Morgunblaðið - 08.12.1998, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.12.1998, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ C/r. }J^ % y t •> '■*& SSg&B /» Jjr ’3'’" lílpi -i Ir®"* ' Reuters BORIS Jeltsín Rússlandsforseti les yfír starfsliði sínu á fundi í Kreml í gærmorgun. Var forsetinn afar ósáttur við frammistöðu starfsmanna sinna meðan á veikindum hans stóð. „Osýnilegi maðurinn“ víkur en fer varla Stjarna hins nýja starfsmannastjóra Jeltsíns hefur risið hratt sl. ár. Forveri hans í embætti fer tæplega langt, því hann verður líklega áfram ráðgjafi forsetans. BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti brá ekki út af vananum í gær er hann rak helsta ráðgjafa sinn og starfs- mannastjóra, Valentín Júmasjev, réð nýjan í hans stað og rak svo þrjá ráðgjafa til viðbótar. Uppstokkun í starfsliði forsetans er einn fylgifisk- ur veikinda hans en óvíst er hvaða áhrif hún mun hafa að þessu sinni. Reyndar er búist við því að flestir, ef ekki allir, muni starfa áfram fyrir forsetann en nýliðinn í starfsliði for- setans, Nikolaj Bordjuzha, er hins vegar tiltölulega óræð stærð. Stjama Bordjuzhas, hins nýja starfsmannastjóra Jeltsíns, hefui- risið hratt en ekki er vitað til þess að pólitískur metnaður hans sé mikill. Hann á að baki langa starfsreynslu innan sovésku leyniþjónustunnar, KGB, en í byi-jun þessa árs var hann gerður að yfirmanni landamæra- vörslu Rússa. Skammt var stórra högga á milli og í september sl. tók hann við formennsku í öiyggisráði forsetans. A því rúma hálfa ári sem hann stýrði landamæravörslunni tókst honum að gera liðið sem henni sinnir að einu áhrifamesta herliði landsins, auk þess sem honum hefur tekist að styrkja bágan fjárhag þess. Hins vegar er enn of snemmt að segja til um hvaða áhrif formennska hans í öryggisráðinu hefur þar sem hún hefur staðið á sama tíma og heilsu forsetans hefur hrakað mjög og fátt annað komist að. Bordjuzha fer nú með tvö valda- mikil embætti sem margir telja ill- mögulegt að sinna svo vel sé, auk þess sem þessi samþjöppun valds hefði ekki komið til greina fyrir fá- einum mánuðum. Dmitrí Jakúshkín, talsmaður forsetans, sagði í gær að þetta hefði verið talið nauðsynlegt til að styrlqa vald forsetans vegna sí- aukinna árása pólitískra andstæð- inga hans. Júmasjev vildi losna Júmasjev hefur haldið sig á bak við tjöldin allan starfstíma sinn í Kreml og hefur verið kallaður „Ósýnilegi maðurinn" í rússneskum fjölmiðlum. Júmasjev er fyrrver- andi blaðamaður og hefur haft sig lítt í frammi þann tíma sem hann hefur starfað fyrir forsetann. Áhrif hans eru hins vegar óvefengjanleg, hann hefur staðið vörð um stefnu forsetans, ekki síst undanfama mánuði, er mjög hefur dregið úr valdi forsetans vegna veikinda hans. Júmasjev er sagður andsnúinn því að gegna opinberum embættum og hann hafi oftar en einu sinni beðist lausnar úr embætti. Þá hafi hann gert allt til að losna úr því undanfarna mánuði. Viðbrögð við brottvikningu hans eru ýmist þau að hún sanni hve óútreiknanlegur Jeltsín sé eða hún sé til marks um löngun Júmasjevs til að yfirgefa sökkvandi skip. Heimildarmaður innan Kremlar fullyrti í gær að þrátt fyrir að Júmasjev hefði verið rekinn, myndi hann líkega áfram starfa sem ráðgjafi forsetans. Áhrifamikill á bak við tjöldin Áhrif Júmasjevs á forsetann eru sögð geysileg. I síðasta mánuði birt- ist úttekt á stöðunni innan Kremlar- múra og þar sagði um Júmasjev: „Jeltsín er veikur ... Hugur hans, orð og líklega athafnir h'kamnast í Va- lentín Borísovitsj Júmasjev. Það er óljóst hvor ræður stefnu hvors, hvort Valentín Nikolaj Júmasjev Bordjuzha Júmasjev ræður stefnu Jeltsíns eða öfugt.“ Þá hafa sumir jafnvel gengið svo langt að kenna Júmasjev um stjómarkreppuna í mars sl. er Jeltsín rak Viktor Tsjemómyrdín forsætisráðherra og skipaði Sergei Kíríjenkó í hans stað. Skömmu eftir að Jeltsín veiktist í ferð sinni til Mið-Asíulýðveldanna í október, kom það í hlut Júmasjevs að tilkynna að forsetinn myndi draga úr daglegri stjórn og snúa sér að endurskoðun stjómarskrárinnar. Júmasjev hefur samið vel við dóttur lang-t Jeltsíns, Tatjönu Díatjsenkó, enda var það hugmynd Júmasjevs að Dí- atsjenkó yrði gerð að ímyndarráð- gjafa forsetans. Þá hefur Júmasjev verið sagður handgenginn auðkýf- ingnum Borís Beresovskí en dregið hefur úr þeim tengslum að undan- fömu eftir að athygli manna beindist að þeim. Júmasjev var áberandi fyrir skrif sín í blöð frjálshyggjuafla undir lok valdatíma Míkaíls Gorbatsjovs. Er Jeltsín var í ónáð stjómvalda tók Júmasjev viðtal við hann, gerði í framhaldinu heimildarmynd um Jeltsín og aðstoðaði hann við skrif tveggja sjálfsævisagna. Júmasjev varð ráðgjafi Jeltsíns árið 1996 og var síðar hækkaður í tign starfs- mannastjóra. Tók hann við af um- bótasinnanum Anatólí Tsjúbajs og hóf þegar að breyta starfsháttum starfsliðs forsetans. Hefur hann auk- ið leyndina sem yfir þeim hefur hvilt og þykir það í anda starfshátta hans sjálfs. Borgarstj órnarkosn- ingar í St. Pétursborg Staða Jab- loko sterk eftir fyrri umferð St. Pétursborg. Reuters. HINN frjálslyndi Jabloko-flokkur stendur sterkast að vígi eftir fyrri umferð borgarstjórnarkosninga sem fram fóru í St. Pétursborg á sunnudag. Aðeins átta fulltrúar fengu nægilega mörg atkvæði til fimmtíu manna þings borgarinnar en kosið verður á milli áttatíu full- trúa í annarri umferð, þar af er um fjórðungur úr Jabloko. Kommúnist- ar, sem eru stærsti flokkurinn á landsvísu, voru í öðru sæti en tölu- vert á eftir Jabloko. Ofbeldi og spilling einkenndu kosningabaráttuna í St. Pétursborg. Haft var í hótunum við frambjóðend- ur og aðstoðarmenn þeirra, ráðist á þá, fram komu ásakanir um at- kvæðakaup og mörg dæmi vora um að fleirl en einn frambjóðandi kæmi fram með sama nafni en það var til þess eins gert að ragla kjósendur. Þá var mikil öryggisgæsla við kjör- staði enda bárast allnokkrar sprengjuhótanir til þein'a. Engin sprengja fannst hins vegar á kjör- stöðum. Vai- kosningabaráttan í borginni sögð sú óheiðarlegasta og ofbeldis- fyllsta í sögu landsins en athygli alls landsins og umheimsins beindist að henni þegar þingkonan Gah'na St- arovojtova var myrt fyrir utan heim- ili sitt í borginni 20. nóvember. Þing- konan var þekkt fyrir baráttu sína fyrir lýðræði og mannréttindum og fyllti morðið Rússa miklum óhug. Leiða má að því líkur að morðið hafi haft sín áhrif á niðurstöðu fyrri umferðar kosninganna en í henni styrkti frjálslyndur og umbótasinn- aður flokkur, Jabloko, stöðu sína mjög. Er það talið kunna að koma honum til góða í þingkosningum sem fram fara að ári og jafnvel í forseta- kosningum, sem eiga að fara fram árið 2000. Fastlega er búist við að formaður Jabloko, Grígorí Javlinskí, muni bjóða sig fram til forseta. Góð kosningaþátttaka Seinni umferð kosninganna verð- ur haldin 20. desember nk. Verður kosið um 42 sæti af 50 en borgarráð St. Pétursborgar fær nú aukið vægi, ekki síst gagnvart borgarstjóranum Vladimír Jakovlev. Var kosninga- þátttaka góð, yfir 40% af 3,7 millj- ónum borgarbúa. Átta borgarráðsmenn tryggðu sér sæti í fyrstu umferð, þeirra á meðal Míkaíl Amosov, leiðtogi Jabloko í borginni. 88 frambjóðendur keppa um 42 sæti og af þeim verða 23 eða 24 úr Jabloko, ellefu kommúnistar og átta úr flokki Júrís Boldírevs, sem berst gegn spillingu. Um helm- ingur er óháður. Jonathan Aitken, fyrrverandi undirráðherra íhaldsflokksins, leiddur fyrir rétt í janúar Sakaður um meinsæri JONATHAN Aitken, fyrrverandi undirráðherra í ríkisstjórn breska íhaldsflokksins, mun verða leidd- ur fyrir rétt vegna ásakana um meinsæri, skv. úrskurði sem gerð- ur var heyrinkunnur í gær, og greint var frá á heimasíðu BBC. Er Aitken einnig sakaður um að hafa átt aðild að samsæri til að hindra framgang réttvísinnar og munu réttarhöld í máli hans fara fram í janúar. Mun þá einnig verða réttað yfir Said Mohammed Ayas, fyrrverandi samstarfsmanni Aitkens í viðskiptum, en hann er sömuleiðis sakaður um að hafa lagt á ráðin um að hindra fram- gang réttvísinnar. Ásakanir á hendur Aitken eiga sér rætur í meiðyrðamáli sem hann höfðaði árið 1995 á hendur dag- blaðinu The Guardian og Granada- sjónvarpsstöðinni vegna fullyrð- inga um að hann hefði leyft arab- ískum vini sínum að greiða reikn- ing sinn á Ritz-hótelinu í París upp á eitt þúsund pund, eða rúmlega hundrað þúsund ísl. krónur. Aitken sagði af sér undirráðherraembætti í fjármálaráðuneytinu í apríl 1995 til að einbeita sér að meiðyrðamál- inu, og lýsti hann því þá yfir að hann myndi takast á við „það krabbamein sem stafaði af óheiðar- legri og vondri blaðamennsku“. Aitken neyddist hins vegar til að éta þessi orð ofan í sig, og falla frá meiðyrðamáli sínu í júní 1997 þeg- ar The Guardian kom fram með frekari sannanir fyrir því að eigin- kona Aitkens, Lolicia, hafði ekki greitt hótelreikninginn, eins og Áitken hélt fram. Hafði Aitken m.a. nefnt dóttur sína, Victoriu, til vitnis um að Lolicia hefði gi-eitt reikninginn en staðhæfingar hans reyndust, þegar til kom, byggðar á sandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.