Morgunblaðið - 06.12.1998, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.12.1998, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1998 33 IMtfgttitHiifeife STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR RYRKJABANDALAG íslands sendi hinn 3. des- ember sl, á alþjóðlegum degi fatlaðra, frá sér ávarp, sem hef- ur m.a. að geyma áskorun á Al- þingi um að viðurkenna í reynd sérstöðu öryrkja, m.a. með því að hækka grunnlífeyri. Sérstök áherzla er lögð á að bæta stöðu þeirra sem urðu öryrkjar ungir - og áttu þess aldrei kost að tryggja afkomulegt öryggi sitt með eigin húsnæði, aðild að líf- eyi’issjóði o.s.frv. Það er til vitnis um lágar bætur almannatrygginga til ör- yrkja, segh’ í ávarpinu, að helmingur skjólstæðinga Hjálparstofnunar kii’kjunnar og Rauða krossins eru öryrkj- ar, fólk sem vegna fótlunar hef- ur vart til hnífs og skeiðar. Þar segir og að ýmsar stjórnvalds- aðgerðir „spoi*ni gegn atvinnu- þátttöku öryrkja, menntun og fjölskyldulífí. Hér er fyrst og fí’emst um að ræða jaðarskatta og tekjutengingar sem gagn- vart öryrkjum nái út fyrir öll réttlætis- og skynsemismörk.“ Öryrkjabandalagið höfðar og til Mannréttindayfírlýsingar Sameinuðu þjóðanna, sem nú er fímmtug, og spyr, hvemig Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ísland hafi staðið við sinn hlut. Hefur okkm’ tekizt að tryggja sérhverjum einstaklingi tæki- færi til fullrar þátttöku í menn- ingar- og mannlífí? „¥811 þarf að fara mörgum orðum um að þeim öiyrkja sem einungis get- ur reitt sig á bætur almanna- trygginga er í reynd haldið frá eðlilegri þátttöku í mannlífinu,“ segir í ávarpinu. Stjómvöldum er vandi á höndum í margs konar og við- varandi kröfúgerð á hendm; samfélaginu/skattborgumm. í þeim eftium þarf að fara með gát og forgangsraða bæði með arðsemi framkvæmda og sann- gimi í garð hinna ýmsu þjóðfé- lagshópa í huga. Og í Ijósi rétt- sýni og sanngimi er tímabært, að ekki sé fastar að orði kveðið, að endurskoða stöðu öiyrkja, sérstaklega þen-ra sem m-ðu •öryrkjai' ungir. LÍTIL HÆTTA Á KREPPU Um fátt hefur verið meira rætt á Vesturlöndum und- anfama mánuði en hættu á al- þjóðlegri eftiahagskreppu í kjölfarið á alvarlegum sam- drætti í eftiahagsmálum í Suð- austur-Asíu og efnahagslegu stjómleysi í Rússlandi. Margir séríræðingai' hafa talið, að þetta kreppuástand gæti breiðst út og mundi ná til Vest- urlanda á næstu tveimur árum eða svo. Nú virðist, sem þessar áhyggjur séu ekki jafnmiklar og áður. Hans Tietmeyer, aðal- bankastjóri þýzka Seðlabank- ans, lýsti þeirri skoðun í gær, að efnahagur Bandaríkjanna og Evrópuríkja væri svo sterk- ur, að lítil hætta væri á heimskreppu. Þegar þýzki Seðlabankinn talar hlusta aðrir. Sú bjai-tsýni sem fram kemur í ummælum þýzka seðlabankastjórans hlýt- m- að auka mönnum kjark á Vesturlöndum og þar á meðal hér á Islandi. Efnahagur okkai’ er nú sterkur og atvinnulífíð kröftugt. Hið eina, sem hugs- anlega hefði getað sett strik í reikninginn em ákrif af sam- drætti í helztu viðskiptalöndum okkai'. Þótt dregið hafí úi' við- skiptum bæði við Rússland og Asíuríkin hefrn’ það ekki komið að sök vegna þess hve aðrii’ út- flutningsmai'kaðh' okkai' em sterkh’ um þessar mundh’ og fískverð hátt. Að vísu má sjá merki þess, að fískverð fari lækkandi á ný en þá er þess að gæta, að það er svo hátt um þessar mundir, að það veldur engum stórvandamálum, þótt einhver lækkun verði. Þegai’ hoift er til ummæla þýzka seðlabankastjórans og okkar eigin stöðu virðist því ekki ástæða til annars en bjart- sýni um framtíðina á næsta ári. SÉRSTAÐA ÖRYRKJA • • SAGAN OG hug- •myndir Herders _ og þá ekki sízt reynsla síðustu missera _ sýna okkur að ólík samfélög verða ekki brædd saman í neinni Briis- sel-deiglu nema það sé einlægur vilji og ósk þeirra. En það veit eng- inn. Framtíðin ein mun úr því skera. Það er engin tilviljun að ESB reynir að rækta sérkenni þjóða og lyfta undir fjölbeytta menningu inn- an bandalagsins, hvort sem það nægir til að halda því saman eða ekki. Við sjáum hvernig Sovétríkin hafa horfið af landabréfinu, sjáum Júgóslavíu liðast í sundur, sjáum Spánverja hálfráðalausa andspænis Böskum (og jafnvel Katalóníumönn- um), óttaslegna Breta andspænis Irum og Skotar eiga sinn þjóðernis- flokk þótt enn fari litlum sögum af honum. Rúmenar hata Ungverja og Ungverjum er illa við Tékka og þannig mætti lengi telja. Italir, Pól- verjar og gyðingar hafa eigin blöð, bækur, tímarit og sjónvörp í Banda- ríkjunum; Vesturíslendingar Lög- berg-Heimskringla til skamms tíma. Enginn veit í raun hvað kem- ur úr þeirri deiglu. Sumir halda þvf fram að Bandaríkin verði ekki endi- lega þjóðfélag hvíti-a manna að einni öld liðinni; aðrir að þau verði einkum spænskumælandi samfélag. Þar sem andstæður mætast kvikna nýjar hugmyndir og af þeim einatt ný mikilvæg ai-fleifð. Þannig varð íslenzk menning til. Bandarík- in eru einnig slík arfleifð. Og slíkt nýskapandi andrúm var einnig ein- kenni Vínar á sínum tíma; Mahler, Wittgenstein, Schoenberg og Stef- an Zweig voru áreiðanlega engin til- viljun. En nazistar krömdu þetta friðsamlega samfélag undir járn- hælnum. Það var annar þjóðfélags- andi sem þá kom til sögunnar. En hann heyrði til þúsund ára ríkinu sem aldrei varð. Samt er ástæða til að vona að and- stæður geti átt sam- leið inní ókomna tíma þar sem fjöl- breytni ríkir ofar hverri kröfu. Um- burðarlyndi er forsenda þess. Við megum ekki glata þeirri von þrátt fyrir að þessi öld sé einhver hin versta í sögunni, jafnvel verri en þegar húnar og hundtyrkinn ásæld- ust Evrópu. Berlin kveðst vera sömu skoðun- ar og Herder og segir það sé tóma- hljóð í alþjóðahyggjunni. Fólk geti ekki þroskazt nema það sé þáttur af sérstæðri menningu; heyri ein- hverju samfélagi til. Menn heyra til einhverri ai-fleifð. Það er hægt að bæta við hana, þróa hana og rækta. En ekkert samfélag lifir af með því að ganga af henni dauðri. Það er þannig hlutverk okkar að ávaxta arfleifðina, rækta hana; bæta við hana og gera hana fjöl- breyttari með allskyns áhrifum og nýrri reynslu. En það er ekki nóg að endurnýja hana með Tinu Turn- er og Madonnu enda er það svo að þær eru ekki eins í Tókíó, New York eða Reykjavík. Menn horfa á þær á myndböndum með ólíkum gleraugum. En samt verða þær aldrei annað en angi af alþjóðlegi-i afþreyingu þótt hún sé auðvitað sér- bandarískt fyrirbrigði og hefði ekki getað sprottið úr öðrum jarðvegi. (Ef fólk vill heldur Madonnu en Keats eða Proust, segir bandaríski heimspekingurinn óstýriláti, Ric- hard Rorty, látið það afskiptalaust. Að öðrum kosti fær einhver það hluverk að segja fólki hvað það má lesa og horfa á. Rorty segir heim- spekinga hafa í 2400 ár eytt alltof mikilum tíma í að leita endanlegs sannleika, eða allsherjarsannleika, í stað þess að snúa sér að sannleika á afmörkuðum þröngum sviðum. Hann hefur verið nefndur heim- spekingur gegn heimspeki en það samsvari bankamanni andsnúnum peningum. En nú á tímum getur allt gerzt og ekkert kemur á óvart. Bankamenn eru miklu hrifnari af greiðslukortum og tölvum en pen- ingum svoað heimspekingar þurfa varla á kenningum að halda ef lík- ingunni er haldið til streitu. Skáld hafa miklu meira að segja en heim- spekingar, segir heimspekingurinn Rorty sem er í aðra röndina and- stæður heimspeki, en hefur blásið lífi í hana, hefur verið sagt, með því að semja grafskriftina yfir henni! Að þessum gálgahúmor slepptum gæti varla verið goðgá samkvæmt ábendingu Rortys að benda mönn- um á alvöruskáldskap sem mikil- vægan þátt popparasamfélagsins, svo dæmi sé tekið. Enda rembast nú allir - einnig popparar - einsog rjúpur við staur og telja sjálfum sér og öðrum trú um að þeir séu að yrkja poppaldarliljuna; sbr. allir vildu Lilju kveðið hafa!!) Á því andartaki sem alþjóða- hyggjan legði undir sig öll samfélög og ekkert væri til annað en eitt al- þjóðatungumál, hvort sem væri í listum, viðskiptum eða stjórnmál- um, einn strengur sem ætti að lýsa sálarlífi okkar, tilfinningum og arf- leifð, þá yrði ekki til alþjóðleg menning, heldm' dauð menning, einsog Berlin kemst að orði. Ef allt lyti sömu lögmálum og afþreyingin og skemmtanaiðnaðurinn, þ.e. yrði einshyggju alþjóðatungumálsins að bráð, þá hyrfu öll sérkenni í samfé- laginu inní eftiröpun og staðlaða endurtekningu sem kæmi í stað frjóvgandi, fjölbreyttrar og sér- stæðrar menningar. M. HELGI spjall REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 5. desember ÞAÐ ER EKKERT nýtt, að hina virtustu lög- fræðinga greini á um túlkun á lögum eða dómum. Um það eru mörg dæmi og í sumum tilvikum hefur slíkur ágreiningur haft stórpólitískar afleiðingar. Þess vegna þarf engum að koma á óvart, þótt lögfræðingar séu ekki sammála um, hvernig skilja beri hinn umrædda dóm Hæstaréttar í máli Valdimars Jóhannessonar gegn íslenzka ríkinu. Lykilþáttur í dómi Hæstaréttar er svohljóðandi kafli: „Eins og áður getur taldi löggjafinn brýnt að giípa til sérstakra úr- ræða á árinu 1983 vegna þverrandi fiski- stofna við Island. Var skipting hámarksafla þá felld í þann fai-veg, sem hún hefur síðan verið í, að úthlutun veiðiheimilda yrði bund- in við skip. Er óhjákvæmilegt að líta svo á, að þessi tilhögun feli í sér mismunun milli þeirra, sem leiða rétt sinn til veiðiheimilda til eignarhalds á skipum á tilteknum tíma og hinna, sem hafa ekki átt og eiga þess ekki kost að komast í slíka aðstöðu. Þótt tímabundnar aðgerðir af þessu tagi til varn- ar hruni fiskistofna kunni að hafa verið réttlætanlegar, en um það er ekki dæmt í málinu, verður ekki séð að rökbundin nauð- syn hnígi til þess að lögbinda um ókomna tíð þá mismunun, sem leiðir af reglu 5. gr. laga nr. 38/1990 um úthlutun veiðiheimilda. Stefndi hefur ekki sýnt fram á, að aðrar leiðir séu ekki færar til að ná því lögmæta markmiði að vernda fiskistofna við Island. Með þessu lagaákvæði er lögð fyrirfarandi tálmun við því, að drjúgur hluti landsmanna geti, að öðrum skiiyrðum uppfylitum, notið sama atvinnuréttar í sjávarútvegi eða sam- bærilegrar hlutdeildar í þeirri sameign, sem nytjastofnar á Islandsmiðum eru, og þeir tiltölulega fáu einstaklingar eða lögað- ilar, sem höfðu yfn- að ráða skipum við veið- ar í upphafí umræddra takmarkana á físk- veiðum. Þegar allt er virt verður ekki fallizt á, að til frambúðar sé heimilt að gera þann grein- armun á mönnum, sem hér hefur verið lýst. Hið umdeilda ákvæði 5. gr. laga nr. 38/1990 er því að þessu leyti í andstöðu við 1. mgr. 65. gr. stjórnarskrárinnar og þau sjónarmið um jafnræði, sem gæta þarf við takmörkun á atvinnufrelsi samkvæmt 1. mgr. 75. gr. hennar. “ Þau sjónarmið Hæstaréttar, sem hér hef- ur verið vitnað til hafa lögfræðingar túlkað með mismunandi hætti. I frásögn Morgun- blaðsins í dag, laugardag, af ummælum Sig- urðar Líndals prófessors við lagadeild Há- skóla Islands sem ekki hefur verið í hópi helztu gagnrýnenda kvótakerfisins, segir svo; „Sigurður sagði, að íslenzk fiskveiði- stjórn bæri það megineinkenni að fiskveið- arnar væru ekki eingöngu takmarkaðar með aflakvótum heldur einnig með því, að rétturinn til fiskveiða væri bundinn við til- tekinn fjölda fiskiskipa eða skipa, sem komi í þeirra stað. Málið, sem Hæstiréttur hefði dæmt í snerist eingöngu um 5. gr. laganna um stjórn fiskveiða, þar sem fjallað væri um veitingu leyfa til veiða í atvinnuskyni og þar væri nánar tiltekið hvaða skip kæmu til greina í þeim efnum. I 7. gr. laganna væri hins vegar kveðið á um sjálfar veiðiheimild- irnar, en þar segði að veiðiheimildum á þeim tegundum, þar sem heildarafli væri takmarkaður skuli úthlutað til einstakra skipa og hverju skipi úthlutað hlutdeild af leyfðum heildarafla tegundarinnar. Þetta væri kölluð aflahlutdeild og hún væri óbreytt milli ára. Síðan réðist aflamark skips á tilteknu veiðitímabili eða vertíð af leyfðum heildarafla viðkomandi tegundar og hlutdeild skipa í þeim heildarafla. Sig- urður sagði að í dómi Hæstaréttar virtist honum orðalagið svolítið villandi... réttara hefði verið að tala um úthlutun veiðileyfa en ekki veiðiheimilda. Um veiðiheimildir væri íjallað í 7. grein og um þá grein væri ekkert íjallað í dómnum og því væri alls ekki hægt að segja að sjálft kerfið til að takmarka veiðarnar væri hrunið. Ákvæðið um kvóta- kerfið væri í 7. grein en ákvæði um veiði- leyfin sjálf væra í 5. grein. Sigurður sagði, að afleiðing dómsins væri tvenns konar. Annars vegar væri hugsan- legt að orða 5. grein laganna með öðrum hætti þannig að hún samrýmdist þessum jafnréttisákvæðum stjórnarskrárinnar. Það væri leið, sem hann vissi ekki hvort væri fær. Hinn möguleikinn væri sá, að allir gætu fengið úthlutað veiðiheimOdum, þótt þeir eigi ekki skip. Það þýddi náttúrlega að menn yrðu að kaupa kvóta.“ Eins og sjá má af þessari umsögn Sig- urðar Líndals bindur hann sig mjög við, að Hæstiréttur hafi einungis fjallað um 5. grein laganna frá 1990, sem fjalli um veiði- leyfi en ekki veiðiheimildir. Ástæðan fyiTi’ því virðist þó liggja í augum uppi. I umfjöll- un sinni tekur Hæstiréttur að sjálfsögðu mið af kröfugerð málshefjanda en jafn- framt er ekki fjarri lagi að ætla að með dómsorðinu vilji Hæstiréttur gefa vísbend- ingu um afstöðu réttarins til annarra þátta málsins. Rökrétt ályktun rn DAVIÐ ÞOR Björgvinsson, pró- fessor við lagadeild Háskólans, er ann- arrar skoðunar en Sigurður Líndal um það hvernig skilja beri dóm Hæstaréttar. í samtali við Dag, í dag laugardag, segir Davíð Þór m.a.: „Það er rétt, að í málinu var eingöngu deOt um veit- ingu veiðileyfisins sem slíks. Það virðist þó vera rökrétt ályktun af forsendum dómsins að gera ráð fyrir því, að þau sjónarmið, sem Hæstiréttur leggur til grandvallar eigi ekki bara við um útgáfu á veiðileyfi heldur eigi sambærileg sjónaimið við um úthlutun á aflaheimildunum sjálfum. Þau gætu komið til sjálfstæðrar skoðunar ef sá, sem hefur fengið veiðileyfí, óskar í framhaldi af því eftir heimildum til að veiða tegundir, sem bundnar eru við kvóta. Úthlutun aflaheim- ilda er reist á því að skip hafi áður fengið veiðileyfi og ef það er ekki hægt að mis- muna mönnum við útgáfu veiðileyfisins á þeim forsendum, sem gert var er nærtæk sú ályktun að sambærileg sjónarmið eigi við um úthlutun veiðiheimilda. Hér verður þó að hafa þann fyrirvara, að þessi sjónar- mið um jafnræði og atvinnufrelsi þurfa ekki nauðsynlega að leiða til þess að núverandi kerfi „sé hranið“ eins og sumir hafa orðað það. Þau sjónarmið að taka mið af veiði- reynslu, fjárfestingu í útgerð o.fl. við ákvörðun kvóta geta í sjálfu sér sami-ýmst jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar í ein- hverri mynd. Hvemig þetta á að útfæra ná- kvæmlega er ílókið mál....“ Eins og sjá má af þessum tilvitnunum í ummæli tveggja lagaprófessora í Morgun- blaðinu og Degi í dag, laugardag, er viðhorf þeirra til dóms Hæstaréttar töluvert ólíkt. Þó má vera, að ekki sé jafn mikill munur á afstöðu þeirra og virðist við fyrstu sýn. Hvað á Sigurður Líndal við, þegar hann segir um hugsanlegar afleiðingar dómsins: „Hinn möguleikinn væri sá, að allir gætu fengið úthlutað veiðiheimildum, þótt þeir eigi ekki skip. Það þýddi náttúriega að menn yrðu að kaupa kvóta.“ Sú ályktun Sigurðar Líndals, að dómur Hæstaréttar gæti þýtt að allir gætu fengið úthlutað veiðiheimOdum er nærtæk miðað við allar forsendur dómsins og þá tOvitnun í dóminn, sem birt var hér að framan. Og þá er ekki langt á milli sjónarmiða prófessor- anna tveggja. En hvaða „menn“ yrðu þá að kaupa kvóta skv. skoðun Sigurðar Líndals? Það liggur beinast við að skilja orð hans þannig, að þá yi’ði veiðiheimildum úthlutað til allra íslendinga og útgerðarmenn yrðu að kaupa heimOdir af öðram landsmönnum. Og þá eram við komin í heilan hring að því lagaákvæði, sem sköpum skiptir þ.e. ákvæðinu i lögunum nr. 38 frá 1990 þess efnis, að fiskimiðin séu sameign þjóðarinn- Lagadeilur eða pólitísk ákvörðun legt er að fara aðra EF HORFT ERTIL þeiira umræðna, sem orðið hafa í kjölfar dóms Hæstaréttar virðist augljóst, að hugsan- vora af tveimur leið- Morgunblaðið/Kristinn SPLÆSTI GRANDARA VIÐ REYKJAVIKURHÖFN um. Ef meirihluti Alþingis kemst að þeirri niðurstöðu, að skilja beri dóm Hæstaréttar á hinn þrengri veg og tekur þann kost að gera tilraun til að breyta 5. grein laganna frá 1990, þannig að hún samiýmist sjónar- miðum Hæstaréttar má ganga út frá því sem vísu, að lagadeilur magnist og að ný mál komi til kasta dómstólanna, þar sem bæði verði tekizt á um þær hugsanlegu breytingar en jafnframt látið á það reyna, hvort dóm Hæstaréttar beri að skilja á þann veg að sjónarmið dómsins eigi ekki bara við um veiðileyfi heldur einnig um út- hlutun veiðiheimilda. Verði sú leið valin er nokkuð ljóst, að það óvissuástand, sem nú hefur skapazt um málefni sjávarútvegsins og leitt hefur til lækkunar á verði hlutabréfa í allmörgum sjávarútvegsfyrirtækjum heldur áfram. í samtali við Morgunblaðið í dag, laugardag, segir Stefán Halldórsson, framkvæmda- stjóri Verðbréfaþings íslands m.a. að telji markaðurinn, að ástandið skýrist ekki um helgina, „á ég alveg eins von á því að verð hlutabréfa haldi áfram að lækka“. Ef kröfuharka markaðarins er svo mikil, að mál sem þetta verði að skýrast um helg- ina segir sig sjálft hverjar afleiðingarnar verða, ef horft er fram á lagadeilur, dóms- meðferð og önnur átök, sem geta staðið mánuðum saman. Það yi’ði auðvitað óþol- andi ástand fyrir útgerðarfyrirtækin sjálf, sem líta svo á, að hendur þeirra séu bundn- ar og að þau geti ekki tekið meiri háttar ákvarðanir um fjárfestingar og annað á meðan núverandi óvissa ríkir. Sjávarútveg- urinn getur ekki verið í óvissu um það mánuðum og jafnvel misserum saman við hvaða rekstrarskilyrði hann býr. Útgerðar- fyrirtækin mundu halda að sér höndum um alla hluti, sem fljótlega mundi leiða til sam- dráttaráhrifa í öðram atvinnugreinum. I umræðum síðustu daga hefur töluverð áherzla verið lögð á að fimm manna dómur hafi kveðið upp þennan dóm en ekki sjö manna dómur eins og ákvæði sé um í lög- um, þegar um mikilvæg mál sé að ræða. Davíð Þór Björgvinsson kemur með at- hyglisverða ábendingu í þessu sambandi í viðtalinu við Dag er hann segir: „... áður en dómarar fara raunverulega að takast á við mál liggur kannski ekki alltaf fyrir hversu mikið stórmál það er. Þegar niðurstaðan blasir við spyr maður eftir á, hvort ekki hefði verið rétt að hafa sjö dómara, en þetta er alltaf matsatriði og forsendurnar fyrir því mati kannski aðrar þegar dómur- inn er kominn. Meginatriðið er, að þýðing dómsins og gildi er formlega það sama, hvort sem sjö eða fimm dómarar sátu í dómnum." Öll rök mæla með því að stefnt verði að því að taka pólitíska ákvörðun á næstu vik- um eða einum til tveimur mánuðum, sem taki bæði á þeim sjónarmiðum, sem fram koma í dómi Hæstaréttar og þeirri óá- nægju, sem orðið hefur til hjá öllum al- menningi vegna kvótakerfisins í núverandi mynd. Eins og bent er á í forystugrein Morgunblaðsins í dag, laugardag, er ekkert í dómi Hæstaréttar, sem mælir gegn því, að kvótakerfi verði við lýði í stjórn fiskveiða. Ágreiningur hefur snúizt um það hvernig staðið er að úthlutun veiðiheimilda og nú hefur Hæstiréttur að mati Morgunblaðsins og fjölmargra annarra aðila kveðið upp dóm sem þýðir, að núverandi kerfi við út- hlutun veiðiheimilda gengur gegn ákvæð- um stjórnarskrárinnar. Verkefnið næstu vikur hlýtur því að vera að taka nýjar ákvarðanir um það hvernig veiðiheimildum er úthlutað, ákvarðanir sem annars vegar taka mið af ákvæðum stjórn- arskárinnar um jafnræði og atvinnufrelsi og hins vegar af kröfu almennings um eðli- lega hlutdeild í afrakstri auðlindar sem lög- um samkvæmt er sameign þjóðarinnar. 1 því sambandi er ástæða til að benda á orðalag í dómi Hæstaréttar, þar sem segir: „Með þessu lagaákvæði er lögð fyrirfarandi tálmun við því, að drjúgur hluti landsmanna geti, að öðrum skilyrðum uppfylltum, notið sama atvinnuréttar í sjávarátvegi eða sam- bærilegrar hlutdeildar í þeirri sameign, sem nytjastofnar á Islandsmiðum eru ..." Það er sérstök ástæða til að vekja athygli á þessum orðum: „... eða sambærilegi-ar hlutdeildar í þeirri sameign, sem nytja- stofnar á Islandsmiðum eru ..." Um þetta grandvallaratriði hefur þetta mál snúizt frá upphafi. Og það er ekkert óljóst í dómi Hæstaréttar hvað þetta varðar nema síður sé. Þetta mál er sameiginlegt vandamál stjórnmálaflokkanna allra. Þeir hafa allir með einum eða öðram hætti komið að þeirri lagasetningu, sem hér um ræðir. Það er rétt, sem Þorsteinn Pálsson, sjávarátvegs- ráðherra, benti á í umræðum á Alþingi í gær, fóstudag, að sú löggjöf, sem Hæsti- réttur telur, að gangi gegn ákvæðum stjómarskrárinnar var sett af Alþingi í tíð ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar, sem að stóðu Framsóknarflokkur, Alþýðu- bandalag, AJþýðuflokkur og Borgaraflokk- urinn, sem þá var til. Þessfr flokkar bera því ábyrgð á þessari lagasetningu alveg með sama hætti og það er ljóst, að núver- andi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks hlýtur að hafa forystu um að leiða þjóðina út úr þeim vanda, sem upp er kominn. Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag bera því ekkert síður ábyi-gð á þeirri stöðu, sem nú er komin upp heldur en núverandi stjórnarflokkar. Það er hins vegar mikil- vægt, að flokkunum takist að hefja sig upp yfir dægurþras í þessu máli. Hér er um svo mikið hagsmunamál þjóðarinnar að ræða, að það ætti að vera öllum stjórnmálaflokkum kappsmál að leggja hönd á plóginn til þess að finna hina sanngjörnu lausn. „Sú ályktun Sigurðar Líndals, að dómur Hæstaréttar gæti þýtt að aiiir gætu fengið út- hlutað veiðiheimildum er nærtæk miðað við allar forsendur dómsins og þá tilvitnun í dóm- inn, sem birt var hér að framan. Og þá er ekki langt á milli sjónarmiða prófessoranna tveggja. En hvaða „menn“ yrðu þá að kaupa kvóta skv. skoðun Sigurðar Líndals? Það liggur beinast við að skilja orð hans þannig, að þá yrði veiðiheimildum úthlut- að til allra Islendinga og útgerðarmenn yrðu að kaupa heimildir af öðrum landsmönnuin.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.