Morgunblaðið - 06.12.1998, Blaðsíða 56
56 SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1998
MORGUNB LAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Myndbönd
Vonir og væntingar
(Great Expectations)
-trk'k
JEFF Bridges og John Goodman í
Hinum mikla Lebowski.
Hinn mikli Le-
bowski / The Big
Lebowski
-k-kkr'h
Bráðfyndin og vel gerð
gamanmynd frá Coen-
bræðrum sem einkenn-
ist af hugmyndaauðgi
og einstakri næmni fyr-
ir sérbrigðum mann-
lífsins. Jeff Bridges er
óborganlegur í hlut-
verki æðruleysingjas
Svals Lebowski.
Go Now /
Farðu, núna
MYNDBOND
Travolta eldist vel
Nútímaútgáfu af samnefndri skáidsögu
Charles Dickens. Ljúf og rómantísk
mynd sem minnir á ævintýri og um-
gjörðin er giæsiieg í alla staði.
Bróðir minn Jack
(My brother Jack)
-kkrk
Öflugt fjölskyldudrama þar sem
Marco Leonardi fer á kostum í hlutverki
gæðablóðs sem fer villur vegar og lendir
í klóm vímuefna.
Byssumenn (Men with Guns)
-k-kk
Algjörir aulabárðar draga þá ályktun
að besta lausnin á vanda sínum sé að not-
ast við byssur en annað kemur á daginn.
Hinn fallni (The Fallen)
■kk'k
Trúarbragðahrollvekja sem byrjar
eins og dæmigerð löggumynd en reynist
vera um heim fallinna engla og baráttu
góðs og ills.
Töframaðurinn (The Rainmaker)
-kirk
Francis Ford Coppola hristir af sér
þann tilgerðarsperring sem hefur viljað
loða við kvikmyndir úr hugarheimi
Johns Grishams.
Öskur 2 (Scream 2)
-krk'k
Skemmtileg úrvinnsla á lögmálum kvik-
myndageirans um framhaldsmyndir. í
heildina skortir fágun og leiðist myndin
út ílágkúru ílokin.
Eftirminnilegt símtal
(A Call to Remember)
-kk'k
Fjallað af næmi, reynslu og innsæi um
fólk sem glímir við tilveruna eftir að hafa
lifað af hörmungar. Gott drama en léleg
afþreying.
Bófar (Hoodlums)
kk'k
Gamaldags bófamynd um átök glæpa-
gengja í New York. Sagan kunnugleg
eins og nöfn bófaforingjanna en helst til
þunglamaleg.
Harður árekstur (Deep Impact)
kkk
Sú betri aftveimur myndum um lofstein
sem grandar lífi á jörðinni. Góður Ieikur
og leikstjóm og laus við röð formúlu-
kenndra hetjudáða.
U-Turn / U-beygja
kkk'k
Vægðarlaus spennumynd sem byggir á
þræði og minnum úr „Film Noir“-hefð-
inni og Oliver Stone bindur inn í glæsi-
lega stílheild.
„Half Baked“
kk'k
Sprenghlægileg vitleysa sem fjallar um
maríúana ogkemur virkilega á óvart.
„Kundun“
kkk
Nýjasta mynd bandaríska meistarans
Martin Scorsese um sögu Dalai Lama
og Tíbet frá 1937 -1959. Ákaflega vönd-
uð, löng og aivarleg úttekt á sögu fram-
andi þjóðar ogmenningar.
„U.S. Marshals"
kk'k
Algjör formúlumynd en gott dæmi um
hvernig slíkar myndir geta heppnast.
Tommy Lee Jones er frábær að vanda,
mikill hasar og mikil læti.
Áhrifaríkt drama af breska skólanum
sem sviðsett er í ljóslifandi veruleika
verkamannabæjarins Bristol. Leik-
stjórinn Michael Winterbottom gefur
myndinni ferskt og óvenjulegt yfir-
bragð.
Afterglow / Endurskin
kkk
Fáguð mynd frá Alan Rudolph um
öngstræti ástarsambanda sem prýdd
er merkingarhlöðnum og margræðum
samtölum. Frammistaða Julie Christie
og Nick Nolte er hreint afbragð.
Heroines / Söngdísirnar
kk'k
Kraftmikil, frönsk tónlistarkvikmynd
sem fjallar á ferskan en dramatískan
hátt um frægð, vináttu og mannkosti.
Skemmtileg tilbreyting, ekki síst fyrir
áhorfendur í yngri kantinum.
Þveröfugt við kynlíf /
The Opposite of Sex
-kkk
Ahugaverð og vel leikin kvikmynd sem
byggir á vönduðu handriti, þar sem
sjálfsvísandi frásagnarhætti er beitt á
einkar hugmyndaríkan máta. Martin
Donovan og Christina Ricci eru ómót-
stæðileg í hlutverkum sínum.
Guðmundur Asgeirsson,
Heiða Jóhannsdóttir
og Ottó Geir Borg.
Grease
Söngleikur
kkk
Framleiðsla: Robert Stigwood og All-
an Carr. Leikstjórn: Randal Kleiser.
Handrit: Bronte Woodard. Tónlist:
Jim Jacobs og Warren Casey. Aðal-
liiutverk: John Travolta og Olivia
Newton-John. 123 mín. Bandarísk.
CIC myndbönd, október, 1998.
„GREASE“ var gefin út á ný í
tilefni 20 ára útgáfuafmælis og æð-
isins sem fylgdi í kjölfarið. Myndin
hefur elst ákaflega vel, enda var
hún ekki byggð á tískubólum sam-
tímans, heldur var efniviður sóttur í
„sígilda" tónlist og tísku rokktíma-
bilsins. Enn er Grease hin prýðileg-
asta skemmtun. Hraði og kraftur
eru í hámarki auk þess sem tónlist
og flutningur eru sérlega grípandi
og efth-minnileg. Sagan er sáraein-
föld og tekur fyrir
vanda unglinga
sem eru að breyt-
ast í fullorðið fólk.
Þótt leikarar séu
flestir talsvert of-
þroska í hlutverk-
in kemur það ekki
að sök því inn-
lifunin er augljós.
„Grease“ líður
nokkuð fyrir færsluna af bíótjaldi á
sjónvarpsskjá, bæði hvað varðar
myndræna upplifun og hljómgæði.
A undan myndinni er stuttur
myndbandsauki þar sem talað er
við leikara og aðstandendur mynd-
arinnar, tuttugu árum síðar. Þetta
er skemmtileg viðbót sem varpar
nýju ljósi á ýmislegt í myndinni og
er vel þess virði að kíkja á.
Guðmundur Asgeirsson
Lokatækifæri til þess að
bregða sér til hinnar Ijúfu Dublin.
Örfá sæti laus 10.-13. desember.
Skelltu þér með, gerðu hagstæð jólainnkaup
og njóttu lífsins í skemmtilegu umhverfi.
staðgreitt á mann í tvíbýli á Temple Bar/Bewley's.
Innifalið: Flug, gisting, aksturtil og frá flugvelli
erlendis, íslensk fararstjórn, skattar og gjöld.