Morgunblaðið - 06.12.1998, Síða 40

Morgunblaðið - 06.12.1998, Síða 40
~^0 SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fjölsóttur fundur Félags eldri borgara með fjármálaráðherra N auðsynlegt að hækka grunnlífeyri KRINGUM 200 manns sátu ný- - !ega fund Félags eldri borgara í Reykjavík þar sem rætt var um kjaramál eldri borgara. Gestur fundarins var Geir H. Haarde fjármálaráðherra. Ræddi hann um fjárlög ríkisins 1999 og þá sérstaklega þau mál sem varða eldri borgara og hvaða áhrif fjár- lögin hefðu á almannatryggingar. Fjörlegar umræður urðu um ýmis mál þessu viðkomandi, að sögn Páls Gíslasonar, formanns félagsins, og sagði hann ráðherr- ann hafa svarað fyrirspurnum ^varðandi málið. Páll sagði góðan róm hafa verið gerðan að um- ræðunum og svörum ráðherrans. Ráðherrann hefði þó ekki lofað neinu, en sagt að nánari athugun væri í gangi um þessi mál og til- lögur myndu koma fram við af- greiðslu fjárlaganna. Páll segir stjórn Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni með mörg mál til umfjöllunar. Alls eru um sjö þúsund manns í félaginu og eru nú starfandi 27 nefndir. Stjórnin hefur sett fram tillögur til áherslu á ýmsum mál- um og fara hér á eftir helstu at- riði þeirra: Skattgreiðslum á tekjur frá líf- eyrissjóðum verði breytt þannig að verulegur hluti þeirra verði skattlagður sem fjármagnstekjur þar sem fyrir liggur að 60-70% áunninna réttinda lífeyrisþega eru vegna fjármagnstekna lífeyr- issjóðanna. Alþingi hefur samþykkt bind- ingu grunnlífeyris við neyslu- vöruvísitölu og launaþróun í landinu og verður að miða við launavísit ölu Hagstofu íslands og uppfæra greiðslur ársfjórðungs- lega og bendir sfjórnin á að hjá almennu lífeyrissjóðunum er uppfært mánaðarlega. Grunnlífeyrir þarf að hækka verulega þar sem hann hefur lækkað hlutfallslega mikið á und- anförnum árum. Frítekjumark almannatrygg- inga verður að hækka hjá þeim ellilífeyrisþegum, sem eru langt undir fátækramörkum. Draga þarf úr skerðingarákvæðum Draga þarf úr hinum víðtæku skerðingum á tekjutryggingu bóta, svo sem: að tekjur maka skerði tekjutryggingu hins aðil- ans, þó að livor um sig sé sjálf- stæður aðili fjárhagslega; að dregið verði úr jaðaráhrifum á tekjutryggingu lífeyris frá Tryggingastofnun ríkisins, þó að viðkomandi hafi unnið sér inn eitthvert fé. Félag eldri borgara hefur ósk- að eftir því að skipað verði sam- starfsráð með fulltrúum frá ráðuneytum og félögum eldri borgara, undir sfjórn formanns, sem ráðherra skipaði. Ráðið skal Qalla um mál sem varða hags- muni aldraðra. Skortur á rými á hjúkrunar- heimilum hefur verið mjög til- finnanlegur á höfuðborgarsvæð- inu. Þetta veldur því að margir liggja miklu lengur en æskilegt er í „dýrum“ rúmum á sjúkra- húsum, auk þess sem umhverfið getur verið óviðunandi fyrir langdvalir. Það eru því bæði mannleg og fjárhagsleg sjónar- mið, sem þrýsta á að stærra átak verði gert á næsta ári, til að bæta brýna þörf og veita meira fé til bygginga hjúkrunarheimila þar sem þörfin er svona brýn. Má reikna með að byggja þurfi á næstu tveimur árum heimili fýrir 150-200 manna. Að lokum segir í samþykkt stjórnarinnar: „Við teljum það mjög mikils virði að litið sé á þessi mál með velvilja og þau verði leyst til frambúðar. I því sambandi viljum við benda á samþykkt Sameinuðu þjóðanna sem tileinkar málefnum aldraðra árið 1999 með yfirskriftinni: „Þjóðfélag fyrir fólk á öllum aldri“ með áskorun til ríkis- stjórna að bæta hag aldraðra sér- staklega. UM 200 manns sátu fund Félags eldri borgara í Ásgarði í Reykjavík þar sem rætt var um áhrif fjárlaga á almannatryggingar. GEIR H. Haarde fjái'málaráðherra var framsögumaður á fundinum og Sigfús Johnsen, sem situr ráðherra á hægri hönd, var fundarsfjóri. Olíufélögin vísa^ gagnrýni LIU á bug TALSMENN olfufélaganna vísa á bug gagn- rýni LÍÚ um of hátt olíuverð til útgerðarinnar og segja að samtökunum sé fullkunnugt um að afslættir séu veittir frá almennri gjaldskrá. Gjaldskráin sé viðmiðunarskjal á sama hátt og listi yfir útlánsvexti bankanna sem jafnan er birtur í dagblöðum. Samið sé um útláns- vexti til fyrirtækjanna eins og um olíuverð til útgerða. Geir Magnússon, forstjóri Olíufélagsins hf., segir að gagnrýni sú sem LÍÚ hefur sett fram vegna lækkunar olíufélaganna á olíu til út- gerða eigi ekki við rök að styðjast. Geir segir að Iistaverð Olíufélagsins sé lægra en olíufé- laganna í Danmörku, Færeyjum og Noregi og að vitaskuld fái allir helstu viðskiptavinir fé- lagsins afslátt frá listaverðinu, eins og tíðkist í nágrannalöndum okkar. Um það sé LIÚ full- kunnugt. Geir segir að tilvísun hagfræðings LÍÚ í 7-8 kr. verð á lítra í nágrannalöndunum bygg- ist á reginmisskilningi á eðli viðskiptanna. Þarna sé verið að vitna til einstakra tilboða sem hafi valdið lakri afkomu viðkomandi olíu- félaga, eins og t.d. í Færeyjum, þar sem eitt félaganna hafi hætt rekstri. Afsláttur til útgerða Geir Magnússon segir að hérlendis hafi skapast sú regla, sem einnig gildi í öllum helstu viðskiptalöndum okkar, að eingöngu minnstu útgerðirnar greiði fullt listaverð en stærri útgerðir fái afslátt, mismunandi mikinn þó eftir umfangi viðskiptanna. Hann segir að eftir olíuverðslækkunina í byrjun vikunnar sé listaverð á olíu til útgerða án vsk. 12,29 krónur á lítrann. Listaverð í Noregi (25. nóvember) hafi verið 18,62 krónur eða 6,33 kr. hærra en hérlendis. í Danmörku var verðið þá 4,63 kr. hærra en hér og í Færeyjum 2,47 kr. hærra en listaverð Olíufé- • lagsins hf. Listaverð Olíufélagsins til land- róðrabáta og minni útgerða sé einnig umtals- vert lægra en í nágrannalöndunum - 12,29 krónur en afsláttarverð í Danmörku var þá 14,42 krónur. Geir sagði að krafa LÍÚ um að útsöluverð hérlendis ætti að fylgja heimsmarkaðsverði hlutfallslega stæðist engan veginn, því þar væri í raun verið að krefja íslensku olíufé- ilögin um stórfellda lækkun á innlendum kostnaðarliðum. Slíkt væri hvorki á valdi 01- íufélagsins né hinna íslensku olíufélaganna. Það væri öllum ljóst. Innkaupsverðið væri meðalverð á heimsmarkaði fyrir einn mánuð í senn og því lægi það aldrei fyrir fyrr en í lok hvers mánaðar. Þetta væri sú viðskipta- aðferð sem 90% allra olíufélaga í heiminum notuðu. Hann benti jafnframt á að öll oh'u- viðskipti væru gerð í dollurunum og réði gengi hans því miklu um þróun innkaups- verðsins. Arlega flytja íslensku olíufélögin inn um 600.000 tonn af olíu. Heildarsamningar um ol- íukaup eru gerðir árlega og verð þá miðað við heimsmarkaðsverð á hverjum tíma. Jafnan sé leitað tilboða frá mörgum aðilum og hag- kvæmasta tilboði tekið. Hann sagði að saman- burður sem félagið hefði gert á innkaupum sínum og stórs norræns olíufélags, sem hann ekki vill nafngreina, en kaupi árlega tvöfalt magn á við íslensku félögin þrjú, hafi leitt í ljós að innkaupsverðið hafi verið fyllilega sambærilegt. Hafnar Geir Magnússon því al- farið að Olíufélagið hafi gert sig sekt um að kaupa vörur sínar á of háu verði. Viðskiptavinum boðnar tryggingar Kristinn Björnsscm, forstjóri Skeljungs, segir málflutning LÍÚ með ólíkindum. Allar helstu staðhæfingar Sveins Hjartar Hjartar- sonar, hagfræðings LÍÚ, séu einfaldlega rangar. Skeljungur bjóði t.a.m. flestum af stærstu viðskiptavinum sínum heimsmark- aðstengt verð með tryggingum sem Skeljung- ur hefur aðgang að hjá Shel! og erlendum bönkum. Þessir viðskiptavinir séu mjög ánægðir með þróun á heimsmarkaði því þeir njóti hennar í einu og öllu. Heimsmarkaðs- verð er breytilegt dag frá degi en útsöluverðið til stærstu viðskiptavinanna er í samræmi við þessar breytingar. Iðgjaldið ráðist af eðli tryggingarinnar. Sumir kjósa að fylgja heims- markaðsverðinu að fullu en aðrir kjósa e.t.v. að fylgnin sé 70 eða 60%. „Við bjóðum mönnum að setjast niður með okkur og fara yfir þessa möguleika. Það hafa orðið feikilegar breytingar á verðlagningu á þessari vöru rétt eins og hefur orðið í öllum bankaviðskiptum. Við höfum verið með þessa tegund viðskipta í mörg ár,“ segir Kristinn. Færeysk hagfræði ekki eftirsóknai*verð Hann segir að þegar Sveinn Hjörtur setji fram gagmýni sína miði hann við gjaldskrá eða listaverð sem sé í raun ekkert annað en viðmiðunarskjal. „Útlánsvextir Islandsbanka til fyrirtækja eru 14,75%. Hve mörg fyrirtæki skyldu greiða þessa vexti? Þau eru í raun að greiða mun lægri vexti. Auðvitað setjumst við niður og semjum við viðskiptavini okkar. Það er víðar samið en í íslandsbanka. Það er eitt að vera tilbúinn að verja málstað umbjóðenda sinna en menn verða að vera það vandir að virðingu sinni að þeir fari ekki með tómt fleip- ur og sleppi borðleggjandi staðreyndum," segir Kristinn. Hann segir að Skeljungur bjóði sumum af bestu viðskiptavinum sínum olíu á laegra verði en fáist í Færeyjum. Tilvitnun LÍÚ í verð í Færeyjum eigi því heldur ekki við rök að styðjast. Skeljungur hafi kannað verð það sem LÍÚ vitnaði í í Morgunblaðinu á fimmtu- dag sérstaklega og komið hafi í ljós að þetta verð hafi verið tilboð til sérstakra viðskipta- vina í nokkra daga. „Ég hef lýst því yfir að það sé ekki endilega hagfræði Færeyinganna sem við ættum að hafa í heiðri hér. Við höfum séð hvernig menn hafa í óðagoti skotið sjálfa sig í fótinn. Þama hafa menn verið að bjóða verð undir inn- kaupsverði einvörðungu í samkeppnisskyni," segir Kristinn. Ekki óeðlileg álagning Einar Benediktsson, forstjóri Olís, kveðst undrandi á því að hagfræðingur einna virtustu hagsmunasamtaka landsins skuli bera fram þá röngu fullyrðingu að hér hafi engin breyt- ing orðið á verði á olíu síðustu mánuði. „Ég mótmæli því harðlega að þróun verðs á skipagasolíu sé ekki í takt við það sem gerist erlendis en vegna legu landsins erum við u.þ.b. einum mánuði á eftir þróuninni í Evr- ópu. Auk þess kaupum við inn á meðalverði mánaðar. Verð á skipagasolíu lækkaði þrisvar frá því í maí fram í október, samtals um 11%, meðan alþjóðaskráningin lækkaði á sama tíma um 8% í dollurum og gengi dollars um 3,5%. Síðan hafa orðið verulegar lækkanir og eink- um þó síðustu þrjár til fjórar vikur sem éru að byrja að skila sér hingað,“ segir Einar. Varðandi samanburð á olíuverði í Færeyj- um segir Einar að verðlistaverð þar sé hærra en á Islandi. Sem dæmi mætti nefna að 26. nóvember hafi listaverð verið 15,02 kr. í Færeyjum en 13,09 kr. á sama tíma hérlendis. „Það verð í Færeyjum sem hér hefur verið í umræðunni er tilboðsverð til stórra fyrirtækja fyrir stórar tilfallandi afgreiðslur í Færeyjum. A sama hátt njóta stórnotendur hérlendis af- sláttar frá listaverði enda ódýrara að afgreiða mikið magn í einu en lítið. Við búum í stóru og strjálbýlu landi með mikinn dreifingarkostnað en í Færeyjum er verið að afgreiða olíuna frá innflutningshöfn. Með málflutningi LÍÚ er gefið í skyn að oh'ufélögin séu með óeðlilega álagningu sem nemi jafnvel 4-5 kr. á lítra. í því sambandi má benda á að ein króna á elds- neytismarkaðnum hérlendis jafngildir 800 milljónum kr. en til samanburðar var hagnað- ur allra olíufélaganna á síðasta ári 520 milljón- ir kr. Þetta skýri betur en nokkuð annað að hér sé ekki um óeðlilega álagningu að ræða, að minnsta kosti skili hún sér ekki í afkomu olíufélaganna," sagði Einar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.