Morgunblaðið - 08.12.1998, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 08.12.1998, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1998 45 MENNTUN Prófatími Islenskir nemendur þreyta prófín í desember. Þau standa nú sem hæst í framhaldsskólum og eru fram að jólum í háskólum. Gunnar Hersveinn kynnti sér námstækni nemenda og hvaða ráð væru vænleg gegn prófkvíða sem herjar á þá. Prófkvíði getur truflað einbeitingu og valdið tímabundnu minnisleysi. Námstækni og prófkvíði nemenda # Munnleg endursögn skerpir sýn nemanda á efnið og eflir minnið. / # „Eg fell örugglega á þessu prófí,“ segir nemandi með lágt sjálfsmat. SKRIFLEG próf fara iðu- lega þannig fram að nem- endur sitja í kyi’rð við borð og glíma við spurningar á blaði undir eftirliti kennara. Prófíð stendur, eftir því hvort um er að ræða menntaskóla eða háskóla, í eina til fjórar stundir. Þessa dag- ana þreyta nemendur landsins prófin, en hvernig búa þeir sig und- ir þau og hvernig bregðast þeir við prófkvíðanum? Námstækni nemenda getur ráðið miklu um hvernig þeir standa sig á prófum. Engin námstækni er til sem skilar öllum ái'angri, heldur þarf hver nemandi að kynna sér hinar ýmsu aðferðir og laga að sjálfum sér. Bara að gera eitthvað virðist skila nemendum árangiú, eins og til dæmis að strika undir með blýanti. Námstækni er einnig líkleg til að draga úr prófkvíða því hún leiðir oftast til þess að nem- andinn lærir að þekkja sjálfan sig betur sem námsmann. Nemendum í bóklegum fógum hefur reynst vel að búa til nýjar glósur með því að blanda saman glósum úr tímum og eigin glósum upp úr kennslubókinni um leið og hún er lesin. Þannig tekst nemand- anum að safna öllum aðalatriðun- um saman á einn stað. Þessa glósu- bók reiðir hann sig svo á daginn fyrir prófín og leggur sjálfri kennslubókinni. Þetta fyrirkomu- lag er réttlætt með því að hann hafi einungis skamman tíma til að svara hverri spurningu á prófinu og verði að koma öllum aðalatriðunum frá sér á hnitmiðaðan hátt og ef það tekst sýnir það einnig skilning hans. Ef nemanda tekst að búa til haldgóða glósubók minnkar það líkurnar á því að hann gleymi aðal- atriðum. I prófinu sjálfu getur hann svo spunnið út frá þeim til að sýna færni sýna. En hægt er að gera fleira við glósubókina og taka fleiri skynfæri með í dæmið en augun. Mörgum reynist vel að lesa efnið upphátt og taka textann upp á seg- ulband til að hlýða á síðar. Þannig er hægt að virkja heyrnina í nám- inu. Hugmyndaflug þarf sennilega til að efla minnið með því að taka lyktar-, bragð- og snertiskyn í þjónustu námstækninnar. Endursögn, kennsla og skipulag Önnur árangursrík námstækni er til dæmis endursögn. Hún felst í því að nemandi les kafla í kennslu- bókinni og endursegir öðrum efni hans en engu máli skiptir hver hlýðir á. Það að korna innihaldinu í eigin orð og gera það öðrum skilj- anlegt auðveldar nemandanum að koma því frá sér skriflega síðar meir og skerpir skilning hans. Besta aðferðin til að læra og skilja efni er að kenna öðrum það. Nemendur bregða stundum á það ráð að kenna hver öðrum til dæmis stærðfræði og uppgötva þeir iðu- lega að kennslan hjálpar þeim til að komast að réttum niðurstöðum. Það er líkt og kennslan stilli hug- ann til að koma efninu frá sér á sem skiljanlegastan hátt. Skipulag í prófum vegur þungt en það felur í sér að nemandinn býr til dagskrá fyrir hvert próf. Morgunninn reynist sérlega vel fallinn undir próflestur ef nemandi er vel sofinn. Þá eru heilastöðvarn- ar ferskar eftir drauma næturinn- ar og eirðarleysið hefur ekki enn látið á sér kræla. Morgunninn nýt- ist mörgum betur en síðdegið og kvöldið samanlagt. Skipulag felur í sér stundaskrá sem segir til um hvenær skuli lesið og hvenær slakað á, borðað og sofið. Galdurinn er að raða degin- um rétt upp og þarf hver nemandi að finna eigin leiðir að því mark- miði. Hvað er prófkvíði? Námstækni og gott skipulag hjálpar nemendum til að ná betri árangri í prófum. Hæfilegar áhyggjur á prófatímanum eru í góðu lagi en prófkvíðinn getur reynst sumum erfið glíma. En hvað er prófkvíði? Auður R. Gunnarsdóttir sál- fræðingur hefur haldið námskeið fyrir háskólanemendur og fram- haldsskólanemendur sem stríða við kvíða þar sem kenndar eru aðferð- ir til að takast á við prófkvíða. Hún starfar hjá Námsráðgjöf Háskóla Islands og rekur eigin sálfræði- stofu. „Prófkvíði getur verið ástandskvíði sem beinist að til- teknu prófi, lokaprófi, stúdent- sprófi eða prófi sem er mikilvægt í augum nemandans," segir Auður. „Prófkvíði getur einnig verið lynd- iseinkunn þar sem tilhneiging til að kvíða aðstæðum þar sem lagt er mat á frammistöðu er langvarandi og stöðug. í hvoru tilvikinu fyrir sig er um sterk tilfinningaviðbrögð að ræða, sem koma til vegna óttans við að mistakast í prófi eða aðstæð- um þar sem mat á frammistöðu fer fram.“ Hún segir að ákveðin streita í prófum geti hvatt nemandann til dáða, fleytt honum yfir hindrandir og aukið árvekni hans. En hann geti líka verið lamandi og hamlandi tilfinning sem tniflar einbeitingu og minni og veldur sífelldum áhyggjum af frammistöðu í prófun- um og stöðugi-i vanlíðan og spennu. Prófkvíði getur þannig valdið því að frammistaða nemandans á prófi er undir getu. „Ég get aldrei lært þetta allt“ En hvemig birtist prófkvíði? „Hann birtist í ýmsum myndum. Algengt er að nemandinn finni til ■ NÁMSTÆKNIN og prófkvíðinn hefur áhríf. Próf í Menntaskólanum við Hamrahlíð föstudaginn 4. desember 1998, klukkan 13. m % bí. ■iRIP&'! Morgunblaðið/Árni Sæberg PRÓFKVÍÐI getur verið lyndiseinkunn," segir Auður. líkamlegra einkenna eins og lystar- leysis, uppsölu og niðurgangs þeg- ar matar er neytt, minnkandi mót- stöðu við umgangspestum, og svefntruflana," segir hún, „þessu ástandi fylgir mikil vanlíðan og hefur áhrif á skapferli nemandans, hann er vart með sjálfum sér, upp- stökkur og pirraður og hans nán- ustu þekkja hann ekki fyrir sama mann. Sífelldar áhyggjur af próf- unum koma fram löngu áður en próftímabilið hefst.“ Hún segir að áhyggjurnar ein- kennist af lágu sjálfsmati og van- mati og koma fram í hugsunum eins og „ég fell örugglega á þessu prófi“, „ég get ekki skilið þetta námsefni", „ég get aldrei lært þetta allt“, „ég er svo vitlaus". Sumir nemendur finna mest til prófkvíða skömmu fyrir próf eða rétt áður en til prófs kemur en ná síðan tökum á sér í prófinu sjálfu. Aðrir finna einnig til kvíða í próf- inu sjálfu og sitja þá fyrstu mínút- urnar eða lengur, handlama og finnst þeir ekki muna neitt af því sem þeh- hafa lært. „Einföldustu atriði verða erfið eins og það að þeir muna ekki kennitöluna sína,“ segir hún. „Þessir nemendur kvíða því að „lokast“ á prófi og að geta ekki komið þekkingunni frá sér. Dýr- mætur tími fer til spillis og nem- andinn nær ekki tökum á sér.“ Iðu- lega er hinn prófkvíðni einnig upp- tekinn af því hvað aðrir nemendur eru að gera í prófinu. Hversu vel öðrum gengur en honum sjálfum illa. Ráð gegn prófkvíða En hvaða ráð eru til handa nem- endum sem uppgötva núna í des- ember að prófkvíðinn hindrar þá? „Það er mikilvægt fyrir nemanda sem finnur til prófkvíða að reyna að breyta sem minnst útaf dagleg- um venjurn," segir Auður. „Það er að segja matarvenjum og svefn- venjum og fá góða hvfld á milli lestrarlota. Stuttar gönguferðir eða sund hjálpa til við að hreinsa hugann og kalla fram eðlilega slök- un.“ Hún segir mikilvægt að skipu- leggja próflestur með því að for- gangsraða námsefni eftir vægi. Leggja áherslu á upprifjun en ekki ýtarlestur. Rifja fyrst upp efni sem nemandinn hefur þegar öðlast nokkuð góða kunnáttu í, þannig að geymd þess sé tryggð. Forðast að læra nýtt námsefni á síðustu stundu. Skipta námsefninu upp í efnisþætti sem nemandanum finnst viðráðanlegt að vinna með hverju sinni og einbeita sér að einu verki í einu. Bægja í burtu hugsunum um annað á meðan. Hrósa sjálfum sér og umbuna með einhverjum hætti í lok hverrar lestrarlotu og í lok hvers prófs. Stöðva neikvæða um- ræðu um próf og forðast að taka þátt í slíkri umræðu. Temja sér uppbyggjandi sjálfstal, þar sem kunnátta og styrkleikar koma fram í stað niðurrifsstarfsemi sem bara eykur Mkurnar á mistökum. „Vís- asta leiðin til að árangur á prófi verði undir getu er að draga mátt- inn úr sjálfum sér með stöðugu vanmati og áhyggjum af slökum árangri,“ segir hún. „Nemendur sem eru í skólum þar sem starfa námsráðgjafar ættu að leita til þeiiTa. Oft geta þeir veitt ráðgjöf og stuðning við próf- kvíða. Sumir skólar koma til móts við nemendur með prófkvíða þannig að tímamörk í prófum eru rýmkuð og þeir taka prófin í fá- menni. Slík úrræði geta hjálpað nemanda að ná tökum á sér í prófi og hefjast handa. Óttinn við tíma- hrak verður ekki eins mikill og nemandinn leyfir sér að verja ein- hverjum tíma í að róa sig niður. Stundum þarf hinn prófkvíðni vægt svefnlyf eða kvíðastillandi lyf á próftímabilinu sem er þá gefið samkvæmt læknisráði," segir Auð- ur. Langvarandi kvíði Prófkvíðinn mun væntanlega leika einhverja illa í desember - hvað geta þeir gert til að búa sig undir voi’prófin? „Hjá sumum nem- endum er prófkvíðinn langvarandi og fastur í sessi þannig að nemand- inn á erfitt með að vinna bug á honum nema sérstök aðstoð komi til. Þó að sérúrræði í skólanum og lyf við kvíða geti verið mikilvægt inngrip þegar um mikinn prófkvíða er að ræða er einnig mikilvægt að freista þess að nemandinn geti sjálfur lært smám saman að ráða niðurlögum prófkvíðans. Náms- ráðgjafar geta oft veitt slíka ráðgjöf eða vísað á rétta aðila þeg- ar sérstakrar meðferðar er þörf,“ segir Auður. <§> mbjjs -ALLTAf= GITTH\0\Ð A/ÝTT skólar/námskeið ýmislegt ■ Tréskurðarnámskeið Fáein pláss iaus í janúar nk. Hannes Flosason, sími 554 0123.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.