Morgunblaðið - 06.12.1998, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.12.1998, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1998 11 Tölvumynd/Arkitektastofa Halldórs Guðmundssonar ÞVERSNIÐ af hluta nýbyggingarinnar, sem tengist Kringlunni við innganginn hjá Hard Rock Café. Jarðvinnu á að ljúka í febrúar en þá verður búið að fjarlægja 16 þúsund rúmmetra af jarðvegi. Það hálfa ár, sem mest verður um að vera á byggingarstaðnum, verða þar að jafnaði um 100 manns að störf- um. Þrátt fyrir skamman fram- kvæmdatíma er ekki gert ráð fyrir því að unnið verði á vöktum á byggingar- stað. Húsið sjálft verður væntanlega risið um mánaðamótin maí-júní og vonast er til að verslanaeigendur fái húsnæðið afhent tilbúið til innrétting- ar á tímabilinu júlí til ágúst. Eins og fyiT sagði er svo stefnt að því að opna nýja Kringlu viðskiptavinum 30. sept- ember. Að sögn Þorkels verður húsið í raun stálgrindarhús með steyptum eining- um og verður það byggt með nýrri tækni. 300 tonn af stáli koma tilsniðin úr verksmiðju en einungis um 3.000 rúmmetrar af steypu eru áætlaðir í bygginguna að meðtöldum undirstöð- um. Auk byggingar verslunarhússins verður unnið við byggingu bíla- geymslu fyrir um 400 bfla á suðaustur- hluta lóðarinnar, við mót Listabrautar og Rringlunnar, á reit þar sem fyrir eru 150 bflastæði. Þá verður reist sér- stök tengibygging milli Borgarleik- hússins og Kringlunnar. Einn áfangi framkvæmdanna felst í því að útbúa tengingu milli torgbyggingarinnar svokölluðu, þ.e. nýja verslunarhússins, og 1. hæð gömlu Kringlunnar en sú tenging verður gerð þar sem nú er verslunin Byggt og búið. Þótt undirbúningur sé vel á veg kominn og áætlanir og dagsetningar liggi íyrir er samningum við verktaka um framkvæmdirnar ekki lokið. Við- ræður standa yfir við ístak um að fyr- irtækið annist framkvæmdirnar að öllu leyti og svo er að heyra á Ragnari Atla og Þorkeli Erlingssyni að samn- ingar séu skammt undan. Ragnai- Atli segir að um sé að ræða svonefnda marksamninga, þar sem verktaki og verkkaupi vinna náið sam- an, útbúa kostnaðaráætlun í samein- ingu og skipta frávikum milli sín í fyr- irfram ákveðnum hlutföllum. Hann segir að góð reynsla sé af þessu fyrir- komulagi. Hann telur að áætla megi að byggingarkostnaðurinn verði um það bil 1.800 milljónir króna. Þorkell Erl- ingsson segir að þótt Istak taki að sér að annast allar framkvæmdirnar verði þættir á borð við loftræstingu, lyftur og fleira boðnir út til annarra. Vetrarborg verslunar, viðskipta og menningar BORGARLEIKHÚSIÐ, Hag- kaup, Borgarbókasafnið, Ha- bitat og Hard Rock Café komast undir eitt þak að loknum fram- kvæmdunum við Kringluna á næsta ári. Aðstandendur leggja áherslu á að með þessari fjölbreytni sé verið að búa til vetrarborg á íslandi og þróa Ki'ingluna að nýrri veitinga- staðamenningu landsmanna og tengja hana menningarneyslu. Jafnframt er verið að mæta kröfum tímans um breytta samsetningu verslana. I takt við þessar áherslur verður mörg nýmæli að finna í rekstri hinnar nýju Kringlu. í þeim efnum liggur ekki allt fyrir; enn er verið að vinna í samningagerð við fjölmarga kaupmenn um rekstur í húsinu. Fyrst skal telja þær breytingar sem verða á útliti og fyrirtækjaum- hverfinu í því húsi, sem menn þekkja nú. Torgin á jarðhæð Kringlunnar, við Hagkaup og Byggt og búið, tekin upp. Rýmið verður nýtt á annan hátt, meðal annars með það í huga að bæta aðstöðu fyrir börn í húsinu. Byggt og búið flytur Verslunin Byggt og búið verður flutt. Um húsakynni hennar liggur tengingin frá jarðhæð yfir í nýju torgbygginguna. BYKO verður með svipaðan rekstur í nýrri Kringlu en þau áform eru ekki að öllu leyti mót- uð. Skyndibitastaðirnir Kvikk flytjast til. Þar sem Kvikk er nú, milli Bún- aðarbankans og Hard Rock Café, mun Bolli Kristinsson í 17 opna nýja verslun. Það er óhætt að segja að megin- einkenni nýju torgbyggingarinnar verði hin risastóra útivöruverslun, sem verður á jarðhæð og annarri hæð hússins, á alls 2.600 fermetrum. Eigendur hennar verða Fjárfest- ingafélagið Þor og Einar Sigfússon, sem rekur Sportkringluna, en hún verður lögð niður. I útivöruversluninni verður seldur fatnaður og ýmis útivistarbúnaður, svo sem t.d. reiðhjól og skotvopn. Byssusmiður mun setja upp verk- stæði í versluninni. „Þarna verður til sölu það sem tengist útivist fyrir al- menning," segir Ragnar AtU Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Eign- arhaldsfélags Kringlunnar. Hann leggur því áherslu á að hér sé ekki á ferðinni hver önn- ur íþróttavöruverslun. Frjáls lífsstill, stuðla- berg og 15 metra súla Ragnar Atli segir að frjáls lífsstíll, með áherslu á útivist og umhverfi og heil- brigt og vistvænt lífemi, sæki sífellt á meðal fólks. Þessi verslun bregst við þeirri eftirspurn. Efni í innréttingar er endurnýtt og um- hverfisvænt, eða þá sótt í íslenska náttúru, til dæmis rekaviður og stuðlaberg. Þarna verður arinn á tveimur hæðum og lyfta flytur viðskiptavini milla hæða innan verslunarinnar. Inn í útivöruverslunina er komið þar sem nýja torgbyggingin og Kr- inglan mætast, við Hard Rock Café. Þar, frá gólfi jarðhæðar uppundir rjáfur þriðju hæðar, rís 15 metra há klifursúla, sem setur mikinn svip á tengibygginguna og verslunina. Ragnar Atli segir að til þess verði ætlast að klifurkappar spreyti sig og sýni listir sínar í súlunni, en búnaði fjTÍr fjallamenn og klifrara verður gert hátt undir höfði í versluninni. Við súluna verður tengdur búnaður þannig að á henni gætir „veðurs“. Þeir sem leggja á brattann geta búið sér til farartálma eins og bleytu og ísingu. Ragnar Atli segir að gera megi ráð fyrir því að keppt verði í klifri í versluninni og að ýmsar uppákomur verði haldnar þar og tengdar útivist- arsvæðum utan dyra. Þar verður annars vegar um að ræða torg, sem nýta má fyrir samkomur, og hins vegar almennt útivistarsvæði þar sem gestir og gangandi geta notið góðviðrisdaga. Bókasafn og nýr leikhússalur Eins og fram kemur annars stað- ar á opnunni verður sérstök veit- ingaálma á þriðju hæð tengibygg- ingarinnar, milli verslanamiðstöðv- arinnar og menningarstofnananna, Borgarleikhússins og Borgarbóka- safnsins. Þar verða reknir átta skyndibita- staðir undir heitinu Kvikk með auknu sætaframboði frá því sem nú er. Þrír nýir veitingastaðir verða settir upp, hver með eigin sætarými. Þessir staðir munu markaðssetja sig Ragnar Atli Guðmundsson fyrir fjölskyldufólk, segir Ragnar Atli. Borgarbókasafnið opnar nýtt útibú, sem að hluta til nýtir núverandi húsnæði Borgarleikhússins, en í tengibyggingunni verður inm-éttaður salur fyrir 250 áhorfendur. Ráðgert er að fyrr eða síðar fái Borgar- leikhúsið þennan sal af- hentan til leiksýninga. Óljóst er hvenær af því verður en tefjist það segir Ragnar Atli rætt um að nýta salinn fyrir börn. Unglingaþyrping og sápuverksmiðja Eitt megineinkenni neyslumenn- ingar nútímans er síaukin umsvif unglinga á markaði fyrir neysluvör- ur, þjónustu og afþreyingu. Þessu ætlar Kringlan að mæta með því að útbúa sérstaka álmu eða þyrpingu þar sem lögð verður áhersla á versl- anir, sem höfða til unglinga. Nú standa yfir viðræður við nokkur þekkt fyrirtæki, sem stíla inn á þennan markhóp, en Ragnar Atli verst spurningum um að nafngreina fyrirtæki enn sem komið er. Að auki höfðar Kringlubíó, ný tónlistai*versl- un og fleira til þessa hóps. Samningar standa yfir við fjöl- marga aðra kaupmenn um rekstur verslana í nýrri Kringlu. Ragnar vill ekki staðfesta upplýsingar Morgun- blaðsins um að þar á meðal séu sömu aðilar og reka verslunina GK við Laugaveg. Hins vegar upplýsir hann að danska fyrirtækið Sands muni opna verslun fyrir karl- og kvenfatnað, ' svokallaðan unisex-fatnað. Einnig munu eigendur Evu og Gallerís opna nýja verslun, kennda við merk- in InWear og Martinique. Þeir sem reka Herrana og Herragarðinn verða líka með nýja verslun. Ragnar Atli segir að fleiri nýjung- ar séu í burðarliðnum og þar eru á ferðinni meðal annars verslanir sem selja leðurvörur, skó og fatnað; þekkt vörumerki í háum verð- og gæðaflokki. Önnur óvenjuleg nýjung, sem samningar liggja þegar fyrir um, er snyrtivöruverslunin Lush. Þar inni í miðri verslun verður að finna verk- smiðju sem framleiðir sápur og krem og selur eftir vigt. Tölvumynd/Arkitektastofa Halldórs Guömundssonar HORFT inn í nýju torgbygginguna í Kringlunni, frá þeim stað þar sem Hard Rock Café er. Rúllustigar flytja viðskiptavini niður á umráðasvæði stórrar útivöruverslunar eða upp á þriðju hæð, þar sem verða veitingastaðir. Milli rúllustiganna gnæfir 15 metra há klifursúlan til lofts. Einnig flytjast skyndibitastaðir Kvikk í þessa álmu og fá fleiri sæti til ráðstöfunar. Það er Arkitektastofan Ar- rowstreet í Boston, sem hefur tekið að sér að hanna útlit veit- ingahúsaálmunnar. Auk glerhýs- isins og göngugötustemmningar- innar verður eitt einkenni hennar stór þakgluggi og hvolfþak sem er skreytt þannig að það minnir á himinhvelfmguna. íslensk sérkenni hvað varðar form og efni Halldór segir að bandarísku arkitektamir hafí einnig lagt sig fram um að líta til þess spm ís- lenskt er í hönnun sinni. í útliti skyndibitastaðanna er óspart skírskotað til íslenskra sérkenna, bæði hvað varðar form og efni. Til að mynda hafa hönnuðirnir sótt sér efnivið í íslenska náttúru og íslenskt umhverfi. Þeir nýta hluti á borð við birkilauf, bárujárn, blúndudúka og fleira til þess að ljá húsakynnunum ferskan, sérís- lenskan blæ. „Meginþemað er að nota þessa íslensku vinkla og útfæra þá. Þarna að baki býr frumleg hug- mynd og frumlegur arkitektúr, sem gaman er að taka þátt í,“ segii' Halldór og segh- að þetta gildi um alla hönnunarvinnuna við húsið. „Það er verið að búa til nýjan, ein- stakan hlut, sem menn hafa lagt kapp á að verði sem notalegastur." Arrowstreet kemur einnig við sögu við hönnun á einni helstu nýj- unginni, sem fylgir rekstri hinnai' endurnýjuðu Kringlu. Það er 2.600 fermetra útivistarvöruverslun, sem nánar er gerð grein fyrir annars staðar á opnunni. Innréttingar ein- stakra verslana eru að öðru leyti mál þeirra sem þær reka. í útivöruversl- uninni eru stuðlaberg, rekaviður og önnur umhverfisvæn og endurnýtt efni notuð til þess að búa til frumleg, nútímaleg og séríslensk húsakynni. Við nýbygginguna bætast 10.500 fermetrar við gólfpláss Kringlunnar. Halldór Guðmundsson segir að í allri hönnun hússins sé þess gætt að ákveðið samræmi sé milli nýbygg- ingarinnar og eldri hluta Kringlunn- ar. Þeim sérkennum er t.d. haldið að allir inngangar hússins verða gulir að lit og sami heildarsvipur verður á innviðum sameignarinnar hvort sem er í eldri eða yngri byggingunni. Einnig hafa skoskir hönnuðir ver- ið fengnir til þess að endurhanna lýsingu og segir Halldór að útfærsl- ur þeirra virðist mjög spennandi. Með nýbyggingunni verður komið á hringtengingu um alla Kringluna á öllum hæðum. Við hönnunina er hugað sérstaklega að svokölluðu verslanaflæði, þ.e. hvernig einstök- um verslunum og aðgengi þeirra er fyrirkomið. Þetta flæði er sérstak- lega hannað af hinni þekktu arki- tektastofu Bemard Engle í London. Ragnar Atli Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Eignarhaldsfélags Kringlunnar, segir að við hönnunar- vinnuna leggi menn sig alla fram um að draga sem mest úr öllum hugsan- legum óþægindum, sem gestir Kr- inglunnar geti fundið fyrir innan dyra. í þeim efnum er hugað að öll- um mögulegum hlutum, t.d. hljóm- burði. I viðleitni til að firra því að rafsegulsvið valdi gestum óþarfa angri er Brynjólfur Snorrason, sér- fræðingur í rafsegulsviði, hafður með í ráðum. u
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.