Morgunblaðið - 06.12.1998, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+
Ástkær móðir okkar,
KRISTÍN BENEDIKTSDÓTTIR,
Álfheimum 58,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Grund þriðjudaginn
1. desember sl.
Jarðarförin fer fram frá Áskirkju mánudaginn
7. desember kl. 13.30.
Hreinn Hermannsson, Hrefna Haraldsdóttir,
Jón S. Hermannsson, Sólveig Þórðardóttir,
Hermína G. Hermannsdóttir, Kári Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi,
GRÍMUR PÁLSSON,
Hrafnistu,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Áskirkju þriðjudaginn
8. desember kl. 13.30.
Valtýr Grímsson, Auður Þórhallsdóttir,
Helga Valtýsdóttir, Sigurður S. Antonsson,
Hugrún Valtýsdóttir,
Guðmunda Jóhannesdóttir, Guðni Guðnason,
Grímur Helgi Pálsson, Kristjana Sigurðardóttir
og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu
minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
JÓFRÍÐAR GRÓU SIGURLAUGAR
JÓNSDÓTTUR,
Hrafnistu, Reykjavík,
áður til heimilis
á Snorrabraut 81.
Guð blessi ykkur öll.
Guðmundur Lárusson,
Lárus I. Guðmundsson, Jón Valgeir Guðmundsson,
Kristján S. Guðmundsson, Sigurlaug Guðmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
+
Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug við andlát og útför elskulegrar
móður okkar, tengdamóður og ömmu,
SIGRÚNAR ÞORGRÍMSDÓTTUR,
Bjarmalandi 6,
Sandgerði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild A3, A7
og gjörgæslu Sjúkrahúss Reykjavíkur.
Björk Garðarsdóttir, Pétur Brynjarsson,
Eyjólfur Gísli Garðarsson, Hrefna Birkisdóttir,
Birna Helga Garðarsdóttir, Benedikt Hrafnsson,
Magnús Garðarsson,
Sigrún, Sigrún Erla, Katrín, Ólöf
og Garðar Hrafn.
+
Þökkum öllum þeim, er sýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát og útför
MAGNÚSAR ÓLAFSSONAR
frá Vestur-Botni.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigóis-
stofnunar Patreksfjarðar, sem annaðist hann
í veikindum hans.
Guð blessi ykkur öll.
Fyrir hönd aðstandenda,
Kristinn Kristjánsson.
Lokað
Lokað á morgun, mánudaginn 7. desember, frá kl. 12.00—16.00
vegna jarðarfarar ÓLAFS S. LÁRUSSONAR.
Vélaland ehf.,
Þ. Jónsson & Co.
ÓLAFUR S.
LÁRUSSON
+ Ólafur S. Lárus-
son bifvélavirki
fæddist í Reykjavík
22. desember 1930.
Hann lést á heimili
sínu 29. nóvember
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Lárus Guðnason frá
Hamarskoti, f. 16.
júlí 1895, sem fórst
með vélbátnum
Braga 30. október
1940, og Guðrún
Ólafsdóttir frá
Strönd í Vest-
mannaeyjum. f. 27.
október 1906, d. 19. desember
1995. Ólafur átti eina systur,
Gerði Huldu, f. 10. febrúar
1933. Guðrún giftist aftur 1942
Óla Svavari Hallgrímssyni frá
Skálanesi við Seyðisfjörð, f. 31.
maí 1912, d. 6. maí 1987. Óli
Svavar gekk börnunum tveimur
í föðurstað.
Ólafur giftist árið
1958 Sigríði Gríms-
dóttur og eignuðust
þau þrjú börn. Börn
þeirra eru: 1) Guð-
rún, gift Steinari
Stefánssyni, saman
eiga þau tvær dæt-
ur, Sigríði Rún og
Dagbjörtu, en fyrir
átti Steinar eina
dóttur, Esther Ýri.
2) Óli Svavar, í sam-
búð með Margréti
Ragnarsdóttur.
Saman eiga þau
einn son, Emil. Fyr-
ir á Óli soninn Andra Frey. 3)
Hafþór. Hann á eina dóttur, Júl-
íu, með Nínu Njálsdóttur. Öll
búa börnin í Reykjavík. Ólafur
og Sigríður slitu samvistir.
Utför Ólafs verður gerð frá
Fríkirkjunni í Reykjavík mánu-
daginn 7. desember og hefst at-
höfnin kl. 13.30.
Fyrir um það bil 16 árum hitti ég
fyrst tengdaföður minn, Óla Lár.,
eins og hann var oftast kallaður.
Strax tókust með okkur góð kynni
og vinátta sem aldrei bar skugga á.
Hann var tíður gestur á heimili okk-
ar hjóna alla tíð og varla hægt að
tala um gest, svo sjálfsagður var
hann meðal okkar alla daga. Það
leið varla sá dagur að hann ekki
kæmi, en þá hringdi hann. Þegar
við vorum á ferðalögum hringdi
hann líka til að fylgjast með hvar
við værum stödd, hvernig veðrið
væri, hvernig bíllinn stæði sig og
ekki síst hvernig okkur liði. Þannig
var hann vakinn og sofínn yfír góðu
gengi barna sinna og fjölskyldna
þeirra, enda voru þau stolt hans og
yndi. Einnig dáðist ég ávallt að góð-
mennsku hans og nærgætni í garð
foreldra sinna.
Óli var bifvélavirki og starfaði við
þá iðn nánast allan sinn starfsferil,
lengst af hjá Þ. Jónsson & co., síðar
Vélalandi. Eg held að ég sé ekki að
segja neinar ofursögur af honum
þótt ég segi að hann hafi verið sér-
fræðingur í sínu fagi, oft vissi ég að
leitað var til hans bæði af sam-
starfsmönnum hans á verkstæðinu
og utan þess, og alltaf gat hann
leyst þau verkefni sem viðkomu vél-
um og honum voru falin.
Hann var ungur í anda og skraf-
hreifinn, hafði gaman af spjalli um
menn og málefni og gat stundum
haft mjög ákveðnar skoðanir, sem
hann lá ekki á. Stutt var í stríðnina
og átti hann til að gefa samferða-
fólki ný nöfn, t.d. voru dætur mínar
SuðurlandsbrautlO
108 Reykjavík • Símí 553 1099
Opið öll kvöld
til kl. 22 - einnig um
Skreytingar fyrir öll tilcfni.
Gjafavt
nefndar heimasæt og litla budda.
Greiðvikinn og bóngóður var hann,
ávallt tilbúinn að rétta hjálparhönd
og veita aðstoð ef á þurfti að halda.
Jólin endurspegluðu barnið í Óla,
hann vildi vera tímanlega með jóla-
undirbúninginn. Upp úr miðjum
desember var hann farinn að huga
að jólamatnum, hvort það ætti ekki
örugglega að vera sami matur og í
fyrra, og þá hvaðan við ættum að
kaupa hrygginn.
Kæri tengdapabbi, ég ætla að lofa
þér því að standa mig vel í innkaup-
unum fyrir þessi jól og öll þau sem á
eftir koma og á örugglega eftir að
hugsa til þín í hvert skipti sem kem-
ur að innkaupum fyrir jólamatinn.
Elsku Guðrún, ÓIi Svavar, Hafþór
og fjölskyldan öll; megi ljós jólanna
færa okkur birtu og yl.
Að lokum vill ég þakka Óla
tengdó samfylgdina.
Hvíl þú í friði.
Steinar.
Elsku afi. Við héldum að þú værir
við hestaheilsu en svo var ekki. Eg
man þegar ég og pabbi komum að
sækja þig út á flugvöll þegar þú
komst frá Glasgow, þá sá ég þig í
síðasta sinn á lífi. Þá var ekkert að
þér frekar en venjulega, en þú
komst heim á þriðjudegi og fórst frá
okkur á sunnudeginum. Allt getur
breyst á aðeins fimm dögum, þótt
þeir séu stuttir.
Eg skil ekki af hverju Guð var að
taka þig frá okkur núna rétt fyrir
jólin og láta okkur upplifa þessa
sorg aftur því við upplifðum hana
þegar mamma þín dó rétt fyrir jólin
eins og þú. Það var alltaf svo gaman
hjá okkur á kvöldin þegar þú komst
í mat, sem þú gerðir mjög oft. Þá
komst þú oft með einhvern glaðning
sem þú vissir að var vinsælt hér, t.d.
melónur, mandarínur og ís. Oft
leyndist í brjóstvasanum Tópas-
pakki sem endaði í munni okkar
systra, og alltaf passaðir þú upp á
að við skiptum jafnt, meira að segja
varð Spori, hundurinn okkar, ekki
útundan. Þú varst viljugur að gleðja
okkur, sem þú gerðir best af öllum í
UT FARARST O FA
OSWALDS
sfM. 5513485
ÞJÓNUSTA ALLAN
SÓLARHRINGINN
UJALSTIiÆTI 41! • 101 REYKJAVÍK
LfKKISTUVlNNUSTOFA
EYVINDAR ÁRNASONAR
heiminum. Við vorum farnar að
hlakka svo mikið til jólanna, við
héldum að þú færir að velja með
okkur jólatré eins og þú gerðir í
fyrra, líka héldum við að þú kæmir
heim til okkar þegar við verðum
orðnar stórar, í jólaboð eins og
langamma gerði til mömmu. Jólin
verða tómleg án þín, því aldrei
hringdu klukkurnar inn jólin án
þess að þú værir kominn í þínu fín-
asta pússi, hlaðinn fallegum jóla-
pökkum, en við efumst ekki um að
þú verður hjá okkur. Það verður
mjög tómlegt á jólum, páskum, og
alltaf, því þú varst svo stór þáttur í
daglega lífinu og fylgdist vel með
öllu sem við gerðum, bæði í skóla og
tómstundum.
Okkur fannst við alltaf geta leitað
til þín og ætlum líka að gera það
áfram þótt þú sért á himnum hjá
Guði. Við vitum að þú átt ekki eftir
að ylja okkur um hendurnar oftar
eins og þú gerðir svo oft þegar við
komum kaldar inn, en við yljum
okkur í staðinn við minningarnar
sem við eigum svo góðar. En það er
ekki hægt að spóla til baka og gera
þetta allt aftur eins og í kvikmynd.
Okkur finnst stundum að við heyr-
um í bílnum þínum og að þú sért að
koma, sem þú gerðir svo oft. Okkur
finnst þetta bara vera draumur og
að þú hringir dyrabjöllunni og kallir
inn: „Eigum við að ski-eppa í Kr-
ingluna og líta á jólaösina og fá okk-
ur djúpsteiktar rækjur?“ Við eigum
erfitt með að átta okkur á því að þú
sért farinn frá okkur, því þú varst
ekki á sjúkrahúsi eða neitt svoleiðis,
þú varst alveg í fullri vinnu, spræk-
ur og hress. En svona er víst lífið,
öll deyjum við.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vöm í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
méryfirláttuvaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. S. Egilsson)
Við biðjum til Guðs að styrkja
okkur öll.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Þínar
Dagbjört og Sigga Rún.
Með örfáum orðum langar okkur
að kveðja Ólaf vin okkar og vinnufé-
laga. Hann varð bráðkvaddur að
heimili sínu 29. nóvember, þá ný-
kominn heim úr vel heppnaðri Glas-
gow-ferð með vinnufélögum sínum.
Ólafur eða Óli Lár eins og hann
var kallaður var hvers manns hug-
ljúfi, hann fór ekki í manngreinará-
lit, vildi greiða götu allra, hjálplegur
og ræðinn.
Óli Lár var sérfræðingur á sínu
sviði, hann vissi nánast allt um vél-
ar, enda búinn að vinna við vélar í
42 ár hjá Þ. Jónsson & Co. Véla-
land. Þar áður hjá hernum í nokkur
ár og hafði meðal annars verið
sendur til Bandaríkjanna á nám-
skeið hjá GM og fleirum.
Hann var snillingur við vélasam-
setningar og óþrjótandi upplýsinga-
brunnur, sem mikið var leitað í af
samstarfsmönnum og viðskipta-
möpnum fýrirtækisins.
Óli Lár var glæsimenni, snyrti-
legur og vel klæddur, eftir vinnu
var alltaf farið heim í hvíta skyrtu
og bindi. Hann var mikill fjölskyldu-
maður, þótt hann byggi einn síðustu
ár, snerist líf hans um börnin og
bamabörnin.
Að leiðarlokum viljum við þakka
honum vel unnin störf í þágu fyrir-
tækisins.
Elsku Guðrún, Óli, Hafþór og
fjölskyldur, ykkar missir er mikill,
en minningin um góðan mann mun
lifa.
Erna og Sigurður Grétarsson.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er
móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru
nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í
úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í
bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess
(minningíSmbl.is) — vinsamlegast sendið
greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina
fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal-
lfnubil og hæfilega línulengd - eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.