Morgunblaðið - 08.12.1998, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1998 55
AÐSENDAR GREINAR
þá tilfinningu að innra raeð þessum
annars viðkunnanlega stjórnmála-
manni leyndist lítill einræðisherra,
sem væri þarna að gefa þingmönn-
um flokks síns fyrirmæli um hvern-
ig atkvæði þeirra ættu að falla. Að
sjálfsögðu munu þingmenn Sjálf-
stæðisflokksins ekki standa undir
nafni, ef þeir láta þannig segja sér
fyrir verkurn.
Þjóðkirkjan og
gagnagrunnur látinna
I Morgunblaðinu 6. ágúst sl.
getur að lesa yfirlýsingu frá að-
stoðarmanni heilbrigðisráðherra,
að ákvæði í lögum um persónu-
vernd á sjúkraskrám nái ekki til
látinna einstaklinga - þar hafi rík-
isvaldið bæði vörslu og umráða-
rétt. Hafa aðstandendur hinna
látnu þar engan rétt? t*á er rétt að
spyrja þá stofnun samfélagsins
sem fyi-irsögn þessa kafla kallar á
- íslensku þjóðkirkjuna. Lætur
hún sig engu skipta meðferð
þeirra trúnaðargagna sem finna
má í sjúkrasögu - stundum harm-
sögu þeirra einstaklinga sem
prestar þjóðkirkjunnar hafa verið
að jarðsyngja með bæn um að þeir
mættu fá að hvíla í friði? Hvað með
rétt ykkar, nánustu aðstandenda
hinna látnu? Hafið þið engan rétt?
Viljið þið að sjúkraskrár ykkar
nánustu látinna ástvina verði að
verslunarvöru hjá harðsoðnum
fjárplógsmönnum? Viljið þig að
mæður ykkar og feður, afar og
ömmur, bræður og systur eða látin
börn ykkar verði gerð að verslun-
arvöru á alþjóðlegum markaði? Er
allt til sölu?
Hvað viljið þið láta skrá um ykk-
ar eigin sjúkrasögu, ykkar eigin
persónulegu hagi, sem er ykkar
einkamál og það sem þið hafið trú-
að læknum ykkar fyrir? A að
neyða læknastétt landsins með of-
beldislegri löggjöf til að brjóta þá
trúnaðareiða sem hún er bundin
af?
Hinn nýkjörni háskólarektor og
hinn nýkjörni biskup lýstu báðir yf-
ir að þeir mundu gjöra stofnanir
sínar sjálfstæðari en verið hefði og
stuðla að því að þær létu til sín
taka á samfélagslegu sviði. Há-
skólarektor hefir sannarlega staðið
við orð sín með því að efna til mál-
þings um þau málefni sem mest
hafa verið á dagskrá. Biskup hefir
hinsvegar ekki látið í sér heyra
fyrr en í Morgunblaðinu hinn 1.
desember. Hann fer með löndum
eins og við var að búast en eftirfar-
andi úr grein hans ættu menn að
lesa og leggja sérstaklega á minn-
ið: „Margt bendir til að framfarir í
læknavísindum hafi valdið hægfara
uppblæstri hinnar skilyrðislausu
mannhelgi sem sérhvert mannslíf
telst eiga að njóta að kristnum
skilningi. Framþróunin hafi farið
fram úr siðferðinu og okkur sé
tamt að tiúa því að úr því að eitt-
hvað sé tæknilega mögulegt og
hugsanlega hagkvæmt þá sé það
líka rétt. Hvert mun það leiða
mannkyn? Eg held að sú framtíð-
arsýn sé skelfileg.“
Höfundur er fyrrv.
framkvæmdastjóri.
TILBOÐ
Hjósmyndastofa
Gunnars Sngimarssonar
Suðurveri, sími 553 4852
SÍCRÆNA JÓLATRÉÐ
— edaM ré etuw dr
Síðustu ár hefur skátahreyfingin selt sígrcen
eðaitré, í hæsta gæðaflokki og prýða þau nú
mörg hundruð íslensk heimili.
<•*. 7 0 ára ábyrgð Eldtraust
ía 12 stærðir, 90 - 500 cm t*- Þarfekki að vökva
i± Stálfótur fylgir t* Islenskar leiðbeíningar
í* Ekkert barr að ryksuga Traustur söluaðili
»• Trufiar ekki stofublómin ttv Skynsamleg fjárfestíng
mtmMf
SNORRABRAUT 60
Bandalog fdenskra skálo
FYRIR
FALLEG
HEIMILI
Glæsileg, vönduð
Amerísk sófásett í miklu
úrvali, sérlega mjúk og
þægileg og mikil prýði
fyrir heimili þitt.
ei’icmi
liome Collec!ion
HÚSGAGNAHÖLLiN
Bfldshöfðl 20 - 112 Rvík - S:510 8000
Frábært
hágæða útivistarfatnaði
Verslunin Skúlagötu 51, sími: 552 7425
Verslunin Faxafeni 12, sími: 588 6600
Akureyri, Glerárgötu, sími: 461 3017
66°N - Vestmannaeyjum, sími: 481 3466