Morgunblaðið - 08.12.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.12.1998, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Tilraun gerð til að nauðga ungri konu við Suðurgötukirkjugarð Barðist og árás- armaðurinn flúði Morgunblaðið/Golli MARGRÉT Nielsen var komin með stóran bunka af umsóknum um kvóta um miðjan dag í gær og um- sóknirnar héldu áfram að berast í sjávarútvegsráðuneytið fram á kvöld. Yfír 300 umsóknir um kvóta hafa borist Flestir óska eftir að veiða þorsk og ýsu RÁDIST var á unga konu sem var á gangi framhjá kirkjugarðinum við Suðurgötu seint aðfaranótt laugar- dags og tilraun gerð til að nauðga henni. Konan öskraði, barði og sparkaði frá sér og sleppti þá árás- armaðurinn henni og flúði af vett- vangi. Sjálfstæðisflokkurinn á Suðurlandi Prófkjör hald- ið 6. febrúar KJÖRDÆMISRÁÐ Sjálfstæðis- flokksins á Suðurlandi samþykkti samhljóða á fundi síðastliðinn laug- ardag að efna til prófkjörs laugar- daginn 6. febrúar næstkomandi vegna alþingiskosninganna í vor. Framboðsfrestur vegna prófkjörsins rennur út 7. janúar. Að sögn Sigurðar Einarssonar, formanns kjördæmisráðsins, til- kynntu sex manns á fundinum að þeir myndu gefa kost á sér í próf- kjörinu. Það eru þau Drífa Hjartar- dóttir, Keldum í Rangárvallasýslu, Ólafur Björnsson, Selfossi, Kjartan Ólafsson, Selfossi, Árni Johnsen, Vestmannaeyjum, Kristín Þórarins- dóttir, Þorlákshöfn, og Kjartan Björnsspn, Selfossi. Síðan hefur Óli Rúnar Ástþórsson, Selfossi, tilkynnt að hann gefi kost á sér í prófkjörinu. SVAVAR Gestsson, formaður þing- flokks Alþýðubandalagsins, kveðst telja eðlilegt að Kristinn H. Gunn- arsson, sem gerðist þingmaður Framsóknarflokksins í gær, setjist niður með formönnum þingflokk- anna til að ræða setu hans í nefndum sem hann settist í á sínum tíma sem fulltrúi Alþýðubandalagsins. Kristinn gegnir formennsku í sjávarútvegsnefnd Alþingis, á sæti í fjárlaganefnd og er fulltrúi Alþýðu- bandalagsins í stjóm Byggðastofnun- ar. „Þessar nefndir eru kosnar til þingloka, þannig að ekkert sjálfvii’kt ákvæði tekur gildi þótt hann færi sig yfir mörkin á milli stjómar og stjóm- arandstöðu. Hann verður því í raun og veru að eiga það við sjálfan sig, eigin stöðu og samvisku hvað hann vill gera,“ segir Svavar. Þarf að ná fram sátt „Eg vona einungis að hann vegi og meti þessa stöðu af sanngimi. Per- sónulega tel ég tvímælalaust eðlilegt að Kristinn settist niður með okkur og öðram forystumönnum þingflokk- „Þegar ég beygði fyrir hornið af Suðurgötunni inn á Kirkjugarðsstíg sá ég mann sem hagaði sér mjög undarlega," segir konan, sem ekki vill láta nafns getið. „Hann var í hnipri og reis upp þegar ég gekk framhjá honum. Þegar ég var kom- in að horninu á Ljósvallagötu og Hólatorgi heyrði ég að það var ein- hver fyrir aftan mig. Eg leit við og sá ungan og penan mann þannig að ég ákvað einhvern veginn að mér stæði engin ógn af honum. Ég sneri mér því strax aftur við, en þá stökk hann á mig, tók utan um mig og ýtti mér inn í kirkjugarðinn. Hann var greinilega búinn að skipuleggja ná- kvæmlega hvar hann ætti að gera þetta því honum tókst að henda mér beint inn um opið hlið.“ Konan tók strax til við að öskra og brjótast um í haldi árásarmanns- ins og hann ýtti henni þá frá sér og hljóp burt. Konan er aðeins lítillega meidd eftir árásina. „Ég er frekar sterk, hef verið mikið í líkamsrækt upp á síðkastið, en ef ég hefði verið aum- ari þefði getað farið verr. Ég er í raun og veru ekki í neinu sjokki, ég er aðallega alveg óskap- lega reið yfir því að maðurinn skuli halda að hann geti komist upp með svona.“ Konan kærði árásina til lögreglu um morguninn. Ekki tókst að fá upplýsingar í gærkvöldi um hvernig rannsókn málsins miðaði. anna og við ræddum þessi mál, þannig að hægt væri að koma þeim svo fyrir að víðtæk sátt náist.“ Svavar segir að við þingflokki Al- þýðubandalagsins blasi fyrst og fremst sá vandi að formennska í sjávarútvegsnefnd hefur tilheyrt stjórnarandstöðu en heyrir nú undir stjórnina. I öðra lagi era fjórir þing- flokkar stjórnarandstöðu á Alþingi og aðeins einn þeirra á tvo fulltrúa í sjávarútvegsnefnd en þrír eiga engan, sem sé óheppilegt fyrirkomu- lag. I fjárlaganefnd eigi stjórnarand- staðan síðan rétt á fjórum mönnum en missir nú sinn fjórða mann. „Alþingi hefur oft staðið frammi fyrir því að menn flytji sig á milli flokka en það er mjög óalgengt að menn flytji sig frá stjórnarandstöðu til stjórnarliðs með þeim hætti sem Kristinn gerir,“ segir Svavar. Svavar vildi að lokum færa Kristni þakkir fyrir gott samstarf og óska honum gæfu og gengis á nýjum vett- vangi. ■ Kristinn H/ll YFIR 300 umsóknir um veiðileyfi og kvóta höfðu borist sjávarútvegs- ráðuneytinu síðdegis í gær. Um- sóknirnar berast í kjölfar dóms Hæstaréttar í máli Valdimars Jó- hannessonar. Jón Armann Héðins- son, fyrrverandi alþingismaður, er einn þeirra sem sótt hafa um og segist hann ætla með málið fyrir dómstóla verði réttur hans til fisk- veiða ekki virtur. Margir lögðu leið sína í sjávarút- vegsráðuneytið til að sækja um kvóta, en flestir sendu þó umsóknir sínar með faxi eða símskeyti. Nokk- uð mismunandi er hve farið er fram á miklar aflaheimildir í umsóknun- um. Aðallega er óskað eftir að fá að veiða þorsk og ýsu. í sumum um- sóknunum er einungis óskað eftir veiðileyfi. Margar umsóknir hafa borist utan af landi, m.a. hafa all- margir sjómenn sótt um kvóta. Reiðubúinn að fara með málið fyrir dóm Einn þeirra sem sótt hafa um veiðileyfi og aflamark til sjávarút- vegsráðuneytisins er Jón Armann Héðinsson, fyrrverandi alþingismað- ur. í umsókn sinni fer hann fram á fullt veiðileyfi innan íslensku fisk- veiðilögsögunnar og aflamark sam- anber lögin um stjórn fiskveiða frá árinu 1990. Jón Armann fer fram á leyfi til að veiða 12 tonn af þorski, 5 tonn af ýsu, 1 tonn af steinbít, 500 kg af hlýra, 500 kg af lúðu, 500 kg af keilu og 500 kg af karfa. Samtals era þetta 20 tonn af fiski. í umsókninni kemur fram að notast verður við öngul með Iínu, handfæri eða lóra. Jón Ármann hóf sjómennsku ár- ið 1942 og útgerð árið 1956. Hann stóð á sínum tíma að útgerð Héð- ins, sem þá var stærsta skip sem gert var út á íslandi. Þegar kvóta- kerfinu var komið á fót árið 1983 átti Jón Ármann hins vegar ekki skip og þann fékk því ekki úthlutað kvóta. í dag á hann lítinn kvóta- lausan bát og hann segist ætla að nota hann til að veiða þann fisk sem hann hefur nú sótt um leyfi til að veiða. Jón Armann segist vænta þess að sjávarútvegsráðuneytið svari bréfi sínu fljótlega á grundvelli núgild- ÁÆTLAÐ er að 665 nefndir með 3.512 nefndarmönnum séu nú starf- andi á vegum ráðuneytanna, að því er fram kemur í upplýsingum frá for- sætisráðherra. Kostnaður við þessar nefndir og ráð er talinn nema um 237 milljónum króna það sem af er árinu. Þessar upplýsingar voru teknar saman sem svar við fyrirspurn Árna Steinars Jóhannssonar á Alþingi um nefndir og ráð á vegum ríkisins. I svarinu kemur fram að talið sé að allar nefndir og ráð séu meðtalin, ut- an nefnda Alþingis. Þá var ákveðið að telja ekki með stjórnir heilsu- gæslustöðva, þar sem stjórnarmenn í hverri stöð koma allir úr sama kjör- andi laga. Ef svar ráðuneytisins verði á þann veg að réttur hans til veiða verði ekki virtur muni hann fara með málið fyrir dómstóla og alla leið upp í Hæstarétt. Jón Amiann, sem hefur verið framarlega í hópi þeirra sem gagn- rýnt hafa úthlutun á kvóta, sagði að margir hefðu haft samband við sig til að fá ráðleggingar um hvernig þeir ættu að sækja um kvóta. All- margir sjómenn hefðu rætt við sig, en Jón Armann sagðist vera þeirrar skoðunar að þeir ættu meiri rétt á kvóta en allur almenningur sem aldrei hefði á sjó komið. dæmi og kostnaður vegna þeirra er bókaður hjá heilsugæslustöðvunum en ekki hjá ríkisbókhaldi. Einnig eru undanskildar stjórnir hlutafélaga sem ríkið á aðild að. Flestir nefndarmenn frá Reykjavík Ekki liggur fyrir að sögn ráðherra hversu margar þessara á sjöunda hundrað nefnda hafa lokið störfum. Ríflega 2.000 nefndarmanna eru frá Reykjavik, 869 frá Reykjanesi, 100 frá Vesturlandi, 38 frá Vestfjörðum, 56 frá Norðurlandi vestra, 148 frá Norðurlandi eystra, 69 frá Austur- landi og 157 frá Suðurlandi. Svavar Gestsson, formaður þingflokks Alþýðubandalagsins Vill að nefndaseta Kristins verði rædd Ráðuneytin starf- rækja 665 nefndir Á ÞRIÐJUDÖGUM Leicester vill kaupa Arnar Gunnlaugs- son / C1 Bikarmeistararnir úr leik í hand- boitanum / C3 UÝ8IN Blaðinu í dag fylgir auglýsíngablað frá Vöku-Helgafelli. Blaðinu í dag fylgir auglýsingablað um verðbréfadaga Búnaðarbank- ans í aðalbanka, Austurstræti 5, dagana 9.-11. desember. Auglýsingunni er dreift í Reykjavik, vestan Snorrabrautar og á Seltjarnarnesi. HEFUR.ÞÚ SPURNINGAR VMOIMÐ9 FjÁirHIINGAfl ocUFEYKISMÁU KAaMAEAIPttKSAX «mu mimbim Á VÖU>ÍRÍrA»OGUM M-n mjoamv. aATMdJB AummyiMu t aottöo VERinVRKOMIM! ■SBÆKUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.