Morgunblaðið - 08.12.1998, Page 30

Morgunblaðið - 08.12.1998, Page 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ , Morgunblaðið/Ásdís STEFAN Pálsson, aðalbankastjóri Búnaðarbankans. „Einsleitni í lánveitingum, hvort sem þá er átt við of mikla áherslu á einstök fyrirtæki eða atvinnugreinar, er aldrei heppileg." ENGIN HÆTTA Á OFFRAMBOÐI Bankaheimurinn hér á landi breytist hratt þessi árin. Ríkisbankarnir eru orðnir hlutafélög og stefnt að einkavæðingu, verðbréfamarkaðurinn leikur æ mikilvæg- ara hlutverk. Sama er að segja um tengsl við erlend fjármálafyrirtæki og markaði. Kristján Jónsson ræddi við Stefán Pálsson, aðalbankastjóra Búnaðarbank- ans, í tilefni af hlutafjárútboði fyrir- tækisins sem hefst í dag. '3’759 Framlag Framlag í afskriftareikning í afskrifta- sem hlutfall af meðalútlánum reikning 1990-97 1990-97 2,31% ii 9,509 milljarðar kr. 2-°6% & 4,444 4,394 1,619 ' 1,48% 11 Lands- Islands- Spari- Búnaðar- Lands- íslands- Spari- Búnaðar- banki banki sjóðir banki banki banki sjóðir banki ÚNAÐARBANKINN hyggst nú nota heimild ráðherra og auka hlutafé sitt um 15% og verður það gert með útboði dagana 8.-11. desember. Er stefnt að skráningu á Verðbréfaþing fyrir þann tíma. Bréfin verða seld á genginu 2,15 sem merkir að raunverulega fjár- hæðin verður þá 700-800 milljónir og jafnframt að bankinn metur sjálfan sig á um 8,6 milljarða króna að útboðinu loknu en nafnverðið verður þá 4,1 milljarður. Ríkissjóð- ur mun áfram eiga 85% hlut í bankanum þar til annað verður ákveðið. Hagnaður af rekstri bankans varð 675 milljónir fyrstu níu mán- uði þessa árs samkvæmt bráða- birgðauppgjöri. I samtali við Stef- án Pálsson, aðalbankastjóra Bún- aðarbankans, kom fram að arðsemi eigin fjár var 15,5 að teknu tilliti til tekjuskatts en 20,5% fyrir skatta. Umsvifin hafa aukist hratt síðustu árin og um 17 milljarða eða 26% fyrstu níu mánuði ársins. Heildar- fjármagn Búnaðarbankans er nú um 88 milljarðar króna. Útlán viðskiptabanka og spari- sjóða hérlendis hafa að meðaltali aukist um 13% en athygli vekur að aukningin er 22% hjá Búnaðar- bankanum. Stefán segir að með nýju skipuriti hafi margt verið bætt í rekstrinum en bendir sér- staklega á hlutverk verðbréfasviðs- ins sem sett var á laggimar 1996. Með stofnun þess og með því að hafa slíka þjónustustofnun innan bankans sjálfs en ekki utan hans sé ávallt tryggt gott upplýsinga- streymi og málin séu unnin á rétt- um forsendum. Verðbréfasviðið annaðist undirbúning væntanlegs hlutafjárútboðs. Hjá verðbréfasviðinu vinna nú ríflega 40 af alls 565 starfsmönnum bankans og umsvif hafa vaxið hjá tölvudeild. Á öðrum sviðum bank- ans hefur starfsfólki í raun fækkað þrátt fyrir aukin umsvif. Starfs- fólki hefur fjölgað um 7% en bank- inn stækkað um 83% frá árslokum 1995. Þetta hefur styrkt bankann í innlendri og alþjóðlegri sam- keppni, að sögn Stefáns. Skilvirkari rekstur „Eg tel fullvíst að það verði mikill skortur á bréfum fremur en of- framboð," segir Stefán. ,Jlrðsemi eiginfjár hefur aukist hjá okkur. Við breyttum á sínum tíma skipu- ritinu til að bæta enn reksturinn og gera bankann skilvirkari. Innri mál voru færð á eina hendi og þannig fáum við betri yfirsýn. Verðbréfasviðið byggðum við upp til að bjóða þá valkosti sem markaðurinn krefst núna og það keppir í raun við verðbréfafyrir- tæki sem starfa hér. Við höfum fengið til okkar mjög vel menntað fólk, nýtt og ferskt blóð. Þessir starfsmenn þekkja markaðinn og við getum þess vegna tekið fullan þátt í útboðum, við höfum mann- skap sem kann að meta það sem býðst. Við gerðum skarpari skil milli þjónustu við fyrirtæki og einstak- linga um síðustu áramót. Fyrir- tækjasviðið hjá okkur, sem einnig er nýtt og verðbréfasviðið vinna nú í sameiningu að því að finna heild- arlausn í fjármálunum handa fyrir- tækjunum sem við eigum viðskipti við. Samstarfið milli sviðanna tveggja hefur gengið mjög vel. Með þessu móti losna menn við að leita til margra aðila um þjónustu. Og með þátttöku í útboðum á góð- um fyrirtækjum höfum við aukið umsvifin og þá stækkar efnahags- reikningurinn." Stefán er spurður hvort sú nið- urstaða Hæstaréttar að ákvæði í lögum um fiskveiðistjórnun stang- ist á við stjórnarskrána muni valda verðfalli í sjávarútvegsfyrirtækjum og hvort það muni breyta sam- keppnisstöðu Búnaðarbankans sem hefur lánað hlutfallslega minna fé til atvinnugreinarinnar en aðrir bankar. „Eg geri mér ekki grein fyrir því hvaða áhrif þessi niðurstaða muni hafa en eins og við túlkum dóminn núna óttumst við þetta ekki hvað varðar viðskiptaaðila okkar. Útlánastefna Búnaðarbankans hefur verið varkár. Við töldum að hlutdeild bankans í lánum til sjáv- arútvegsins mætti auka. Við höfum því að undanförnu lánað til nokk- un-a mjög öflugra fyrirtækja í greininni, tekið þátt í útboðum á markaðnum og valið úr góð sjávar- útvegsfyrirtæki. Hlutdeildin er nú komin í 15%. Við teljum að þetta sé rétt stefna, eftir sem áður eni útlán okkar tiltölulega dreifð og áhættan þannig takmörkuð. Við teljum því að bankinn sé sterk, alhliða lána- stofnun og við það er þjónustan líka miðuð. Einsleitni í lánveiting- um, hvort sem þá er átt við of mikla áherslu á einstök fyi-irtæki eða atvinnugreinar, er aldrei heppileg.“ Vaxtamunur á niðurleið Er hröð aukning í viðskiptum bankans og efnahagnum almennt byggð á traustum grunni? Er vaxtamunur óeðlilega hár hérlend- is eins og sumir segja? „Sum af þessum öflugu fyrir- tækjum sem ég ræddi um eru í ný- fjárfestingum, önnur þurfa á end- urfjármögnun að halda, sum hafa greitt upp lán hjá sjóðum. Þetta er því ekki allt saman auknar skuldir heldur tilfærsla á skuldum. Þú spyrð um vaxtamuninn, hann hefur farið niður um hálft prósent á árinu og úr 4,6% í 3,9% á tveimur árum. Kjör launþega hafa batnað í landinu og þess vegna hafa tekjur af innlánsvöxtum hækkað en einnig legg ég áherslu á að við höfum auk- ið viðskipti við stóra lántakendur sem taka lán með litlum vaxtamun. Þetta er deila sem erfitt er að leysa, spurning hvort alltaf er hægt að gera raunhæfan saman- burð milli landa. En innlend fyrir- tæki hafa verið að greiða upp lán í erlendum bönkum með því að end- urfjármagna hjá okkur og ætli stóru fyrirtækin hér séu ekki besti dómarinn? Þau myndu varla vera að fara þessa leið ef þau ættu kost á hagstæðari lánum erlendis. Við erum því alveg samkeppnis- hæf í útlánum ef miðað er við þessa stóru, erlendu banka og getum í mörgum tilvikum boðið betri kjör. Innlend stórfyrirtæki leituðu í vax- andi mæli til útlendra lánastofnana en þessi mál hafa breyst mikið á þessu ári. Stór lán krefjast ekki eins mikillar vinnu af okkar hálfu og þau smærri og þess vegna get- um við boðið þessi kjör. Menn þurfa alltaf að gæta sín í góðæri en ég held að uppsveiflan í samfélaginu sé alls ekki byggð á sandi. Eg tel að stefna okkar í Búnaðarbankanum sé traust og minni á að afskriftaþörfin hefur verið tiltölulega lítil hjá okkur mið- að við aðra banka. Við gerum ráð fyrir að vaxta- munur fari lækkandi og verði jafn- vel kominn í 3,5% upp úr aldamót- um. Þessi tekjustofn minnkar því og við verðum að mæta þeirri breytingu með breyttum áherslum og vægi verðbréfasjóða á eftir að vaxa á kostnað hefðbundinna inn- lána. Stofnun verðbréfasviðsins og Verðbréfamiðlunar, kaupin á líf- eyrissjóðnum Samlífi, allt er þetta liður í þeirri viðleitni." Stefán segir aðspurður að útilok- að sé að hindra að útlendingar eignist með tímanum hlut eða jafn- vel meirihluta í bönkum hér verði þeir einkavæddir að fullu og settir á markað. Ætli menn sér að koma í veg fyrir það verði að setja sérstök lög sem skuldbindi nýja eigendur hlutabréfanna til að selja ekki út- lendingum. En þá sé ekki hægt að tala um sölu á frjálsan markað. Hún verði að vera kvaðalaus og ekki sé hægt að tryggja að sama fólkið eigi bréfin um aldur og ævi. Bréfin verði markaðsvara. Hins vegar sé hægt að setja með lögum hömlur í þeim skilningi að ekki megi vera nema ákveðið hlut- fall í eigu eins aðila. Viðskipti með kennitölur Gagnrýnt hefur verið að fyrir- tæki, þ.á m. Búnaðarbankinn, skyldu safna kennitölum einstak- linga gegn fyrirfram ákveðinni þóknun til að geta keypt fleiri hlutabréf en ella í Fjárfestinga-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.