Morgunblaðið - 08.12.1998, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1998 25
ERLENT
Bandaríska
flugmálastj órnin
Ráðstafanir
til að auka
öryggi elds-
neytisdælna
Washington. Reuters.
BANDARÍSKA flugmálastjórnin
(FAA) hefur sent flugfélögum til-
mæli um að tryggja að alltaf verði
nóg eldsneyti í miðtönkum allra
Boeing 747-þotna þeirra og hætta
að nota stöðugleikatank í breiðþot-
um af gerðinni 747-400 til að hindra
að eldsneytisdælur þeirra ofhitni.
Flugmálastjórnin gaf þessi fyrir-
mæli út á fimmtudag vegna rann-
sóknar á ótímabæru sliti á legum
eldsneytisdælnanna. Hún sagði að
þornun í eldsneytisdælunum gæti
orðið til þess að neistar mynduðust
og hugsanlega valdið sprengingu.
FAA hefur lagt kapp á að gera
eldsneytisdælur og tanka Boeing-
þotnanna hættuminni til að koma í
veg í'yrir flugslys á borð við það er
breiðþota bandaríska flugfélagsins
TWA fórst með 230 manns í júlí
1966. Sprenging varð í þotunni eftir
flugtak frá New York og hún hrap-
aði í hafið skammt frá borginni.
Flugmálastjórnin gaf á föstudag
einnig út fyrirmæli um skoðun og
viðgerðir á eldsneytistönkum þotna
af gerðinni Airbus-A300 vegna
hættunnar á því að neistar geti
myndast.
----------------
Þrír flokkar
fremstir
í Nígeríu
ÞRIR stjórnmálaflokkar komu út
úr sveitarstjórnarkosningum í Ní-
geríu um helgina sem forystuöfl í
því ferli sem herforingjastjómin í
landinu hefur hleypt af stað í því
skyni að koma á lýðræði á ný, en
frjálsar þing- og forsetakosningar
eru áformaðar næsta vor þegar
Abdusalam Abubakar hershöfðingi
hyggst láta af völdum. Svo virtist
sem sex aðrir flokkar, sem hlutu
minni stuðning í kosningunum um
helgina, myndu ekki geta fengið
skráningu hjá yfirkjörstjórn lands-
ins til þátttöku í þingkosningunum.
Miðjuflokkurinn PDP, sem gamall
andstæðingur Sanis Abachas, fyrr-
verandi einræðisherra, fer fýrir,
hlaut yfir 58% fylgi. Næstur, með
25%, kom hægriflokkurinn APP, og
þriðja mesta fylgið fékk Lýðræðis-
bandalagið, sem er miðju-vinstri-
flokkur með sterka stöðu í suðvest-
urhluta Nígeríu.
------♦-♦“♦-----
Höfuðpaurar
IRA á fundi
ÆÐSTU leiðtogar írska lýðveldis-
hersins (IRA) funduðu um helgina í
þeim tilgangi að ræða hvernig sam-
tökin hyggjast bregðast við síaukn-
um þrýstingi um að IRA afvopnist.
Var greint frá þessu í The Belfast
Telegraph í gær en ekki er ljóst
hverjar urðu lyktir fundarins. Get-
gátur eru hins vegar uppi um að
IRA hyggist endurskoða stofnskrá
sína, en í henni eru ákvæði sem
gera útlægan hvern þann meðlim
samtakanna sem lætur vopn sitt af
hendi.
Hefur deilan um afvopnun öfga-
hópa að undanförnu stefnt friðar-
ferlinu á N-írlandi í voða, enda
neita sambandssinnar að hleypa
fulltrúum Sinn Féin, stjórnmála-
arms IRA, í heimastjóm sem komið
verður á fót hefji IRA ekki afvopn-
un. Afvopnun er hins vegar afar við-
kvæmt mál fyrir IRA og síðast þeg-
ar deilur um þetta efni settu stein í
götu Sinn Féin brást IRA við með
því að rjúfa átján mánaða gamalt
vopnahlé sitt, með sprengjutilræði í
London í febrúar 1996.
Merking á framhurðir fylgir frítt með
Vinnubílar og Vsk bílar
Rekstrarleiga
Nissan Micra 1,3 GX kr. 890.000 án vsk.
Subaru Impreza 1,6 LX 4x4 kr. 1.263.000 án vsk.
Reykjavík, Ingvar Helgason hf. Sævartiöföa 2 S: 525-8000 • Borgames, Bílasala Vesturlands S: 437-1577 • Akranes,
Bjöm Lárusson S: 431-1B50 • ísafjörður, Bilasala Jóels S: 45B-4712 • Blönduós, Bílaþjónustan S: 452-4575
Sauðárkrókur, Bifreiðaverkst. Áki S: 453-5141 • Akureyri, Bifreidaverkst Sigurðar Valdimars. S: 461-2960
Húsavík, Víkurbarðinn S: 464-1940 • Egilsstaðir, Vélaverks. Víkingur S: 471-1244 • Reyðarfjörður, Lykill S: 474-1199
Höfn, Bílaverk S: 478-1990 • Vestmannaeyjar, Bílakaup Þorsteinn Viktorsson S: 481-1080
Selfoss, Betri Bilasalan S: 482-3100 • Keflavik, Bilasala Reykjaness S: 421-6560
Ingvar
Helgason hf.
Sævarhöfba 2
Sími 525 8000
www.ih.is
Nissan Trade 3,0 dísel kr. 1.899.000 án vsk.
Nissan Vanette 1,6 bensín kr. 1.390.000 án vsk.
2,3 dísel kr. 1.493.000 án vsk.
Nissan Almera 1,4 LX kr. 999.000 án vsk.
Rekstrarleiga
Mánaðarlegar greiðslur á rekstrarleigu
fyrir Nissan Almera eru kr. 19.567, - án vsk.
Kr. 24.360,- m/vsk.
(miðast við 3ja ára samning
og 20.000 km akstur á ári).