Morgunblaðið - 08.12.1998, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 08.12.1998, Blaðsíða 68
68 ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF í DAG Safnaðarstarf Áskirkja. Opið hús fyiir alla ald- urshópa kl. 10-14. Léttur hádegis- verður. Samverustund foreldra ungra barna kl. 14-16. Fundur í æskulýðsfélaginu kl. 20. Bústaðakirkja. Æskulýðsstarf kl. 20.30. Grensáskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Orgelleikur, ritningalestur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eft- ir stundina. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðs- þjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúk- um. Háteigskirkja. Starf fyrir 6-9 ára börn kl. 17. Laugarneskirkja. Fullorðins- fræðsla kl. 20. „Þriðjudagur með Þorvaldi" kl. 21. Lofgjörðar- og bænastund. Seltjarnarneskirkja. Foreldramorg- unn kl. 10-12 Árbæjarkirkja. Foreldramorgunn í safnaðarheimilinu kl. 10-12. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjón- usta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefni má koma til sóknarprests í viðtalstímum hans. Digraneskirkja. Starf aldraðra kl. 11.15. Leikfimi, léttur málsverður, helgistund og fleira. Æskulýðsstarf kl. 20 á vegum KFUM & K og Digraneskirkj u. Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 9- 10 ára stúlkur kl. 17.30. Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðar- stund kl. 18. Grafarvogskirkja. Eldri borgarar, opið hús kl. 13.30. Söngur, spil, spjall og handavinna. Veitingar í lok samverustundarinnar. „Kirkju- krakkar" í Rimaskóla. Börn 7-9 ára kl. 17-18. KFUM fyrir drengi 9-12 ára kl. 17.30-18.30. Æskulýðsstarf fyrir 8. og 9. bekk kl. 20-22 í kirkj- unni. Hjallakirkja. Prédikunarklúbbur gresta kl. 9.15 í umsjá dr. Sigurjóns Arna Eyjólfssonar. Kópavogskirkja. Mæðramorgunn í safnaðarheimilinu Borgum í dag kl. 10-12. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 7-9 ára börn frá kl. 17-18.30 í safnaðarheimilinu, Linnetsstíg 6. Vídalínskirkja. Opið hús fýrir eldri borgara í Kii-kjuhvoli milli kl. 13-16 alla þriðjudaga í sumar. Víðistaðakirkja. Opið hús fyrir 8-9 ára börn kl. 17-18.30. Aftansöngur og fyrirbænir kl. 18.30. Hafnarfjarðarkirkja. TTT starf fyrir 10-12 ára kl. 17-18.30 í Vonar- höfn Strandbergs. Kristin íhugun í Stafni, Kapellu Strandbergs, kl. 21.30-22. Keflavíkurkirkja. Kirkjan opin kl. 14-16. Starfsfólk verður á sama tíma í Kirkjulundi. Grindavíkurkirkja. Foreldramorg- unn kl. 10-12. Borgarneskirkja. Mömmumorg- unn í safnaðarheimilinu milli kl. 10 og 12. Helgistund í kirkjunni sömu daga kl. 18.30. Lágafellskirkja. Mömmumorgunn í safnaðarheimilinu Þverholti 3 kl. 10-12. Umsjón Þórdís Ásgeirsdótt- ir, djáknanemi, og Þuríður Hjalta- dóttir. Landakirkja, Vestmannaeyjum. Kl. 16-17 kirkjuprakkarar (7-9 ára) í safnaðarheimilinu. íslandsmeist- arinn í vaxtarrækt, Smári Harðar- son, kemur í heimsókn og spjall. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 á Hlíðasmára 5. Allir vel- komnir. Peysur, peysusett, dragtir, sparikjólar í stórum stærðum Fyrir konur sem vilja klœðast vel Man kvenfataverslun Hverfisgötu 108, s: 551-2509, sœtir sófar* HÚSGAGNALAGERINN • Smiðjuvegi 9 • Sími 564 1475 * -/elina. Fegurðin kemur innan Úrval af töskum Háaleitisbraut 58-60, sími 581 3525 ★ b ■ JAMES BURN 51 INTERNATIONAL Efni og tæki fyrir niiie-e járngormainnbindingu Mm) J* ASTVfiLDSSON HF. ~~ Skipholti 33, 105 fievkjavík, sími 533 3535 Peysuúrvalið er í Glugganum Glugginn Laugavegi 60, sími 551 2854 VELVAKANPI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Konu leitað VE LVAKANDA barst eftirfarandi bréf: „Föstudaginn 6. nóvem- ber sl. hitti ég konu frá íslandi. Hún gisti á Wyndham Garden Hotel í Annapolis, Maryland. Það síðasta sem ég sá til hennar var sunnudaginn 8. nóvember á BWI-flug- vellinum. Eg vildi gjarn- an heyra frá henni, en það eina sem ég veit um hana er að hún heitir Kol- brún og að systir hennar vinnur hjá Flugleiðum. Bið ég þessa konu vin- samlega að hafa samband við mig, heimilisfang mitt er: Tony Moreland, 921 Kimberly Way, Stevensville 21666, Maryland, U.S.A. Pólitísk bflasaga ÉG VAR að skoða ágæta heimasíðu Fornbílaklúbb- sins á Netinu, www.forn- bill.is, og rakst þar á ágrip af bílasögu Islendinga. Þar er meðal annars rætt um tíma „innflutnings- hafta og framsóknar- skömmtunar" í bflainn- flutningsmálum á sjötta áratugnum. Finnst mér vel að orði komist og er gott að minnst sé á svart- nættið í viðskiptalífmu þegar Framsóknarflokk- urinn stjómaði hér ánim saman fyrir daga viðreisn- ar. Sagan á að kenna okk- ur hverja ber að varast í stjórnmálum. Fornbílaklúbburinn, sem á þakkir skildar fyrir góða heimasíðu, mætti gjarnan rifja , þennan ófremdartíma upp sem oftast, enda stór þáttur í bflasögu Islendinga. Bflaáhugamaður. Fjárplógsstarfsemi ÉG varð fyrir þvi að bíll- inn minn varð rafmagns- laus við Umferðarmið- stöðina. Bað ég leigubfl- stjóra sem staddur var þar hvort hann gæti ekki gefið mér start. Hann sagði að það væri ekkert mál. Þegar ég ætlaði að þakkaði honum fyrir sagði hann að þetta væri engin góðgerðarstarfsemi og rukkaði mig um 750 krón- ur iyrir startið. Ökumaður. Þakkir fyrir góðan þátt ÉG VIL þakka sjónvarp- inu fyrir frábæran þátt í gærkvöldi, þátturinn heitir Oskalögin. Söng- konan, Elísa María Geirsdóttir, var alveg frábær og hljómsveitin einnig. Vil senda þakk- læti mitt fyrir og það mætti vera meira af svona efni. Einnig mættu þættirnir Sókn í stöðu- tákn koma aftur á dag- skrá, þeir voru æðislega skemmtilegir. Áhorfandi. Tapað/fundið Skiptitaska týndist í Kringlunni STÓR dökkbláköflótt skiptitaska týndist í and- dyri á 2. hæð í Kringl- unni kl. 18.30 sl. miðviku- dag. I henni var m.a. rauðbrún heimaprjónuð peysa. Ef einhver hefur orðið hennar var er hann beð- inn að hafa samband í síma 565 6436. Dýrleif. Dýrahald Læða í óskilum SVÖRT læða fannst í Vatnsendahverfi þriðju- daginn 1. desember. Eig- andi vinsamlegast hafið samband í síma 567 3587 eða í Kattholt í síma 567 2909. Ecco er týndur ECCO týndist frá Teiga- seli 2 14. nóvember. Hann er svartur fress, svolítið loðinn, mjög gæf- ur. Hann er ómerktur. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi samband í síma 587 0682, Sævar og Hjördís eða 557 7053, Hjördís. Köttur í óskilum NETTVAXIN, gæf kisa, hvít með svarta rófu og svarta flekki á höfði og baki er í óskilum í Eski- hlíð. Upplýsingar í síma 562 6172. SKAK I nisjon Miirgeir l’éturssoii STAÐAN kom upp á helg- armóti í Kilkenny á Ir- landi fyrir mánaðamótin. Stigahái Rússinn Sergei Tivjakov (2.655) var með hvítt, en ungi Englending- urinn Hb7 _ IIg2 og hvítur gafst upp. Þeir McShane, Bogdan Lalic, Króatíu og Stuart Conquest, Englandi sigr- uðu á mótinu. Jólaskákmót grunnskóla. Keppni í eldri flokki, 8.10. bekk, fer fram í kvöld í félagsheimili Tafl- félags Reykjavíkur, Faxa- feni 12. Luke McShane (2.470) hafði svart og átti leik. 33. Bxg3!l 34. Dd5 (Eftir 34. fxg3 _ Hg2+ 35. Khl _ Dc2 verður hvítur mát í nokkrum leikjum) 34. Bxf2+ 35. Kfl Bc5 36. SVARTUR leikur og vinnur. HÖGNI HREKKVÍSI „...þettcL hefuram,k*þa/in kost akbú heAjr haJd/óþig vio m egrunaricúririn'." Yíkveiji skrifar... AÐ fór fyrir Víkverja eins og mörgum öðrum fyrst þegar fréttir bárust um, að virðulegar fjármálastofnanir hefðu tekið upp á því að safna kennitölum til þess að komast yfir stærri hlut í Fjárfest- ingarbanka atvinnulífsins, að hon- um þóttu þessi vinnubrögð ekki við hæfi. Þegar hins vegar Arni Oddur Þórðarson, einn af starfsmönnum verðbréfadeildar Búnaðarbankans, lýsti þessari aðferð sem framvirk- um hlutabréfaviðskiptum í samtali við Morgunblaðið varð Víkverji að viðurkenna, að hinn ungi verð- bréfasali hefði nokkuð til síns máls. Þá var kennitölusöfnunin stund- uð að tjaldabaki en nú hefur ís- landsbanki komið fram á sjónar- sviðið og Landsbankinn í kjölfarið, þannig að hin framvirku hluta- bréfaviðskipti eru stunduð fyrir opnum tjöldum. Það er hins vegar alveg ljóst, að þessi vinnubrögð ganga þvert á markmið og yfirlýsta stefnu ríkis- stjórnarinnar um dreifða eignar- aðild að ríkisbönkunum. íslands- banki er í einkaeign og ríkið hefur því ekkert yfir honum að segja. A hinn bóginn er ljóst, að ríkis- stjórnin hefur mikið um málefni ríkisbankanna að segja og spurn- ing hvort hún er tilbúin að láta þá taka þátt í þessum leik. Eða er yf- irlýsing Landsbankans kannski til marks um að ríkið ætli ekki að láta Islandsbanka komast upp með þetta? Má líta á viðbrögð Landsbankans sem mótleik ríkis- ins? xxx FLEST bendir til þess að ríkis- stjórnin verði að fara aðra leið til þess að tryggja að markmið hennar nái fram að ganga. Sl. sum- ar lét Davíð Oddsson, forsætisráð- herra, í ljósi þá skoðun í samtali við Morgunblaðið, að enginn einn aðili ætti að eiga meira en 5-8% í bönk- um og ef Víkverji man rétt hafði forsætisráðherra við orð að vera mætti að lögfesta ætti slík ákvæði. Nú er spurningin, hvort það er ekki eina færa leiðin að setja ein- faldlega í lög ákvæði um eignarhlut einstakra aðila og tengdra aðila í bönkunum til þess að eignaraðildin verði nægilega dreifð. Það verður fróðlegt að sjá hver viðbrögð ríkis- stjórnarinnar verða við þessum tíð- indum. XXX AÐ ER alveg ljóst, að öllum al- menningi mun ekki hugnast það, ef niðurstaðan verður sú, að örfáir aðilar eignist ríkisbankana alla eða skipti þeim á milli sín með einhverjum hætti. Og svo er auð- vitað spurning, hvort útspil Is- landsbanka verði til þess að aðrir aðilar í fjármálaheiminum hefji skipuleg kaup á hlutabréfum í þeim banka til þess m.a. að skapa jafnvægi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.