Morgunblaðið - 08.12.1998, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.12.1998, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI PRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1998 23 Aukinn útflutningur á íslenskri hitaveituþekkingu VAG ehf. með verkefni í Tyrklandi og Rúmeníu FRÁ niðursetningu djúpdælunnar í Tyrklandi. Árni fagnar verk- áfanga ásamt tyrkneskum samstarfsmönnum sínum. TYRKIR slátra gjarnan hrúti þegar ný mannvirki eru tekin í notkun og það var gert við vígslu djúpdælunnar í Izmir (Smyrna). VERKFRÆÐISTOFA Árna Gunn- arssonar ehf. (VÁG) hefur lokið nið- ursetningu dælusamstæðu fyrir jai'ðhitaverkefni í vestanverðu Tyrk- landi og samið um sölu og niðursetn- ingu á annarri til viðbótar. Heildar- umfang verksins nemur tugmilljón- um ki'óna og mun kerfíð þjóna hverfi með 25 þúsund íbúum. Þá er VÁG að hefja vinnu við nýtt jarðhitaverkefni í Rúmeníu og heildarkostnaður við það verk er áætlaður 26 milljónir króna. Árni Gunnarsson hefur á undan- förnum árum unnið að því að flytja út íslenska hitaveituþekkingu og 34% meiri sala hjá Porsche Stuttgart. FRAMLEIÐENDUR Porsche, ein- hverra hraðskreiðustu bíla heims, segja að sala hafí aukizt um þriðjung frá ágúst til nóvember, þar eð tekizt hafí að sigrast á framleiðsluerfiðleik- um, sem hafí tafíð afhendingu Boxst- er og bíla af gerð 911. Salan jókst í 1,68 milljarða marka, sem er 34% aukning miðað við sama tíma og í fyrra. Seldum bílum fjölg- aði um 29% í 12.450 bíla, þar af 5.500 Boxster. Fyrirtækið segir að biðpantanir séu margar og tryggi vaxandi sölu til júlíloka. tekið að sér virkjun borholna og upp- setningu stjórnkerfa fyrh hitaveitur víða um heim, ýmist einn eða í sam- starfí við aðrar verkfræðistofur. Verkfræðistofa hans hefur nú lokið við að setja niður djúpdælur í fjórum löndum, Kína, Rúmeníu, Slóvakíu og nú síðast Tyrklandi, þar sem stofan hefur tekið að sér fleiri verkefni. Á síðasta ári samdi VÁG við tyrk- neskt einkafyrirtæki, Orme Jeot- ermal í Ankara, um alverktöku vegna virkjunar tveggja borholna í Izmir (Smyrna) í vestanverðu Tyrk- landi. I verkinu fólst smíði og af- hending á tveimur djúpdælum ásamt hjálparkerfum fyrir 135 gráða heitt vatn. Lengd dælna var 150 metrar og afköst þeirra allt að 45 sek- úndulítrar. VÁG hafði yfírumsjón með niðursetningu og gangsetningu dælnanna ásamt þjálfun starfs- manna og er því verki lokið. I fram- haldi af því verki náðust samningar við tyrkneska fyrirtækið um kaup á einni dælusamstæðu til viðbótar. Af- hendingu er lokið en eftir er að ákveða hvenær niðursetning fer fram. Mikill áhugi á frekari framkvæmdum Tyrkneska fyrirtækið nýtir heita vatnið til upphitunar íbúðarhúsa og segir Árni Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri VÁG, að vel sé fylgst með framvindu verksins í Tyrklandi og mikill áhugi á frekari virkjunar- framkvæmdum. „Tyrkir hafa sjálfir fiki’að sig áfram við nýtingu jarðhit- ans en aðferðir þeirra eru óneitan- lega nokkuð frumstæðar. Jarðhita- veita var lögð í Balcova-hverfi í Izm- ir árið 1996 og var sjálfrennsli úr tveimur borholum nýtt til að knýja kerfið, sem þjónaði 2.500 íbúðum. Aðstoð okkar snerist um að auka af- kastagetu virkjunarinnar með því að bora fleiri holur og setja í þær djúp- dælur að íslenskri fyi’irmynd. Ái-angurinn lofar góðu og er í heild stefnt að tengingu hverfis 7.500 íbúða þar sem 25 þúsund manns búa. Kostnaðurinn við þennan verk- hluta nemur tugum milljónum króna. Þetta hverfi var áður kynt með olíu og munurinn er mikill fyrir íbúana þar sem orkukostnaður lækkar og mengun minnkar. Það skiptir miklu máli hvernig til tekst og það mun vafalaust ráða fram- haldinu.“ Nýtt verkefni í Rúmeníu VÁG hefur fleiri járn í eldinum og er nú að hefja vinnu við nýtt jarð- hitaverkefni í vestanverðri Rúmeníu. Árni hefur áður fengist við virkjun jarðhita þar og er því ekki ókunnug- ur á þessum slóðum. „Þetta verkefni er í borginni Beius, skammt frá ung- versku landamærunum og styrkt af Inco Copernicus-áætlun Evrópu- sambandsins, en eitt af markmiðum hennar er að stuðla að því að fyrir- tæki í ólíkum löndum miðli þekkingu og reynslu sín á milli. Verkefnið snýst um virkjun borholu með dælu sem er átta tommur að breidd og 150 metra löng. Vatnshiti er áætlaður 84 gráður. Við sjáum um smíði hermi- líkans fyrir jarðhitakerfið og gerum vinnsluspár. Þá gerum við áætlanir um uppbyggingu á hagkvæmustu nýtingu jarðhitans og tilheyrandi- dreifikerfi. Að lokum verður sjálft jarðhitakerfið álagsreynt í sex mán- uði.“ Heildarkostnaður við þennan verkhluta er áætlaður 24 milljónir og þar af nemur styrkur frá Evreku 19 milljónum að sögn Árna. Nýttu þér reynslu Landsbankans r Landsbankinn býöur þér þjónustu sína vegna hlutafjárútboðs Búnaöarbanka Islands hf. Viö tökum við almennum áskriftum í hlutafjárútboöi Búnaöarbanka Islands hf. þér aö kostnaðarlausu. Þjónustufulltrúi í Landsbankanum aðstoöar þig við að nálgast útboðslýsinguna og fylla út áskriftarblaðið. Við kaupum einnig kauprétt að hlutabréfunum og greiðum þér mismun á útboðsgengi bréfanna og kaupgengi Landsbankans þegar útboði er lokið. Þú þarft ekkert að leggja fram úr eigin vasa. Þú sækir einfaldlega um 500.000 kr. hlut að nafnvirði á útboðsgenginu 2,15 í næsta Landsbanka. Engin þóknun er tekin og áhættan er engin því bankinn ábyrgist að greiða þér hærra gengi fyrir bréfin en nemur útboðsgengi þeirra. Nánari upplýsingar um gengi bréfanna fást í næsta Landsbanka og i Þjónustuverinu í síma 560 6000. Landsbankin n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.