Morgunblaðið - 08.12.1998, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.12.1998, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Upplýst um radar- stöðvar í Færeyjum Kaupmannahöfn. Morgfunblaðið. Reuters „Nýr Taívania BANDARIKIN ráku í kalda stríð- inu fjarskiptastöðvar í Færeyjum í skjóli þess að um radarstöðvar á vegum NATO væri að ræða. Þar með braut danska stjórnin vísvit- andi gegn þeirri yfirlýsingu Hans Hedtofts frá árinu 1953 þess efnis að enginn erlendur her yrði á danskri grund á friðartímum. Að sögn Jyllands-Posten eru þrír færeyskir sagnfræðingar að vinna að skýrslu um efnið og verður hún kynnt á næsta ári. Færeyingar, sem kjósa sjálfstæði eyjanna, álíta málið enn eitt dæmi um svik Dana við Færeyinga, meðan Högni Hoydal, varalögmaður eyjanna, segir að eft- ir bankamálið séu Færeyingar orðnir svo vanir að Danir fari á bak við þá að málið muni tæplega verða stórmál í eyjunum, auk þess sem aðstæður í öryggis- og vamarmál- um geri leynimakkið skiljanlegt. Blaðamenn „Jyllands-Posten hafa fundið skjöl í bandarískum skjalasöfnum, sem sýna að í upphafi sjöunda áratugarins sömdu Banda- ríkjamenn og Danir um það bak við tjöldin að Bandaríkjamenn fengju að setja upp fjarskiptastöðvar í Færeyjum um leið og reist var rad- arstöð Nato við Þórshöfn. Stöðvarn- ar voru þó eingöngu starfræktar af Bandaríkjamönnum og voru liður í varnarkerfí þeirra. Annarri stöðinni var ætlað að vara við sovéskum eld- flaugaárásum, hinni að vísa banda- rískum kjamorkukafbátum rétta leið. Skjölin sýna að í bandaríska sendiráðinu í Kaupmannahöfn höfðu menn áhyggjur af að upp kæmist um raunverulegt hlutverk stöðvanna og því yrðu menn að vera tilbúnir að útskýra gildi þeirra og mikilvægi. Skjölin gefa vísbending- ar um að danska stjórnin hafi í þessu máli haft sömu afstöðu og varðandi bandarísk umsvif á Græn- landi. Best hefði verið að vita sem minnst, sem í raun gaf bandarísku stjórninni frjálsar hendur og þá bæði á Grænlandi og í Færeyjum. Þótt málið komi Færeyingum og færeysku landstjórninni nú í opna skjöldu er óvíst að færeyskir ráða- menn á tímum kalda stríðsins hafí verið óvitandi um bandarísku um- svifm á eyjunum. I þessu litla sam- félagi duldist engum að Bandaríkja- menn voru við störf í stöðvunum og þótt þeir væru kallaðir tæknimenn var uppi orðrómur um að þetta væru hermenn. Bæði danskir og færeyskir ráðamenn höfðu góðar og gildar ástæður til að þegja um stöðvarnar, þar sem þær kæmu einnig færeyskum og dönskum varnarhagsmunum til góða. Talsmenn sjálfstæðra Færeyja hafa hent málið á lofti sem enn eitt dæmi um hvernig danska stjórnin hafi farið á bak við eyjaskeggja. Hpgni Hoydal varalögmaður segir í samtali við Jyllands-Posten að vís- ast komi fréttirnar nú einhverjum á óvart, en að mörgum Færeyingum hafi verið ljóst hvernig í pottinn var búið. Hann bendir ennfremur á að á sviði varnar- og öryggismála sé það algengt að ekki sé sagður allur sannleikurinn, einmitt í öryggis- skyni. „Og á þessu sviði höfum við alltaf verið vanir því að danska stjórnin geri nákvæmlega það sem henni hentaði." Einnig er hann á því að eftir bankamálið, sem Færeying- ar álíta margir að sýni sviksemi Dana, komi Færeyingum fátt á óvart. KOSNINGAR voru á Taívan á laugardag og bar stjórnarílokk- urinn, gamli Koumintang-flokk- urinn, sigur úr býtum. Vann hann einnig í borgarstjórakosn- ingum í höfuðborginni, Taípei, og endurheimti hana úr höndum stjórnarandstöðunnar. Ma Ying- jeou, væntanlegur borgarstjóri, er hér í hópi stuðningsmanna sinna en í kosningabaráttunni kvaðst hann vera „nýr Taívani“, sem myndi sætta afkomendur „innfæddra" Taívana og afkom- endur kínversku þjóðernissinn- anna, sem flýðu til Taívans eftir ósigurinn fyrir kommúnistum 1949. Reuters Annan hitti Gaddafí Viðræðurnar sagðar afar gagnlegar Abu Dhabi, London. Reuters, The Daily Telegraph. KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er „hæfilega bjartsýnn“ á að Líbýustjóm fram- selji tvo Líbýumenn til Hollands, sem grunaðir eru um að hafa staðið á bak við sprengjutilræði í bandarískri þotu yfir skoska bænum Lockerbie árið 1988, eftir viðræður hans við Muammar Gaddafí, leiðtoga Líbýu, um helgina. Hafði Esmat Abdel- Meguid, framkvæmdastjóri Samtaka arabaþjóða, þetta eftir Annan í gær, en þeir ræddu saman í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmun- um. 270 biðu bana í tilræðinu. Annan kvaðst á laugardag, að af- loknum fundinum með Gaddafi í búð- um einræðisherrans í eyðimörkinni, hafa náð „umtalsverðum árangri" í viðleitni sinni til að fá Gaddafi til að láta mennina af hendi. „Viðræðurnar voru gagnlegar og Líbýustjórn hefur staðfest að henni var alvara þegar hún sagðist reiðubúin að leita lausn- ar á Lockerbie-deilunni. Líbýumenn hafa einnig samþykkt að réttarhöld fari fram í hlutlausu landi og segjast trúa því að hægt sé að finna svör við öllum öðrum atriðum sem eftir leifir af í þessu máli,“ sagði Annan. Er ekki talið útilokað að Líbýu- mennirair tveir,verði framseldir til Haag í Hollandi, þar sem málsaðilar hafa sæst á að verði réttað í málinu, fyrir 21. desember næstkomandi en þá eru tíu ár liðin frá hannleiknum. Sagði fulltrúi lýbíska utanríkisráðu- neytisins að samkomulag um framsal mannanna væri „innan seilingar“. Repúblikanar að herðast í andstöðunni við Clinton Lögfræðingar Hvíta hússins verja forsetann fyrir dómsmálanefnd í dag og á morgun Washington. Reuters. LÖGFRÆÐINGAR Hvíta hússins munu fá 30 klukkustundir á tveim- ur dögum til að færa fram vörn sína í málinu gegn Bill Clinton, forseta Bandaríkjanna. Var það samþykkt í dómsmálanefnd fulltrúadeildarinn- ar, sem jafnframt lagði áherslu á, að hún myndi ekki hvika frá því að hefja umræður um hugsanlega málshöfðun á hendur Clinton í þessari viku. Lögfræðingar Clintons höfðu farið fram á að fá fjóra daga fyrir málsvörnina en á það var ekki fall- ist. Fá þeir 15 klukkustundir í dag og jafn langan tíma á morgun og umræður í dómsmálanefndinni um mál forsetans verða á fimmtudag og föstudag. Búist er við, að nefnd- in leggi til, að höfðað verði mál á hendur forsetanum fyrir að minnsta kosti eitt atriði varðandi Lewinsky-málið og myndi þá full- trúadeildin taka afstöðu til þess í næstu viku. Ef deildin samþykkir málshöfðun verður efnt til réttar- halda í öldungadeildinni en þar þarf aukinn meirihluta, tvo þriðju at- kvæða, til að koma Clinton úr emb- ætti. Repúblikinn Bob Livingston, væntanlegur forseti fulltrúadeild- arinnar, sagði um helgina, að hann vonaðist til, að fulltrúadeildin gæti afgreitt málið íyrir áramót en vildi hins vegar ekkert um það segja hver afstaða hans sjálfs væri til málshöfunar gegn Clinton. Ur fjórum dögum í tvo Thomas Mooney, eins konar framkvæmdastjóri dómsmála- nefndarinnar og helsti ráðgjafi, segir í bréfi til lögfræðinga Clint- ons, að þeir geti fengið sinn tíma til að færa fram vörnina en nefndar- mönnum leyfist hins vegar að bera upp spurningar við þau vitni, sem þeir kalli til. Segir hann einnig, að ýmsar tiltekjur lögfræðinganna að undanfömu hafi ekki verið til ann- ars en að tefja fyrir og beina at- hyglinni frá staðreyndum málsins. Jim Kennedy, talsmaður Hvíta hússins, sagði á sunnudag, að Kenneth Starr, sem rannsakaði Clinton-málin, hefði unnið að því í fjögur ár, kostað til þess 2,8 millj- örðum ísl. kr. og síðan hefði dóms- málanefndin skoðað málið í fjóra mánuði. Ósk Hvíta hússins um fjóra daga vegna málsvarnarinnar hefði hins vegar verið skorin niður um helming. Staða Clintons verri en talið var? Sumir repúblikana saka Hvíta húsið um að reyna að draga málið fram yfir áramót eða þar til nýtt þing tekur til starfa en þá minnkar meirihluti repúblikana í fulltrúa- deildinni um fimm þingsæti vegna niðurstöðu kosninganna í nóvem- ber. Henry Hyde, formaður dóms- málanefndarinnar, segist þó vera staðráðinn í að ljúka málinu fyrir áramót. Búist er við, að mjótt verði á mununum í atkvæðagreiðslu full- trúadeildarinnar en margir telja samt, að staða Clintons sé verri en almennt var álitið í siðasta mánuði. Svörin, sem hann gaf við 81 spurn- ingu dómsmálanefndarinnar, þykja einkennast af undanbrögðum og hroka og hefur það orðið til að stappa stálinu í repúblikana, líka þá, sem ekki voru hlynntir máls- sókn á hendur forsetanum. Hefur ekkert lært John Conyers, oddviti demókrata í dómsmálanefndinni, sagði aftur á móti í viðtali við NJBC-sjónvarps- stöðina, að í höndum repúblikana væri þessi málarekstur allur orð- inn hinn „geðveikislegasti" og augljóst, að þeir hefðu ekkert lært af niðurstöðum kosninganna 3. nóvember. „Ég hef verið að reyna að fá hina fáu vini mína í Repúblikana- flokknum til að skilja, að þeir væru grafa sjálfum sér gröf. Þeir geta ekki máð út 3. nóvember. Hann rann upp eins og aðrir dagar. Spyrjið bara Newt Gingrich," sagði Conyers. Fjármál ESB til endurskoðunar ÞÝZKA ríkisstjórnin vill á leiðtoga- fundi Evrópusambandsins (ESB), sem fram fer í Vín um næstu helgi, beita öllum þeim þrýstingi sem hún getur til að aðhaldssemi verði gætt við endurskoðun íjái'mála sam- bandsins, sem nú er í gangi á grundvelli hinnar svokölluðu „dag- ski’ár 2000“ („Agenda 2000“), sem framkvæmdastjórn ESB lagði fram í fyrra, en hún inniheldur tillögur að uppstokkun fjármögnunar landbún- aðarkerfisins og byggða- og þróun- arsjóða ESB, auk breytts fjárlag- aramma sambandsins fyrir tímabil- ið 2000-2006. Þýzka stjórnin vill að þak verði sett á útgjöld úr sameiginlegum sjóðum sambandsins eftir að til fjölgunar aðildarríkja kemur, sem gert er ráð fyrir að gerist á þessu tímabili. Auk þess þrýstir hún á um að fá greiðslur Þjóðverja til ESB lækkaðar, en eins og fer 22 milljörð- um marka (900 milljarða króna) ár- lega meii’a af skattfé Þjóðverja í sjóði ESB en þeir fá greitt úr þeim. Bretar verjast Giinther Verheugen, aðstoð- arutanríkisráðherra Þýzkalands, sagðist á fundi utanríkisráðherra ESB í Brussel á sunnudag bjart- sýnn á að samkomulag næðist á leiðtogafundinum um nokkur grundvallaratriði fjárlagaramma sambandsins fyrir árin 2000-2006. Einkum vegna þessa þrýstings Þjóðverja um lækkaðar greiðslur til ESB hefur aukizt þrýstingur í þá veru að Bretar fái ekki lengur að njóta þeirra sjálfvirku endur- greiðslna sem Margaret Thateher, þáverandi forsætisráðherra Bret- lands, samdi um árið 1985. Hollend- ingar og ítalir eru líka mjög áfram um að samið verði upp á nýtt um þetta fyiirkomulag. Robin Cook, utanríkisráðherra Bretlands, varðist þessum þrýst- ingi. „Það krefðist samhljóða sam- þykkis að breyta þessu. Sú breyting verður ekki. Við þurfum á endur- greiðslunum að halda og við erum sammála því sem framkvæmda- stjórnin hefur sagt, að þær eigi rétt á sér,“ sagði hann. Krstic segist saklaus RADISLAV Krstic, hershöfð- ingi í her Bosníu-Serba og bandamaður Radovans Kara- dzic, fyrrverandi leiðtoga Bosníu-Serba, sem tekinn var höndum í síðustu viku, bar fyrir stríðsglæpadómstól Sa- meinuðu þjóðanna í Haag í gær að hann væri saklaus af þeim ákærum sem á hann eru bornar, en hann er sakaður um að vera meðábyrgur fyrir þjóðarmorði. Hann stjórnaði aðgerðum er hermenn Bosníu- Serba sölluðu niður þúsundir múslímskra íbúa bæjarins Srebrenica árið 1995.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.