Morgunblaðið - 06.12.1998, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181
PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1998
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Endurbygging Reykjavrkurflugvallar boðin út
Slökkvilið kallað út
Framkvæmdakostnaður
vegna vatnsleka
SLÖKKVILIÐI Keykjavíkur var
tilkynnt um vatnsleka í verslun-
inni Intersport-Magasín í Bflds-
höfða 20 kl. 9.30 í gærmorgun.
Nærri 20 slökkviliðsmenn voru
kvaddir á vettvang, en vatn þakti
að mestu tæplega 2.000 fermetra
gólf verslunarinnar og blasti við
starfsmönnum hennar í gærmorg-
un þegar þeir mættu til vinnu. Or-
sök lekans er rakin til bilunar í
hitablásara. Unnið var að því
hörðum höndum í gærmorgun að
þrífa gólfið og tókst því að opna
verslunina eftir hádegið.
Að sögn Sverris Þórðarsonar
verslunarstjóra, virðist tjón ekki
hafa orðið mikið þar sem mjög
góð gólfefni eru á gólfum. A
myndunum er unnið hörðum
höndum við að þrífa í gærmorg-
un og á þeirri minni er hitablás-
arinn, sem talið er hafi bilað,
fjarlægður.
áætlaður 1,5 milljarðar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Oddvitar rikisstjórnar segja mikilvægt að eyða óvissu vegna dóms Hæstaréttar
Akvarðanir um aðgerðir
verða teknar í vikunni
Atvinnuhagsmunir smábáta-
sjómanna í uppnámi?
RÍKISSTJÓRNIN fjallaði um dóm
Hæstaréttar í máli Valdimars
Jóhannessonar gegn íslenska ríkinu
á fundi sínum í gær. Davíð Oddsson
forsætisráðherra segir að dómurinn
sé mjög óljós en áhrif hans verði til
nákvæmrar skoðunar á næstu dög-
um og teknar verði ákvarðanir um
viðbrögð við dóminum í framhaldi af
næsta fundi ríkisstjórnarinnar á
þriðjudag.
Halldór Asgrímsson utanríkis-
ráðherra sagði að ríkisstjórnin teldi
nauðsynlegt að breyta 5. grein fisk-
veiðistjórnunariaganna. Aðrar
ákvarðanir hafi ekki verið teknar í
málinu. Dómur Hæstaréttar sé
mjög óskýr og ekki rétt farið með
hugtök. Hæfustu lögfræðingar
landsins fjalli um málið en ekki hafi
verið ákveðið hvenær það yrði lagt
fyrir Alþingi.
„Það var krafa alþingismanna að
það yrði gert sem fyrst. Mikilvægt
er að eyða þeirri óvissu sem hefur
skapast. Ég reikna með því að reynt
verði að leggja málið fyrir Alþingi í
næstu viku sem er nauðsynlegt ef
það á að vera von til þess að ljúka
því fyrir jól,“ sagði Halldór.
Nýir aðilar rýra réttindi
þeirra sem fyrir eru
Davíð Oddsson og Þorsteinn Páls-
son sjávarútvegsráðhen-a segja að
dómur Hæstaréttar geti þýtt að at-
vinnuhagsmunir smábátasjómanna
komist í meira uppnám en annarra
og hagur smábátamanna væri í
lausu lofti. „Það er margt sem þarna
virðist koma í ljós sem menn hafa
kannski ekkert hugsað og hefur
kannski ekkert verið hugsað í réttin-
um þegar þetta var tekið tfl úrlausn-
ar, Þetta er mikið vandamál," sagði
Davíð.
„Opnist öllum aðgangur getur það
haft víðtæk áhrif á smábátaút-
gerðina vegna þess að þar er ekki
um að ræða kvóta. Nýir aðilar munu
þá rýra atvinnuréttindi þeirra sem
fyrir em. Þess vegna er hugsanlegt
að atvinnuréttindi þeirra séu í meira
uppnámi af þessum sökum,“ sagði
Þorsteinn.
Davíð sagði að lögfræðinga
gi-eindi mjög á um það hvað þessi
dómur þýddi. „Það liggur fyrir að
hugtakanotkun í dómnum er mjög á
reiki, sem flækir málið. Það flækir
líka málið að í fyrsta skipti í dómi er
því haldið fram að ekki megi breyta
almennum lögum með almennum
lögum. Það er nýmæli sem menn
hafa ekki séð áður og allt þetta flæk-
ir málið mjög mikið,“ sagði Davíð.
„Vandamálið er að Hæstiréttur not-
ar sitt á hvað orð eins og veiðiheim-
ild og veiðileyfi, sem þýða alls ekki
það sama. Hann talar um veiðiheim-
ildir í 5. grein, sem eru ekki í 5.
greininni," sagði Davíð.
Þorsteinn sagði þetta gera túlkun
dómsins alla erfiðari. „Nú er ég ekki
að gera því skóna að Hæstiréttur
hafi ekki áttað sig á mismunandi
lagalegri merkingu þessara hug-
taka. Það kann að vera að Hæsti-
réttur sé að senda sérstök skilaboð
til þeirra sem eru að túlka dóminn
með því að komast þannig að orði að
þessi hugtök eru mjög á reiki og
ekki verður séð hvaða merking er
lögð í þau,“ sagði Þorsteinn.
Hefur skapað
mikla óvissu
„Hvað sem öðru líður, og um það
eru allir sammála, hefur dómurinn
skapað óskaplega mikla óvissu í
landinu," sagði Davíð. Hann sagði að
ekki mætti dragast lengi að fá niðm--
stöðu um hvort nauðsynlegt sé að
gera breytingar á lögum. Þetta er
vandinn. Dómurinn setur hér allt á
annan endann ef hann er skilinn
eins og sumir skilja hann,“ sagði
Davíð.
RÍKISSTJÓRNIN ákvað í gær að
hafinn verði undirbúningur að út-
boði um endurbyggingu Reykjavík-
urflugvallar. Verkið verður boðið út
á Evrópska efnahagssvæðinu.
Heildarkostnaður við verkið er
áætlaður 1,5-1,6 milljarðar króna.
Stefnt er að því að verkinu verði
lokið árið 2002, en framkvæmdir
hefjist strax á næsta ári. 200 millj-
ónir kr. eru áætlaðar í verkið á
næsta ári.
Halldór Blöndal samgönguráð-
herra og Geir H. Haarde fjármála-
ráðhen-a munu eiga viðræður
næstu daga um tilhögun útboðsins.
Halldór segir að í fyrsta áfanga
verði byrjað að endurbyggja aust-
ur-vesturbraut flugvallarins.
Ógerningur að halda
flugvellinum við
„Það er óhjákvæmilegt að hefja
þetta verk, því Reykjavíkurflug-
völlur er það illa farinn að ógern-
ingur er að halda honum við og
gera á honum nauðsynlegar
viðhaldsbætur nema með mjög
miklum kostnaði. Þetta verk hefur
verið mjög vel undirbúið og er öll-
um umhverfisþáttum lokið. Málið
snýst núna um hve hratt er hægt
að ganga í verkið," segir Halldór
Blöndal.
Samgönguráðherra segir að út-
boðið verði auglýst svo fljótt sem
auðið er, en vegna umfangs verks-
ins er nauðsynlegt að auglýsa það á
Evrópska efnahagssvæðinu öllu.
KR-ingar
vilja úrskurð
um notkun
nafns
KNATTSPYRNUFÉLAG Reykja-
víkur hefur lagt inn kæru til Sam-
«*keppnisstofnunar vegna nafnsins
Fram - Fótboltafélag Reykjavíkur.
Þar er farið fram á að stofnunin
hlutist til um það að Fram noti
ekki nafnið „Fótboltafélag Reykja-
víkur“.
Einar Baldvin Stefánsson, sem
unnið hefur að undirbúningi þessa
máls fyrir KR, benti í samtali við
Morgunblaðið á það að vestur-
bæjarliðið hefði heitið Fót-
boltafélag Reykjavíkur til 1915 og
Fram hefði þá heitið Fót-
boltafélagið Fram. Nafninu hefði
eingöngu verið breytt úr Fót-
boltafélagi í Knattspyrnufélag af
málfarsástæðum.
„Við lögðum inn í fyrra til
pgEinkaleyfastofu nafnið Knatt-
spyrnufélag Reykjavíkur með
merkið i' bakgrunni og það fékkst
að sjálfsögðu skráð,“ sagði hann.
„Síðan gerist það að Fram leggur
inn til hlutafélagaskrár nafnið
Fram - Fótboltafélag Reykjavíkur
hf. Tilgangurinn er augljós. Hann
er að villa um erlendis og það er
fullkomlega raunhæft að ætla að
þetta geti valdið ruglingi.
Einar Baldvin sagði að síðau í
september hefði legið fyrir beiðni
hjá Einkaleyfastofu um nafnið Fót-
boltafélag Reykjavíkur eitt og sér
og FC Reykjavík. Upplýsingar um
það hvaða nöfn hefði verið sótt um
rétt á lægju fyrir, þótt ekki kæmi
fram hver umsækjandinn væri.
Hann sagði að einnig hefði þessu
verið mótmælt til fþróttasambands
Islands og Knattspyrnusambands
Islands. I lögum ISÍ kæmi skýrt
fram að sá, sem sækti um aðild,
notaði ekki nafn félags, sem fyrir
væri í samtökunum.
GRÝLA