Morgunblaðið - 06.12.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.12.1998, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTSR EIN AF ódauðlegum ástarsögum heimsins er sagan um riddarann Tristan, sem fer að sækja Isolde sem brúði handa kóngi sínum, en verður sjálfur ástfanginn af henni. Þessi franska ástarsaga frá mið- öldum hefur víða ratað. Hún er til í íslenskum út- gáfum, bæði sem riddarasaga og í í-ímum. Óperu- jöfurinn Richai'd Wagner hreifst af henni, kannski af því honum fannst hún falla að hans eig- in tilfinningalifi, sem vai' af flóknari gerðinni. Þeir sem setja óperuna á svið þurfa sjálfir að gera upp við sig túlkun sögunnar og óperunnar. í uppsetn- ingu Konunglega leikhússins er það hið harm- ræna og hinn óumflýjanlegi skilnaður og dauði, sem markar sýninguna og þá kannski helst um of. Allt fyrú’ ástina Sá sem þekkir eitthvað til ópera Richard Wagners iiefur væntanlega ekki komist hjá að taka eftir að Wagner hefrn- dálæti á konum, sem tilbúnar eru að fóma öllu fyrir ástmann sinn og ástina. Einna skýrust er þessi kvenímynd hans í Lohengiin og Hollendingnum fljúgandi. í Lohengiin bregst Elsa Lohengrin með því að ganga á hann og spyrja hann nafns, þó það sé það eina sem hún ekki má. I Hollendingnum fljúgandi finnst honum Senta hvikul og vantreystii' henni. Isolde er ekki jafn hreinræktuð í þessa fómfúsu veru, sem Wagner virðist hafa laðast svo að. Hún kemur til að lækna Tristan eins og hún hefur áð- ur gert, en á ekki að leysa hann með lífi sínu á sama hátt og Senta og Elsa. Mikill hluti af þeim ókjörum, sem skrifuð hafa verið um Richard Wagner og verk hans fjallar um tengsl lífs hans og listar og þar er af miklu að taka. Wagner var í miðjum klíðum með óp- eruverkið margþætta um Niflungahringinn, þegar hann ákvað að taka fyrir söguna um Tristan og Isolde og snúa henni í óperuform. En hann var einnig ástfanginn af Mathilde Wes- endonck. Þeir sem rýna í samhengi lífs og listar Wagners geta sér þess til að Wagner hafi haft í huga þessa ást sína, sem ekki gat þrifist í viðjum borgaralegra dyggða, andstætt því að í óperunni sigrar þráin og ástríðurnar, þó bæði Tristan og Isolde láti lífið. Wagner stefndi að því að Ijúka Hringnum 1858 en tók svo söguna um Tristan og Isolde fyrir sumarið 1857, þá 44 ára að aldri. Hann var kvæntur Minnu, en hafði frá því hann hitti Mat- hilde fimm árum áður dáð hana og tilbeðið. Mat- hilde var gift auðmanninum Otto Wesendonck, hélt sambandi við Wagner, en lét ekki undan áleitni hans. Minna og Wagner fluttu til Wes- endonck-hjónanna í glæsihús, sem þau áttu nærri Zurich og bjuggu þar í litlu garðhúsi. Garðhúsið stendui' ekki lengur, en það gerir sjálft húsið og fagur gai'ðurinn, sem Wagner hef- ur væntanlega iðulega reikað um þá mánuði, sem hann dvaldi þama. Þessu tilhugalífi Wagners lauk þó er Minna sá tilbeiðslukennt bréf, sem eiginmaðurinn skrifaði húsmóðurinni. Minnu var nóg boðið og hélt á brott. Wagner lauk óperunni síðan í Feneyjum, en hún var frumsýnd 1865. Firrtir elskendur Við fyi'stu kynni af óperunni og söguþræði hennar virðist ekki vera ýkja eifitt að koma henni þokkalega til skila á sviði. Um Tiistan og Isolde má segja það sama og um aðrar óperur Wagners að það gerist ekki mikið, því það eru ekki hinir ytri atburðir, sem tónskáldið er upp- tekið af heldur innri sviptingar. Þó það sé ÁSTRÍÐUR OG ÞRÁ Konunglega óperan í Kaupmannahöfn er með athygl- isverða uppsetningu á Tristan og Isolde á efnis- skránni, segir Sigrún Davíðsdóttir. NORSKA söngkonan Randi Stene Iærði í Danmörku og syngur þar. „Það virðist sama hvar hún drepur niður fæti. Söngur hennar er næstum ekki af þessum heimi og hún gæð- ir hlutverk sín hrífandi blæ.“ kannski meiri „aksjón" í þessari óperu en mörg- um öðrum Wagneróperum þá einkennist hún íyi'st og fremst af því að fáir söngvarar standa á sviðinu og syngja og syngja. Hvort sem það er til- viljun eða sökum þess hve óperan er vandsviðsett þá hafa þær tvær sviðsetningar, sem undirrituð hefur séð, verið meingallaðar leiki'ænt séð. Fyrri uppsetningin var fyrir nokkram árum hjá Jósku óperunni, sem Klaus Hoffmeyer nú- verandi leiklistarstjóri Konunglega leikhússins setti á svið. Hin áhrifamikla og þrautreynda Wagnersöngkona Lisbeth Balslev söng Isolde, en Tristan var sunginn af Stigh Fogh Andersen, sem einnig syngur í núverandi uppfærslu. Leik- stjórinn hafði þá fengið þá óheppilegu hugmynd að velja óperunni stað á spítala. Um leið virtist ástarbrími elskendanna sjúklegur og af því hefði Wagner tæplega hrifist. Uppsetning hins kunna breska leikstjóra Da- vid Pountney, sem frumsýnd var í íyrra, en tekin aftur upp nú í vetur, hafði engar slíkar skírskot- anh-. Hins vegar virðist hann heldur ekki sérlega trúaður á tilfinningahita elskendanna, þvi þau standa eiginlega alltaf langt hvort frá öðru og horfa hvort í sína áttina. Jafnvel þegar þau loks- ins fá að nálgast þá er hin dæmda ást þeirra öll- um augljós, nema kannski þeim sjálfum, því þá snúa þau bökum saman og augun mætast aldrei. Af leikstjórans hálfu er vísast einhver merking í þessari yfii'þyrmandi fiiTÍngu elskendanna, en hún vai- að minnst kosti öldungis óljós og sýndist fyrst og fremst tniflandi, gersneiddi leik og tján- ingu söngvai'anna alh'i dýpt og þýðingu og fór illa við textann. Það er einfaldlega fátt dapurlegra en að horfa á ástardúett, þar sem elskendumir horfa tómum augum út í bláinn og ekki hvort á annað. Sjónrænt séð eru einnig brotalamh' í uppsetn- ingunni. Isolde gengur um í síðri peysu og víðu pilsi og aðrir söngvarar eru í búningum af óræð- um uppruna, sem ekki mynda neina sjónræna heild, hvorki sín á milli né með leiktjöldunum. Leikmyndin var einföld, en ekki nógu einfóld til að virka sem slík. Söngvarar sem ekki svíkja En ópera er söngur og tónlist og þar vantar ekkert á. Hin bandaríska Cai'ol Yahr hefur sungið Wagner víða um lönd. Um þessar mundir syngur hún Brynhildi í fyrstu uppfærslu Sydneyóperann- ar á Hringnum undir stjóm Jeffrey Tates og sama hlutverk á hún að syngja með Daniel Bai'en- boim í Berlín. Hún hefur frábæra Wagnen'ödd, ekki aðeins svo mikla að hún leikur sér ofan á hljómsveitinni, heldur einnig fallega og þýða. Danir þurfa ekki að sækja Tristan út fyrir land- steinana, með annan eins söngvai'a heima fyrir og Stigh Fogh Andersen, sem er mjög traustur söngvari, þó hann sé ekki djúpsigldur eða blæ- brigðaríkur. Annar heillandi danskm- söngvari er Christian Christiansen, hér í hlutvei'ld Mai'ks konungs. Norska söngkonan Randi Stene lærði í Danmörku og syngui' þar. Það virðist sama hvar hún drepur niður fæti. Söngui' hennar er næstum ekki af þessum heimi og hún gæðir hlutverk sín hiáfandi blæ. Hljómsveitin undir stjórn Asher Fish átti eftirminnilega spretti í blæbrigðaríkum leik, en Fisher er nemandi Daniel Barenboims, er fastur stjómandi við Wiener Volksoper og stjóm- ar annars víða um heim, þar á meðal oft í Höfii. Tristan og Isolde verða áfram á efnisskrá Konunglegu óperunnar, sem hefur nú á efnis- skrá sinni allar memháttar óperur Wagners að Hringnum undanskildum og það í góðum upp- setningum. Gjörningur á Kjarvalsstöðum HALLDÓR Ásgeirsson mynd- listarmaður og Snorri Sigfus Birgisson, tónskáld og píanó- leikari, flétta saman tvær list- gi-einar, tónlist og myndlist, á Kjai’valsstöðum á sýningunni Tónlist - Myndlist. Kl. 17 sunnudaginn 6. desember munu Halldór fremja gjörning og mynda samhljóm með frum- saminni tónlist Snorra. fJbgant HÁTlÐARFATNAÐUR OG FLEIRA MARIA LÖVISA FATAHÖNNUN SKÓLAVÖRDUSTÍG 3A • S 552 65299 PÓSTHÓLF dauðans er nafn á skáldsögu eftir Kristin R. Ólafs- son, sem löngu er þekktur fyrir útvarpspistla sína frá Madríd- borg. Þetta er önnur skáldsaga Kristins, en fyrir tveimur árum kom sú fyrsta út, Fjölmóðs saga föðurbetrungs. Kristinn hefur einnig gefið út ljóðabók og þýtt skáldverk úr spænsku. Sögusvið Pósthólfs dauðans er spænskt en við sögu kemur ís- lenskur lítvai-psfréttaritari og landi hans sem barðist í spænsku borgarastyrjöldinni. Þessir tveir tengjast síðan aðalpersónunni sem finnst myrt í upphafskafla bókarinnar. Kristinn R. Ólafsson segir þetta um nýju bókina sína: „Þótt ég notfæri mér hér brögð spennusagna þá er það að- eins á yfírborðinu. Það er mér ekki kappsmál að spennan hald- ist og aðalatriðið er ekki hver drap hvern og hvers vegna held- ur það sem ég vildi sagt hafa með verkinu. Ég bregð á leik með stílinn og skrifa hluta verks- ins í fyrstu persónu en stór hluti þess er jafnframt sagður í annarri persónu. Það er að segja ég ávarpa gamla manninn sem finnst látinn í byrjun. Og það er einmitt í byrjuninni sem ég reyni að fanga lesandann með meðul- um spenuusögunnar með því að s Islendingur í Madríd liafa orðið lík í fyrstu setningu bókarinnar. Ég byggisögunaá þremur atriðum úr veruleikanum. Kveikja hennar er blaðagrein úr spænsku dagblaði en hún birtist nærri því óbreytt í bókinni. Annað atriði er saga Hallgríms Hallgríms- sonar sem barðist í spænsku borgara- styrjöldinni. Úr end- urminnmgum þeim sem liann skrifaði um reynslu sína af styij- öldinni fæ ég að láni nokkrar staðsetningar og einn at- burð en annars nota ég ekki per- sónu hans sjálfs. Þriðja atriðið sem er á þennan hátt gripið beint úr veruleikanum er ég sjálfur. Ég lána sögumanninum nafn mitt, stöðu mína og venileika. Það er: Kristinn R. Ólafsson fréttaritari í Madríd. Þó er örugg- lega ekki hægt að sál- greina mig í gegnum þennan nafna minn sem birtist í bókinni. Það er fyrst og fremst af því bókin segir sögu Agapito Cantón de Dios. Sú saga er ekki byggð á ömmum mínum, eins og frægt er hér á Is- landi og víðar, að skáld verði að eiga góðar örnrnur, en önnur amma mín var látin þegar ég fædd- ist og liin lést þegar ég var fjögnrra ára gamall. Nei saga Agapito er að hluta til byggð á sögum frá guð- móður konunnar minnar. Agapito er tákn þess Spánar sem varð undir í borgarastyrjöldinni og þar ineð undir í lífinu þótt kallinn lifi á því að hafa þó barist á móti fas- istum." Kristinn R. Ólafsson Nei, hvernig læt ég? Þú komst ekki undir græna torfu, ekki einusinni undir marmarahellu einsog flestir landar þínir; þér var stungið í grafhólf í einum af þess- um margrahæða kumböldum sem byggðir eru í spænskum kirkju- görðum til þess að spara vígða mold því að leguplássið í slíkum jarðvegi er fokdýr munaður og auðvitað nær stéttaskipting útyfir gröf og dauða svo að það er ekki á allra færi að fá að rotna neðan- jarðar. Þér var troðið í eitt af þessum pósthólfum dauðans sem minna á múmeraða skápa í far- angursgeymslum járnbrautar- stöðva, fyllta hafurtaski sem verð- ur sótt einn góðan veðurdag þegar ferðinni er haldið áfram, á sama hátt og þú verður líka sóttur, ekki á efsta degi í ferðalagið endan- lega, heldur líka einn góðan veður- dag eftir fimm eða tíu ár þegar kirkjugarðsstarfsmenn draga þig frammí dagsljósið á ný og brenna fúin bein þín (og annað tangur af þér) enda hefur þú ekki verið lagður til hinstu hvíldar heldur í tímabundna gröf sem síðan verður leigð öðrum hvílanda um stund uns hann verður líka tekinn upp, og þannig koll af kolli, kúpu af kúpu... tír Pósthólfi dauðans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.