Morgunblaðið - 08.12.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.12.1998, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1998 UR VERINU MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Morgunblaðið/Árni Sæberg. ÞEIR kynntu nýju réttina á dögunuin, f.v. Sævar Kristinsson frá Iðntæknistofnun, Jón Helgi Björnsson frá KÞ, Sigurgeir Höskuldsson, vöruþróunarstjóri KÞ, og Ásgeir Baldursson, markaðsstjóri KÞ. . ISM OROBLU milljónavinningar fram að þessu og 550 milljónir í vinninga HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings BRIMBORG FAXAFENI8 • SlMI 51S 7010 jDesti r. smábíll !“ arsms What Car, 1998 Nýir skyndi- réttir kynntir KJÖTIÐJA KÞ og Iðntæknistofn- un íslands kynntu nýlega útkomu samstarfsverkefnis „Vöruþróun 97“. Þar eru á ferðinni fjórar teg- undir af tilbúnum máltíðum. Þeir heita „Allir heimsins réttir“ og er dreift undir vörumerkinu EKTA. í fréttatilkynningu frá ofangreind- um aðilum kemur fram að unnið hafi verið eftir markvissu vöruþró- unarferli undir stjórn verkefnis- stjóra frá Iðntæknistofnun. Réttirnir sem um ræðir heita „Alpa snitzel", „Mexíkó Enchi- lada“, „Kreóla hakkbollur" og „Hawaii pottréttur". Þeir eru hrað- frystir með leifturfrystingu sem á að tryggja upprunalegan fersk- leika þeirra þegar neytendur grípa til þeirra. I réttunum er að finna meiri fjölbreytileika í meðlæti heldur en gengur og gerist í öðmm skyndiréttum sem hér eru fram- leiddir. T.d. er í öllum réttunum fersk fryst grænmeti. Aðstandendur réttanna segja að hugmyndin á bak við markvissa vöruþróun sé að mynda verkefnis- hóp með fólki sem hefur yfir að búa mismunandi reynslu og þekkingu þannig að skapist sterk heild sem getur tekist á við verkeíhið af full- um krafti þar sem ábyrgð er skipt á fjórum megin sviðum; markaðs- mál, vöruþróun, framleiðsla og fjármál. Vörumerkið EKTA er sameig- inlegt vörumerki Kjötumboðsins Goða í Reykjavík og Kjötiðju KÞ á Húsavík. Fyrstu vörurnar undir vörumerkinu komu á markað árið 1996. Verkaskipting fyrirtækj- anna tveggja er með þeim hætti að Goði hefur þróað og framleitt ferskar vörur meðan Kjötiðjan hefur einbeitt sér að frystum vör- um. Sala og dreifíng á EKTA-vör- um er í höndum Kjötumboðsins Goða. Formaður LS um dóm Hæstaréttar Atvinnuréttindi allra í óvissu ARTHÚR Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, segir niðurstöðu Hæstaréttar í fisk- veiðistjórnunarmálinu ekki hafa meiri áhrif á atvinnuréttindi smá- bátasjómanna en annarra sem hagsmuna eigi að gæta í sjávarút- vegi. Hann bendir á að hægt sé að hefja fiskveiðar á öðrum skipum en smábátum með tiltölulega litlum til- kostnaði. „Ég get ekki séð að atvinnurétt- indi smábátaeigenda séu í meira uppnámi en atvinnuréttindi stórút- gerðarinnar. Dómurinn fjallar ekki sérstaklega um smábáta og það er langt frá því að einvörðungu sé hægt að hefja fiskveiðar á smábát- um. Ég vil benda á að víða um heim eru til sölu togarar fyrir mjög lítið fé og það er hægt að fá veiðileyfi á togara, rétt eins og á trillu, sam- kæmt dómnum. Ég tel því að menn ættu frekar að hafa áhyggjur af fjölgun í togaraflotanum en í smá- bátaflotanum. Að mínu mati er und- arlegt að sjávarútvegsráðherra skuli tiltaka smábátaútgerðina sér- staklega í þessu sambandi, því at- vinnuréttindi alh-a í kerfinu hljóta að vera í óvissu. Ég hlýt að líta svo á að atvinnuréttindi smábátasjó- manna séu lögvarin af stjórnarskrá, rétt eins og annarra þegna þessa lands,“ segir Arthúr. Biðstaða í viðræðum Arthúr segir viðræður LS og sjávarútvegsráðuneytisins um sókn- ardagafjölda smábáta í biðstöðu vegna dóms Hæstaréttar. Hann segir fáa gera sér fyllilega grein fyrir því á þessari stundu hvaða af- leiðingar dómurinn kunni að hafa. „Við erum líkt og aðrir að skoða þessi mál og átta okkur á því hvert framhaldið verður ef gerðar verða þær lagabreytingar sem menn hafa rætt. Það er rétt að gefa þessu tíma og leyfa mönnum að átta sig á stöð- unni,“ segir Arthúr. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjömsson STAPAVÍK AK hleypt af stokkunum hjá Skipasmíðastöðinni hf. á ísafirði. Stapavík AK hleypt af stokkumim á Isafírði Morgunblaðið. ísaljörður. NÝJUM báti, Stapavík AK, var hleypt af stokkunum í Skipasmíða- stöðinni hf. á ísafirði fyrir skemmstu en skipið er þriðja ný- smíðin sem Skipasmíðastöðin hf. skilar af sér á tveimur árum. Stapa- vík AK er sérútbúinn dragnótabát- ur, smíðaður fyrir Stapavík ehf. á Akranesi. Báturinn er 17,50 metra langur, 4,80 metra breiður og dýpt- in er 2,80 metar. Báturinn var lengdur á smíðatímanum frá upp- haflegri teikningu og mæling liggur ekki endanlega fyrir en hann mun vera um 40 brúttólestir. Aðalvél skipsins er 350 hestöfl og verða fimm menn í áhöfn. Við hönnun skipsins hefur verið lögð áhersla á sjóhæfni og öryggi áhafnar, ásamt því að uppfylla nútímakröfur um vinnuaðstöðu og meðferð afla. St- arfsmenn Skipasmíðastöðvarinnar hf. og fjölmargir undii’verktakar frá Isafirði og nági-enni hafa unnið við smíðina frá því í sumar. Báturinn verður væntanlega afhentur fullbú- inn um miðjan desember. Að sögn Marsellíusar Sveinbjörns- sonar hjá Skipasmíðastöðinni hf. hef- ur fyrirtækið fengið óskir um smiði á allt að þremur bátum til viðbótar eft- ir sömu teikningu og Stapavík SK en ekki hefur enn verið gengið frá samningum þar að lútandi. Skipasmíðastöðin hf. er nú þátt- takandi í samevrópsku þróunar- verkefni með skipasmíðastöðvum í Hollandi, Portúgal og Bretlandi, ásamt háskólum og rannsóknastof- um. Verkefnið felst í að auka fram- leiðni í litlum skipasmíðastöðvum með notkun á tölvustuddri hönnun ogframleiðslu. á Isafirði. fenop0ce „ÍHxfnlíiht’vdJ VITABIOTICS - Þarsem náttúran og vísindin vinna saman inn góð vítamín til að viðhalda góðri heilsu og auka orku. Auðvelt aðeins eitt hylki á dag. Fæst aðeins í apótekum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.