Morgunblaðið - 06.12.1998, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 06.12.1998, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1998 48 GUNNLAUGUR GUÐMUNDUR DANÍELSSON Kæri bróðir, stutt kveðja til þín. Á stórum sorgarstundum oss stirt er oft um mál, það stöðvar enginn samspil rúms og tíma, en vestfirsk minning blundaði í okkar beggja sál, því þar hófst okkar fyrsta lífsins glíma. + Gunnlaugur Guðmundur Daníelsson fæddist í Reykjavík 15. ágúst 1945. Hann lést á Landspítalanum hinn 30. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hans voru Jónína Jóhannes- dóttir, f. 18.3. 1910, d. 31.5. 1969, og Daníel Eliert Pét- ursson, f. 13.6. 1900, d. 14.6. 1977. Gunn- laugur var sjöunda af átta börnum for- eldra sinna. Gunnlaugur var í sambúð með Eddu Axelsdóttur og átti með henni soninn Oskar Þór. Fyrir átti Edda soninn Hákon sem Gunnlaugur gekk í föður- stað. Lengst af starfaði Gunnlaug- ur við trésmíðar. Útför Gunnlaugs fer fram frá Kópavogskirkju á morgun, mánudaginn 7. desember, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Hæ skvís, hvað segirðu? Þannig heilsaði Gulli, um leið og hann kitl- aði mann sem barn en faðmaði á fullorðinsáram. Þegar þú varst að vinna fyrir vestan þá fékkstu viður- nefnið Gulli hæ gæ. Þar vissu allir hver Gulli hæ gæ var, alltaf hress og kátur. Þú hvarfst svo eiginlega af sviðinu í nokkur ár, fáar fréttir frá þér og þínum. Svo var það að við hittumst fyrir hálfum mánuði þegar ég var með Ai’a Pál son minn á Landspítalanum og þú komst í heimsókn. Þú sagðist vera að koma úr neðra, barnadeildin er fyrir ofan krabbameinsdeildina. Þar talaðir þú mikið um liðna tíð, þegar pabbi og mamma kynntust og þú áttir þinn þátt í því. Þú hafðir það veiga- mikla hlutverk að sendast með ástarbréf á milli þeiiTa. Þú sagð- ir frá ævintýraferð ykkar Jens bróður í strætóferð mn bæinn, og hlóst mikið að henni. Þú sagðir frá strákunum þínum, að nú styttist í það að Hákon yrði stúdent og þú vonaðir að Oskari Þór tækist að vinna sig út úr sínum málum, blessaður karlinn minn, sagðir þú. En svona er nú lífið, því miður þá lofar okkur enginn rétt- látu lífi. Blessuð sé minning þín. Aðstandendum öllum vottum við fjölskyldan okkar dýpstu samúð. Jónína Holm. Þegar sjúkdómsþrautir þjaka þá er gott að sofna rótt. Erfitt þeim sem eftir vaka er að bjóða góða nótt. Elsku frændi, nú þegar hetju- legri baráttu þinni við erfiðan sjúk- dóm er lokið langar mig að kveðja þig með þessu ljóði: Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt. Nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem.) Elsku Óskar Þór, Hákon og aðrir ástvinir, megi guð gefa ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Ykkar frænka Jóni'na Unnur. Minn elskulegi bróðir, þú kvaddur varst á braut, ég kærleiksrika mynd þína mun geyma en herrann guð á himni þér lagði líkn við þraut, hann leiddi þig til fegri og betri heima. Eg veit að pabbi og mamma þig vefja örm- umþar og vinimir sem horfnir eru héðan, er lífs míns klukka stöðvast, ég hræðist ekki par, við hittumst síðar, vertu sæll á meðan. (Una Sigríður Ásmundsdóttir.) Hvíl þú í friði. Þín systir Kolbrún. Það er sárt að kveðja góðan vin, en það var Gulli vissulega. Alltaf boðinn og búinn að aðstoða, veita góð ráð og annað sem mætti verða til þess að bæta og laga. Margar góðar minningar koma upp í hugann á svona stundu. Elsku Gulli, þín er sárt saknað og stórt skarð komið í vinahópinn. En hugsunin um að nú séu allar þínar þrautir að baki og að þér líði vel lin- ar sorg okkar. Minningin um góðan vin mun ávallt lifa í hjarta okkar. Megi góð- ur Guð vernda þig og blessa. Elsku Hákon, ðskar og Valgerð- ur, megi góður Guð gefa ykkur styi’k á þessum erfiðu tímum. Farþúífriði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarlmoss þú hljóta skal. (V. Briem) Si'mon, Hrafnhildur og dætur. MAGNÚS GUÐLA UGSSON + Magnús Guð- laugsson fædd- ist í Ólafsvík 19. maí 1952. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur hinn 27. nóvember síð- astliðinn af afleið- ingum bflslyss og fór útför hans fram frá Háteigskirkju 4. desember. Það voru hörmuleg tíðindi sem mér bárast að morgni 24. nóv. sl. um að góður vinur minn Magnús Guðlaugsson hefði slasast alvarlega í bflsysi þá um nóttina. Eftir erfiða baráttu upp á líf og dauða varð Magnús að lúta í lægra haldi og lést hann af sárum sínum hinn 27. nóvember. Mig langar í örfáum orðum að minnast vinar míns, en leiðir okkar lágu fyrst saman er ég sem lítill drengur fór í fýlgd ömmu minnar í heimsókn á heimili fjölskyldu Magnúsar, mun það hafa verið árið 1956 en á þeim tíma bjuggu þau í Sandholtinu hér í bæ. Stuttu seinna flutti fjölskylda hans í nýtt og stærra hús við Mýrarholtið. Man ég lítið frá þessum tíma en árin liðu og við Maggi tengdumst traustum vin- áttuböndum. Ohætt er að segja að aldrei hafi borið skugga á okkar vináttu. Eins og algengt var á þeim tíma er við uxum úr grasi fórum við í sveit á sumrin. Eitt sumarið hag- aði þannig til að við urðum ná- grannar í sveitinni. Margs er að minnast frá þeim tíma og margar keppnir og áskoranir háðar. Rifjast upp ein sú fyrsta af mörgum er Maggi kom að bænum sem ég var á, ríðandi berbakt á hesti bóndans og lét vel af sér. Sýndi Maggi mér ýmsar kúnstir er hann kunni að beita á hestinum og skoraði á mig að gera eins. Þótt- ist ég ekki síður fær á hestinum og hóf að leika eftir. Ekki var færni mín meiri en það að hesturinn losaði sig á skammri stundu við knapann og þaut út í buskann. Þá voru góð ráð dýr, Maggi neitaði að ganga heim og varð ég að sjá honum fyrir fari. Tók ég dráttarvél bóndans traustataki og keyrði hann heim. Ailt frá þessum tíma var margt og mikið brallað. Lágu leiðir okkar saman bæði í leik og starfi. Ungur fór Maggi að vinna fýrir sér, enda metnaður mikill til að vera ekki upp á aðra kominn. Tólf ára gamall fór hann að vinna við skreið, sem þá var helsta sumar- vinnan hjá unglingum í sjávarþorp- unum. Hugur Magga stefndi til sjó- mennskunnar líkt og hjá fóður hans og bræðrum. Sátum við oft við gluggann í herberginu hans í Mýr- arholtinu og sagði Maggi það ákveðið að hann yrði sjómaður. Það er með þessa yfirlýsingu eins og aðrar sem Maggi gaf; hann stóð við þær. Þegar aldur leyfði var farið að læra á bíl, vorum við samhliða ásamt Rafni bróður hans. Lesið var og hlýtt yfir heima hjá þeim og dugði ekkert annað en að kunna alla bókina utanbókai’. Um leið og skírteinið var komið í hendurnar á þeim bræðram fóra þeir til Reykja- víkur og keyptu sér hvor sinn bíl- inn. Þótti það athyglisvert hjá okk- ur jafnöldranum, en þarna sýndi sig ráðdeildarsemin og dugnaður. Það kom að því að stóra stundin rynni upp og Maggi fékk pláss á Stapafellinu hjá Steinþóri bróður sínum. Fór hann síðan á Auðbjörg- ina hjá Óttari bróður sínum en gerði hlé á sjómennskunni rétt á meðan hann fór í Stýrimannaskól- ann, kláraði þar fiskimanninn og hóf aftur störf, þá sem stýrimaðm- á Auðbjörgini. A sjónum var Maggi þar til þeir feðgar stofnuðu sam- hliða útgerð, fiskverkun. Nafn út- gerðar og fiskvinnslunnar var Enni hf. Hlutverk Magga í fýrirtækinu var að stjórna verkuninni og fórst honum það frábærlega eins og al- kunna er. Lögðust þeir allir á eitt bræðurnir að reka fengsæla útgerð og myndarlega verkun. Dugnaður, metnaður og keppni er aðalsmerki fjölskyldu Magga. Það var sama hvað var, í öllu var hægt að keppa og þar var keppt til sigurs. Hvort heldur var skák, golf eða aðrar íþróttagreinar, Maggi skipaði sér ætíð í fremstu röð keppenda. Hann var traustur vinui’ vina sinna sem ekkert aumt mátti sjá. Hann var hjálpfús þeim sem minna mega sín og ætíð tilbúinn að rétta þeim hjálparhönd. Það verður hjá mörgum sár söknuður að Magga. Sárastur er þó harmur þeirra er stóðu honum næst. Syni hans og öðrum aðstand- endum votta ég mína dýpstu sam- úð. Ég er lánsamur að hafa átt þess kost að vera samferðamaður hans á allt of stuttri ævi hans. Guð blessi minningu Magnúsar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt (V. Briem) Jóhann Steinsson og fjölskylda GUNNAR HALLDÓR ÁRNASON + Gunnar Halldór Árnason fædd- ist á Neðri Bæ í Sel- árdal við Arnar- Qörð 5. aprfl 1920. Hann lést á Land- spítalanum 24. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Auðbjörg Jónsdóttir og Árni Magnússon. Gunnar var elstur sex barna þeirra hjóna. Eftir- lifandi eiginkona Gunnars er Lilja Guðmundsdóttir frá Litla Kroppi í Flókadal. Dóttir Lilju og stjúpdóttir Gunnars er Anna Agnarsdóttir. Útför Gunnars fór fram frá Fossvogskapellu 2. desember. Elsku afi. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast margs er að sakna. Guð þeni tregatárin stríð. (V. Briem.) Við kveðjum þig með ást og virðingu og minnumst þín með þakklátum huga. Þú varst okkur systranum einstakur afi. Þolin- mæði þinni voru engin takmörk sett þegar ungviðið var annars vegai-. Það höfum við fundið frá okkar bernsku til langafabarna þinna. Við minnumst sleðaferða, berja- ferða og ferðalaga um landið. Snjóhúsagerð þín var ævintýri lík- ust. Hvemig þú skarst til snjóinn í ferninga og raðaðir þeim saman og myndaðar hús, alvöru snjóhús. Við munum þetta ævintýri sem við átt- um í garðinum þínum og ömmu. Annar ævintýraheimur var samt meira notaður í leik okkar systr- anna og frændsystkinanna, það voru indíánatjaldið og litla húsið með „bú- inu“. Þar var nú skríkt og gaman að vera. Árin hafa liðið og við systur komnar, fyrir margt löngu, með fjölskyldur. Langafabörnin hafa hænst að þér og þú veittir þeim hlýju og ekld síst gafstu þeim tíma til að tala og hvattir þau til dáða í leik og starfi. Öll höf- um við notið góðs af garðræktinni sem átti hug þinn mjög hin síðari ár. Grænmetið á haustin, hyasintur um jól, stjúpur og öll önnur sumarblóm prýddu garðana okkar, því þú sáðir til og plantaðir út og gafst okkur með þér. Dalíur og rósir prýddu litla sólskálann í Efstasundinu frá gólfi til lofts. Allt lék þetta í þínum grænu fingrum. Við munum eftir þér í sjógallanum inni í bílskúr að flaka fiskinn sem þú veiddir. Og ykkur ömmu að hakka og ganga frá honum þannig að passaði í mat- inn fyrir allar fjölskyldurnar. t Við fjölskyldan eram samrýnd og stutt er á milli bemskuheimilis okkar systra og heimilis ykkar ömmu. Við voram því oft í kring- um ykkur og eigum margar minn- ingar, s.s. úr eldhúsinu við kleinu- steikingar þar sem hvert okkar hafði sínu hlutverki að gegna. Þú varst heilsuhraustari en amma í mörg ár og tókstu því á þig hennar verk, svona smám saman. Þú stóðst sem klettur við hlið ömmu og erum við þér innilega þakklát. -y. Elsku amma, við vottum þér dýpstu samúð okkar. Við biðjum Guð að styrkja þig, mömmu, pabba og okkur öll á þessum erfiðu tím- um. Guð blessi minningu afa, hvíli hann í friði. Lilja, Björk og fjölskyldur. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og böm, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. Þegar andlát ber að höndum Útfararstofa kirkjugarðanna ehf. Sími 5511266 Allan sólarhringinn ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Stapahrauni 5, Hafnartirði, sími 565 5892 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Sverrir Olsen, útfararstjóri Sverrir Einarsson, útfararstjóri Utfararstofa Islands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhrtnginn. www.utfararstofa.ehf.is/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.