Morgunblaðið - 06.12.1998, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 06.12.1998, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Lausnar- steinn Steingríms Steingrímur St. Th. Sigurðsson er þjóð- kunnur maður. Hann hefur lifað ótrúlega fjölbreytilegu lífi sem menntaskólakennari, rithöfundur, blaðamaður og listmálari. Fjölvaútgáfan hefur gefíð út Lífsbók hans, sem hann nefnir Lausnarstein - hrein- skilna bók um flókin persónuvandamál, ofdrykkju, árásarhyggju, kvennamál, og hvernig hann brauzt fram á sviðið sem listmálari. Qft er þetta miskunnarlaus sjálfstjáning. Hér birtast útdrættir úr bók hans. Valdir eru kaflar um tungl- skotið frá Kennedyhöfða, brimið á ----------7—-------- Stokkseyri og Pál Isólfsson og birtast með í litum viðeigandi málverk hans. Eg fékk bréf frá Banda- ríkjunum frá Þorkeli Valdimarssyni. Hann hafði lengi barizt við áfengið en fyrir minn tilverknað hafði hann verið beittur huglækn- ingu af tveim aðilum og það virtist hafa heppnazt. Keli þakkaði mér vináttu mína við hann og bauð mér að koma til sín, út í Flórída, þar sem hann átti heimili með konu sinni Hebu Júlíusdóttur og börn- um, Þau bjuggu á Sa- tellite Beach við ströndina, stutt írá Kennedyhöfða og nú stakk hann upp á því í bréfinu, að ég skyldi koma og vera við- staddur tunglskotið, sem átti að fara fram 14. júlí þetta ár 1969. Mikill viðbúnaður var fyrir skotið og allt lagt í sölurnar íyrir það. Keli stakk upp á því, að ég gerði samn- ing við Morgunblaðið um að skrifa um þenn- an atburð og undirbún- ing hans dag eftir dag. Ég hringdi í Matthías Johannessen ritstjóra, óðar og ég var búinn að lesa bréfið frá Kela, og tjáði honum erindi mitt og spurði, hvort hann gæti ekki tekið við lýsingum mín- um, sem ég sendi til hans, með nýj- ustu tækni, með telexi, og birt þær samdægurs. Matthías lá sjúkur heima og vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið, svar- aði bara: „Nú elnar mér sóttin!“ Ég hef líkast til borið erindið upp af því- líkri ákefð, að honum hefúr í fyrstu fallið allur ketili í eld, en svo áttaði hann sig á þessu og varð jákvæðari og jákvæðari og sagði mér, hvernig ég skyldi fara að. Ég fékk sérstakt telexkort hjá Þorbimi Guðmunds- syni fréttastjóra, og með því hafði ég kollektsamband á telextæki, hvar sem ég var staddur í heiminum. Þetta varð afdrifarik reisa. Keli og frú tóku á móti mér með kostum og kynjum, og hjá þeim hafði ég at- hvarf, hvenær sem var þann hálfa mánuð, sem ég dvaldist þama. Ann- ars var ég mikið á ferðinni, með öll réttindi blaðamanns frá Morgun- blaðinu og passa frá CIA og FBI, sem ég hengdi í boðunginn og heim- ilaði mér aðgang að hverju sem ég vildi og auðvitað setu á öllum blaða- mannafundum og aðgang að dag- skrám og hvers kyns upplýsingum. Allt gekk þetta snurðulaust hjá mér, og greinar mínar um Apollo 11 tunglskotið, þegar Armstrong og Aldrin fóru í fyrsta labbitúrinn á tunglinu, birtust dag eftir dag í Morgunblaðinu, og þótti blaðið slá sér upp á því að vera með blaða- mann á staðnum. Það að fá að vera viðstaddur þetta fyrsta mannaða tunglskot var, eins og þeir töluðu um í amerískum blöð- um og tímaritum „shattering ex- perienee", sem mætti kannski útleggjast sem „yfirþyrmandi reynsla.“ Tunglskots- myndir mínar Auk fréttamennsku datt mér í hug, þegar ég hafði dvalizt þama um hríð, að útvega mér liti og pensla og bjó mig undir að mála og festa á striga og papp- ír áhrifín af ólíkum þáttum þessarar fyrstu mönnuðu tunglferðar. Þær urðu tólf samtals tunglskotsmynd- imar, og mátti segja, að þær væra á markalínu og í senn hálfraunsæj- ar og hálffantasíur. Ég get aldrei losað mig við þá tilfinningu, að þessi tólf mynda röð hafi tjáð tunglskotið kröftuglega, eins og það kom mér fyrir sjónir. Það hvarílaði þá að mér, að þar hefði ég náð lengra en áður á málaraferli mínum. En auðvitað verð ég að við- .urkenna, að ég var ekki sjálfur sál- ¥ænt bær að dæma um það. Því miður verður aldrei hægt að meta það, af því að myndimar era nú glataðar, eins og nánar verður sagt frá síðar. Þegar ég sýndi Þorkeli og Hebu á Satellite Beach nýmálaðar og varla þornaðar myndirnar, leizt þeim strax vel á þær. Lagði Keli að mér að verða nú um kyrrt í Flórída og halda sýningu á þeim, hann myndi gera allt hvað hann gæti til að útvega mér gott gallerí og kynna sýninguna. Hann þrýsti á mig að gera þetta, lagði áherzlu á það, að ég ætti að grípa gæsina á meðan hún væri glóðvolg og með því átti hann við það, að nú væri tunglskotið ferskt og allir að Steingrímur St. Th. Sigurðsson listmálari. STOKKSEYRARBRIM. Eig. Svanur Halldórsson. APOLLO 11 á leið til tunglsins. Eig. Kristjana Mellk. hugsa um það. Þá bylgju yrði ég að notfæra mér. Síðar hef ég iðr- azt þess að hafa ekki farið að ráð- um Kela. Upplifði Sult Hamsuns undir skýjakljúfum New York Onnur heimsóknin var til New York City í nóvember 1970, og dvaldist ég þar fram yfir jólin. Þá tók ég mér gistingu í McAipine hóteli á 34. götu og þar hafði ég líka haft viðkomu í fyrstu tunglskotsferðinni. Ég var enn al- gáður, hafði enn ekki rofið bindind- isheit mitt og reyndi skipulega fyr- ir mér með sölu á myndunum til stórfyrirtækja og einkum flugfé- laga og tæknifélaga, sem tengd vora geimferðaáætluninni, og ég fór satt að segja fram á mjög háar upphæðir fyrir myndirnar. Ég komst að vísu að raun um það, hvað erfitt var að komast inn að fjármálahjarta slíkra risa, en þó hafði mér tekizt að reyna víða fyrir mér og heimsækja fjölda fyrir- tækja. A nokkram stöðum virtist mér, að þetta væri komið svo langt, að þar vantaði einungis herslumun- inn á, svo að ég gæti komið mynd- unum í verð. Loks hafði ég dvalizt svo lengi þarna á hótelinu í New York, í þeirri von að eitthvert stórfyrir- tækið keypti af mér tunglskots- myndirnar, að nú var allur farar- eyrir uppurinn, og þannig missti ég vonina. Ég vissi ekki mitt rjúkandi ráð. Það fór að sverfa að mér. „Appelsínurnar" björguðu En þá gerðist undrið og mér barst óvænt hjálp. Ég hafði haft með mér að heiman enska þýðingu á smásögunni „Appelsínunum", sem ég hafði birt í bókinni Sjö sög- ur og byggðist á fyrstu kynnum okkar Guðrúnar minnar Bjarna- dóttur á Isafirði. Ég leitaði uppi skrifstofur bókmenntatímarita í New York og gekk loksins upp á skrifstofu hins kunna tímarits American Scandinavian Review, en það var eins konar norrænt bók- menntarit á ensku. Mér var vísað inn til ritstjórans, Norðmanns að nafni Erik Friis. Hann tók mér vel, las enska hand- ritið, meðan ég beið, virtist nokkuð ánægður, en þó ekki alls kostar. Hann kvað strax upp úr með, að hann hefði áhuga á að birta söguna, en skikkaði mig til að fara fyrst yfir handritið með sér og bera saman við frumtextann á íslenzku, sem ég hafði líka með mér. Þar með hófst vinna hjá mér dag eftir dag. Ég varð að taka þýðinguna sjálf- ur upp til gagngerrar endurskoð- unar undir eftirliti Friis og koma jafnóðum með nýjar útgáfur af sögunni til skoðunar hjá honum. Þýðingin var að fá á sig æ heillegri og betri svip, og eftir eina fjóra til fimm daga var Friis orðinn ánægð- ur. Hann tók við handritinu og skrifaði mér út tékka fyrir ótrúlega hárri dollaraupphæð. Það voru ein- hver hæstu höfundarlaun, sem mér hafa hlotnazt um ævina og þvílík sigurgleði! Nú gat ég þó sannar- lega haldið veizlu. Þannig björguðu „Appelsínurnar" lífi mínu í New York og því má bæta við, að ekkert annað af mínum ritverkum hefur fengið annan eins alþjóðlegan framgang. Eftir á fannst mér hitt þó ekki síður merkilegt að hafa upplifað Sultinn eftir Hamsun þarna í asfaltframskógi New York City. Það var þó sannarlega lífs- þroskandi reynsla. Tunglskotsmyndirnar glatast Síðar ákvað ég að fara enn einu sinni með tunglskotsmyndirnar til Ameríku, þegar ég undir lok sýn- ingarinnar í Hamragörðum, í húsi Jónasar frá Hriflu, hafði aftur næga peninga undir höndum. Ég var haldinn þeirri hugmynd að láta drauminn um frægð og frama ræt- ast. Stendur ekki einhvers staðar „It takes money to make money.“ Ég einsetti mér, í ölvunarástandi, að fara aftur með tunglskotsmynd- irnar tólf til Bandaríkjanna til að afla mér fjár. Ég hafði að vísu selt eina þeirra á sýningu í Þrastalundi, en ég gerði eftirmynd af henni, svo að þannig varð myndröðin aftur heil. En þá varð mér á í messunni, því að um borð í flugvélinni hélt ég áfram að kneyfa bæði öl og sterkt vín, ofan í alla undangengna drykkju sem hafði varað í marga klukkutíma. Svo var lent á Kenn- edy-flugvelli og ég pantaði leigubfl og hélt til borgarinnar með létta farangurstösku, en myndirnar tólf í möppu. Ég fór beint á McAlpine- hótelið, mafíuhótel á 34. götu, sem var hótel Loftleiðaáhafnanna og ég hafði áður gist á, en ég var hátt uppi, drukkinn og kærulaus um út- litið. Það hefur séð á mér, svo þeim hefur líklega ekki litizt á þessa fyllibyttu og ég fékk ekki herbergi hvernig sem á því stóð. Mér var úthýst, þótt ég þarfnað- ist virkilega hvíldar. Ég pantaði leigubfl á nnjan leik, og nú hófst taumlaust ævintýraferðalag um Manhattan með snaggaralegum ítölskum bflstjóra, trúlega Sikiley- ingi, sem bauðst til að útvega mér allt, sem holdið og sálin girntist. I hvert skipti, sem ég skrapp ein- hvers staðar inn, bað ég hann um að gæta myndanna á meðan og var jafnvel svo bíræfinn að fara með honum upp í Harlem og botna ekk- ert í þvi fljótræði, en hafði þar sem betur fer stutta viðdvöl og hélt áfram í annað gleðihverfi, litlu Ital- íu, þar sem sjoffórinn sagðist vera kunnugur. Ég fór inn á stað, bað hann um að bíða, treysti honum enn í fljótræði fyrir dýrgi-ipunum mínum og fékk mér vænan drykk og lenti þar á kjaftatöm með tveim sérlega geðugum mönnum, annar þóttist vera leikari og hinn mynd- listarmaður. Við fóram að tala saman um lífið og tilverana og list- ina og virtumst vera sammála um allt. Ég steingleymdi bílnum, með myndunum mínum tólf, en rankaði við mér og þá var bíllinn horfinn,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.