Morgunblaðið - 06.12.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.12.1998, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ rayndað einhvers konar skammta- vökva þar sem rafeindirnar fundu sterklega fyi’ir tilvist hver annarrar og hegðuðu sér frekar sem ein heild en stakar agnir. Sambærileg hegðun var þekkt í kerfum bóseinda og er meðal annars orsök ofurleiðni í ofur- leiðandi efnum og ofurflæðis í fljót- andi helíni. I báðum þessum tilfell- um tókst, á löngum tíma og með mikilli vinnu, að setja saman fræði- lega mynd af fyrirbærunum. Það kom því mjög á óvart að aðeins rúmu ári síðar hafði Bandaríkjamað- urinn Robert B. Laughlin með ótrú- legu innsæi sett saman fræðilega lýsingu á tvívíðum rafeindum í sterku segulsviði sem skýrði hin nýfundnu brotaskammtahrif. Bylgjiifall Laughlins Jafna Laughlins lýsir rafeindun- um með flóknu skammtafræðilegu fjöleindabylgjufalli. Skýring Laug- hlins gerir meðal annars ráð fyrir því að rafeindirnar víxlverki við seg- ulflæðisskammta, t.d. á þann hátt að ein rafeind bindist þremur segul- flæðisskömmtum og myndi samsetta eind sem hegðar sér eins og bóseind ■ frekar en fermíeind. A þennan hátt geta rafeindirnar myndað skammta- vökva eins og áðurnefnd bóseinda- kerfí. Sökum þess að rafeindavök- vinn myndar eina heild geta mynd- ast í honum svokölluð agnarígildi, fyrii-bæri sem líkjast venjulegum ögnum en hlita ekki sömu efnisvarð- veislulögmálum og geta birst eða horfið fyrirvaralaust. Agnarígildin geta haft hleðslu sem jafngildir broti af hleðslu einnar rafeindai- og með þeim gríðarlegu framförum sem orðið hafa í framleiðslu örrása hefur nýlega tekist að sanna tilvist þeirra beint með ofurnæmum straummæl- ingum. Heiltöluskammtahrif og brota- skammtahrif Halls voru uppgötvuð í sambærilegum efnum með sambæri- legum aðferðum. Hins vegar liggur svo ólík eðlisfræði að baki að þrátt fyrir að von Klitzing hafí hlotið Nóbelsverðlaunin á sínum tíma þá þótti einnig ástæða til að verðlauna Laughlin, Störmer og Tsui fyrir uppgötvun sína. Þeir þremenningar hljóta þvi Nóbelsverðlaunin í eðlis- fræði 1998 fyrir uppgötvun nýrrar tegundar rafeindaskammtavökva sem inniheldur agnarígildi með brot af hleðslu stakra rafeinda. Uppgötv- un brotaskammtahrifa Halls hefur fært okkur eitt skref áfram í tilraun okkar til að skilja eðli þess heims sem við lifum í og þeirra náttúrulög- mála sem í honum ríkja og um leið gefið okkur nýjar aðferðir til að beisla þessi lögmál til gagns fyrir mannkynið. Hálfleiðararann- sóknir á Islandi Síðasta áratug hafa eðlisfræði- rannsóknir á hálfleiðurum verið stundaðar við Raunvísindastofnun Háskólans undir stjórn Hafliða P. Gíslasonar prófessors. Er þar um að ræða bæði tilraunir og kennilegar rannsóknir á raf- og ljóseiginleikum hálfleiðara og hálfleiðarakerfa. Hluti þessara rannsókna hefur verið gerð- ur í samvinnu við aðrar rannsókna- stofnanir á Norðurlöndum, Þýska- landi, Frakklandi, Bandaríkjunum, Japan og víðar. Nýlega var sett upp á Raunvísindastofnun tækjasam- stæða til framleiðslu á hálfleiðurum sem m.a. má nota til að búa til tvívíð rafeindakerfi svipuð þeim sem rætt hefur verið um að ofan. Viðar Guð- mundsson prófessor hefur stundað kennilegar rannsóknir á rafeindum í einni og tveimur víddum og m.a. unnið með fyrrnefndum Klaus von Klitzing. Utreikningar hafa einnig verið gerðir á hegðun rafeinda í núll- víðum hálfleiðarakerfum, svokölluð- um skammtapunktum, þar sem hreyfing rafeindanna í öllum þremur víddum er takmörkuð við nokkra nanómetra. A síðustu árum hefur áhugi á slíkum rafeindakerfum auk- ist til muna þar sem talið er að þau geti nýst í rafeindatækni framtíðar- innar, sérstaklega í samskiptatækni og jafnvel í nýjum kynslóðum of- urtölva. Raunvísindadeild Háskóla Islands hefur frá árinu 1990 útskrif- að meistaranema í hálfleiðaraeðlis- fræði og fyrstu doktorsnemar á þessu sviði munu hefja nám við deildina á komandi ári. Höfundur cr doktorsnemi í nanótækni. m ETTA árið komu Nóbels- verðlaunin á sviði efna- fræði í hlut prófessoranna Walter Kohns og John A. Poples fyrir „að hafa haft forustu um þróun kennilegra aðferða til að rannsaka eiginleika sameinda og efnahvarfa þeirra“, eins og segir í tilkynningu frá sænsku vísindaaka- demíunni frá því í október síðastliðn- um. Nánar segir að Walter Kohn séu veitt verðlaunin fyrir þróun kenning- arinnar um orku háða þéttleikafalli rafeinda („density functional theory" / DFT) og John Pople fyrh' þróun tölvuútreikninga á sviði skammta- efnafræði („computational methods in quantum chemistry“). Walter Kohn og John A. Pople Walter Kohn fæddist í Vínarborg í Austurríki árið 1923. Hann var pró- fessor við Camegie stofnunina í Pittsburgh í Bandaríkjunum á árun- um milli 1950 og 1960 og við Kali- forníuháskólann í San Diego frá 1960 til 1979. Hann veitti kennilegu eðlis- fræðistofnuninni við Kaliforníu- háskólann í Santa Barbara forstöðu á árunum 1979 til 1984 og hefir starfað þar síðan. John A. Pople fæddist í Burnham- on-Sea í Somerset í Englandi árið 1925. Hann lauk doktorsprófi í stærðfræði frá Cambridge háskóla árið 1951 og tók við prófessorsstöðu í efnaeðlisfræði við Carnegie-Mellon háskóla í Pittsburgh í Bandaríkjun- um árið 1964. Árið 1986 varð hann prófessor í efnafræði við Nort- hwestem háskóla, Illinois í Band- aríkjunum, þar sem hann hefir starfað síðan. Lykillinn að því að geta nýtt sér eiginleika efna og efnablandna í margvíslegum tilgangi (t.d. í efna- iðnaði eða lyfjagerð), á sem skil- virkastan hátt, er að geta skilið til fullnustu hvað veldur viðkomandi eiginleikum. Eiginleikar efna ráðast af gerð grunneininga efnisins, sam- eindunum. Því beinast grunn- rannsóknir á sviði efnafræði m.a. að öflun upplýsinga um samsetningu og lögun sameinda sem og umbreytingu þeirra við efnahvörf ýmiss konar. Meginaðferðafræði slíkrar rann- sóknarvinnu felst í samanburði á mæliniðurstöðum af ýmsu tagi við fræðileg líkön og kenningar yfir sameindir. Það er einmitt þróun sh'kra kenninga og beiting þeirra sem er að hljóta verðskuldaða viður- kenningu með veitingu Nóbelsverð- launanna í efnafræði þetta árið. Sameindir efnisins eru samsettar úr frumeindum (atómum), sem aftur eru myndaðar úr neikvætt hlöðnum rafeindum sem umlykja jákvætt hlaðna frumeindakjarna. í reynd má líta á sameind sem fjölbreytilegt kerfi frumeindakjama með rafeind- um á sveimi umhverfís þá. Nánar til- tekið, í ljósi kenninga skammta- fræðinnar, er raunhæft að hugsa sér sameind sem samsafn atómkjama sem umlykjast „rafeindaskýi" fremur en neikvætt hlöðnum ögnum á braut- um. Með „rafeindaskýi" er átt við lík- indi þess að finna rafeindir á tiltekn- um stöðum umhverfis kjamana, þar sem „þykkt skýsins" á hveijum stað er mælikvarði á líkindin. Gmndvall- arkenningai- skammtafræðinnar sem búa að baki þessari viðurkenndu mynd af sameindum var þróuð fyrir meira en 70 ámm. Samkvæmt þeim kenningum átti í reynd að vera unnt að skilja og ákvarða lögun allra sam- einda. Þetta reyndist þó hægai-a sagt en gert, eins og orð Diracs, eins fmmkvöðuls þessara kenninga, bera vitni um. Árið 1929 lét hann þessi orð falla: „Grundvallarlögmál þau sem þarf til að meðhöndla flest eðlisfræði- leg fyrirbæri og alla efnafræði stærðfræðilega er til staðar. Vanda- málið er einungis það að beiting þeirra leiðir til stærðfræðihkinga sem em of flóknar til að unnt sé að leysa þær“. Það var ekki fyrr en um og upp úr 1960 að nokkuð fór að rofa til, en um það leyti fór tölvukostur að eflast vemlega og kenning Walter Kohns um „orku háða þéttleikafalli rafeinda" leit dagsins ljós. Rafeindaský og Gaussian 70 Galdm-inn við að finna lögun sam- einda felst í að ákvarða hvaða inn- NÓBELSVERÐLAUNIN í EFNAFRÆÐI 1998 Kenninga- smiðir sameinda- rannsókna Að hefðbundnum hætti verða Nóbels- verðlaunin á hinum ýmsu fagsviðum veitt 10. desember næstkomandi í Stokkhólmi. Agiist Kvaran segir hér frá verðlaunahöfunum í efnafræði. FREON-sameindin CF2C12 (til vinstri) og óson- sameindin (03) (til hægri) byrðis afstaða frumeindakjama og „rafeindaskýsins“ er orkulægst. Til þess þarf að byrja á einhverri upp- hafstilgátu um lögunina og reikna út heildarorkuna sem felst í kröftum þeim sem ríkja milli frameinda- kjamanna og rafeindanna. Því næst þarf að breyta afstöðunni á kerfis- bundinn hátt og endurtaka reikning- ana uns orkulægsta gildi næst. Af- staða frumeindakjarna og lögun raf- eindaskýsins sem þannig fæst lýsir sameindinni. Slíkir reikningar em mjög viðamiklir og nær óframkvæm- anlegir án hraðvirkra og öflugi-a tölva og ef ekki er unnt að einfalda þær stærðfræðilíkingar sem að baki reikningunum liggja. Framlag Walt- er Kohns til þróunar þessara líkan- reikninga snerti einmitt hið síðast- nefnda. Árið 1964 sýndi Walter Kohn ásamt Pierre Hohenberg við Yale háskóla fram á að til að ákvarða orku efnis þyrfti einungis að vita hvert væri „rafeindaþykknið" á hverjum stað í „rafeindaskýi" þess fremur en að taka tillit til allra raf- einda og innbyrðis kraftverkana þeirra allt um kring eins og gert hafði verið fram að því. Ári síðar greindi Kohn, ásamt Lu Sham við Kalifomíuháskólann í San Diego, frá VERÐLAUNAHAFARNIR Walter Kohn (t.v.) og John Pople. aðferð til að ákvarða rafeindaþétt- leika og tilsvarandi orku, sem var margfalt viðráðanlegri en þær að- ferðir sem áður höfðu verið notaðar. „Kenningin um orku háða þéttleika- falli rafeinda“ (DFT) hafði litið dags- ins ljós. Aðferð Kohns og Shams reyndist þó ekki nægilega nákvæm til að unnt væri að beita henni við ákvarðanir á lögun sameinda og var hún aðallega nýtt á sviði þéttefnis- fræði, þar sem unnt var að beita henni við ákvörðun á rafeindadreif- ingu í fóstum efnum. Það var ekki fyrr en í upphafi þessa áratugar, í kjölfai- frekari þróunar á kenning- unni / aðferðinni, að unnt var að nýta hana til að ákvarða lögun sameinda með viðunandi nákvæmni. Þar munaði hvað mest um framlag John Poples. Samfara eflingu tölvutækn- innar upp úr 1960 hóf John Pople frumkvöðulsstarf við þróun tölvuút- reikninga í skammtaefnafræði með það að leiðarljósi að geta ákvarðað lögun sameinda, styrk tengja milli fmmeinda í sameindum sem og gang efnahvarfa. í lok sjöunda áratugar- ins í kjölfar mikilvægra framfara á sviði tölvunarfræða hannaði Pople foiritið GAUSSIAN-70 í þessum til- gangi. GAUSSIAN-70 hafði verulegt for- skot fi’am yfii- annan hugbúnað sem ætlaður var í svipuðum tilgangi á þeim tíma. Á árunum frá 1970 fram yfir 1990 vann hann við þróun þessa forrits og gaf út fjölmargar betrumbættar útgáfm- sem urðu stöðugt úbreiddari meðal kennilegra efnafræðinga víða um heim. Arið 1992 varð bylting í þróun þessa hug- búnaðar við það að Pople innleiddi notkun betrumbættu kenningarinn- ar um orku háða þéttleikafalli raf- einda í sameindum. Síðan hefir hug- búnaður þessi, í ört vaxandi mæli, færst í hendur tilrauna-efnafræðinga jafnt sem kennilegra efnafræðinga og ýmist nýst til að túlka og skilja tilraunaniðurstöður eða virkað leiðbeinandi við ákvarðanir um rannsóknir og þróunarvinnu á fjölmörgum sviðum efnafi-æði. Rannsóknir innan Háskóla Islands Þess má geta að við raunvísinda- deild Háskólans hafa nú um nokkurt skeið verið stundaðar rannsóknir, þar sem ofangreindum aðferðum hefir verið beitt. Undir forystu dr. Ingvars Ámasonar, dósents, hafa eiginleikar ýmissa ólífrænna efna verið kannaðir með litrófsmælingum og samanburði við reiknilíkön fyrii- viðkomandi sameindir. Sem dæmi um notkunarmöguleika ofangreindra aðferða og kenninga má nefna að unnt er að ákvarða lög- un amínósýra á borð við þá sem sýnd er hér að ofan (mynd 1), en amínósýrur em grunneiningar próteina. Þar eð slíkar upplýsingar fela í sér ákvörðun á rafeindaskipan sameindarinnar er unnt að segja til um áhrif þess að slík sameind nálg- ast aðra sameind, þ.e. hvaða og hvernig efnabreytingar í kjölfar sammna sameindanna geta átt sér stað. Upplýsingar af þessu tagi geta nýst til að rannsaka virkni lífhvata, en það era próteinsameindir sem gegna lykilhlutverki við niðurbrot eða uppbyggingu efna í lífverum. Þannig geta þessar uppgötvanir gagnast á sviði lyfja- og líf-efna- fræði, svo nokkuð sé nefnt. Annað notkunardæmi: Eyðing ósonlagsins í háloftunum af völdum freonefna sem notuð eru í iðnaði hef- ir mikið verið til umræðu og athug- unar á undanförnum ái-um. Um er að ræða efnahvörf sameinda sem inni- halda klórfrumeindir á borð við þá sem sýnd er á mynd 2 (CF2C12) og ósons, sem er sameind mynduð úr þremur súrefnisfrumeindum (03). Ofangreindar aðferðii' hafa verið notaðar til að kanna hvaða efnahvörf geta átt sér stað við árekstur slíkra sameinda. Þannig geta þessi fræði stuðlað að skilningi á ýmsum óæskilegum efna- hvörfum sem geta haft skaðleg áhrif í andrúmsloftinu og hjálpað til við ákvarðanatöku um viðeigandi ráðstafanir. Ofangreind dæmi em í hópi fjölmargra annarra á sviði efna- fræði þar sem kenningar og aðferðir Nóbelsverðlaunahafanna Walter Kohns og John A. Poples hafa komið við sögu. Samfara öram framfómm í tölvutækni m.t.t. aukinnar hraðvirkni í reikniaðgerðum hvers konar og stækkandi minnisrýmis tölva aukast möguleikamir á að fást við stærri og stærri kerfi á borð við líffræðilega virkar sameindir. Eins og svo oft áð- ur era aðferðir og kenningar sem gjaman byrja í höndum fámenns hóps sérhæfðra fræðimanna, sem leggja stund á gmnnrannsóknir inn- an veggja háskóla, að verða að öflugu tæki til framþróunar sem vonandi reynist mannkyninu til heilla. Höfundur er prófessor í eðlisefna- fræði við Háskóla íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.