Morgunblaðið - 06.12.1998, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.12.1998, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1998 27 Undur veraldar Greinasafn um raunvísindi fyrir almenning RISASTÓRT gasský í stjömumerkinu Erninum. Lengsti stólpinn á myndinni er eitt ljósár. Skýið í heild inniheldur efnismagn sem nægja mundi í margar stjörnur á borð við sólina. Myndin er tekin með Hubbles-sjónaukanum. BÓKIN Undur veraldar hefur að geyma fjölda greina um raunvís- indi fyrir almenning. I bókina skrifa átta raunvísindamenn um valin efni í fræðigrein sinni. Þar fjallar Gunnlaugur Björnsson stjarneðlisfræðingur um sólir og svarthol og segir frá myndun sólstjarna og sólkerfa, endalok- um sólstjarna og myndun svart- hola í geimnum. Sigurður Stein- þórsson jarðfræðingur ræðir um Surtseyjargosið og ýmsa lær- dóma sem menn drógu af því meðal annars um hina merku stapakenningu Guðmundar Kjartanssonar. Páll Hersteinsson líffræðingur fjallar um spendýr á norðurslóð- um og lýsir meðal annars út- breiðslu þessara dýra, aðlögun að kulda norðurhjarans, einhæf- um lit umhvei'físins og fábreyttu fæðuframboði. Þorsteinn J. Hall- dórsson eðlisfræðingur fjallar um ýmsa leyndardóma sjónar- innar og útskýrir meðal annars hvernig augað skynjar myndir og hvernig sjóntaugakerfið vinn- ur úr þeim þannig að heilinn fær heilstæða mynd. Már Björgvins- son efnafræðingur fjallar um knattkol sem er hreint kolefni í sérstakri mynd með afar stórum og yfirleitt knattlaga sameind- um, en merki um knattkol fund- ust fyrst árið 1985. Tvær greinar í Undur veraldar fjalla um tölvur og tölvutækni. Kristján Leósson eðlisfræðingur fjallar um tölvutækni fortíðar, nútíðar og veltir fyrir sér tækni framtíðarinnar. Hjálmtýr Haf- steinsson tölv- unarfræðingur fjallar um leit að textum og öðr- um upplýsingum í tölvum og lýsir mismunandi að- ferðum við slíka leit. I greininni er meðal annars fjallað um hvernig algeng- ustu leitarvélar á Veraldarvefnum vinna og eins hvernig farið er með gögn í gagnasöfnum. Reynir Axelsson stærðfræðingur fjallar svo um sápukúlur, eitt undra veralaar, sem hefur reynst frjótt umræðuefni meðal stærðfræð- inga. Framfarir í stjarnvísindum Með Hubbles-sjónaukanum sem skotið var á loft með geimskutlunni Discovery 25. apríl 1990 hefur mannkyninu opnast ný alheimssýn. Með hon- um hafa náðst myndir og mæl- ingar af ótrúlegum fyrirbærum innan sólkerfisins og Vetrar- brautarinnar, en einnig af fyrir- bærum við endimörk hins sýni- lega heims. Með honum hafa menn uppgötvað reikistjörnu á braut um fjarlæga sól, fjarlæg sólkerfi á myndunarstigi og stað- fest tilvist risavaxinna svarthola. HUBBLES-SJÓNAUKINN er ein mesta völund- arsmíð þessarar aldar. Sjónaukinn er sambæri- legur stórum sendibíl að stærð, um 13 metrar að lengd og um 4 metrar í þvermál. Sjónaukinn var settur á braut um jörðu í um 600 km hæð. utan stærðfræði og eðlisfræði getur það valið verkfræði eða tölvunar- fræði sem eru spennandi fög og vel launuð. Þá er almenn eftirspurn eft- ir fólki með raungreinamenntun á vinnumarkaðnum. Með þessu er ég ekki að vísa allri ábyrgð á raun- greinamenntun frá Háskólanum en léleg launakjör kennara og skortur á virðingu fyrir starfi þeirra hafa reynst okkur erfiðari ljár í þúfu en við verði ráðið.“ Þetta á við um menntun fram- haldsskólakennara en vandinn virð- ist ekki síður vera í grunnskólan- um. „Sennilega sækja fáir sem hafa áhuga á raungreinum í kennara- menntun og því er fólk að kenna raungreinar sem hefur ekki mikla menntun til þess. Við í Háskólanum viljum gjaman taka þátt í að bæta menntun grunnskólakennara og teljum að við getum meðal annars gert það með endurmenntun.“ Hvaða áhrif hefur léleg raun- greinamenntun á samfélagið? „Ég óttast að hún hafi áhrif á þekkingarstöðu þjóðarinnar. Þetta getur leitt til rangrar ákvarðana- töku og jafnvel haft áhrif á fjár- hagslega afkomu okkar. Við eigum auðvitað sérfræðinga á þessum sviðum en veikasti hlekkurinn er menntun almennings. Ymsir þurfa einhverja þekkingu á stærðfræði eða öðrum raungreinum í sínu starfi án þess að hafa hana. Dæmið frá Skúlagötunni sýnir hvemig fólk getur tekið rangar ákvarðanir vegna þekkingarskorts og við gæt- um hæglega hugsað okkur svipað dæmi frá vinnustað þar sem afleið- ingarnar hefðu getað orðið meiri.“ En nú þurfum við ekki mikla þekkingu á vísindum til að geta not- að mjög flókin tæki. „Islendingar era mjög tæknilega sinnaðir og hafa fengið mikinn áhuga á tækni eins og tölvum sem eru auðveldar í notkun. Ef fólk hefði hins vegar aðeins meiri þekk- ingu á tækninni myndi sjálfstraust þess aukast. Þetta sést best þegar tækin bila en þá þorir fólk ekki að líta á tækin þó bilanirnar séu sára- einfaldar." Vísindi og samfélag Þorsteinn segir að þó gagmýni sé eitt af aðalsmerkjum vísindanna þá séu vísindamenn ekki alltaf nógu gagnrýnir á tæknina. „Þetta sjáum við til dæmis ef við skoðum sögu virkjana og stóriðju. Hingað til hefur sjónarmið tækni og meintra framfara ráðið á kostnað umhverfisins. Núna er hins vegar komið fram peningasjónarmið gegn virkjunum á hálendinu í formi ferðamannaiðnaðar. Þetta er merki- leg þróun sem hefur átt sér stað víða um heim enda hefur ferða- mennskan aukist mikið á síðustu áratugum. Islendingar eiga mikið undir því að dregið sé úr mengun í heiminum. Hlýnandi loftslag gæti haft mjög afdrifaríkar afleiðingar fyrir okkur. Þess vegna finnst mér skjóta skökku við þegar við emm í farar- broddi þeirra sem vilja meiri meng- unarkvóta. Mér virðist einna helst sem Islendingar hafi hagað sér eins og villimenn í Kyoto.“ Breytt sjónarmið í umhveifismál- um sýna ef til vill vel hve mikil áhrif samfélagið hefur á vísindin og þró- un þeirra? „Vísindin eru sprottin af þörfum samfélagsins. Þetta sést vel ef skoðuð er saga vísindanna á Vest- urlöndum þar sem þróun vísinda helst í hendur við áhuga og þróun samfélagsins. Áhugi Grikkja á stjörnufræði endurspeglaði til dæmis áhuga þeirra á siglingum. Eins var það á nýöld þegar vísindin eflast óg blómstra en það tengdist meðal annars landkönnun og sigl- ingum um heimsins höf. Þjóðskipu- lagið getur einnig haft mikil áhrif á þróun vísindanna. Gott dæmi úr nú- tímanum er Sovétríkin. Þau stóðu lengi vel framarlega á sviði vísind- anna en stöðnuðu hins vegar uppúr 1980. Ástæða stöðnunarinnar í Sov- étríkjunum var meðal annars sú að tölvutækni var andstæð ríkjandi þjóðskipulagi. Samfara þróun einkatölvunnar opnuðust nýjar leið- ir til boðskipta og til að dreifa upp- lýsingum og skoðunum. Hið lokaða þjóðskipulag Sovétríkjanna gat ekki tekið þátt í þessari þróun sem hafði afdrifaríkar afleiðingar fyrir þau.“ Ræður markaðurinn? Á Vesturlöndum hafa ýmsir vax- andi áhyggur af því að markaðurinn eða hagnaðarsjónarmið ráði mestu um þróun og rannsóknir í vísindum. „Markaðurinn er mjög merkilegt hugtak. Hann einkennist ekki endi- lega af peningum heldur á sér þar stað framboð, eftirspum og val. Vísindin em stundum eins og mark- aður. Þar er mikið framboð og smám saman er valið úr hugmynd- um og kenningum. Starfsemi vísindanna nú á dögum er mjög dýr og vísindamenn þurfa mikla styrki til að standa straum af rannsóknum. Mikil samkeppni er um það fjármagn sem lagt er í rann- sóknir. Peningasjónarmiðin ráða auðvitað oft ferðinni og það er ekk- ert endilega neitt við það að athuga. Ég er ekki hræddur um grunnrann- sóknirnar ef skynsemin fær að ráða því þær eru sá jarðvegur sem er nauðsynlegur fyrir allar aðrar rann- sóknir og því held ég að skamm- tímasjónarmið geti aldrei ráðið að öllu leyti. Þegar við ræðum um einkafjár- magn til vísinda verðum við að átta okkur á því að starfshættir í atvinnulífinu henta ekki endilega vísindunum. Eitt helsta einkenni vísindastarfs er að niðurstöður eru öllum opnar. Einkaaðilar vilja hins vegar oft vernda sínar rannsóknir vegna hagnaðarvonar en dæmi um þetta eru sérleyfi til ákveðinna hluta. Svipað átti sér stað í kalda stríðinu þegar mikil leynd hvíldi yf- ir ákveðnum niðurstöðum. Það sem unnið er á þennan hátt er þá ekki að öllu leyti vísindi og fellur ekki undir þá skilgreiningu." Hvers vegna? Vegna þess Þorsteinn hefui- mikinn áhuga á að færa vísindin nær almenningi eins og gert er í bókinni Undur veraldar. Hann er með fleiri hugmyndir í bí- gerð. „Næst langar mig að fá gott fólk í lið með mér til að vinna verk- efni sem ég hef kallað „Hvers vegna? Vegna þess“. Þar yrði fjallað um hluti úr okkar nánasta umhveifi frá vísindalegu sjónarmiði. Hugmyndin er að svara spumingum eins og hvað er fjarstýring? Af hverju hitnar inni- hald glassins en ekki glasið sjálft í ör- bylgjuofni? Hvað er sónar? Hvað er sneiðmyndatæki? Og þannig mætti áfram telja. Markmiðið er að sýna fram á að vísindi era ekki bara for- múlur heldur era þau snar þáttur í daglegu lífi okkar bæði á heimilinu, í vinnunni og úti í náttúranni. Ég veit ekki hvaða miðill er heppilegastur íyrir þetta efni en það gæti vel endað sem bók.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.