Morgunblaðið - 06.12.1998, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 06.12.1998, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR í DAG Gunnar Páll á Kringlu- kránni Námskeið í COM/ DCOM Endurmenntunarstofnun Há- skóla Islands hefur gengist fyrir því að fá hingað til lands erlendan fyi-ir- lesara til að halda námskeið í COM/DCOM. Fyrir valinu varð Drvid S. Platt, en hann er stunda- kennari við Harvard-háskóla ásamt því að reka eigið ráðgjafar- og kennslufyrirtæki, „Rolling Thunder Computing". Meðal útgefins efnis Platts má nefna „The Essence of COM with ActiveX", sem verður notað á nám- skoiðinu, og greinar í Microsoft Systems Journal (MSJ). Námskeiðið verður haldið dagana 18.-22. janúar kl. 9-17 og er fjöldi þátttakenda takmarkaður við tutt- ugu. Skráningarfrestur er til 10. desember. GUNNAR Páll Ingólfsson, söngv- ari á Grand Hótel, Reykjavík, mun leika á Kringlukránni í des- embermánuði mánudaga, þriðju- daga og miðvikudaga frá kl. 22-1. Tvær síðustu vikurnar fyr- ir jól leikur Gunnar einnig þessa daga fyrir matargesti. Þetta eru þriðju jólin sem Gunnar Páll leikur á Kringlu- kránni og segir í fréttatilkynn- ingu að Ijúfur flutningur Gunn- ars á þekktum lögum frá fyrri tímum hafi notið vaxandi vin- sælda, sérstaklega hjá þeim sem kunna að meta notalega kvöld- stund. Um helgar föstudag, laugar- dag og sunnudag leikur Gunnar eins og undanfarin ár við jóla- hlaðborðið á Grand Hótel, Reykjavík, kl. 19-23. FERÐAMÁLASKÓLINN MK FERÐAMÁLANÁM - INNRITUN Skráning nýnema í FERÐAFRÆÐInám Feröamálaskóla MK er nú hafin. Tekið verður við skráningum nýnema fram til 15. desember 1998. Kennsla hefst 12. janúar 1999. FERÐAFRÆÐInám Ferðamálaskóla MK er alhliða nám í ferðaþjónustu. Námið er ætlað einstaklingum sem starfa í ferðaþjónustu eða hyggja á slíkt. FERÐAFRÆÐInám Ferðamálaskólans er sérstaklega sniðið að störfum innlendrar ferðaþjónustu. Um er að ræða tveggja anna nám. Á vorönn 1999 eru í boði 8 fjölbreyttir og spennandi áfangar. Umsóknareyðublöð fást á aðalskrifstofu MK. FERÐAMÁLASKÓLINN MK MENNTASKOLINN I KOPAVOGI v/Digranesveg - 200 Kópavogur, Sími 544 5520/544 5510, fax 554 3961. Netfang mk@ismennt.is VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags MMM | y 4 y « 1 -t . fl SgaMlÞ*-11 \ & £ í \ Jt* '■éÍK. Miðstöðvar- mejgar ÞESSI mynd var tekin á Hótel Loftleiðum í septem- ber 1985 af gömlum mið- stöðvarmeyjum. Leitað er eftir nöfnunum sem í vant- ar. Ef einhver getur gefið upplýsingar þá hringið í síma 555 1525. Standandi frá vinstri 1. Bergljót (Bella) Wathne Borg, 2. Svanhvít Guð- mundsdóttir, 3. Inga Sól- nes, 4. ? 5. Þóra Þorsteins- dóttir, 6. Ásta Thorsteins- son, 7. Vilborg Ólafsdóttir, 8. Dagmar Dahlmann, 9. Ásta Björnsdóttir, 10. ? 11. Gyða Þórðardóttir, 12. Sig- ríður Jónsdóttir, 13. Kiist- ín Björnsdótth' og 14. ? Sitjandi frá vinstri 15. ? 16. Bjarnveig Bjarnadótt- ir, 17. Helga Finnboga- dóttir, 18. ? 19. Þórdís Daníelsdóttir. Góð og slæm þjónusta EG vil hér með koma á framfæri innilegu þakklæti fyrir frábæra þjónustu sem við hjónin hlutum hjá vakt- stjóra Kentucky Fried Chicken í Faxafeni. Þang- að förum við hjónin oft er við komum til Reykjavíkur. Við höfðum haft nætur- gistingu hjá skyldfólki okkai' og ákváðum að gleðja þau með kvöldverði hjá fyrrnefndu fyrirtæki þar sem okkur finnst mat- urinn þar afar ljúffengur. Keyptum við mat fyrir 6 manns. Eg sá strax að af- greiðslustúlkan var óvön og gerði athugasemdir, það var leiðrétt af annarri stúlku. Skyldfólk okkar gladdist mjög yfir matnum en þá komu upp leiðindi því mat vantaði fyrir einn. Um kvöldið hafði ég samband við vaktstjórann og gerði honum viðvart svo þetta endurtæki sig ekki. Elsku- legt og þægilegt viðmót þessa manns bræddi mig samstundis og í lok sam- talsins bauð hann okkur að koma við hjá sér seinna og þiggja mat án endurgjalds. Viku seinna þurftum við til Reykjavíkur, þá komu upp efasemdir hjá mér, hafði ég tekið rétt eftir, hafði maðurinn boðið mat fyrir 6 þar sem aðeins vantaði fyrir einn. Ég hringdi því áður, mikið rétt, „hvenær vildum við sækja matinn, engin bið, velkomin." Gleðilegur endir og hver maður fékk sinn skammt. Enn og aftur bestu þakkir til vaktstjórans og ég óska fyrirtækinu til hamingju með frábæran starfsmann. Það eru ekki öll fyrir- tæki vandanum vaxin, því varð ég því miður fyrir er ég verslaði hjá Hagkaup í fyrra. Þannig vildi til að rétt fyrir jólin í fyrra keypti ég jólagjafirnar í Hagkaup í Kringlunni. Þegar ég fór út hringdi bjalla og var ég beðin að fara aftur í gegn með alla mína pakka. Enn hringdi bjallan. Fjöldi fólks horfði á og þar á meðal fólk sem ég kannaðist við, það sneri sér undan. Ég var stimpl- uð þjófur. Ég varð sem lömuð og enginn spyr að leikslokum. Ég fann hugs- un fólksins á mér „greyið svona gömui og stelur." Ég var með kvittunina í hendinni, allt var rifið upp úr pokunum, þá kom í ljós að gleymst hafði að taka hljóðmerki af einni vör- unni. Þar með var þetta af- greitt, afsökun ónei, starfsfólkið var uppgefið, mistök, búið mál, bless. Ég þurfti í fleiri verslanir þarna og tók eftir að bent var á mig „þessi kerling var að stela“, skeð var skeð. Ég varð bálvond og sneypt. Ég hringdi strax er heim kom, bað um yfir- mann Hagkaupsverslan- anna. Ekki við, þá næst- æðsta, á fundi. Loks náðist í einhvern sem átti að vera eitthvað ábyrgur, ég sagði sögu mína. Slegið var á létta strengi, ég væri ekki sú eina, 16 eða 17 höfðu lent í þessu á undan mér, ha, ha. Starfsfólkið upp- gefið, mannleg mistök, engin afsökun, þetta var bara sí sona, bless. Sem sagt vegna þess að starfsfólkið var uppgefið vai- ég stimpluð sem þjóf- m\ Ég bara spyr á ég að gjalda þess að starfsfólk- inu er þrælað út? Hvers vegna eru vaktir ekki hafð- ar styttri og fleira starfs- fólk og hvers konar yfir- menn eru þarna? Kunna þeir ekki kurteisi, þurfa þeir á skóla til að læra að biðjast afsökunar? Þess er þó krafist af starfsfólkinu sem vinnur á kössunum. Máli sem þessu er ekki hægt að slá á glens og gera grín, þetta er ekkert grín. Núna er jólaösin að byija og það nær ekki nokkum átt að fyrirtæki sem Hagkaup né önnur komist upp með vinnu- brögð sem þessi. Ég skora á ykkui' sem fyrir þessu verðið að láta í ykkur heyra. Ein sem er öskureið. BB Víkverji skrifar... BEZTU LfUSNIRNAR eru ein- fóldu lausnimar. Víkverji heyrði á dögunum sagt frá einfaldri lausn á því hvemig ná megi fram jöfnum áhrifum allra landsmanna/kjósenda á Alþingi, án þess að breyta í einu eða neinu núverandi kjördæmaskip- an. Lausnin er einfaldlega sú að þegar þingmaður greiðir atkvæði um þingmál, með því að ýta á já- eða nei-hnapp við tölvumælda atkvæða- greiðslu, reiknar tölvan jafnharðan út hve marga kjósendur hann hefur á bak við sig. Átkvæði hvers þing- manns fær síðan vægi samkvæmt kjósendafylgi. Þannig eru atkvæði vegin í hlutafélögum, þ.e. eftir hluta- fjáreign. Þingmenn hafa og lengi boðið landsmönnum upp á misþung atkvæði eftir búsetu, svo þeir em hagvanir í þeim efnum. Einfalt, ódýrt, réttlátt - er ekki svo? XXX IGLFIRZKUR annáll heitir þriðja bók Þ. Ragnars Jónas- sonar í ritröðinni: Ur Siglufjarðar- byggðum. Hún er nýútkomin. Sigl- firzkur annáll hefst með tilvitnun í Landnámabók. Þar segir af Þor- móði ramma, sem nam Siglufjörð, Ulfi víkingi, sem nam Ulfsdali, Ólafi bekkr, er nam Olafsfjörð, og Héðni, bróður Olafs bekkr, en hann nam Héðinsfjörð. Með jarðgöngum um Héðinsfjörð verða þessar byggðir eitt upp úr aldamótum. Farið er fljótt yfir sögu fyrstu aldir byggðar í Siglufirði enda fátt heimilda, en annállinn þéttist er nær dregur í tíma. Helztu atburða er getið allt fram undir okkar daga. - Þ. Ragnar Jónasson er mikill fræðaþulur. Hann á þakkir skildar fyrir störf sín að byggðasögu. Út- gáfa Vöku-Helgafells er vönduð. xxx A* RNI BRYNJÓLFSSON sendir sunnudagsvíkverja pistii: „Það er furðu margt sem kemst fyrir í þínu smáa síðuhomi, - oftast skemmtilegt, en nú langar mig til að bæta ofurlitlu við þína ágætu grein [31. nóvember], án þess að úr þurfi að verða bragarbót. Það er talað um að voðinn sé vís ef fólki fækkar á iandsbyggðinni og bent á að ausa fé í þá áttina svo flótta linni, - einnig ef atkvæðisrétt- ur verði jafnaður og mannréttindi virt. Eigi að byggja umferðarmann- virki í Reykjavík eða nágrenni er heimtað á móti fáfarinn vegur eða brú úti á iandi. - Mér er spurn hvort ekki sé eitthvað meira en lítið að þegar svona er látið. Við erum nokkuð sammála um að hjálpa eigi fólki til sjálfsbjargar, en sú er ekki leiðin sem farin hefur verið á umliðnum árum, fjármunum er ausið í allar áttir oft til kaupa á atkvæðum eða til bjargar þegar gjaldþrota fyrirtækjum, sem betur mætti leggja niður og gefa fólki færi á að flytja saman á byggilegri staði. Auðvitað er þetta erfitt sem sjá má á því hve seint og iila hefur gengið að sameina sveitarfélög, - einkum vegna „kónga“ í sveitar- stjórnum. Þegar ósköp hafa dunið yfir eða hús dæmd óbyggileg vegna snjó- flóðahættu fá þeir meira í bætur sem verða um kyrrt en þeir sem vilja flytja, þeir eru bundnir átt- hagafjötrum, sem þótti ekki góð „danska" samkvæmt íslenskum sagnfræðiritum. Nú steðjar ný ógn að lands- byggðinni sem er öfgafólk í um- hverfismálum, eins konar Green Peace á þurru landi, sem metur meira moldarbörð á hálendinu en byggðina i landinu. - Þar á ofan koma sæstrengjagreifarnir, sem viija virkja stórt til þess að selja orkuna úr landi, í stað þess að nota hana til þess að auka fjölbreytni at- vinnuveganna innanlands. - Hvað á að gera við ört vaxandi fjölda vel menntaðs fólks úti á landi, ef lítið annað þarf að kunna en að leiðbeina ferðafólki um óbyggðir, sækja og vinna rýrnandi sjófang og hokra á dreifðum kotbýlum? Ætla mætti að fleiri sæju hlutina gegnum glasbotninn en bjór- þambararnir í Reykjavík! Kveðja, Ámi Bi'ynjólfsson." Víkverji þakkar tilskrifið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.