Morgunblaðið - 09.12.1998, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.12.1998, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1998 2 7 LISTIR færst í vöxt að myndlistannenn vinni eingöngu með ljósmyndir. Með listamönnum eins og Cindy Shennan, sem á verk á sýningunni, sem kom fram á áttunda áratugnum verða ákveðin kaflaskil í sögu Ijós- myndarinnar innan myndlistar. í staðinn fyrir að vera aukagrein, sem verkfæri eða heimildartæki, verður ljósmyndin sjálf í fyrirrúmi. Eftir and-tæknilega afstöðu átt- unda áratugarins verða ljósmynda- verk tæknilega fullkomnari, áferð- arfallegri og stærri. Sumar ljós- myndirnar á sýningunni eru meira en tveir metrar á stærð. Það má velta fyi’ir sér af hverju ljósmyndin varð svona vinsæl meðal listamanna á níunda áratugnum. Ein skýringin er sú að listamenn hafí hana sem andsvar við nýja mál- verkinu, sem var áberandi á fyrri hluta níunda áratugarins: ljósmynd- in er köld og jarðbundin, gjör- sneydd tilfínningasemi og hinu sjálfhverfa látæði nýju málaranna. En það sem vegur líklega þyngst er að margir listamenn hafa viljað snúa sér frá vandamálum listarinn- ar og listamanna og nálgast reynslu og vandamál fólks án þess að draga með sér alla þá listrænu hefð sem fylgir öðrum miðlum. Það má kalla þetta raunsæi eða hlutfestu, þó án þess að því fylgi áberandi móralsk- ur boðskapur eða undirtónn. Þess má víða sjá stað á sýning- unni, sérstaklega í portrettum og andlitsmyndum af fólki: sjálfsmynd Cindys Shermans, „snap-shot“ af konum eftir Nan Goldin, útigangs- kona Andresar Seranos, einsetu- menn í Lapplandi eftir Esko Mánnikkö, ósköp venjulegt par í fullri líkamsstærð eftir Mette Tron- voll, og eyðnisjúklingar Fins Serck- Hanssens. Það verður að segjast eins og er að þessi mikla áhersla sem lögð er á Ijósmyndina gefur sýningunni tals- verða slagsíðu. í samanburði við ljósmyndir eru t.d. tiltölulega fá málverk. En þau eru þarna nokkur, t.d. furðulegt og magnað málverk eftir finnsku listakonuna Mariönnu Uutinen, „Square Me“ (1996), sem er gert úr lögum af akrílmálningu sem hefur verið flett upp og lagt yf- ir strigann eins og krumpuð lök yfir illa búið rúm. Uutinen hefur blandað glimmer saman við plast- kennt og glansandi akrílmálninguna sem gerir efnið enn gervilegra og smekklausara. Jafnvel meðal mál- ara gætir áhrifa ljósmyndarinnar, eins og sjá má í verkum Norð- mannsins Thorbjörns Sörensens. „7 mínútur" er grátóna málverk af sígarettureyk málað á viðarpanel, sem við fyrstu sýn virðist vera svart/hvít ljósmynd. „Ég (Opel 415)“ er eins og stór litdauf ljós- mynd af ungum dreng niðri á strönd, en er máluð með háglans- andi bílalakki á plexigler. Þessi verk sýna ekki aðeins undraverða tækni Sörensens heldur eru þau einnig skemmtilega þverstæðukennd: þau líta út eins og ljósmyndir en eru máluð, en þótt þau séu máluð þá er eins og þau hafi verið framleidd í vél. Það er enginn skortur á athyglis- verðum verkum á sýningunni og það væri hægt að fjalla um mörg þeirra hvert og eitt í löngu máli. Það kom mér líka skemmtilega á óvart hvað norsku listamennirnir komu margir vel út í samanburðin- um. Söfnin hafa staðið mjög vel að sýningunni og mikil vinna hefur gi-einilega verið lögð í að setja hana upp eins vel og kostur er. Það hefur ekki verið auðvelt verk því Lista- safnið er vandræðahúsnæði fyrir allt nema innrammaðar myndir. Nýrra lausna hefur verið leitað, t.d. myrkvað herbergi fyrir mynd- bandsverk og stóri salurinn stúkað- ur niður. Ég man ekki eftir sýningu í Listasafninu sem hefur verið eins vel heppnuð að þessu leyti. í sýn- ingarskránni er að finna umfjöllun um sýninguna og einstök verk eftir Audun Eckhoff og athyglisverða grein, „Listasafnið og upplifun list- ar á tímum póstmódernismans", eft- ir ítalska heimspekinginn Gianni Vattimo, sem kom hingað til lands í sumar og kenndi við alþjóðlegt sumarnámskeið í myndlist. Ég ráð- legg áhugafólki um myndlist að láta sýninguna ekki framhjá sér fara og hvet aðra til að láta forvitnina ná tökum á sér. Gunnar J. Árnason Aðventu- stund í Skál- holtskirkju SKÁLHOLTSKÓRINN heldur sína árlegu aðventustund í Skál- holtskirkju annað kvöld, fimmtu- dagskvöld, kl. 21 ásamt gestakór, sem að þessu sinni verður kirkjukór Mosfellsprestakalls. Einsöngvarar á tónleikunum verða þau Loftur Erlingsson og Margrét Stefánsdóttir, Monika Abendroth leikur einleik á hörpu og Jóhann Stefánsson leikur á trompet. Ræðumaður kvöldsins verður Páll Pétursson félagsmál- aráðherra. Stjórnandi Skálholtskórsins er Hilmar Örn Agnarsson og kirkjukór Mosfellsprestakalls stjórnar Margrét Stefánsdóttir. Að- gangur er ókeypis. --------------- Pentti Holappa fær Finlandia- verðlaunin PENTTI Holappa fær Finlandia- bókmenntaverðlaunin að þessu sinni. Þau fær hann fyrir skáldsögu sína Mynd af vini og er verðlauna- upphæðin 150.000 finnsk mörk. Það var leikarinn Liisa-Maija Laaksonen sem valdi bókina úr flokki sex tilnefndra skáldsagna. Þetta er í fimmtánda sinn sem verðlanin eru veitt en þau eru talin helstu bókmenntavertðlaun í Finn- landi. Holappa er fæddur 1927 og er höfundur fjölda verka. Skólafólk og % afslátt af öllum gleraugnaumgjöröum til 31. desember. GLERAUGNAVERSLUN HAGKAUP í SKEIFUNNI Hafið augun hjá ykkur fyrir jólin. Jólagjafakort hjá Augum okkar er jólagjöf sem gleður bæði unga og aldna. Hógæða plastgler fró Þýskalandi meS glampa- og rispuvörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.