Morgunblaðið - 06.12.1998, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.12.1998, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Leikverkið Málþing hljóðnandi radda frumsýnt 1 Menningarmiðstöðinni Gerðubergi 1 dag Ólafur Stefánsson Nýjar bækur • ENNÞÁ, eitt andartak er önnur ljóðabók Olafs Stefánssonar. Fyrri bókin kom út árið 1995 og heitir Um eilífð dag- anna. I bókinni eru 20 ijóð ort á ár- unum 1995-98. Sum ijóðanna ------- I'"__ÁjJ Lesbók Moi-gun- blaðsins. Einnig hafa ljóð höfund- ar verið gefín út í tveimur ljóða- söfnum í Bandaríkjunum, „A Trea- sured Token“ 1997 og „Best Poems of 1998“, á vegum The National Li- brary of Poetry. Höfundur gefur út bókina sem er 30 bls., prentuð íprentsmiðju Olafs Karlssonar. Bókin fæst hjá Máli og menningu á Laugavegi og hjá Ey- mundsson í Austurstræti. Verð: 1.500 kr. • BOK uni tónlistaruppeldi er eftir Kristin Orn Kristinsson, tón- listarkennara pg píanóleikara. í bókinni er tekin fyrir uppeldis- stefna japanska fíðlukennarans Shinichis Suzuki, ævi hans og störf. I kynningu segir: „Af því læra börnin málið að fyrir þeim er haft. Þennan eftirþanka fékk Shin- ichi Suzuki dag einn þegar hann var beðinn að taka sem fíðlunemanda dreng sem aðeins var fjögurra ára að aldri. Þannig tók móðurmálsað- ferð sú við tónlistarkennslu sem við hann er kennd að þróast." Utgef- andi er höfundur. Bókin er 160 bls., prentuð í Odda. Um útlitshönnun og umbrot sá Guðjón Davíð Jóns- son. Verð er 2.480 kr. Knstmn Orn Knstinsson Mmnismerki um Oscar Wilde LUNDÚNABÚI virðir fyrir sér íiýtt minnismerki um írska leik- skáldið Oscar Wilde, sem komið hefur verið fyrir í leikhúshverf- inu í Lundúnum á Adelaide- stræti, skammt frá Trafalgar- torgi. Er það eftir Maggi Hambling en Ieikarinn Stephen Fry, sem fór með hlutverk Wild- es í nýlegri kvikmynd um leik- skáldið, afhjúpaði minnismerk- ið. Hambling segir hugmyndina þá að Wilde rísi upp við dogg með vindling í hönd og að veg- farandinn geti fengið sér sæti hjá Ieikskáldinu og tekið það tali. Þetta er fyrsta minnismerkið til heiðurs Wilde og sýnir hann rísa upp úr steinkistu sem á er letrað: „Við erum öll í ræsinu en sum okkar horfa á stjörnurnar." Wilde var umdeildur mjög enda uppi á Viktoríutímanum er sið- vendni þótti til helstu dyggða. Rétt öld er nú liðin frá því að réttarhöld hófust yfir Wilde vegna samkynhneigðar hans. Vöktu þau gríðarlega athygli og uintal og var Wilde dæmdur til fangavistar. Bar liann þess aldrei bætur og lést árið 1900 í sjálfskipaðri útlegð í Frakk- landi. Jólaspuna- keppni Leikhús- sportsins í JÓLASÝNINGU Leikhússports- ins í Iðnó mánudaginn 7. desember kl. 20, keppa fjögur lið. Tvö lið keppa í einu og munu sigurvegarar hvors riðils fyrir sig keppa til úr- slita. I kynningu segir að öll sýningin verði með jólabragði. Stekkjarstaur mun meta frammistöðu leikaranna og Iðnó mun skarta sínu fegursta jólaskrauti og gert verður stólpa- grín af öllu jólaumstanginu. Áhorf- endur munu áfram aðstoða við mat- reiðslu hlaðborðs, þar sem þeir munu ráða hvaða spunar verða bornir fram. Kynnir kvöldsins verður sænski leikstjórínn Martin Geiger. „ÞAÐ fer ýmislegt að gerast þegai- maður hneppir frá brjóstinu og tek- ur hengilásinn af sálartetrinu," seg- ir Sigui-veig, sem kemur íýrst inn á sviðið í hjólastól. „Hún er í raun og veru engill. Hún er farin yfir móð- una og vitjar hinna til þess að hjálpa þeim að fara í gegn og til þess að ná meiri skilningi. Þess vegna kemur hún fyrst inn á sviðið og fer að tala um að hún voni að þau kunni að meta tónlistina - sem getur verið lífíð. Það hefur mismun- andi tóna og hver tónn hefur mikla fegurð en við höfum stundum ekki þol eða þroska til að skilja hana og meta,“ segir Asa Hlín Svavarsdótt- h-, höfundur verksins og leikstjóri. Leikarar í sýningunni eru aðeins tveir, Ólafur Guðmundsson og Steinunn Ólafsdóttir, en persón- ui*nar sem smátt og smátt tínast fram á sviðið eru mun fleiri; Njáll, Hildur, Jónína, Eygló, Eiríkur og Lilla, að ógleymdri Sigurveigu, sem kallar þau inn eitt af öðru. I kynningu á verkinu segir að það fjalli um „litríkar manneskjur sem hafa deilt einangrun sinni frá umheiminum hver með annarri. Þær tínast inn í ókunnugt herbergi og taka til við hversdagslega iðju sína - en eitthvað hefur breyst! Eitthvert ókunnugt afl í herberg- inu knýr þær til uppgjörs við sjálf- ar sig og lífið. Á málþinginu skai’- ast raddir þeiri’a í ókunnum tíma og rúmi.“ Blaðamanni finnst þessi lýsing dálítið loðin og í lausu lofti og vill gjarnan fá örlítið skýrara svar við spurningunni um hvað leikritið eiginlega fjalli. „Við höf- um verið að brjóta heilann mjög lengi um svarið við þessari spurn- ingu og reyna að setja saman eitt- hvert áþreifanlegt svar, sem er ákaflega erfitt. Annars komst ég niður á mjög tilkomumikið svar í morgun - að þetta væru villuráf- andi sálir í flæðarmáli eilífðarinn- ar. En það er kannski dálítið þykkt smurt,“ segir Ása Hlín og hlær að háfleygu svarinu. „Manneskjurnar Að taka hengílásinn af sálartetrinu Farandleikhúsið Bak við eyrað frum- sýnir í dag kl. 17 í Menningarmiðstöð- inni Gerðubergi leik- verkið Málþing hljóðnandi radda eftir Asu Hlín Svavarsdóttur, sem er einnig leikstjóri verksins. Margrét S veinbj örnsdóttir fylgdist með æfingu í vikunni og átti spjall við aðstandend- ur sýningarinnar, sem segja hana fjalla um villuráfandi sálir í flæðarmáli eilífðarinnar. eru, eins og Steinunn komst svo fallega að orði, dálítið í endurskini dauðans, þær eru að líta yfir farinn veg og hlýða sér yfir lífið. Svo fjall- ar þetta bara um lífið, tilfínningar og vonbrigðin, þetta er svona hug- leiðing um tilgang," heldur hún áfram. Morgunblaðið/Þorkell „ÞAÐ var einu sinni piltur sem átti það til að ganga í svefni...“ Olafur Guðmundsson í hlutverki Eiríks og Steinunn Ólafsdóttir sem Hildur. Leiðin út úr völundarhúsinu? Sögusviðið sjálft er aðeins eitt herbergi og fyrir aftan það eru dyr inn á gang. Erum við stödd á ein- hverskonar stofnun eða hæli eða hvar eiginlega? „Fyrir mér er þetta bara jarðlífið sjálft, við kom- um til jarðarinnar og síðan erum við kölluð burt,“ segir Steinunn. „Kannski er þetta leiðin út úr völ- undarhúsinu, ég veit það ekki, kannski er h'fið bara völundar- hús?“ segir Ólafur meira spyrjandi en svarandi. „Það má kannski segja að þetta sé svona saman- þjappað mannlíf, þau eru öll sam- an á einhverjum stað og eru á leið eitthvert annað,“ segir Ása Hlín. En hvað segir maðurinn sem er höfundur leikmyndarinnar ásamt leikstjóranum og sér auk þess um lýsinguna, varpar ljósi á þessa óljósu veröld? „Fyrir mér er mjög mikilvægt að þetta herbergi sé einhvern veginn á milli lífs og dauða, svo persónumar geti sagt: Hér er ég og nú skil ég,“ segir Eg- ill Ingibergsson. Um búningana sjá þær Ása Hlín og Áslaug Leifs- dóttir en sú síðarnefnda var fjar- stödd spjallið sem hér er skráð. Hafa allar orðið að láta í rninni pokann Hvað skyldu svo allar þær ólíku persónur sem stíga fram á sviðið á milli lífs og dauða eiga sameigin- legt? Enn hefur höfundurinn orð- ið: „Allar hafa þessar manneskjur orðið að láta í minni pokann fyrir því sem fólk stefnir að, bæði í lífs- gæðum og í því sem það hefur fengið upp í hendurnar. Og það er mjög mismunandi hvemig hvert og eitt þeirra hefur spilað úr. Við mætum mótlæti á svo mismunandi hátt.“ Hér er á ferð fyrsta frumsýning leikhússins Bak við eyrað. Á ferð í bókstaflegri merkingu, því Bak við eyrað er farandleikhús. Frumsýn- ingin verður sem áður sagði í Gerðubergi í dag kl. 17 og verða sýningarnar, í Gerðubergi og víð- ar, auglýstar jafnóðum. Einnig verður starfsmannafélögum og hópum boðið upp á óvissuferðir á sýningarnar og boðið upp á kaffi, kakó og smákökur á eftir. Mark- mið leikhússins er að sögn að- standenda þess að fjalla um „ýmis efni sem vert er að hafa bak við eyrað“. „Það era svo margir hlutir sem er gott að hafa bak við eyrað, svo er heilinn líka bak við eyrað. Markmið leikhússins er að fjalla um eitthvað sem brennur á okkur hverju sinni,“ segir Ása Hlín. Menningarárið í Stokkhólmi Keppt um logandi listaverk MEÐAL viðburða á menning- arárinu í Stokkhólmi er Evr- ópumeistaramót í eldskúlpt- úram, sem haldið verður í borginni. Listamennirnir fá níu klukkustundir til að gera listaverk úr hálmi og öðrum eldfimum efnum áður en kveikt er í öllu saman. Mark- miðið er að logandi listaverkin séu sem glæsilegust þegar eldtungurnar sleikja verkið og teygja sig upp úr þeim í kappi við reykinn. Hugmyndin er ekki gömul, fæddist fyrir fimm áram hjá Kristian nokkrum Brandt. Hann fékk nokkra listamenn til að reyna sig við þetta nýja listform, sem Brandt segir eiga rætur sínar í hinu forn- noiTæna. Listamennirnir keppa í fjöguwa manna liðum og hafa aðeins þeir þátttöku- rétt sem hafa starfað sem listamenn í að minnsta kosti fimm ár. Alls taka 18 lið þátt í keppninni, þar af sjö sænsk. Ekki er ljóst hver verðlaun- in verða, en keppnisliðin fá 200 kg af hálmi, 20 metra af trébjálkum og 50 metra af listum, 20 metra af bandi og tíu metra af stálþræði, auk fimm lítra af kveikilegi. Vissu- lega forgengileg list, en hún yljar að minnsta kosti vel á köldum vetrardegi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.