
Tímaritið Healthcare Europe, nýtt tímarit fyrir sérfræðinga á
heilbrigðissviði, hefur birt lista yfir heilbrigði Evrópuþjóða,
þar sem tekið er mið af 14 heilbrigðisþáttum.
Heilbrigðisþættirnir eru: dánartíðni, lífslíkur, barnadauði, mæðradauði, tíðni
bólusetninga, fjöldi eyðnitilfella, dánartíðni af völdum smitsjúkdóma, krabbameins,
hjartasjúkdóma, öndunarfærasjúkdóma og blóörásarsjúkdóma og tóbaksneysla. *
Ríki númer 1 stendur sig besl, 35 verst.
1 Svíþjóð 11 Slóvakía 21 Pólland 31 Eistland
2 Finnland 12 Spánn 22 Albanía 32 Hvíta-Rússl.
3 Noregur 13 Tékkland 23 Króatía 33 Úkraína
4 Ítalía 14 Bretland 24 Makedónfa 34 Lettland
5 Sviss 6 Austurríki 15 ÍSLAND 16 Þýskaland 25 Júgóslavía 26 Tyrkland 35 Rússland
7 Slóvenía 17 Belgía 27 Búlgaría ' Heilbrigðis-
8 Grikkland 18 írland 28 Ungverjaland þættirnir eru
9 Frakkland 19 Portúgal 29 Litháen ekki hlutfallslega
10 Holland 20 Danmörk 30 Rúmenía vegmr
Könnun á heilbrigði
Evrópuþjóða
Island í
15. sæti
Aðstoðarland-
læknir telur niður-
stöðurnar rangar
TÍMARITIÐ Healthcare Europe
bh'ti nýlega lista yfir heilbrigði Evr-
ópuþjóða og er Island þar í 15. sæti
af 35 löndum. Svíþjóð er í fyrsta
sæti, Finnland í öðru og Noregur í
því þriðja, en í sætunum fyrir ofan
Island eru Bretland, Tékkland,
Spánn og Slóvakía. Matthías Hall-
dórsson, aðstoðarlandlæknir, telur
nánast öruggt að þessar niðurstöður
séu rangar hvað varðai' Island þar
sem heilbrigðistölfræði Norðurlanda
gefi alit annað til kynna, en þar sé
um mjög vandaða tölfræði að ræða.
Hann segir að tímaritið sem birtir
listann sé nýtt og óþekkt.
Niðurstöður sem geta
ekki staðist
Matthías segir að þessar niður-
stöður komi sér verulega á óvai't, í
ljósi þess að ísland hefur í heil-
brigðistölfræði Norðurlanda verið á
róli með öðrum Norðurlandaþjóðum
og jafnvel ofar, þótt útkoman fyrir
Danmörku hafi oftast verið lakari.
„Ég tel ólíklegt að þetta sé raun-
veruleikinn, því við íslendingar
stöndum framarlega á nánast öllum
þessum sviðum, nema hvað sölutölur
fyrir tóbak eru tiltölulega háar mið-
að við hin Norðurlöndin. Til dæmis
þekkist mæðradauði nánast ekki
hérlendis, barnadauði er með þeim
lægsta sem þekkist í heiminum, líf-
líkur okkar eru með þeim hæstu í
heimi, tíðni AIDS-tilfella er í lægri
kantinum -og tíðni bólustetninga er
með því besta sem gerist í heimin-
um. Mér finnst því afar ólíklegt að
þetta fáist staðist," segir Matthías.
Matthías bætir við að enginn einn
mælikv'arði sé til um heilbrigði þjóða
og það fari mjög eftir því hvaða
mælikvarðar eru notaðir og hvaða
vægi hver þáttur er látinn hafa.
Aðspurður segir hann að Land-
læknisembættið muni bregðast við
þessum niðurstöðum. „Við munum
reyna að afla okkur þessa rits, at-
huga hvaða forsendur liggja að baki
og reyna að leiðrétta þessar niður- ,
stöður ef þess þarf. Ég vii þó taka
fram að ég hef ekki séð nákvæmlega
hvaða forsendur liggja að baki og ■
get því ekki fullyrt um gæði könnun-
arinnar,“ segir Matthías að lokum.
1