Morgunblaðið - 08.12.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.12.1998, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ^/Álftamyrár-T ^7 sk®y undirgöng Fram. heimili Óskin er um göngubrú á móts við Fram-heimilið /; Tekin hefur verið ákvörðun um byggingu göngubrúar á móts við Grundargerði * Qsk um göngubru yfír Miklubraut við Fram-heimilið Aðalskipulag gerir ekki ráð fyrir brú EKKI er gert ráð fyrir göngu- brú yfir Miklubraut milli Háa- leitisbrautar og Kringlumýrar- brautar á gildandi Aðalskipu- lagi Reykjavíkur en íbúar í ná- grenninu hafa óskað eftir að göngubrú verði sett yfír götuna á móts við Fram-heimilið. Sam- kvæmt fjárhagsáætlun borgar- innar er gert ráð fyrir að reist verði ný göngubrú yfír Miklu- braut til móts við Grundargerði á árinu. „Á skipulagi er ekki gert ráð fyrir göngubrú yfir Miklubraut til móts við Fram-heimilið,“ sagði Sigurður Skarphéðinsson gatnamálastjóri. Benti hann á ágæt göngu- tengsl yfír götuna á ljósum uppi við Háaleitisbraut og önnur niðri við Kringlumýrarbraut auk þess sem undirgöng væru til móts við Kringluna. „Eg hefði kosið að skoðaður yrði sá möguleiki að setja upp girðingu í miðeyjunni þannig að ekki væri hægt að fara yfir göt- una annars staðar en á ljósum eða um undirgöngin,“ sagði hann. „Þarna eru fímm akrein- ar, hröð umferð og Ijölmenn íbúðahverfi og augljóst að eitt- hvað þarf að gera. Eg hefði því talið eðlilegast að varna því að fólk færi yfír götuna á meðan áttum er náð því brúin er ekki á áætlun og það tekur þónokkurn tíma ef vilji er til að setja hana upp í framtíðinni.“ Sigurður sagði að endanleg staðsetning göngubrúar yfír Miklubraut til móts við Grundar- gerði lægi ekki fyrir fyrr en samningar hafa tekist við lóðar- eigendur í Skeifunni norðan við götuna. „Það er búið að ákveða leguna í meginatriðum,“ sagði hann. „En við verðum að hafa samráð við lóðarhafa og þeim samningum er ekki lokið.“ Sagði hann að samið yrði við sömu hönnuði og hönnuðu göngu- brúna við Rauðagerði og að tek- ið yrði mið af þeirri brú. „Við ætlum að reyna að ná niður kostnaði með því að nýta eins og hægt er þær teikningar sem þegar liafa verið unnar af þeirri bi-ú,“ sagði hann. Formaður Fram um kæru KR vegna notkunar nafns Segir málatilbúnað KR vera fráleitan SVEINN Andri Sveinsson, formað- ur Fram, segir að kæra Knatt- spyrnufélags Reykjavíkur til Sam- keppnisstofnunar vegna nafnsins Fram - Fótboltafélag Reykjavíkur, komi mjög á óvart vegna þess að Fram hafi ekki fengið svo mikið sem eitt bréf frá KR um þetta efni. Mála- tilbúnaður KR sé auk þess fráleitur. Hlutafélagið Fram - Fótboltafélag Reykjavíkur lagði inn beiðni til Einkaleyfastofu í september sl. um nafnið Fótboltafélag Reykjavíkur og FC Reykjavík. Sveinn Andri segir að nafn hluta- félagsins sé Fram - Fótboltafélag Reykjavíkur. Ekki sé hægt að kippa út hluta nafnsins og halda því síðan fram að afgangur þess líkist nafni annars félags. Auk þess sé þarna um að ræða nafn á hlutafélagi sem á engan hátt sé aðili að íþróttahreyfingunni. „Þetta er félag sem Knattspyrnufé- lagið Fram hefur samið við um að annast fyrir sig rekstur á meistara- flokki og 1. og 2. flokki. ÍSÍ og íþróttahreyfingin kemur því ekkert að þessu máli,“ segir Sveinn Andri. Hann segir að þar fyrir utan sé alls ekki um sama nafn að ræða held- ur sé hluti af því samheiti rétt eins og nafn KR. „Samkvæmt þeirra túlkun gæti félag ekki borið heitið Knattspyrnufélagið Fálkinn þar sem það er samheiti við Knattspyrnufé- lagið Valur. En það sem skiptir hvað mestu máli er að Knattspyi'nufélagið Fram hét Fótboltafélagið Fram Reykjavík áður en íslenskusinnaðir aðilar breyttu nafninu. Breytingin yfir í Fram - Fótboltafélag Reykja- víkur er því ekki stórvægileg,“ segir Sveinn Andri. KR getur ekki eignað sér nafn Reykjavíkur Bein þýðing á nafninu á ensku sé Reykjavik Football Club og rök KR séu þau að það sé einmitt það nafn sem þeir noti. Ekki þurfi annað en að skoða tilkynninguna til hlutafélaga- skrár til að sjá að félagið er kallað upp á ensku Fram FC Reykjavik. Þar fyrir utan hafi Fram ávallt keppt undh- heitinu Fram Reykjavik í Evrópukeppni og Valur haft heitið Valur Reykjavik. Hætta á ruglingi liggi því í notkun á nafninu Reykja- vík. „Það er útilokað að KR geti eignað sér nafn Reykjavíkurborgar," segir Sveinn Andri. Sveinn Hjörtur Hjartarson, hagfræðingur LÍÚ Gífuryrðum olíufélaganna vísað á bug SVEINN Hjörtur Hjartarson, hag- fræðingur hjá Landssambandi ís- lenskra útvegsmanna, segist standa við þau orð sín að engin breyting hafi orðið á verði á olíu hérlendis síðustu þrjá mánuði. Hann segir að olía til skipa sé á bilinu 3,73 kr. til 5,15 kr. dýrari hver lítri hérlendis en á fimm stöðum erlendis þar sem hann hafi kannað verð í gær. Sveinn Hjörtur kveðst vísa á bug gífuryrð- um forstjóra olíufélaganna í sinn garð sem dauðum og ómerkum. Sveinn Hjörtur segir að í Noregi sé útgerðarmönnum boðin olía um borð í fiskiskip á 6,96 kr. lítrann. Sé siglt með olíu út á nimsjó og hún seld þar um borð er verðið 9,13 kr. í Hirtshals í Danmörku fáist olía á 7,67 kr. lítrinn, 7,14 kr. lítrinn í Hull í Englandi, 8,15 kr. lítrinn í Brem- erhaven í Þýskalandi og í Færeyj- um sé opinbera verðið hjá Shell 9,09 kr. lítrinn en Sveinn Hjörtur segir að verðið sé lægra í raun, eða 8,56 kr. lítrinn. Fjöldi kaupir olíu á listaverði „Þetta er það verð sem íslenskum fiskiskipum er boðið í dag. For- svarsmönnum olíufélaganna er vel- komið að nálgast hjá mér símanúm- er, kanna þetta sjálfir og leita sér að nýjum birgjum óski þeir þess. Olíu- félögin hér eru langt í frá að bjóða sambærilegt verð og er í nálægum löndum. Ég stend við þá fullyrðingu og vitna til þessara verða sem eru gefin út 7. desember sl.,“ segir Sveinn Hjörtur. Hann segir að útsöluverð í fyrr- greindum löndum sé í meira sam- ræmi við verð á Rotterdammarkaði en verð hér á landi. „Varðandi orð Kristins Björnssonar, forstjóra Skeljungs, um að ekkert sé að marka verðski-á fyrirtækisins vil ég segja það að ég miða fyrst og fremst við það verð sem fyrirtækið gefur upp. Fjöldinn allur af mínum umbjóðendum kaupir olíuna á því verði. Ég veit hins vegar að þeir sem staðgreiða olíuna og gera magnsamning fyrir eitt ár fá 3-4% staðgreiðsluafslátt," segir Sveinn Hjörtur. Hann kveðst ekki kannast við tryggingar af því tagi sem Kristinn nefnir að viðskiptavinir fyrirtækis- ins geti keypt til að verð á olíu til þeirra fylgi betur breytingum á heimsmarkaði. „Það er ekki heldur verið að bjóða viðskiptavinum heimsmark- aðsverð heldur er örfáum stórum viðskiptavinum boðið að verðið sveiflist í takt við markaðsverð er- lendis sem er sama krafa og ég fer fram á fyrir íslenska útvegsmenn," segir Sveinn Hjörtur. Frumvarp til laga um breytingu á iögum um opinber mál Rannsókn heim- iluð á rangri fangelsisvist FYRIR ríkisstjórnarflokkunum ligg- ur stjómarfrumvarp til laga um breytingu á lögum um meðferð opin- berra mála. Verði það samþykkt á Alþingi verð- ur komin lagaheimild fyrir ríldssak- sóknara á því að hefja opinbera rann- sókn á tildrögum þess að Magnús Leópoldsson sat saldaus í gæsluvarð- haldi á fjórða mánuð vegna rannsókn- ar á hvarfi Geirfinns Einarssonar fyr- Greiddi fyrir vatnsnotkun í óbyggðum skúr Innheimta byggðá samþykkt VEITUSTOFNANIR Hvera- gerðis funda í dag um niður- stöðu dóms Héraðsdóms Suð- urlands, sem kveðinn var upp á föstudag. Var hitaveita bæjar- ins dæmd til að endurgreiða burtfluttum Hvergerðingi 43 þúsund ki’ónur fyrir vatnsnotk- un í bílskúr, sem aldrei var byggður. Um þrjátíu ár eru síðan hita- veitan fór að taka gjald fyrir vatnsnotkun í bílskúmum óbyggða, en skýringu á gjald- tökunni má finna í heimild hita- veitunnar til að taka gjald fyrir vatnsnotkun á hvern fermetra í sérhverju húsnæði, sem á ann- að borð hefur fengist bygging- arsamþykkt fyrir hjá bænum, burtséð frá því að hversu mikl- um hluta eigandi hefur nýtt sér byggingarleyfið. „Það kemur fram á reikning- um okkar af hversu miklu flat- armáli við erum að innheimta og ef menn reka augun í það að það sé meira en þeir hafa byggt, þá er hægt að fá leið- réttingu á því,“ segir Guð- mundur Baldursson veitustjóri. Leiðréttingin felst í að fella nið- ur byggingarleyfi og þar með lækkun á fermetrafjölda til samræmis við flatarmál hús- næðis sem byggt var. ir rúmum tveim áratugum. Þá laga- heimild vantaði þegar Magnús óskaði eftir slíkiá rannsókn hjá ríkissaksókn- ara á síðastliðnu sumri. Jón Steinar Gunnlaugsson hæsta- ,, réttarlögmaður ritaði dómsmálai’áð- herra bréf fyrir hönd Magnúsar, þess efnis að lagaheimildarinnar skyldi aflað. í einum þætti fram- varpsins er orðið við erindi bréfsins, því með frumvarpinu er opnað fyrir þann möguleika að hefja rannsókn mála þótt sakir séu fyrndar. Sú sé niðurstaða dómsmálaráðuneytisins og réttarfarsnefndar eftir að hafa farið yfir ósk Magnúsar Leópolds- sonar að sögn Þorsteins Pálssonar dómsmálaráðherra. „Efth- sem áður er það ákvörðun ríkissaksóknara í hverju tilviki að taka ákvarðanir um rannsókn, en þetta opnar möguleika á að slíkar rannsóknir geti farið fram,“ segir Þorsteinn. Mjög góðar fréttir Fleiri sátu saklausir í varðhaldi vegna rannsóknai’ Geh’finnsmálsins, þeirra á meðal Einar Bollason. Hann segir of snemmt að segja til um hvort hann muni einnig krefjast rannsókn- ar á tildrögum þess að hann sat í fangelsi, verði frumvai’pið að lögum, en segist engu að síður fagna fram- taki dómsmálaráðaráðherra. „Þetta eru vissulega mjög góðar fréttir, en ennþá betri verða þær þegar maður sér að þetta er komið fram og verður samþykkt,“ segir Einar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.