Morgunblaðið - 06.12.1998, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
Elskulegur eiginmaður minn,
GUNNAR HALLDÓR ÁRNASON,
Efstasundí 60,
andaðist á Landspitalanum þriðjudaginn
24. nóvember sl.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins
látna.
Fyrir hönd aðstandenda,
Lilja Guðmundsdóttir.
Hugheilar þakkir sendum við öllum þeim, er
heiðruðu minningu föður okkar, tengdaföður,
afa og langafa,
BJARNA KRISTÓFERSSONAR
frá Götuhúsum,
Akranesi,
og sýndu okkur samúð og hlýhug.
Guðbjörg Bjarnadóttir,
Kristófer Bjarnason, Sigurlína Guðmundsdóttir,
Júlíana Bjarnadóttir, Jón Trausti Hervarsson,
Haraldur Bjarnason, Sigrún M. Vilhjálmsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna
andláts og útfarar ástkærrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
ÁSTU GUNNSTEINSDÓTTUR,
Melabraut 19,
Seltjarnarnesi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 3L á
Landakotsspítala fyrir góða umönnun.
Sólveig Sigurðardóttir, Ómar Bjarnason,
Gunnsteinn Sigurðsson, Guðbjörg Jóna Hermannsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Við þökkum innilega auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför
ARNÓRS SIGURÐSSONAR
frá Sauðárkróki.
Fyrir hönd vandamanna,
Stefanía Arnórsdóttir,
Sveinn Tumi Arnórsson.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÓLAFUR S. LÁRUSSON,
Krummahólum 6,
Reykjavík,
lést sunnudaginn 29. nóvember síðastliðinn.
Útförin verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík
mánudaginn 7. desember kl. 13.30.
Guðrún Ólafsdóttir, Steinar Stefánsson,
Óli Svavar Ólafsson, Margrét Ragnarsdóttir,
Hafþór Ólafsson
og barnabörn.
Ástkær faðir, tengdafaðir og bróðir okkar,
GUNNLAUGUR GUÐMUNDUR
DANÍELSSON,
Safamýri 53,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju mánu-
daginn 7. desember kl. 13.30
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á
Krabbameinsfélagið.
Óskar Þór Gunnlaugsson,
Hákon Hreiðarsson, Valgerður Guðjónsdóttir
og systkini hins látna.
HREINN ÓMAR
ELLIÐASON
+ Hreinn Ómar
Elliðason var
fæddur í Reykjavík
25. desember 1946.
Hann var sonur
hjónanna Elliða
Norðdahl Guðjóns-
sonar og Ástu Frið-
leifsdóttur. Þau
skildu þegar hann
var átta ára og gift-
ist Ásta ári seinna
Guðmundi Kristins-
syni frá Nýhöfn á
Sléttu. Þau áttu
eina dóttur, Onnu
Jónu. Elliði kvænt-
ist Erlu Þorsteinsdóttur og áttu
þau fímm börn saman. Þau eru;
Trausti, Garðar, Viðar, Sigríður
og Kristín.
Hreinn kvæntist árið 1970
Guðrúnu Jónínu Magnúsdóttur.
Börn þeirra eru; Elliði Ómar,
maki Sólveig Jóhannesdóttir,
Sigurbjörg Ásta, unnusti Þröst-
Elsku pabbi minn.
Þú varst mér allt og þú gafst mér
svo margt. Til þín gat ég alltaf leit-
að. Við skildum hvort annað svo vel.
Allt sem við gerðum saman, pipar-
kökuhúsin fyrir jólin, veiðiferðirnar,
kvöldgöngurnar og vinnudagarnir á
verkstæðinu, verður mér ógleyman-
legt.
Þegar þú vaktir mig fyrir allar
aldir á morgnana og við hituðum
kaffi, reyktum og töluðum tímunum
saman. Þú gast alltaf komið mér í
gott skap og vinur eins og þú varst
mér er vandfundinn.
Elsku pabbi með orðum og tárum
get ég ekki lýst hvað ég sakna þín
mikið. Eg veit að lífíð var þér ekki
alltaf í hag og ég vona að þér líði vel
þar sem þú ert staddur í dag.
Minningin um þig mun ávallt lifa í
mínu hjarta.
Þín
Jóna Bjarney.
Elsku Hreinn minn.
Eg trúi því ekki að þú sért dáinn.
Mér fannst allt vera að verða svo já-
kvætt og gott. Við áttum svo marg-
ar ánægjulegar stundir saman, sér-
staklega þegar við ferðuðumst um
landið og vorum úti í náttúrunni,
sem var alltof sjaldan. Það kemur
enginn í þinn stað, þú varst mér svo
kær og vildir allt fyrir mig gera sem
hugsast gat. Það voru mjög sterkar
tilfmningar á milli okkar sem ég
hafði aldrei upplifað, fyrr en ég
kynntist þér. Eg á eftir að sakna þín
sárt.
Ef þú átt erfitt, sérð enga von
Þú veist þú átt mig að, óháð stund og stað.
Eg verð hjá þér, vef þig í örmum mér
ogskalþérvísaveg
Eins og brú yfir boðafóllin
ég bendi þér á leið
Margt miður fer, margt bölið er
Margur er í leit að sjálfum sér
Sjá þú átt völ, að sigra dauða og kvöl
Ég þerra öll þín tár
eins og brú yfir boðafóllin
Liggur okkar leið
Yfir lönd og höf, út á ystu nöf
Átt þú mig að já út yfir dauða og gröf
Ég elska þig og ef þú ákallar mig
Og allir bregðast þér
Eins og brú yfir boðaföllin
Birtist lífsins leið.
Eins og brú yfir boðafóllin
Ber ég þig á leið
(Ómar Ragnarsson)
Elsku Adda, Jóna, Elli og aðrir
aðstandendur, ég votta ykkur öllum
mína dýpstu samúð.
Þín besta vinkona
Guðríður (Gurra) Vattnes
Kristjánsdóttir.
Ég kynntist Hreini Elliðasyni
fyrst á knattspyrnuvellinum á
Húsavík. Það var á íyrri hluta átt-
unda áratugarins. Ég var að stíga
ur Guðmundsson,
og Jóna Bjarney,
unnusti Davíð Atli
Jones. Hi-einn og
Guðrún skildu árið
1995.
Hreinn nam
skipasmíði hjá Stál-
vík í Arnarvogi,
lauk námi sem stál-
smiður og vann við
það lengst af. Fyrst
hjá ýmsum aðilum
en stofnaði síðar
eigið fyrirtæki, Haf-
spil hf., sem fram-
leiddi vökvadrifin
veiðitæki fyrir skip og báta.
Hann var kunnur knattspyrnu-
maður á yngri árum, lék með
Fram, IA og Völsungi, ásamt
unglingalandsliði og landsliði.
Utför Hreins fer fram frá
Garðakirkju á Álftanesi á morg-
un, mánudaginn 7. desember, og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
mín fyrstu skref með meistara-
flokki Völsungs og hafði mætt á
nokkrar æfíngar. Hreinn var
reyndar ekki á þeim æfingum, því
eina ferðina enn hafði læknirinn
bannað honum að stunda knatt-
spyrnu. Hnén voru ekki í lagi og
útilokað að leggja á þau hark
knattspyrnunnar. Þessar fyrstu
æfingar mínar með Völsungi voru
ágætar; andrúmið fremur notalegt
og þægileg spenna fyrir komandi
keppnistímabil. Þetta var snemma
vors og kvöldin mild við Skjálf-
andaflóann. Síðan mætti Hreinn á
æfingu. Ég hef aldrei upplifað aðra
eins umbyltingu á einum félags-
skap. Það skall á stormur. Allt sem
áður virtist eðlilegt leit nú út eins
og barnaskapur og við tóku fullorð-
in átök, bæði á æfingum og í leikj-
um. Hann hafði áður fylgst með
æfingunum úr fjarlægð og fannst
þær ómögulegar. Þáð vantaði allan
baráttuvilja. Ráðleggingar læknis-
ins hafði hann að engu. Okkur
gekk vel í deildinni um sumarið og
það var mest Hreini að þakka;
hann dreif mannskapinn áfram á
ótrúlegu keppnisskapi og það var
eins og ekkert stæði í vegi fyrir
honum, ekki einu sinni þessi ónýtu
hné. Svona var Hreinn Elliðason.
Það var honum eðlislægt að vera
með storminn í fangið. Lognmolla
gerði hann viðþolslausan. Hann var
nútímaútgáfa af Bjarti í Sumarhús-
um með öllum sínum kostum og
göllum. Líkt og Bjartur vildi hann
ætíð standa á eigin fótum og ekki
láta hlut sinn fyrir neinum. Hann
reisti líka sín Sumarhús sem voru
hans eigin atvinnurekstur og barð-
ist fyrir tilverurétti sínum. Hann
mætti andstreymi á þeim vettvangi
eins og á fleiri sviðum á skammri
ævi. Hans mesti óvinur kom að inn-
an og við hann voru margir bar-
dagar háðir. Þeir fjandvinir höfðu
betur á víxl, en Hreinn var með
vinninginn undir það síðasta. Hann
endaði sem sigurvegarinn. Hreinn
var harðsækinn maður og þess
vegna ekki allra. En hann ætlaðist
heldur ekki til þess að sér væri
hampað. Hann fór hjá sér ef hon-
um var hælt og beindi talinu að
einhverju öðru. Ég reyndi stundum
að fá hann til að lýsa fyrir mér
ótrúlegu björgunarafreki sem hann
vann við Leirhöfn í Öxarfirði vorið
1971. Hann vildi lítið um það tala.
Afrekið var einstakt og bar vott
um fádæma hreysti. Þá hvolfdi litl-
um báti undan þremur mönnum í
vondu veðri. Einn bátsverja varð
eftir á kili en tveir reyndu að synda
til lands. Það var nánast vonlaust
verk í ísköldum sjónum. Annar
drukknaði en hinn komst alla leið.
Það var Hreinn Elliðason. Einsam-
all hratt hann fram öðrum báti í
fjörunni og reri í átt að slysstaðn-
um. Þegar þangað kom hvolfdi
þeim báti líka. Hreinn synti aftur í
land. Örmagna skreið hann á fjór-
um fótum heim á bæ og sótti hjálp.
Félaga hans, sem beið máttfarinn á
kili bátsins, var naumlega bjargað.
Þetta afrek er dæmi um þá ofur-
krafta sem fylgdu Hreini Elliða-
syni. Þeir voru annars heims. Aftur
kemur Bjartur upp í hugann, nú
sitjandi hreintarfinn yfir Jökulsá
þvera í leit sinni að Gullbrá. Síð-
asta samtal okkar Hreins var í
gegnum síma fyrir rúmum mánuði.
Við ræddum um fótbolta. Eins og
kunnugt er misstu KR-ingar
naumlega af meistaratitli í haust.
Ég sagði honum að ég vorkenndi
strákunum í KR og á þessum erf-
iðu tímum hiyti allur rígur milli
Reykjavíkurfélaganna að liggja
niðri. Þetta sagði ég auðvitað til að
stríða Hreini, því hann var mikill
Framari og uppalinn við átökin
milli félaganna í borginni. Hann
svaraði mér með sögunni af því
þegar hann var sjálfur í 5. flokki
Fram og keppti á sérstöku móti við
KR. Bæði félögin sendu a-, b- og c-
lið. KR-ingar tóku þá upp á því að
láta a-liðið sitt keppa við c-lið
Framara. Þeir voru búnir að
reikna út, að með því að breyta
röðinni hefðu þeir samtals fleiri
sigra út úr keppninni. Þetta gerðist
sumarið 1957, árið sem ég fæddist.
Þá var Hreinn á ellefta árinu.
Hann þoldi ekki að tapa kappleikj-
um og rifjaði þetta upp í símtali
haustið 1998. Hann var enn sann-
færður um að KR-ingar hefðu snú-
ið röðinni við. Þetta var svindl. Ég
þagði í nokkrar sekúndur og hug-
leiddi keppnisskap þessa manns.
Svo sprakk ég úr hlátri. Hreinn
sprakk líka úr hlátri. Og svo hlóg-
um við lengi að þessari vitleysu. En
samt, þetta var svindl. Þetta var
ekki í fyrsta sinn sem við Hreinn
hlógum saman, því hann var bráð-
skemmtilegur sagnamaður og
kunni margar góðar sögur af sjálf-
um sér og öðrum.
Hreinn var vænn drengur en
bardagamaður. Það kostaði sitt.
Hann var óvenjulegur um margt
og bjó yfir frumkrafti sem ég hef
alltaf dáð. Hann vildi gera hlutina á
eigin forsendum og ráða sínum ör-
lögum sjálfur. Nú hafa veður skip-
ast í lofti og það ekki í fyrsta sinn í
kringum félaga Hrein. Hann var
Bjartur í Sumarhúsum og um hann
léku vindar baráttunnar eilífu fyrir
eigin sjálfstæði. En stundum upp-
lifði maður líka viðkvæma hjartað
sem þessi hrjúfi maður hafði að
geyma. Þá talaði hann um það sem
vakti með honum mesta stoltið.
Ekki langar ræður þó og alltaf
pínulítið feiminn. Það voru krakk-
arnir. Það duttu kannski út úr hon-
um litlar setningar um eitthvað
sem þau höfðu sagt eða gert. Ekki
það, að öðrum kæmi það neitt við,
en samt í lagi að skjóta því örlítið
að. Og hann talaði vel um marga
aðra þegar þeir heyrðu ekki til.
Mér er hugsað til Ninnu og fleiri,
sem studdu Hrein af þrautsegju á
erfiðum tímum. Hann var stoltur af
sínum nánustu, þeir voru í hans
liði. Ég sendi Élla, Ástu, Jónu,
Ninnu og öðrum ættingjum og ást-
vinum Hreins Elliðasonar djúpar
samúðarkveðjur. Góðar minningar
um viljafastan og óvenju hugrakk-
an mann lifa.
Bjarni Hafþór Helgason.
Kæri vinur.
Mig langar að þakka þér fyrir
þann stutta tíma sem vinskapur
okkar varði. Ég mun sakna þess að
geta ekki spjallað við þig í símann
yfir eldamennskunni og hlegið mig
máttlausa yfir þínum sérstaka
húmor sem ég kunni svo vel að
meta því iðulega hittist það þannig
á að ég var að elda þegar þú
hringdir. Einnig langar mig til að
þakka þér fyrir hvað þér tókst að
gleðja móður mína og hvað mér
fannst gaman að sjá hana geisla af
gleði.
Þó að kali heitur hver,
hylji dali jökull ber,
steinar tali og allt hvað er,
aldrei skal ég gleyma þér.
(Vatnsenda-Rósa.)
Þín vinkona
Herdís Vattnes.