Morgunblaðið - 08.12.1998, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Geðbilaði drengurinn
kemur reglu á hlutina
Góð Reykja-
víkursaga
BÆKUR
Ljóð
MYRKAR FÍGÚRUR
pftir Sjón (Siguijón B. Sigurðsson).
Mál og menning. 1998 - 67 bls.
í UPPLAUSNINNI er alltaf ein-
hver lausn, hið hinsta svar við
óskiljanlegum aðstæðum. Við lifum
og við deyjum án þess að vilji okkar
ráði nokkru um það.
En er það svo? Það
þótti á sínum tíma
hneykslanleg spurning
þegar súrrealistar í
Frakklandi héldu mál-
stefnu undir yfirskrift-
inni: Er sjálfsvíg
lausnin? Hvað sem
segja má um þessa
spurningu er ljóst að
hún opnaði þá með
ýmsum hætti leið inn í
dulræna heima undir-
meðvitundarinnar.
Ekki veit ég hvort súr-
realistinn Sjón hefur
þessa umræðu í huga
þegar hann yrkir I ný-
útkominni bók sinni Myrkar fígúrur
eins konar dýrlingatal sjálfsvígs-
manna en mig grunar það.
það bætist í hópinn
heilagur jóhannes vemdari rakblaðsins
heilög anna hengingarinnar
heilagur stefán af haglabyssu
heilög margrét dauðaskammtsins
heilagur ólafur gasofnanna
heilagur vilhjálmur af gluggasyllu
heilög teresa útblástursröranna
svo nokkur þeirra
sem þegar hafa verið burtkölluð
séu nefnd
Vissulega orkar nokkurs tvímælis
að yrkja á þennan hátt. En skoða
verður þetta ljóð sem hluta af heild.
í bókarlok er svo einnig kvæði þar
sem ýjað er að sjálfsvígi. Dauðinn og
sjálfseyðingin eru þó aðeins ytra
byrði þessarar ljóðabókar. Innst inni
er hún leit að ljósi.
Það er nokkuð síðan Sjón gaf út
síðustu ljóðabók sína, Eg veit ekki
eitthvað um skýin. Sú bók þótti mér
einkennast af viðleitni höfundar til
að ná utan um margþætt sjálf sitt
með því að ramma bókina inn með
sjálfsmyndum í upphafi og lok bók-
ar. Hún var öguð á yfirborðinu en
undh' því nokkuð óreiðukennt undir-
meðvitundarmuldur.
í Myrkum flgúrum
má segja að texti Sjóns
verði einfaldari og tær-
ari en fyrr eins og ljóð-
mál sumra hinna eldri
súrrealista varð með ár-
unum. Líkingamálið er
einfalt og skýrt og ekki
sami órói í kvæðunum
og oft áður. Samt er
óreiðan og upplausnin
undirliggjandi. Það er
ekkert hald í veröldinni.
Hvað eftir annað dregur
Sjón upp myndir af fólki
sem reynir að ramma
tilveru sína inn. I ein
kvæði er ljóðmælandi
búinn að skipta tímanum
niður í haldgóð tímabil, fjórar árstíð-
ir, tólf mánuði, sjö daga viku,
klukkustundir og svo framvegis:
þetta hef ég reynt að útskýra fyrir fólki
með litlum árangri
ég er hunsaður af yfirvöldum
og mér er gefið í skyn
að ég gangi ekki heill til skógar
A einum stað segir Sjón að efna-
hagsmálum heimsins sé stjórnað af
risavöxnu barni sem teygi úr sér
milli úthafanna, „þegar það grætur
fellur verðbréf eftir bréf‘. I öðru
kvæði segir að þér (væntanlega les-
andi í lok 20. aldar) hæfi hvorki ljóð
né skáldsaga, aðeins söluvænn bók-
artitill: „geðbilaði drengurinn kemur
reglu á hlutina". Janframt afbyggir
Sjón málið og aðra þætti veruleikans
með ýmsum hætti, lætur hann skol-
ast til í draumkenndum kvæðum þar
sem hin minnstu viðvik verða ýmist
óyfirstíganleg eða framandgerð. Allt
undirstrikar þetta óreiðu tímanna,
upplausnina í félagi manna og af-
helgun gilda. Slíkur heimur kallar
fram ógnvekjandi verur undirheima,
myrka gesti sem setjast að okkur:
Þá er hann mættur
sestur að
miðja vegu milli þín
og okkar
snoðldipptur
og svartklæddur
einsogvið
höfðum reiknað með
en hendurnar
svona nagaðar inn að beini
bera þær ekki starfmu full ljóst vitni?
Þrátt fyrir þessa myrku en kannski
ofurlítið kaldhæðnu sýn og óskemmti-
legar gestakomur af öðru tagi er
aldrei langt í leik eða bjartari tón þar
sem mannlegt samband er í fyrir-
rúmi, en mér sýnist Sjón þrátt fyrir
allt hafa trú á slíku. I fallegu ljóði,
sem hann nefnir Augað, yrkir hann
um slíka samkennd. Ljóðið er þó
margræðara en það lítur út fyiir að
vera við fyrstu sýn og kannski er það
enn eitt ljóðið sem tengist dauðanum:
éggreiniþig
handan ljóssins
myrkurtaumar
fólva húð þína
andardráttur þinn
berst mér
sem bænakvak
umnýaugu
éggæfíþérþau
Mörg fögur orð hafa fallið um
kveðskap Sjóns í gegnum árin. Það
má hafa þau mörg eftir um Myrkar
fígúrur. Mér finnst kvæði hans alltaf
betri og betri eftir því sem ég les þau
oftar og svo er um þessi kvæði og
þessa bók. Hún túlkar áraun okkar
tíma með eftirminnilegum hætti.
Skafti Þ. Halldórsson
BÆKUR
Itarnabðk
HEFURÐU FARIÐ Á HESTBAK?
Eftir Onnu Dóru Antonsdóttur.
Myndir: Freydís Kristjánsdóttir.
Æskan, 1998 -160 s.
HVAÐ er merkilegt við ævisögu
tólf óra stráks? Hreint ekki svo
lítið þegar tillit er tek-
ið til þessarar sögu.
Guðmundur Örn Stein-
grímsson er söguhetj-
an og býr í Seláshverfi
í Reykjavík með
mömmu sinni. Aðal-
uppistaða sögunnar er
það sem Mummi segir
frá sjálfum sér og for-
eldrum sínum sem
ekki búa saman. Afar
hans og ömmur koma
við sögu ásamt þeim
fáu vinum sem hann á.
Talverður hluti sög-
unnar fer í lýsingu á
ævintýralegu ferðalagi
yfir Kjöl á hestbaki
þar sem frásagnir úr fortíðinni
leika nokkurt hlutverk.
Mummi lýsir sjálfum sér og um-
hverfi sínu, kostum sínum og göll-
um. I frásögn hans kynnumst við
hversdagslífi hans og þeim vanda-
málum sem hann er að glíma við.
Mummi er þó síður en svo nokkur
vandræðaunglingur og er mjög
duglegur að læra. Hann verður dá-
lítið pirraður þegar fjölskyldan er
að metast um frá hverjum hann
hafi erft þessa góðu námsgáfur.
Hann telur sig eiga þær sjálfur.
Hann er oft einmana, að minnsta
kosti þar til hann kynnist Gunnari
hestamanni í Víðidalnum sem
breytir tilveru hans mjög mikið.
Þótt ævi Mumma sé ekki alltaf
neitt sérlega skemmtileg er hann
ákaflega heilbrigður og eðlilegur
strákur sem horfir á tilveruna af
stóiskri ró og sættir sig við það
sem hann getur ekki breytt þótt
engum dyljist að hann hefur sínar
skoðanir.
Frásagnarstíllinn er að því leyti
óvenjulegur að sögumenn eru
tveir. Annars vegar „yfir“sögu-
maður og segir frá því hvernig
hann sem rithöfundur kynnist
Mumma og ákveður að skrifa ævi-
sögu hans og hins vegar Mummi
sjálfur. I upphafi
flestra kafla er skráð
með skáletri það sem
„höfundur“ er að
hugsa og hversu langt
líður á milli heim-
sókna Mumma til að
lýsa tilveru sinni, en
kaflinn geymir að
öðru leyti lýsingu úr
lífi söguhetjunnar. Að
mínu mati er þetta
óþarfa rammi því sag-
an stendur alveg fyrir
sínu og Mummi er
mjög góður sögumað-
ur, án hjálpar „rithöf-
undarins".
Sagan sjálf er vel
samin lýsing á lífi ungs Reykjavík-
urstráks, sem er vel gefinn og
skynsamur. Höfundi tekst mjög
vel að draga upp heilsteypta og já-
kvæða mynd af þessum unga
manni og öllu hans umhverfi,
mynd sem er ekki eins neikvæð og
dapurleg og margar Reykjavíkur-
sögur sem sést hafa að undan-
förnu. Persónusköpunin er unnin
af næmum skilningi á sálarlífi
unglings. Mummi sér vandamálin
og reynir að skilja þau og setja sig
í spor þeirra sem hann umgengst.
Lýsingin á ferðalaginu yfir Kjöl
og öllu því sem snertir hesta er
einnig unnin af þekkingu á stað-
háttum og sögu. Myndirnar eru
vel gerðar, líflegar, glettnar og
lýsandi.
Sigrún Klara Hannesdóttir
Anna Dóra
Antonsdóttir
Tveir
samkórar
í Grensás-
kirkju
Landsvirkjunarkórinn og
Landsbankakórinn halda
sameiginlega aðventutón-
leika í Grensáskirkju mið-
vikudaginn 9. desember kl.
20.30.
Söngstjóri Landsvirkjunar-
kórsins er Páll Helgason,
undirleikari á píanó Kolbrún
Sæmundsdóttir, á harmon-
ikku leikur Guðni A. Þor-
steinsson. Einsöng í Ave
María eftir Sigvalda Kalda-
lóns syngur Þuríður G. Sig-
urðardóttir og Þorgeir J.
Andrésson syngur einsöng í
laginu Allsherjar drottinn eft-
ir César Franck. Á efnis-
skránni eru ýmis önnur jóla-
lög.
Söngstjóri Landsbanka-
kórsins er Guðlaugur Viktors-
son. Undirleikari á orgel/pí-
anó er Pavel Smid. Á hörpu
leikur Sophi Schoonjans. Á
efnisskrá eru nokkrir jólahá-
tíðasöngvar eftir Benjamin
Britten ásamt öðrum sönglög-
um.
Saman munu kórarnir
syngja Fögur er foldin og
Heims um ból.
Aðgangur er ókeypis.
BÆKUR
L jóö
LOKAÐU AUGUNUM OG
HUGSAÐU UM MIG
eftir Kristínu Omarsdóttur. Mál og
menning. 1998 - 69 bls.
ÞAÐ er ekki nokkur leið að lýsa
nýjustu ljóðabók Kinstínar Ómars-
dóttur með fáum orðum. Svo marg-
brotin er hún og svo margar spum-
ingar leggur hún fyrir lesendur.
Bókin nefnist Lokaðu augunum og
hugsaðu um mig og kannski er best
að nálgast þessa bók út frá titlinum.
Kristín beinir nefnilega sjónum sín-
um að sjálfinu eins og það birtist
henni í lok 20. aldar. Tengsl okkar
eða tengslaleysi við okkur sjálf og
umheiminn.
Það er framandleikablær yfir
þessum ljóðum Kristínar og um
margt minna þau á skáldsögu henn-
ar, Elskan mín ég dey. í þeirri sögu
beindi Kristín athygli sinni að
kreppu fjölskyldunnar og sundr-
ungu hennar sem hún túlkaði með
því að fjölskyldumenn voru einatt
látnir týna tölunni og fara yfir
landamæri lífs og dauða. Ástin og
dauðinn tengdust þar einnig á tákn-
rænan hátt. Ljóðin í nýju bókinni
minna mörg hver á örsögur, eru ör-
smáar myndir af aðstæðum eða
hugleiðingar. Stíllinn er óröklegur
og á stundum súrrealískur eða ex-
pressíonískur. Ljóðið er á forsend-
um hugmynda skáldsins. I kvæðinu
Óskir rætast í ljóðlistinni er þannig
fjallað um stelpu í rauðri kápu sem
varð fyrir bíl á Laugaveginum:
Af hverju varð hún fyrir gulum bfl á Lauga-
veginum?
Samhengi í
litavalinu
Sökum samhengis í litaval-
inu:
rauð kápa, svartur hrafn, grá
dúfa
gulur bfll
köngulóarvefur
og
ryk
Athygli Kristínar
beinist nú meir að ein-
staklingnum og tengsl-
um eða tengslaleysi
hans en að fjölskyld-
unni. Einkum er
reynsluheimur kvenna
til umræðu og afstaða
þeirra til ástarinnar og
dauðans. Sá heimur er
að mörgu leyti splundraður. Ástin
virðist vera torfengin. í einu kvæð-
inu segir: „Margir kvarta yfir því
að ástina sé erfitt að finna / sér-
staklega heyrist hátt í gagnkyn-
hneigðu kvenfólki." Þrátt fyrir
mikið ástartal í bókinni er í því
ákaflega holur hljómur enda teng-
ist það hugtak jafnvel vélum.
„Myndavélin sem tekur myndir af
lungum þínum elskar þig en
þú / tekur ekki eftir ást hennar." í
reynd tengist ástin þó þegar allt
kemur til alls fyrst og fremst kyn-
hvötinni og segja má í gamni og al-
vöru að mörg ljóð Kristínar séu
kynferðisleg áreitni við lesandann.
Hún fjallar gjarnan um fingragæl-
Kristín
Ómarsdóttir
ur elskenda, brjóst eru
sogin og í sumum
kvæðum er talað um
hversu gott er að gera
það við þessar og þess-
ar aðstæður. Konan í
ljóðum Kristínar er því
fyrst og fremst kyn-
vera.
Dag einn vakna ég upp og verð
að láta taka raig aftan frá.
Afklæda mig, hneppa skyrtunni
frá tölu fyrir tölu.
Undir áhugalausum augum
þínum og færa þér líkama
minn.
Kasta honum á eldinn.
Áhugaleysi elskandans víkur
huganum að öðrum en þó tengdum
þætti í skáldskapi Kristínar. I
þessu kvæði hafði ljóðmælandi
frumkvæði að ástaleiknum og
mætti áhugaleysi. En oftar er ljóð-
sjálfið þolandi. Það er dálítið slá-
andi hversu oft Kristín dregur upp
mynd af sjálfinu sem líkamlegu við-
fangi kynferðislegrar stroku. I einu
kvæði er dökkhærður strákur að
þvo ljóðmælanda, í öðru fara bláar
stelpur höndum um naktan lík-
amann og stinga upp í ljóðmælanda
sleikipinna sem allt eins getur haft
tvíræða merkingu í þessu sam-
hengi. Áður var nefnd ást mynda-
véla á lungum viðfangsins og í enn
einu kvæði segir frá konu sem ligg-
ur nakin á bekk og er einhvers kon-
ar tilraunadýr. I öllum þessum
kvæðum er það áberandi hversu
sjálfið hefur lítið frumkvæði en rek-
ur undan straumi.
Þessi kvenmynd eða kynferðis-
lega sjálfsmynd hefur einnig á sér
aðra hlið. Hún er einnig einangr-
andi og gerir kynhlutverk konunn-
ar niðurlægjandi. I kvæðinu Allt
okkar segir frá að ást okkar sem
„eigum allt / undir / gulu hjóna-
rúmi, gulri sæng og gulum kodda“
muni farast ef skrifstofumaðurinn
sem gengur yfir götuna forðist ekki
augnaráð hórunnar og í kvæðinu
Afskiptir hnífar eru konur sem búa
við afskiptaleysi karlmanna
áminntar um að brýna hnífa sína
því að aldrei sé að vita nema þeir
verði notaðir til „að sneiða græn-
meti oní maga / ástarinnar sinn-
ar“.
Kannski er ástin þá lifandi dauði.
Dauðinn hefur alltént margræðu
hlutverki að gegna í kvæðinu Gröf
mín. Gröfina er ekki bara hægt að
túlka sem rósamál um skaut konu
heldur má einnig hugsa sér að
hugsunin um hana vísi til kynhlut-
verks kvenna:
Nú er lítill strákur kominn í gröfina mína
Gröfina mína sem maðurinn minn vökvar og
vökvar.
Gröfina mína mjúku.
Lokaðu augunum og hugsaðu um
mig er margræð bók. Hún vekur til
umhugsunar og tekst á við lifandi
veruleika. Hún er enn ein staðfest-
ing skapandi skáldgáfu Kristínar
Ómarsdóttur.
Skafti Þ. Halldórsson