Morgunblaðið - 06.12.1998, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
stakkaskiptuin
Miklar framkvæmdir eru fyrirhugaðar við verslanamiðstöðina
------------, ----.—.-... .
Kringluna á næsta ári. A níu mánuðum verður þar reist ný bygg-
ing, sem tengir saman Kringluna og Borgarkringluna. Borgar-
bókasafn flyst í húsið, veitingastöðum fjölgar og ýmsar nýjungar
verða teknar upp í verslunarrekstri. Pétur Gunnarsson
________kynnti sér áform Kringlumanna.__
Kringlan
tekur
ANÆSTA ári tekur
verslanamiðstöðin Kr-
inglan stakkaskiptum. Á
tæplega 9 mánuðum er ætl-
unin að reisa um 10.500 fer-
metra byggingu, sem mun
tengja saman undir eitt þak
Kringluna, Borgarleikhúsið
og nýtt Borgarbókasafn.
Fyrsta áfanga þessara
framkvæmda er þegar lokið.
Hinn 1. nóvember sl. var
tekin í notkun ný álma, sem tengir
saman Kringluna og Borgarkringluna,
sem Ki-inglumenn kalla nú suðurhúsið.
Á næstu dögum verða nýjar verslanir
opnaðar í þessari álmu, sem jafnframt
veitir færi á nýrri aðkomu að Kringl-
unni úr norðri, frá efri hæð bíla-
geymslunnar.
Stefnt er að því að hafíst verði
handa við næstu áfanga að morgni 2.
janúar og að ný, fullbúin Kringla
verði opnuð hinn 30. september.
Framkvæmdatíminn verður því
einungis um 270 dagar.
Þorkell Erlingsson, verkfræð-
ingur á verkfræðistofu Sigurðar
Thoroddsen, verður byggingar-
stjóri við framkvæmdirnar, en
hann var hönnunarstjóri þegar
Kringlan var reist á árunum
1986 og 1987. Þorkell segir að
hinn skammi framkvæmdatími
sé lykilatriði í þeim áætlunum, sem
gerðar hafa verið. Nokkur röskun
fylgi framkvæmdunum og það sé mik-
ilvægt að ljúka þeim af sem fyrst.
Þótt röskun fylgi framkvæmdunum
verður Kringlan og öll fyrirtæki þai- op-
in eins og ekkert hafi í skorist. Auk inn-
gangs um bílastæðahúsið verður inn-
ganginum við Hard Rock Café haldið
opnum allan framkvæmdatímann.
Þorkell
Erlingsson
Hatldór Guðmundsson arkitekt er í forsvari fyrir fjölþjóðleg
an hóp arkitekta og hönnuða við nýju Kringluna
Frumlegur arki-
tektúr sem gaman
er að taka þátt í
HALLDÓR Guðmunds-
son er arkitekt þeirra
framkvæmda sem framund-
an eru í Kringlunni. Hann
segir að þetta sé óvenjulega
spennandi verkefni fyrir
arkitekta og verkkaupinn
hafi sýnt mikinn metnað í
þá átt að allt verði gert eins
og best má verða. „Menn
eru að búa til virkilega góð-
an hlut íyrir viðskiptavini
og borgarbúa þannig að fólk geti
komið hingað, liðið vel og fengið alla
þjónustu sem það þarfnast. Megin-
hugmyndin er að tengja það besta í
verslun, listum, menningu og veit-
ingarekstri," segir Halldór um fyrstu
Vetrarborgina, sem rís hér á landi.
Vetrarborg
Vetrarborgir þar sem hugað er að
fjölbreyttum þörfum í verslun, veit-
ingum og menningarstarfsemi undir
einu þaki, eru þekktar víða á
norðlægum slóðum, ekki síst í
Kanada.
Um almenn einkenni nýju
byggingarinnar segir Halldór
að nýja bflastæðahúsið muni
tengjast við nýjan aðalinn-
gang, að sunnanverðu, við
veitingastaðinn Hard Rock
Café. Þegar gengið er inn í
húsið mun meginflæðið ganga
í gegnum torgbygginguna og
mynda hringtengingu milli hennar,
suðurhússins (Borgarkringla) og
upphaflegu Kringlunnar.
„Þegar komið er inn um suðurinn-
ganginn er megintilfínningin sú að
húsið minnir strax á Kringluna,
Sömu efni eru mikið notuð og loft-
hæðin er mikil,“ segir Halldór. „Við
nýja innganginn að norðanverðu,
sem tekinn var í notkun 1. nóvember,
er vandinn sá að við erum að tengja
saman gömlu Kringluna, sem er
Halldór
Guðmundsson
Tölvumynd/Stúdíó Grandi
LOFTMYND af Kringlunni, eins og hún mun líta út að loknum framkvæmdum.
mjög gott verslunarhús, teiknað af
Hrafnkatli Thorlacius, og Borgar-
kringluna, sem var byggð undir iðn-
aðarstarfsemi. Aðstæður þar eru allt
aðrar, hvað varðar hljóð og um-
hverfi."
Listræn bílastæði
Halldór er ekki eini arkitektinn
sem að þessu verki kemur. Hann
segir að það sé til marks um metnað
verkkaupanna að fengnir hafi verið
til samstarfs arkitektar og hönnuðir
í fremstu röð víðs vegar að úr heim-
inum.
-------------------------------------------------------------------------------------------------------------j
Steve Christer, einn arkitekta
Ráðhússins og Hæstaréttarhússins,
er um þessar mundir að vinna við
hönnun bílageymslu. Hann á í sam-
starfi við Kristin Hrafnsson mynd-
listarmann um listskreytingar,
„þannig að þetta verði ekki kalt og
leiðinlegt bílastæði heldur jafnframt
listrænn hlutur", segir Halldór.
Guðmundur Kr. Guðmundsson,
arkitekt Borgarleikhússins, mun
hanna bygginguna, sem tengir sam-
an Kringluna og Borgarleikhúsið. Úr
þeirri byggingu verður innangengt
frá nýja bílastæðahúsinu um sameig-
inlegan inngang fyrir Kringluna og
Borgarleikhúsið. Þaðan verður ann-
ars vegar innangengt í Borgarbóka-
safn og Borgarleikhús og hins vegai'
upp eftir glerhýsi inn í veitingahúsa-
álmu á efstu hæð nýju torgbygging-
arinnar.
Halldór segir að þegai’ komið
verði inn í veitingahúsaálmuna muni
umhverfið minna á franska göngu-
götu. Glerhýsið veiti jafnt tilfinningu
fyrir umhverfinu utanhúss og innan.
Innandyra í veitingahúsaálmu þriðju
hæðar verða þrír nýir veitingastaðir,
sem ætlaðir verða fjölskyIdufólki•