Morgunblaðið - 06.12.1998, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 06.12.1998, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1998 37 Saga þessi er sjálfstætt framhald verð- launasögu Þorgríms, Margt býr í myrkrmu, er út kom í fyrra. Æk urnar eru fjórir ung- Söguhetj Litir: Svartir • Stærðir: 40-48 Tegund: Amariilo • Verð kr. 13.990 Með Goretex vatnsavörn. Yfir 50 tegundir til. DOMUS MEDICA við Snonobrout • Reykjavik Sími 551 8519 STEINAR WAAGE KRINGLAN Kringlunni 8—12 • Reykjovík Sími 5689212 PÓSTSENDUM SAMDÆGURS • 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR verk sitt. “Ógeðslega flott bók, maður!” „..Þorgrímur situr skáldfákinn flestum betur, þá veröur úr hljómfall sem heillar. Ógeöslega flott bók, maður! munu unglingarnir segja..” “Þorgrímur er margverölaunaður höfundur, - þó mest og bezt af unglingum þessa lands, og engan spámann þarf til aö sjá, aö enn er hann aö klífa upp á hærri stalla.” Sig. Haukur í mbl. 1. desember 1998 PÁLL ísólfsson tónskáld. Eig. Páll Guðjónsson. og síðan hef ég hvorki séð bílinn né myndirnar og minn ameríski draumur var búinn. Einkennilegt var, að þrátt fyrir þetta ömurlega óhapp, þar sem stærsti draumur lífs míns varð að engu, þá tókst mér með einbeit- ingu að vera ótrúlega hress, eins og lýst er í fornsögunum, þegar forfeðurnir upplifðu eitthvað dap- urlegt og örlagaríkt, þá sögðu þeir bara: „Þat hlægir mik!“ og glottu við tönn. Ég er líka óskaplega mik- ill örlagatníarmaður á fornan og frumstæðan hátt. Börnin í Roðgúl Árið 1971 var Steingrímur skil- inn við Margi'éti Ásgeirsdóttur, hús þeirra á Laugarvatni selt og heimili þeirra leyst upp. Hann lýsir í bókinni ítarlega baráttu sinni fyr- ir því að skapa börnunum aftur heimili. Margrét fékk mér umsjárrétt yf- ir strákunum með fullri ábyrgð en sjálf kom hún Halldóm fyrir. Drengirnir vora í sveit fyrir aust- an, að Núpi undir Vestur-Eyjafjöll- um hjá Guðmundi Guðmundssyni og Ástu konu hans. Þau eru hið mætasta fólk. Mér fannst það átak- anlegt, þegar ég skilaði drengjun- um þangað af mér í fyrsta skipti og ég hét því þá, að ég skyldi veita þeim heimili og athvarf með ein- hverju móti, og slíkt átti eftir að takast síðar. Eg var staðráðinn í því, að ég skyldi útvega öllum börnunum mínum þremur viðun- andi lífsaðstöðu. Ég lagði nú á mig sérstaklega mikla vinnu vorið 1972, var prófdómari í þremur skólum fyrir norðan, vann skai’pt í ráman mánuð og halaði inn talsverðar tekjur. Eg frétti vorið 1972, að bær á Stokkseyri, sem kallaðist Roðgúll, stæði auður og væri falur og fór að skoða þennan möguleika í alvöra - tekjur mínar héldu áfram að vaxa, þar sem ég hélt vel heppnaðar málverkasýningar í Akóges í Vest- mannaeyjum og í Keflavík. Ég festi mér „slotið", eins og ég kall- aði það, á skrifstofu nafna míns Steingríms Jónssonar, sveitar- stjóra á Stokkseyri. Ég gleymi því aldrei, hvað ég var stoltur, þegar ég snaraði peningunum á borðið, 365 þúsund krónum, fullri greiðslu, allt í bránum fimm þús- und króna seðlum. Þannig hreppti ég Roðgúlinn til eignar árið 1972. Eigandi sendi- bílastöðvar Kópavogs, Ingólfur Finnbjörnsson, sem hafði unnið með mér á vellinum, útvegaði mér góðan bíl og bílstjóra, sem flutti allt mitt dót austur fyrir fjall, og ég flutti inn í Roðgúl. Strákarnir vora himinlifandi að hafa eignazt þetta litla Slot. Nú hófst það tímabil ævi minnar, sem ég dásama hvað mest enn í dag. Sterkur andi er yfir Stokkseyri. Ég leit á Stokkseyri sem nýtt lífs- svið og hreint ævintýraland fyrir börnin mín þrjú, en umhverfið var á vissan hátt framandi fyrir þau. Þó er víst, að loftslagið er heil- brigt, þar eru elektrónur og jón- ur, einkum í fjörunni, það hefur verið rannsakað af vísindamönn- um. Þar átti ég eftir að lækna mig af tóbaksfíkn, og þar fór ég að trimma með árangri og enn sæk- ist ég eftir því annað veifið að viðra mig í fjörunni á Stokkseyri. Fjaran þar tengir mig við suð- rænt andrúmsloft, enda er bein lína þaðan og til suðurskautsins, ekkert land í milli. tít í fárviðri og hamslaust brim Það er ekki út í bláinn, að á Stokkseyri hefur þróazt músík. Þaðan er Páll Isólfsson, og þar voru miklar sjóhetjur, súghljóð brimlendingarinnar yfirgnæfir allt og er enginn barnaleikur, þar á svæðinu ríkja náttúraöfl, sem gera ekki alltaf boð á undan sér. Ef þú lifir Stokkseyri af, eins og ég og mín böm gerðum, þá kemurðu langtum sterkari út í lífið á ný, við brottfórina þaðan. Á Stokkseyri upphófust mikil kynni milli mín og Áuðar Gunnars- dóttur og fjölskyldu hennar, eigin- manns hennar Geirs Valgeirssonar vélstjóra og strákanna þeirra, sem urðu skólabræður minna stráka. Einkum urðu þeir vinir Gunnar, elzti sonur þeirra, og Steingrímur minn en þeir þóttu báðir snjallir í teikningu. Þessi tengsl við heimili þeima lyftu mér upp og gáfu mér meira úthald í baslinu. Fyrir bragðið var aldrei leiðinlegt að berjast. Á Stokkseyri urðu sjávarmótí- vin ríkjandi í verkum mínum. Öll mín árátta til að mála og draga upp sjávarmótív stafar af veru minni á Stokkseyri. Þar upplifði ég fyrstu stórveltuna í brimi sem sprengikraft í lífinu og í eitt hrikalegt skipti fékk ég hana Auði blessaða til að aka með mér út í fárviðri og hamslaust brim. Hún ók mér á Benzinum þeirra Geirs að Knarrarósvita og þar eiginlega trylltist ég af áhuga og fögnuði yf- ir því, sem ég skynjaði í bullandi briminu, sem hvolfdist svo að segja yfir okkur í feiknstafadrun- um og ég held satt að segja, að við höfum þá bæði verið í lífsháska. Gallinn var bara sá, að mig vant- aði strigann. Ég varð þá að grípa til annarra ráða til að missa ekki af nálægð þessa tröllaukna mó- tívs. Mér varð það fyrir að breiða heila opnu af Þjóðviljanum, sem þá var í mjög stóra broti, yfir húddið á bílnum og festa pappír- inn rammbyggilega niður með límbandi. Sem betur fer slapp húddið við áverka eða rispur. Seinna, þegar ég hafði málað myndina, byrjuðu tilfæringar og þá límdi ég Þjóðviljann upp á grófan hessíanstriga. Sjávarmótívin voru ríkjandi í fyrstu sýningu minni í Eden á páskum 1974. Það gekk fljúgandi vel. Það hefur alltaf fylgt því mikið fjör að sýna í Eden og Bragi í Éden alltaf boðinn og búinn til að liðka um fyrir þeim sem sýna. Hann er skapandi maður, tekur þann veg á viðskiptunum, að því fylgir kraftur og oft á tíðum skemmtileg mannleg samskipti. Það er verulega gaman að sýna í Eden. I blaðaviðtali sagði ég þá m.a.: „Þið sjáið, að Stokkseyri er alls staðar í myndunum. Ég á heima í Roðgúl á Stokkseyri, og þar líður mér vel með þremuk börnum mínum. Ég hef hvergi öðl- azt meiri heimakennd en þar, ann- ars staðar hef ég verið gestur, leit- andi að einhverju, sem ég hef ekki fundið fyrr en á Stokkseyri. Allar þessar myndir eru upplifaðar í nánd við fjörana og brimið, og þar andar hlýju til mín frá mannfólk- inu, sem byggir þetta pláss.“ Tónskáldið á Stokkseyri Það varð mér til heilla og ómet- anlegrar gæfu, að Páll Isólfsson, sá mæti ármaður Stokkseyrar, skyldi vera fluttur því sem næst úr Reykjavík til upprana síns Stokks- eyrar, þegar ég fluttist inn í þetta sjávarpláss, sem ég leyfði mér oft að kalla La Costa Brava, aðfengið frá Spáni. Þar er eins og einhver óskiljanlegur kraftur ríki yfir öllu í plássinu. Ég vandi komur mínar til Páls, stundum tók ég börnin með mér, en oft kom ég aleinn og gekk á fund Maestros Páls, sem ásamt konu sinni Sigránu, þeirri hefðar- konu af Jóns Steingrímssonar-ætt, tók mér með kostum og kynjum. Ég hætti ekki, fyrr en mér tókst að fá Pál og konu hans til að koma í heimsókn til mín í Roðgúl. Þau komu keyrandi á Volvo-bifreiðinni sinni á björtum degi. Það var gríð- arheitur dagur, eiginlega suðrænn. Páll sté út úr bílnum og frá Sigrún á hæla honum. Hann gekk beinum skrefum inn í Roðgúl og upp stig- ann og bandaði frá sér, þegar ein- hver hugðist leiða hann. Páll var tignarlegur, þegar hann var kom- inn upp á efsta þrep og þaðan lá leiðin inn í stássstofuna, sem öll var viðarklædd úr amerískum rauðviði með bitum í lofti, töluvert skemmtilegt herbergi, lifandi og hlýlegt. Páll staldraði við á miðju gólfi, leit í ki-ingum sig með sínum dimmu augum og sagði svo: „Þetta er bara laglegt hús!“ Svo var farið að skrafa um heima og geima. Rétt áður en hann kvaddi, var hann beðinn um að skrifa í Gestabókina, sem var loð- skinnsklædd eins og tófan. Páll brást vel við og dró upp nótur úr tónverki eftir Bach. Ég málaði tvær portrettmyndir af Páli, önnur er nú í Skálholtsskóla, en hin er í eigu fjölskyldu Páls. Þessar myndir lík- uðu vel og urðu kveikjan að því, að ég fór upp í sumarbústað Ragnars í Smára við Sogið til að gera por- trettmynd af honum. IIOYII SKÓR FYRIR KARLMENN nngar, tveir putar og etn stui- ka úr Reykjavík og frönsk vinkona þeirra. Unglingarnir eiga erindi að Búðum á Snæ- fellsnesi þar sem þeir dragast óvart inn í atburðarás þar sem þeir geta litlu ráðið um fram- vindu mála. Eins og í fyrri ung- lingabókum sínum tekst Þorgrími einkar vel að lýsa hugarheimi söguhetja sinna, væntingum þeina, vonum og þrám, og ekki síst samskiptum fólks sem er að vakna til vitundar um kynjahlut-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.