Morgunblaðið - 08.12.1998, Side 24

Morgunblaðið - 08.12.1998, Side 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1998 UR VERINU MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Morgunblaðið/Árni Sæberg. ÞEIR kynntu nýju réttina á dögunuin, f.v. Sævar Kristinsson frá Iðntæknistofnun, Jón Helgi Björnsson frá KÞ, Sigurgeir Höskuldsson, vöruþróunarstjóri KÞ, og Ásgeir Baldursson, markaðsstjóri KÞ. . ISM OROBLU milljónavinningar fram að þessu og 550 milljónir í vinninga HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings BRIMBORG FAXAFENI8 • SlMI 51S 7010 jDesti r. smábíll !“ arsms What Car, 1998 Nýir skyndi- réttir kynntir KJÖTIÐJA KÞ og Iðntæknistofn- un íslands kynntu nýlega útkomu samstarfsverkefnis „Vöruþróun 97“. Þar eru á ferðinni fjórar teg- undir af tilbúnum máltíðum. Þeir heita „Allir heimsins réttir“ og er dreift undir vörumerkinu EKTA. í fréttatilkynningu frá ofangreind- um aðilum kemur fram að unnið hafi verið eftir markvissu vöruþró- unarferli undir stjórn verkefnis- stjóra frá Iðntæknistofnun. Réttirnir sem um ræðir heita „Alpa snitzel", „Mexíkó Enchi- lada“, „Kreóla hakkbollur" og „Hawaii pottréttur". Þeir eru hrað- frystir með leifturfrystingu sem á að tryggja upprunalegan fersk- leika þeirra þegar neytendur grípa til þeirra. I réttunum er að finna meiri fjölbreytileika í meðlæti heldur en gengur og gerist í öðmm skyndiréttum sem hér eru fram- leiddir. T.d. er í öllum réttunum fersk fryst grænmeti. Aðstandendur réttanna segja að hugmyndin á bak við markvissa vöruþróun sé að mynda verkefnis- hóp með fólki sem hefur yfir að búa mismunandi reynslu og þekkingu þannig að skapist sterk heild sem getur tekist á við verkeíhið af full- um krafti þar sem ábyrgð er skipt á fjórum megin sviðum; markaðs- mál, vöruþróun, framleiðsla og fjármál. Vörumerkið EKTA er sameig- inlegt vörumerki Kjötumboðsins Goða í Reykjavík og Kjötiðju KÞ á Húsavík. Fyrstu vörurnar undir vörumerkinu komu á markað árið 1996. Verkaskipting fyrirtækj- anna tveggja er með þeim hætti að Goði hefur þróað og framleitt ferskar vörur meðan Kjötiðjan hefur einbeitt sér að frystum vör- um. Sala og dreifíng á EKTA-vör- um er í höndum Kjötumboðsins Goða. Formaður LS um dóm Hæstaréttar Atvinnuréttindi allra í óvissu ARTHÚR Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, segir niðurstöðu Hæstaréttar í fisk- veiðistjórnunarmálinu ekki hafa meiri áhrif á atvinnuréttindi smá- bátasjómanna en annarra sem hagsmuna eigi að gæta í sjávarút- vegi. Hann bendir á að hægt sé að hefja fiskveiðar á öðrum skipum en smábátum með tiltölulega litlum til- kostnaði. „Ég get ekki séð að atvinnurétt- indi smábátaeigenda séu í meira uppnámi en atvinnuréttindi stórút- gerðarinnar. Dómurinn fjallar ekki sérstaklega um smábáta og það er langt frá því að einvörðungu sé hægt að hefja fiskveiðar á smábát- um. Ég vil benda á að víða um heim eru til sölu togarar fyrir mjög lítið fé og það er hægt að fá veiðileyfi á togara, rétt eins og á trillu, sam- kæmt dómnum. Ég tel því að menn ættu frekar að hafa áhyggjur af fjölgun í togaraflotanum en í smá- bátaflotanum. Að mínu mati er und- arlegt að sjávarútvegsráðherra skuli tiltaka smábátaútgerðina sér- staklega í þessu sambandi, því at- vinnuréttindi alh-a í kerfinu hljóta að vera í óvissu. Ég hlýt að líta svo á að atvinnuréttindi smábátasjó- manna séu lögvarin af stjórnarskrá, rétt eins og annarra þegna þessa lands,“ segir Arthúr. Biðstaða í viðræðum Arthúr segir viðræður LS og sjávarútvegsráðuneytisins um sókn- ardagafjölda smábáta í biðstöðu vegna dóms Hæstaréttar. Hann segir fáa gera sér fyllilega grein fyrir því á þessari stundu hvaða af- leiðingar dómurinn kunni að hafa. „Við erum líkt og aðrir að skoða þessi mál og átta okkur á því hvert framhaldið verður ef gerðar verða þær lagabreytingar sem menn hafa rætt. Það er rétt að gefa þessu tíma og leyfa mönnum að átta sig á stöð- unni,“ segir Arthúr. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjömsson STAPAVÍK AK hleypt af stokkunum hjá Skipasmíðastöðinni hf. á ísafirði. Stapavík AK hleypt af stokkumim á Isafírði Morgunblaðið. ísaljörður. NÝJUM báti, Stapavík AK, var hleypt af stokkunum í Skipasmíða- stöðinni hf. á ísafirði fyrir skemmstu en skipið er þriðja ný- smíðin sem Skipasmíðastöðin hf. skilar af sér á tveimur árum. Stapa- vík AK er sérútbúinn dragnótabát- ur, smíðaður fyrir Stapavík ehf. á Akranesi. Báturinn er 17,50 metra langur, 4,80 metra breiður og dýpt- in er 2,80 metar. Báturinn var lengdur á smíðatímanum frá upp- haflegri teikningu og mæling liggur ekki endanlega fyrir en hann mun vera um 40 brúttólestir. Aðalvél skipsins er 350 hestöfl og verða fimm menn í áhöfn. Við hönnun skipsins hefur verið lögð áhersla á sjóhæfni og öryggi áhafnar, ásamt því að uppfylla nútímakröfur um vinnuaðstöðu og meðferð afla. St- arfsmenn Skipasmíðastöðvarinnar hf. og fjölmargir undii’verktakar frá Isafirði og nági-enni hafa unnið við smíðina frá því í sumar. Báturinn verður væntanlega afhentur fullbú- inn um miðjan desember. Að sögn Marsellíusar Sveinbjörns- sonar hjá Skipasmíðastöðinni hf. hef- ur fyrirtækið fengið óskir um smiði á allt að þremur bátum til viðbótar eft- ir sömu teikningu og Stapavík SK en ekki hefur enn verið gengið frá samningum þar að lútandi. Skipasmíðastöðin hf. er nú þátt- takandi í samevrópsku þróunar- verkefni með skipasmíðastöðvum í Hollandi, Portúgal og Bretlandi, ásamt háskólum og rannsóknastof- um. Verkefnið felst í að auka fram- leiðni í litlum skipasmíðastöðvum með notkun á tölvustuddri hönnun ogframleiðslu. á Isafirði. fenop0ce „ÍHxfnlíiht’vdJ VITABIOTICS - Þarsem náttúran og vísindin vinna saman inn góð vítamín til að viðhalda góðri heilsu og auka orku. Auðvelt aðeins eitt hylki á dag. Fæst aðeins í apótekum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.