Morgunblaðið - 06.12.1998, Blaðsíða 48
!R8 SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
t/i£> VEEÐUSAAB.
VEPA VARKAf* \
BSHEFHEiPf
A& DPAPsey-
FLUGÚeséu
X Þessp
siúe&i /
FÖZU/UM/ÐUF k PÓSF
HÚSKAÞWSic/
Ei<SA Þeus MVN£> Ar
þEl/ld bTFZ - ■
Hundalíf
DflGVR ! ENGtyN GBRIR /W6 E/NS
ÆSTAN 06 þU!!EN6/NN VEÍPVH-
/tfégE/MS ^
/YUKLU/H JJr
TAUSATnK/N&IJ/
C/ó ,.
þafl er eoQinn <jfls
OgþUUBng'mn o helm'inunh
JafnastÁ Vuf þ/g.U j-—J
Ferdinand
Skilurðu? Hún segir þér að taka skálina út úr skápn- Þetta er byrjendanámskeiðið þitt í eldamennsku ...
um, hella korninu í skálina og bæta sfðan mjólkinni
út í...
*
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Finnlandspóstur
Frá Björgvini Björgvinssyni:
SUMIR hafa haldið því fram að hin
íslenska söguþjóð sé pennalöt í
meira lagi og að einfóld póstkort
vefjist fyrir stærstum hluta þjóðar-
innar. En svo eru aðrir sem telja að
söguþjóðin standi sig vel með penn-
ann að vopni, og því til sönnunar er
bent á bókaflóðið fyrir jólin sem og
hinn mikla fjölda greina sem birtist
með reglulegu millibili í Morgun-
blaðinu. Og auðvitað reyni ég líka að
leggja eitthvað af mörkunum til að
söguþjóðin standi undir nafni, en hef
þó varla haft tíma til að sinna öðru
en kortasendingum til vina og ætt-
ingja, svo og Finnlandspósti í les-
endadálk Morgunblaðsins, svona
einu sinni á ári. En sú var tíðin að ég
skrifaði reglulega um myndlistina
hér í Finnlandi í menningarblað
Morgunblaðsins, svo ég gorti nú ör-
lítið af gömlum afrekum. Reyndar
stefni ég að því að taka þráðinn upp
að nýju á síðum Lesbókarinnar um
leið og tími gefst. En eins og ég
nefndi þá er langt frá því að penna-
leti hrjái söguþjóðina, og þá er ég
einmitt kominn að aðalinntaki þessa
lesendabréfs, þ.e.a.s. ég ætla að spá
örlítið í fáein gullkorn sem vakið
hafa athygli mína á síðum Morgun-
blapsins á liðnu sumri og hausti:
Eg byrja á rabbgrein í Lesbók-
inni (frá 19.10.) sem nefndist Borg-
arlíf en þar fjallaði Olafur Þ. Steph-
ensen um heldur vafasamar „kurt-
eisisvenjur“ Reykvíkinga. Hann
skrifaði m.a.: „Við höfum enn ekki
lært að temja okkur þann aga og til-
litssemi við náungann, sem fylgii- því
þegar margt fólk þarf að búa saman
á litlu svæði og neyðist til að reyna
að forðast árekstra." „Það sem er
kallað almenn kurteisi víða erlendis
er ekki bara lítt þekkt í Reykjavík
heldur stundum beinlínis talið
óæskilegt.“
Já, hinar venjulegustu kurteisis-
venjur vefjast fyi’ir allmörgum. Eg
veit hins vegar ekki hvort hin mann-
legu samskipti eru betri eða verri í
Reykjavík, heldur en t.d. á Akureyri
svo dæmi sé nefnt, eða annars stað-
ar á landinu. En hvað sem því líður
þá er þetta verðugt umhugsunarefni
hjá honum Ólafi Þ.
í annarri rabbgrein í Lesbókinni
(þ. 7.11.) skrifaði Guðrún Egilson
um kímnigáfuna, og sagði m.a.: „í
allri þeirri litningaumræðu sem far-
ið hefur fram að undanförnu vaknar
sú spurning hvort kímnigáfan sé
arfgeng, hvort finna megi genið sem
stjórni henni...“, „... og ekki væri
ónýtt að hafa uppi á þessu geni og
lækna með því nokkra af þeim
endemis fylupúkum sem stöðugt
verða á vegi manns.“ Já, þessi ís-
lensku samskipti eru oft hin þumb-
aralegustu og birtast í hinum furðu-
legustu myndum, sem síðan eru kór-
ónuð með einum allsherjar fylusvip.
Annars held ég að fýluskapið sé
smátt og smátt að renna af hinni ís-
lensku þjóð, og meira að segja ís-
lenskir myndlistarmenn sem birst
hafa með fylusvip á síðum Morgun-
blaðsins sl. 10 ár, eru nú loks að
braggast sbr. þrjár eldhressar
myndlistarkonur sem birtust á síð-
um Lesbókarinnar þ. 3.10. sl. og
þær gáfu þessari dauðans alvöru
langt nef, enda er langt frá því að
gott skap spilli góðri list. Það sem
kallað er almenn kurteisi víða er-
lendis er smátt og smátt að síast inn
í íslensku þjóðarsálina, sem ég
marka af jákvæðri reynslu þegar eg
kom með finnskan ferðahóp til ís-
lands sumarið 1997, en alls staðar
var okkur vel tekið og viðmótið var
kurteislegt og jákvætt, hvort sem
það var í Reykjavík, Vestmannaeyj-
um eða Fljótshlíðinni. Það er alla-
vega ljóst að Joað er gott að vera
ferðamaður á Islandi, og þess vegna
fer ég óhikað með nýjan finnskan
ferðahóp til íslands næsta sumar.
Ég er mjög bjartsýnn á góðar mót-
tökur á ferð okkar um Reykjavík,
Vestmannaeyjar, Snæfellsnes og
Akureyri, svo dæmi séu nefnd úr
ferðaáætluninni.
Það er aldrei að vita nema ég
stormi með fínnska ferðahópinn í
„frægasta" veitingastaðinn á Akur-
eyri, eða Bing Dao, og auðvitað á
maður von á góðum móttökum og
þjónustu þar, sem og annars staðar
á Akureyri. Að vísu voru nokkrir
ungir Reykvíkingar að gefa í skyn í
lesendadálki Morgunblaðsins að
Akureyringar taki frekar slaklega á
móti aðkomumönnum, sérstaklega
Reykvíkingum. Þetta held ég að
hljóti að vera einhver vitleysa, því
eins og flestir vita þá þykir Akur-
eyringum og Reykvíkingum ósköp
vænt hvorum um aðra.
Það var einn sólbjartan sumardag
að sólin blessuð hló, þegai- vaskir ís-
lenskir víkingar lögðu á flótta undan
illilegri flugu í garðsamkvæmi í
henni Reykjavíkurborg sl. sumar.
Eða þannig lýsti Guðrún Guðlaugs-
dóttir á skemmtilegan hátt í Morg-
unblaðinu (12.7.) hvernig gi-illveisla
hennar leystist upp vegna flugu sem
beitti flugtækni sinni óspart til að
verja svæði sitt og hvarf og birtist
með ógnarhraða. Eða eins og hún
sagði: „Smám saman fækkaði í garð-
stólunum en fjölgaði í stofustólun-
um.“ Hér í Finnlandi eru það helst
skógarbirnir sem hrakið hafa menn
á slíkan flótta, en ekki veit ég til
þess að flugur hafi afrekað slíkt hér
í þúsund vatna landinu. Annars eru
skógarbirnirnir í Finnlandi um
750-1.000 að tölu, og dreifast um
landið sem er þrisvar sinnum stærra
en Island. Þeir eru nú lagstir í vetr-
ardvala inni í skóginum, og rumska
ekki fyrr en í vor. Skógarbirnirnir
una sér vel í finnskri sumarparadís,
og fyrir kemur að fáeinir þeirra vill-
ast inn á finnsk sumarbústaðalönd,
sem er kannski engin furða, því hér í
finnska velmegunarþjóðfélaginu er
næstum hálf milljón sumarbústaða
niðri við vötnin. Skógarbirnir eru
mannfælnir og forðast fólk, en
greinilegt er að öðru máli gegnir um
hinar íslensku ránflugur.
Þó ég vildi halda áfram að vitna í
ýmsa gullmola sem birst hafa í
Morgunblaðinu, þá læt ég þetta
duga að sinni.
Nú um jólahátíðina er ég viss um
að nýjar íslenskar bækur fylla hillur
bókabúðanna, og ef að líkum lætur
munu Islendingar slá heimsmet í
jólakortasendingum, og fylla póst-
hólf í öllum heimshornum. Og svo
var einhver að tala um að hin ís-
lenska söguþjóð væri pennalöt. Það
er nú öðru nær.
BJÖRGVIN BJÖRGVINSSON,
myndlistarkennari,
Suður-Finnlandi.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.