Morgunblaðið - 08.12.1998, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1998 37
LISTIR
Frásagnir framliðinna?
LEIKLIST
Itak við eyrað í
Gerðubergi
MÁLÞING HLJÓÐNANDI RADDA
Höfundur og leikstjóri: Ása Hlín
Svavarsdóttir. Leikmynd: Ása Hlín
Svavarsdóttir og Egill Ingibergsson.
Ljós: Egill Ingibergsson. Búningar:
Ása Hlín Svavarsdóttir og Áslaug
Leifsdóttir. Hljóö: Ása Hlín Svavars-
dóttir. Leikarar: Ólafur Guðmunds-
son og Steinunn Ólafsdóttir. Sunnu-
dagur 6. desember.
ÞETTA verk er að mörgu leyti
forvitnilegt og felur í sér nokkra
túlkunarmöguleika. Kannski ligg-
ur beinast við að álykta svo að hér
sjáum við framliðna hinum megin
við dauðans dyr gera upp þá at-
burði í lífi sínu sem mótuðu þá
mest eða eru eftirminnilegastir.
Hér kennir margra grasa enda
persónurnar margar og mismun-
andi. Upphaf og endi markar
blind kona í hjólastól sem birtist
svo endrum og sinnum inni í milli
og talar á óræðan hátt um tilvist
sína og ástand og verður
margrætt um ljósið og eiginleika
þess. Hugmyndirnar að baki per-
sónunni virðast sóttar í þær hug-
myndir sem þróast hafa hér á
landi á síðustu hundrað árum um
líf að loknu þessu og að tilgangur
tilverunnar liggi í auknum þroska
og sameiningu við alheimsafl
visku og góðsemi sem táknað er
með birtu. Þessi hugmyndaheim-
ur hefur orðið fyrir áhrifum frá
nýaldarkenningum síðustu ára, og
má t.d. sjá bein áhrif í umræðunni
um tónlistina.
Það er áhugavert að höfundur
skuli velja sér þennan hugarheim
að yrkisefni, enda kemst vei’kið
nálægt því að draga upp mynd
sem ótrúlega margir íslendingar
hafa gert að sinni, en sem sjaldan
hefur sést á leiksviði eftir að
blómaskeiði spmtismans lauk á
fyrri hluta aldarinnar. Má minna á
að Einar H. Kvaran, eitt af höfuð-
skáldum íslenskum á sinni tíð,
skrifaði þá leikrit sem lýstu hvað
tæki við eftir líkamsdauðann og
erlend verk um sama viðfangsefni
nutu vinsælda.
Aftur á móti tekst höfundi mjög
misvel við að gæða frásagnir per-
sónanna lífi. Þó að með sumum
þeirra takist að skapa áhugaverða
karaktera sem era dregnir skýr-
um dráttum era aðrar sögurnar of
brotakenndar til að ná tilætluðum
áhrifum. Einnig vantaði sárlega
stefnu í verkið. Ef tilgangurinn er
að sýna að persónurnar þroskist
með uppgjöri við atburði og líf
næst hann ekki. Þær koma hver af
annarri fram á sviðið og segja sög-
ur og hverfa að því loknu óbreytt-
ar. Ahorfendum er ekki sýnd nein
sinnaskipti, þroskamerki eða neitt
uppgjör. Afleiðingin er að í stað
þess að sýna heim þar sem lífið á
sér tilgang ríkir algert tilgangs-
leysi meðal þessara flöktandi
skugga, en þann skilning má líka
draga af ljósahönnuninni sem
gerði sviðið á stundum að skugga-
veröld.
í verki sem á að sýna einsemd
mannskepnunnar eru samtöl af
skornum skammti en þar er um
leið hafnað aðferð sem er mun
leikrænni og um leið auðveldari
fyrir höfund sem er að leita fyrir
sér um efnistök. Einræður eiga til
að verða einhæfar og þó að reynt
sé að forðast fábreytnina hér með
því að fjölga persónunum tekst
það ekki að öllu leyti.
Leikurinn var heldur ekki nógu
sterkur og fjölbreyttur til að fylla
upp í sprangur textans. Þó að
Steinunni Olafsdóttur tækist að
gera skýran greinarmun á þeim
persónum sem hún túlkaði jaðraði
látbragð hennar í hlutverki blindu
konunnar við ofieik. Olafur Guð-
mundsson var of keimlíkur í öllum
hlutverkunum og eintóna. Þegar
taka þurfti á í leiknum og sýna
geðhrif hækkaði hann röddina og
kallaði. Honum tókst á engan hátt
að skapa sannfærandi kvenpersón-
ur heldur vöktu tilburðir hans van-
trú og hlátur sem dró úr þeim
áhrifum sem ná skyldi. Það er á
ábyrgð leikstjóra að marka sýn-
ingunni skýra stefnu og þarna hef-
ur það mistekist.
Búningar voru samtíningslegir
en leikmynd var stílhrein og
þjónaði vel hlutverki sínu. Leik-
hljóð og tónlistarval voru til fyrir-
myndar, og settu sterkan svip á
sýninguna. Efnið er sérstaklega
áhugavert og persónurnar marg-
ar eftirminnilegar en verkið
þarfnast meiri yfirlegu og sterk-
ari framvindu til þess að ná fram
heildrænum áhrifum.
Sveinn Haraldsson
Djass í
Norræna
húsinu
Á HÁSKÓLATÓNLEIKUM í
Norræna húsinu á morgun,
12.30, leikur
tríó Tómasar
R. Einarsson-
ar. Á dag-
skránni verða
átta djass-
ballöður, allar
efth’ Tómas.
Ballöðurnar
eru flestar
samdar upp-
haflega við
ljóð, en á
þessum tónleikum verða þær
fluttar í nýrri útsetningu.
Tríóið skipa auk Tómasar,
sem leikur á kontrabassa,
Gunnar Gunnarsson, píanóleik-
ari, og Matthías M.D. Hem-
stock, slagverksleikari. Yfir-
skrift tónleikanna er: Þegar ís-
hjartað slær.
Það er tilvitnun í ljóð Stefáns
Hai’ðar Grímssonar Vetrardag-
ur.
Verð aðgöngumiða er kr. 400.
Ókeypis fyrir handhafa stúd-
entaskírteina.
miðvikudag, kl.
Tómas R.
Einarsson
SONGGLEÐI
TONLIST
Geislaplötur
FRAM í HEIÐANNA RÓ
Karlakórinn Heimir, Skagafirði.
Stjdrnandi: Stefán R. Gíslason. Und-
irleikarar: Thomas Higgerson (pí-
and), Jdn St. Gislason (harmonikka),
fdlagar úr Sinfóníuhljdmsveit Islands
o.fl. Einsöngur: Óskar Pétursson,
Pétur Pétursson, Sigfús Pétursson,
Einar Hallddrsson. Kvintett: Kol-
beinn og Þorleifur Konráðssynir,
Gísli Pétursson, Björn Sveinsson, Kri-
stján Jósefsson. Þrísöngur: Gísli, Pét-
ur og Sigfús Péturssynir. Utsetningu
á hljdmsveitarundirleik annaðist Sig-
urður Rúnar Jdnsson, sem einnig sá
um upptökur og hljdðblöndun. 1998.
KARLAKORINN Heimir úr
Skagafirði hefur notið mikilla vin-
sælda undanfarin ár, ekki aðeins
nyrðra heldur einnig héðra í höf-
uðstaðnum og sennilega út um allt
land, og það hreint ekki óverð-
skuldað (eða hvernig mætti það
vera!). Aðal kórsins er sennilega
sönggleðin, og er þá ekki verið að
gera lítið úr ágæti hans að öðra
leyti, því hann er án efa með betri
karlakórum sem hér starfa og
hafa starfað lengi.
Nú hefur Heimir gefið út hljóm-
disk (þann fimmta) með úrvali
„vinsælla laga og ljóða sem kórinn
hefur flutt á tónleikum innanlands
og erlendis að undanförnu við
framúrskarandi góðar viðtökur
áheyrenda“, svo vitnað sé í bæk-
ling. Ekki veit ég nú hvort sama
lögmál gildir um söngskrá sem
flutt er á konsert, t.d. á Hótel Is-
landi, og á hljómdiski. Satt að segja
hef ég um það efasemdir, því söng-
skráin eins og hún birtist á diskin-
um er ákaflega sundurleit og veður
úr einu í annað, eins og reyndar er
algengt með plötur af þessu tagi.
Og hef ég rætt það áður. Hinu er
ekki að leyna að ætla má að aðdá-
endur kórsins taki slíku
prógrammi fagnandi, og hvað er ég
þá að rausa um mínar efasemdir.
Einsöngvarar, sem allir era kór-
limir, era ágætir og jafn þekktir og
kórinn sjálfúr. Sigurður Rúnar
Jónsson hefur útsett hljómsveit-
arandirleik við nokkur laganna og
gert það smekklega, einkum hljóm-
aði undirleikur hans á mandólín og
Lilju Valdimarsdóttur og Þorkels
Jóelssonai’ á franskt horn skemmti-
lega (þegar hann fékk að hljóma) í
Itölskum fjallasöng. Þegar kom að
kórum úr óperam (Hásetakór úr
Hollendingnum fljúgandi og Her-
mannakór úr Trúbadúmum) var
hamrað á píanóið, og verkaði það
dálítið kostulega - eins og alltaf.
Ekki hefur alltaf verið gætt að
nógu góðu jafnvægi milli kórs og
hinna sem fram koma, en kórupp-
tökur eru erfiðar og þurfa hin
bestu skilyrði til að njóta sín til
fulls.
Oddur Björnsson
• GUÐMUNDUR Hafsteinsson -
„Instrumental and Vocal Works“
heíúr að geyma sex verka hans:
Bram, fyrir tólf blásara, sem hljóð-
færaleikarar úr
Sinfóníuhljóm-
sveit Islands o.fl.
flytja undir stjóm
höfimdar. Verkið
er lúðraþytur sem
saminn var 1994
að beiðni Tónlist-
arskóla Seltjam-
amess; Hann veit-
ir kraft, fyrir
sópran, orgel og
fjóra málmblásara, í flutningi
Mörtu Guðrúnai’ Halldórsdóttur,
Lenku Mátéovu, Ásgeirs Stein-
grímssonar, Eiríks Arnai’ Pálsson-
ar, Emils Friðfinnssonai’ og Sigurð-
ar Þorbergssonar, undir stjóm höf-
undar. Verkið vai’ samið 1989 að til-
stuðlan Tónmenntasjóðs Þjóðkirkj-
unnar og er við texta úr bók Jesaja
ilmefni
„J
^ájif f
UiV ^
1 AC?
.■ Paskeba
'H.'XiK >;kA
4
‘A'j.vA-'H brs
AC’O
liARN’
olic
i L
■ ACO
: - ViiN IUARN ::
lotimi sipC |.! h.Wíjio r
xvx*ntitNi> HDutmniwmit wd«mw-nvc
ýj> mbl.is
\Lurti/= e/7T«mÐ rjÝrr
ACO BARN
Fæst í apótekinu þínu
Nýjar hljómplötur
spámanns; Spuni II, fjórþáttungur
fyrir einleiksfiðlu frá 1991 og sam-
inn að tilstuðlan Tónlistarskólaráðs
Norðurlanda. Verkið er flutt af Sig-
rúnu Eðvaldsdóttur; Borgarkveðja,
kvartett fyrir víbrafón, hörpu,
cimbalóm og píanó í átta atriðum.
Flytjendur era Pétm’ Grétarsson,
Elísabet Waage, Guðmundur Haf-
steinsson og Anna Guðný Guð-
mundsdóttir, undir stjóm Snorra
Sigfúsar Birgissonar. Verkið hlaut
viðurkenningu sl. sumai’ er það var
valið eitt tíu bestu verka ársins á
Tónskáldaþingi útvarpsstöðva
(UNESCO Rostram of Composers)
í París; Hugur minn líður, fjögur
nýleg sönglög við ljóð Snorra
Hjartarsonar í flutningi Mörtu
Guðrúnar Halldórsdóttur við píanó-
undirleik höfundar, og Brannu
beggja kinna björtu Ijós, tríó fyrii’
klarínettu, selló og píanó. Verkið er
fjórþáttungur saminn að beiðni
Musica Nova 1981 og elsta verkið á
plötuni. Það er flutt af Ármanni
Helgasyni, Biyndísi Höllu Gylfa-
dóttur og höfundi.
Tónverk Guðmundar hafa verið
flutt í Bandaríkjunum og víða í
Evrópu, auk Islands, og hefur
hann tekið þátt í flutningi þeirra
sem stjórnandi, píanisti og
cimbalómisti.
Þetta er í fyrsta sinn sem tónlist
Guðmundar er gefin út á hljóðriti.
Útgefandi er Sjö máva útgáfan,
en ýmsir aðiljai• styrktn útgáfuna,
þ.á m. STEF, Reykjavíkurborg,
mcnntamálaráðuncytið og SPRON.
Upptökur fóru fram í Fella- og
Hólakirkju á sl. tveimur árum og
annaðist tæknideild RÚVþær und-
ir stjórn Bjarna Rúnars Bjarna-
sonar tónmeistara. Dreifmg: Is-
lenska tónverkamiðstöðin. Verð:
1.700 kr.
Iðnaðarnefnd
Sjálfstæðisflokksins
Eru iðnaðarmálin á
réttri leið?
Opinn almennur fundur verður haldinn í Valhöll miðviku-
daginn 9. desember kl. 17.00-19.00.
Gestir fundarins, Haraldur Sumarliðason, formaður Samtaka iðnaðar-
ins, mun ræða um: Hvað er efst á baugi í iðnaðarmálum í dag og helstu
verkefnin framundan.
Umræður verða á eftir
framsöguerindum.
Fundarstjóri:
Bergþór Konráðsson, framkvæmdastjóri.
Bergþór Konráðsson Haraldur
Sumarllðason
Landbúnaðarnefnd Sjálfstæðisflokksins
íslenskur landbúnaður á nýrri öld
Málanefnd Sjálfstæðisflokksins um landbúnaðarmál boðar
til sjötta opna fundarins um landbúnaðarmál miðvikudaginn
9. desember, kl. 20.30 í Valhöll, Reykjavík.
Framsöguerindi flytja: Fundarstjóri:
Dríla Hjartardóttir, Kjartan P. Ólafsson, Pólur Ó. Helgason, Hjálmar Jónsson, Markús K. Möller,
bóndi. Keldum. garðyrkjubóndi, bóndi, Hranastöðum. alþingismaður. hagfræðingur.
Selfossi.
Allir velkomnir
Stiórmn.