Morgunblaðið - 09.12.1998, Síða 10

Morgunblaðið - 09.12.1998, Síða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Utandagskrárumræða um útboð á hlutafé í bönkum Stjórnarandstæðingar vilja stöðva sölu hlutabréfa Morgunblaðið/Kristinn MÁLSHEFJANDI, Jóhanna Sigurðardóttir, þingflokki jafnaðar- manna, sagði að stefna ríkisstjórnarinnar um dreifða eignaraðild í sölu hlutafjár ríkissjóðs væri orðin tóm. Finnur Ingólfsson viðskipta- ráðherra og Geir H. Haarde fjármálaráðherra fylgjast hér með málflutningi Jóhönnu. FINNUR Ingólfsson viðskiptaráð- herra sagði í -utandagskrárumræðu á Alþingi í gær, um útboð á hlutafé í bönkum, að ekkert svigrúm væri til aðgerða til að sporna við kennitölu- söfnun vegna sölu hlutafjár í Bún- aðarbanka íslands, jafnvel þótt menn teldu ástæðu til þess, þar sem áskrift- artímabilið væri hafið og lyki á föstudag. Þá hefðu ákvarðanir um sölu hlutafjár í Búnaðarbank- anum verið tekn- ar á hluthafa- fundi 29. septem- ber sl. Hann vakti athygli á þvl að í útboðinu væru 350 milljónir króna til sölu að nafnvirði eða um 10% hlutur í bankanum. „Eg vil einnig minna á að það er almenningur, jafnvel í tugþúsundum, sem er að taka meðvitaða ákvörðun um þátt- töku í þessum viðskiptum. Það er áhugi almennings sem ræður för í þessari sölu. Það er jákvætt að mínu mat.“ Aðspurður um aðgerðir til að sporna við kennitölusöfnun í fyrirhugaðri sölu á því sem eftir stendur af hlutafé ríkissjóðs í Fjár- festingarbanka atvinnulífsins (FBA) sagði ráðherra að ekki væri tímabært að fullyrða hvernig staðið skyldi að frekari sölu, umfram það sem ríkisstjórnin hefði þegar ákveð- ið. „I þessu efni verða menn að gefa sér tóm til að meta niðurstöður ný- afstaðinnar sölu, þegar þær liggja fyrir.“ Málshefjandi umræðunnar var Jóhanna Sigurðardóttir, þingflokki jafnaðarmanna, og sagði hún að stefna ríkisstjómarinnar um dreifða eignaraðild í sölu hlutafjár ríkis- sjóðs í FBA væri orðin tóm. Ríkis- stjórnin stæði fyrst og fremst að svokallaðri einkavinavæðingu og að ekkert benti til þess að hún ætlaði að grípa til ráðstafana til að stöðva það að fjársterkir aðilar „sölsuðu undir sig stóran hlut í bankakerfínu og eignuðust þar ráðandi ítök“. Jó- hanna kvaðst skilja vel að fjöldi landsmanna stæði nú við dyr banka- stofnana og verðbréfafyrirtækja og reiddi fram kennitölur sínar og fengi í staðinn ágóða inn á bankareikning sinn án áhættu. „Og mikið liggur við hjá verð- bréfaíyrirtækj- um sem sögð eru ganga meira að segja inn á elli- heimili og skóla til að safna kennitölum. En hverjir eru það sem raunverulega græða? Það er ekki fólkið í biðröðunum. Það eru verð- bréfafyrirtækin, kolkrabbinn og peningaöflin í landinu. Stærstur hlutur ágóða hverrar kennitölu í FBA rann til þeirra því af allt að 160 þúsund krónum sem fengust fyrir hverja kennitölu fóru 140.000 til peningaaflanna. Flestir þeir sem lánuðu kennitölur sínar fengu hins vegar einungis 18.000 krónur í sinn hllut af 160.000 króna gróða og það sama er að gerast í Búnaðarbank- anum. A örfáum klukkutímum í gær [fyrradag] hækkaði gengi bréfanna um nálægt 20% og talað er um að þegar upp verður staðið muni að- eins eitt til tvö þúsund krónur renna til þeirra sem lána sína kenni- tölu, en margir tugir milljóna, mið- að við hækkun á markaðsvirði bréf- anna, til peningaaflanna. Það er því ljóst að verið er að selja eigu ríkis- ins og skattgreiðenda langt undir raunvirði.“ Skilningsleysi á fijálsum viðskiptum Þeir þingmenn stjórnarandstöðu sem fóru í pontu tóku undir þann málflutning Jóhönnu að verið væri að selja bankana langt undir raun- verði og að markmiðið um dreifða eignaraðild hefði mistekist, því hún væri að færast á fáar hendur. „Hvers konar fíflagangur er hér eiginlega á ferðinni?" spurði Guð- mundur Árni Stefánsson, þingflokki jafnaðarmanna, m.a. og Ogmundur Jónasson, þingflokki óháðra, ítrek- aði kröfu þingflokksins um að stöðva sölu hlutafjár í Búnaðar- bankanum nú þegar. „Auk dreifðrar eignaraðildar, hlýtur markmið ríkisstjómarinnar að vera það að sem mest fáist fyrir hlut ríkisins. Mér virðist það ekki vera markmiðið hér,“ sagði Guðný Guðbjömsdóttir, Samtökum um kvennalista, og taldi að þörf væri á skýrari lögum og það strax. „Að öðmm kosti væri rétt að senda þessi hlutabréf í pósti til lands- rnanna." Þeir stjórnarþingmenn, sem til máls tóku, töldu umræðuna undar- lega og sögðu það út í hött að halda því fram að markmiðið um dreifða eignaraðild að bönkunum hefði mis- tekist. í þvi sambandi sagði við- skiptaráðherra ennfremur að það væri útúrsnúningur að halda því fram að ríkissjóður hefði orðið af tekjum við sölu FBA þegar haft væri í huga að stjórnvöld hefðu lagt áherslu á dreifða eignaraðild í bank- anum og að almenningur væri að njóta góðs af hækkandi verði bréf- anna á eftirmarkaði. Geir H. Haarde fjármálaráð- herra sagði m.a. að af málflutningi stjórnarandstæðinga mætti halda að hér væri komið upp eitthvert nýtt þjóðfélagslegt böl. „Og hvaða böl er það? Jú, það er það að þús- undir ef ekki tugþúsundir Islend- inga eiga nú kost að fjárfesta í Búnaðarbanka íslands hf. og geta jafnvel hugsanlega grætt eitthvað á þvi. Hagnast á því. Þetta er bölið. Ja, þvílíkt að þurfa að hlusta á slík- an málflutning hér árið 1998. Þessi málflutningur er til marks um al- gjört skilningsleysi á frjálsum við- skiptum og fyrirlitningu á frjálsum viðskipt,um.“ 1 Wmð iti rs' uÆii i ‘Ú , 1 iii U il .'-Zfríi ALÞINGI Tillaga á Alþingi Sérstök nefnd fjalli um dóm Hæstaréttar SVAVAR Gestsson, þingflokks- formaður Alþýðubandalags, hef- ur ásamt öðrum þingmönnum þingflokksins og þingkonum Samtaka um kvennalista lagt fram á Alþingi tillögu til þingsá- lyktunar um kosningu sérstakrar nefndar vegna dóms Hæstaréttar í máli Valdimars Jóhannessonar gegn íslenska ríkinu. Með tillög- unni er lagt til að Alþingi kjósi 11 manna nefnd með fulltrúum allra þingflokka til að fjalla um viðbrögð Alþingis við dómi Hæstaréttar nr. 145/1998. Nefndin skili tillögum sínum um viðbrögð strax að loknu jólaleyfi íjanúar 1999. f greinargerð segja flutnings- menn að fá mál hafi vakið meiri athygli en umræddur dómur Hæstaréttar og að af þeim sökum sé Iagt til að Alþingi kjósi sér- staka nefnd til að íjalla um málið. ------------- Einkavæðing ríkisfyrirtækja Kostnaður á kjörtímabilinu 86,2 milljónir KOSTNAÐUR vegna verkefna á vegum framkvæmdanefndar um einkavæðingu á yfirstandandi kjör- tímabili hefur verið 86,2 milljónir króna. Samtals hafa verið seld hluta- bréf í eigu ríkisins fyrir tæpa sex milljarða króna og er kostnaðurinn því 1,42% af heildarsöluverðinu. Þetta kemur fram í svari fjármála- ráðherra við fyrirspurn Guðmundar Arna Stefánssonar, Þingflokki jafn- aðarmanna. Fram kemur einnig að kostnaður vegna breytingar Pósts og síma í hlutafélag var rúmar 13 milljónir króna, en ótaldur er þá kostnaður vegna lífeyrisskuldbindinga. • • Onnur umræða um frumvarpið um miðlægan gagnagrunn Heilbrigðisnefnd Alþingis þríklofín í afstöðu sinni Dagskrártillaga um gagnagrunns- frumvarpið Frumvarpinu verði vísað til ríkis- stjórnarinnar ÞINGMENNIRNIR , Hjörleifur Guttormsson, Kristín Astgeirsdótt- ir, Steingrímur J. Sigfússon og Ög- mundur Jónasson lögðu í gær fram á Alþingi tillögu til rökstuddrar dagskrár um að vísa til ríkisstjórn- arinnar frumvarpi til laga um gagnagrunn á heilbrigðissviði og taka fyrir næsta mál á dagskrá AI- þingis. I tillögu þingmannanna eru tal- in upp fjölmörg atriði sem þeir telja mæla gegn frumvarpinu og bent er á að fyrir liggi þingsálykt- unartillaga um dreifða gagna- grunna á heilbrigðissviði og per- sónuvernd sem geri ráð fyrir, að í stað þess að stefna að miðlægum gagnagrunni verði ríkisstjórninni falið að láta fara fram vandaða út- tekt á dreifðum gagnagrunnum til rannsókna og bættrar heilbrigðis- þjónustu. Þá segir í tillögunni að með hliðsjón af breytingartillög- um meirihluta heilbrigðis- og trygginganefndar samþykki Al- þingi að vísa frumvarpinu til ríkis- stjórnarinnar og taka fyrir næsta mál á dagskrá. ENN er mikil andstaða meðal þingmanna stjórnarandstöðu við frumvarp ríkisstjórnarinnar um gagnagrunn á heilbrigðissviði, en önnur umræða um frumvarpið hófst á mánudag og hélt áfram í allan gærdag og fram eftir kvöldi. Heilbrigðis- og trygginganefnd Al- þingis er þríklofin í afstöðu sinni til frumvarpsins en auk þess hefur þingflokkur óháðra, sem á engan fulltrúa í nefndinni, lagt fram á Al- þingi tillögu þess efnis að frum- varpinu verði vísað til ríkisstjórn- arinnar og næsta þingmál tekið á dagskrá. Siv Friðleifsdóttir, þing- maður Framsóknarflokks og vara- formaður nefndarinnar, mælti í annarri umræðu fyrir nefndaráliti meirihlutans. Hann leggur til þrettán breytingar á frumvarpinu en styður samþykkt þess að öðru leyti. Meðal þess sem meirihlutinn leggur til að bætt verði við frum- varpið er að ráðherra verði veitt heimild til að semja við rekstrar- leyfíshafa um frekari greiðslur en mælt er fyrir um í frumvarpinu. „Ætlunin með breytingunni er að unnt sé til dæmis að semja um hlut- deild ríkisins í ágóða af rekstri gagnagrunnsins þar sem ríkið hefur lagt til fiumupplýsingarnar sem gagnagrunnurinn byggist á. Hér er ekki um skattlagningu áð ræða heldur heimild ráðherra til að semja við rekstrarleyfíshafa um frekara endurgjald," sagði Siv. Einnig legg- ur meirihlutinn til viðbót við 10. gr. frumvarpsins en að hans mati er nauðsynlegt að kveða nánar á um hlutverk tölvunefndar við samteng- ingu ættfræðiupplýsinga við heilsu- farsupplýsingar í gagnagrunninum. „Gert er ráð fyi’ir því að ættfræði- upplýsingar verði í miðlægum gagnagrunni en þær verði geymdar í aðskildu gagnasafni og við sam- tengingu þeirra við heilsufarsupp- lýsingar í gagnagi-unninum þarf að gæta sérstaks vinnuferlis sem upp- fyllir skilyrði tölvunefndar." Össur Skarphéðinsson, formaður heilbrigðis- og trygginganefndar Alþingis, mælti fyrir áliti fyrsta minnihluta nefndarinnar, en í hon- um er einnig Asta R. Jóhannesdótt- ir, þingflokki jafnaðarmanna. Össur benti á að í nefndinni væri sam- staða um flestar breytingartillögur meirihlutans en þar fyrir utan legði fyrsti minnihlutinn til ákveðnar breytingartillögur. „í vísindarann- sóknum sem tengjast mönnum er algild regla að einstaklingar sem leggja til upplýsingar við rannsókn geta hætt þátttöku hvenær sem þeir vilja. Fyrsti minni hluti telur eðlilegt að svo sé einnig um rann- sóknir sem gerðar eru í krafti mið- lægs gagnagrunns og leggur til að í 8. gr. komi skýr heimild til sjúk- lings um að krefjast þess hvenær sem hann vill að öllum upplýsingum um hann sem fluttar hafa verið í miðlægan gagnagi’unn verði eytt,“ sagði Össur m.a. Hugsanlegar breytingar á aðgengisnefnd Þá andmælir fyrsti minnihlutinn veitingu einkaréttar á nýtingu heilsufarsupplýsinga sem og þeim ákvæðum sem heimila þeim vísinda- mönnum einum að nýta sér upplýs- ingar úr miðlægum gagnagrunni sem leggja til upplýsingar í grunn- inn. Auk þess gagnrýnir hann setu rekstrarleyfishafa í svokallaðri að- gengisnefnd, en sú nefnd á að fjalla um umsóknir vísindamanna um að- gang að gagnagrunninum. „Ef meiri hlutinn fellur frá einka- réttinum og ef hann tryggir aðgengi vísindamanna að grunninum get ég stutt þetta frumvarp," sagði Óssur m.a. í umræðunum. Siv taldi hins vegar ekki hægt að falla frá einka- réttinum en benti á að eðlilegt væri að skoða hugsanlegar breytingar á aðgengisnefndinni milli annarrar og þriðju umræðu. Bryndís Hlöðversdóttir, þing- maður Alþýðubandalags, stóð ein að áliti annars minnihluta heilbrigðis- og trygginganefndai’. Hún gerði í máli sínu persónuvemdina einkum að umtalsefni og sagði það sitt mat að hún yi’ði mun tryggari í dreifðum gagnagrunnum en í einum miðlæg- um. „Ef unnt yrði að persónugera fólk í grunninum og upplýsingai’ um það yrðu notaðar gegn því væri tjónið ómetanlegt og afsökunar- beiðnir dygðu þá skamint,"

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.