Morgunblaðið - 06.12.1998, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Vísindi eða gervivísindi
Er þekkingarstig þjóðarinnar í hættu?
Um þessar mundir er að koma út bókin Undur veraldar sem er
safn greina fyrir almenning eftir íslenska vísindamenn.
Salvör Nordal gluggaði í bókina og ræddi við Þorstein Vilhjálms-
son, eðlisfræðing og vísindasagnfræðing, um hlutverk vísindanna
í nútímanum og starf vísindamannsins.
MorgunblaðiðyKristinn
ÞORSTEINN Vilhjálrasson, eðlisfræðingur og vísindasagnfræðingur og ritstjóri bókarinnar Undur veraldar.
NDUR veraldar er
nokkurs konar próf-
steinn á það að vís-
indakenningar geti
verið skemmtilegar og
aðgengilegar almenningi," segir
Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor
og ritstjóri bókarinnar Undur ver-
aldar. „Bókin er safn fyrirlestra
sem haldnir voru á vegum raunvís-
indadeildar Háskólans og Hollvina-
félags hennar fyrir einu og hálfu
ári. Fyrirlestrarnir voru mjög vel
sóttir sem sýndi okkur hve mikinn
áhuga almenningur hefur á þessu
sviði.“
Þorsteinn segir að ekki hafí verið
ei-fitt að fá íslenska vísindamenn til
að kynna vísindagreinar sínar fyrir
almenningi. „Höfundar greinanna
eiga auðvelt með að útskýra flókna
hluti á aðgengilegan hátt og þegar
við leituðum til þeirra vildu þeir
mjög gjarnan kynna vísindi sín fyr-
ir almenningi enda gefast ekki
mörg tækifæri til þess.“
Bregðumst framtíðinni
Þú segir í inngangi að bókinni
Undur veraldar að íslendingar hafí
lítinn skilning á vísindastarfi.
Hvernig birtist þetta skilnings-
leysi?
„Vísindastarf hefur notið lítils
skilnings í samfélaginu, sérstaklega
meðal sjórnmálamanna. Mjög litl-
um fjármunum er veitt í vísinda-
rannsóknir en helst virðist áhugi á
hagnýtum verkefnum sem skila sér
beint í askana. Menn verða hins
vegar að gera sér grein fyrir þvi að
nytjarannsóknir þrífast ekki án
grunnrannsókna."
Eru Islendingar ekki í raun of fá-
ir og smáir til að geta lagt eitthvað
af mörkum til alþjóðlegs vísinda-
starfs?
„Ég held að þetta viðhorf sé á
undanhaldi, enda eigum við vísinda-
menn á ýmsum sviðum sem eru
mjög góðir á alþjóðlegan mæli-
kvarða. Staðreyndin er sú að við er-
um að bregðast framtíðinni með því
að vanrækja vísindin, líkt og ef við
hlúum ekki að menntun barnanna
okkar. Við þurfum ákveðna þekk-
ingu í nútímaþjóðfélagi annars dög-
um við hreinlega uppi.“
Umræðan um erfðatækni og
erfðarannsóknir hefur hleypt lífí í
umræðu um vísindi hér á landi og
almenningur virðist mjög áhuga-
samur um þær rannsóknir. „Áhugi
almennings á erfðarannsóknum er
mjög skiljanlegur. Það er til dæmis
mjög eðlilegt að sá sem er haldinn
einhverjum sjúkdómi eða óttast það
vilji leggja sitt af mörkum til auk-
innar þekkingar á honum, arfgengi
hans og útbreiðslu. Þannig vinnum
við meðal annars gegn því að sjúk-
dómurinn leggist af sama þunga á
afkomendur okkar. Mér finnst að
þetta einfalda sjónannið hins al-
menna manns hafi horfíð um of í
skuggann í umræðunni um gagna-
grunna og slíkt.“
Árangur fiskifræðinga
Þorsteinn leggur hins vegar
áherslu á að íslenskir vísindamenn
fáist við fleira en erfðarannsóknir.
„Við erum eyþjóð og berum okk-
ur lítið saman við aðra. A sumum
sviðum teljum við okkur alveg ein-
stök eins og komið hefur fram í um-
ræðunni um erfðarannsóknir. En
staðreyndin er sú að við njótum alls
ekki eins mikillar sérstöðu á því
sviði og af er látið. Mormónar í
Bandaríkjunum eru gott dæmi um
hóp sem býr yfír öflugum ættar-
skrám og heilsufarsupplýsingum.
Á öðram sviðum erum við aftur á
móti ekki nógu.montin af sérstöðu
okkar og dæmi um það er fískveiði-
stjórnunin. Islenskir fískifræðingar
hafa náð mjög merkilegum árangri
í rannsóknum á fiskistofnum sem
hefur verið forsenda þess að við
höfum náð valdi á fiskveiðum og
fískistofnum. Það er ekki langt síð-
an að gert var gn'n að fiskifræðing-
um en þeir hafa áunnið sér traust
og náð eyrum almennings. Aðrar
þjóðir líta upp til þess hvernig við
höfum náð tökum á fískveiðunum
enda er hér um mjög erfítt mál að
ræða og miklir hagsmunir í húfi.“
Fiskifræðingai' hafa ef til vill náð
tiltrú manna en veðurfræðingar
virðast enn eiga nokkuð í land og
oft sem spár þeirra standast ekki.
„Sum fyrirbæri eins og veður-
kerfin era mjög flókin og erfítt að
spá fyrir um þau. Svipaða sögu er
að segja um jarðvísindi en jarð-
fræðingar eiga erfítt með að spá
fyrir um jarðhræringar og eldsum-
brot. Samt hafa orðið gífuriegar
framfarir á þessum sviðum að und-
anförnu. Til gamans má geta prest-
anna í Babylon sem var gert að spá
fyrir um sól- og tunglmyrkva. Þeim
gekk það misjafnlega en náðu þó sí-
fellt betri tökum á viðfangsefninu.
Þeim var refsað með lífláti ef fyrir-
bærið átti sér stað án þess að þeir
hefðu séð það fyrir. Prestarnir
höfðu það því fyrir sið að spá frekar
oftar en sjaldnar. Svipað sjáum við
hjá veðurfræðingum og jarðvísinda-
mönnum samtímans, þeir leitast við
að spá fyrirbærum eins og vondu
veðri eða jarðskjálfta frekar of oft
en of sjaldan."
Gerum við kannski of miklar
kröfur til vísindamanna í þessum
efnum? „Stundum eru gerðar of
miklar kröfur og þá er gagnrýnin á
vísindin ekki sanngjörn. Gagnrýni á
vísindi er af margvíslegum toga.
Stundum heyrum við íhaldsamari
tón og vísindin era gagnrýnd fyrir
að fara of geyst.
Undirtónninn er þá að hlutirnir
hafi í raun verið betri áður fyrr. Það
er vel hugsanlegt að stundum sé
farið of geyst en við megum samt
ekki gleyma hvað við höfum sigrast
á mörgum erfiðleikum í mannlegu
lífi. Mér finnst slík fortíðarþrá oft
fela í sér hroka bæði gagnvart for-
tíðinni og gagnvart samfélögum
sem eru fátækari en við. Hvað með
ungbarnadauðann, óhreinlætið,
sjúkdómana og vinnuþrælkunina
sem var stór hluti af daglegu lífi
fólks áður fyrr og er það enn þann
dag í dag í fátækari löndum?“
Gervivísindi
Er ekki hægt að draga þá álykt-
un af umræðunni um erfðarann-
sóknir að íslendingar séu opnir fyr-
ir framföram í vísindum?
„Ég held að íslendingar séu al-
mennt framfarasinnaðir og þeir eru
sérstaklega opnir fyrir nýrri tækni.
Það eru hins vegar ákveðnir veik-
leikar í afstöðu íslendinga sem birt-
ist meðal annars í því hve hjátrúin
og gervivísindin eiga sterk ítök í
fólki. Þetta er í raun furðulegt mið-
að við hve þróað samfélag okkar er.
Ymislegt í hjátrú manna stangast á
við þá þekkingu sem liggur tækn-
inni, sem við notum, til grundvallar.
Það er því viss mótsögn falin í því
að trúa þessum hlutum annars veg-
ar og nota hins vegar tækni sem
byggir á andstæðri þekkingu."
En er ekki slík hjátrú alveg
meinlaus?
„Hjátrúin getur gert það að verk-
um að fólk bregðist rangt við að-
stæðum. Fyrir rúmu ári var frétt á
baksíðu Morgunblaðsins af pari við
Skúlagötu sem varð vart við tvo
geisla dansandi í rúllugardínunni.
Fólkið hafði samband við „sérfræð-
ing“ í fljúgandi furðuhlutum sem
taldi öruggt að um slíkt fyrirbæri
væri að ræða.
Það er margt athyglisvert við
þessa sögu. Fólkið hringdi í „sér-
fræðing" í íljúgandi furðuhlutum
frekar en í vísindamann til að leita
skýi'inga.
„Sérfræðingurinn" gaf langsótta
skýi'ingu á fyrirbærinu og taldi
fyrst í stað að um fljúgandi furðu-
hlut væri að ræða en síðan skipti
hann um skoðun og taldi þetta vera
urðarmána. Það kom svo í ljós að
þetta voru leysigeislar. Skýring
„sérí'ræðingsins“ um fljúgandi
furðuhlut er ódýr og langsótt. Urð-
armánar finnast hins vegar í nátt-
úrunni við tiltekin skilyi'ði sem eru
gerólík þeim sem þarna voru.
Ef fólkið hefði haft samband við
vísindamann hefði hann sjálfsagt
strax getið sér til um leysigeisla.
Eins hefði fólkið áttað sig á þessu
sjálft ef það hefði haft einhverja
þekkingu á leysum, en þeir era
mjög mikilvægir í ýmsum nútíma-
tækjum. Það brást hins vegar rangt
við og fékk fráleitar útskýringar."
En nú verður fólk fyrir alls kyns
reynslu sem erfitt er að útskýra.
„Við verðum að gera greinarmun á
því sem á sér skýringu og á því sem
á sér ekki skýringu. Vísindin hafa
ekki skýringar á öllum hlutum, en
þau gátu hins vegar auðveldlega
skýrt fyrirbærið á Skúlagötunni.
Ólíkt aðferðum hins svokallaða sér-
fræðings sem parið leitaði til eru
aðferðir vísindanna þær að leita að
einföldustu skýringunni, skýringu
sem ekki stangast á við þekkingu
okkar, að öðram kosti þyrfti að
bylta svo mörgu.“
Líf á öðrum hnöttum?
Ein greinanna í Undur veraldar
er um rannsóknir í stjarnvísindum.
Áhuginn á lífi úti í geimnum virðist
vera jafnmikill meðal vísindamanna
og annarra.
„Spurningin um líf á öðrum
hnöttum er fullkomlega gild og vís-
indin útiloka ekkert. Með tækni-
framfóram eins og Hubbles-
sjónaukanum hefur orðið mikil bylt-
ing í stjarnvísindum og umræðan
um líf annars staðar í geimnum hef-
ur fengið byr undir báða vængi.
Nýlega hafa menn fundið reiki-
stjörnur við aðrar sólir og það er
talið fyrsta skrefið til að finna líf
annars staðar í geimnum.
Fyrsta reikistjaman sem menn
fundu er í um 18 ljósára fjarlægð
frá okkur. Vísindamenn hafa líka
lengi velt því fyrir sér hvort hægt
væri að ná sambandi við hugsanlegt
líf úti í geimnum og fyrir um 30 eða
40 árum fóru menn að huga að því
að senda merki frá jörðinni. Merkin
voru send í formi útvarpsbylgna til
hugsanlegra ábúenda annars staðar
í alheimi. Við eigum hins vegar ekki
von á svari fljótlega. Ef við miðum
við fjarlægðina til reikistjörnunnar
sem ég nefndi myndi það taka 18 ár
fyrir boðin að berast á milli svo
samtalið yrði býsna hægt!“
Lærum ekki
gegnum húðina
íslendingar hafa komið illa út í
samanburði við aðrai’ þjóðir þegar
litið er til raungreinamenntunar.
Eru íslendingar almennt áhuga-
lausir um raunvísindi? „Mér finnst
full ástæða til að taka alvarlega
þessar niðurstöður sem okkur hafa
verið að þerast um raunvísinda-
menntun Islendinga. Þetta kemur
líka heim og saman við reynslu
þeirra sem hafa átt börn í góðum
skólum erlendis. Þar eru miklu
fastari vinnubrögð og öll kennsla
nútímalegri. Einsetinn skóli er mik-
ilvægt framfaraskref hér en fleira
þarf til.
Margir hafa haldið því fram að
Islendingar trúi á brjóstvitið og ég
held að nokkuð sé til í því. í Háskól-
anum fínnum við mikið fyrir því
agaleysi sem ríkir hér og birtist
meðal annars í því að fólk telur sig
geta lært gegnum húðina sem ég
kalla svo, líkt og við læram móður-
málið og ef til vill önnur mál. En
það er ekki hægt að læra raun-
greinar í gegnum húðina, það er að-
eins hægt með skipulögðum vinnu-
brögðum. Þessi skortur á aga birt-
ist í því að nemendur koma sér hjá
því að læra raungreinar sem krefj-
ast agaðra vinnubragða. Það er
furðu algengt að ungt fólk sem hef-
ur nám í Háskólanum haldi að það
geti lært eðlisfræði og stærðfræði
bara með því að vera til. Svo er það
undrandi þegar lítið gengur."
Raungreinamenntun
„Launakjör kennara eru ein
ástæða fyrir slakri raunvísinda-
menntun. Fyi'ir um þrjátíu árum
þegar menntun í raunvísindum
hófst við Háskólann var talið að
flestir sem lykju BS prófí færa í
kennslu, en sú hefur ekki orðið
raunin, enda er kennslan illa launuð
og nýtur lítillar virðingar. Ungu
fólki sem hefur áhuga á raunvísind-
um standa allar leiðir opnar. Fyi’ir