Morgunblaðið - 09.12.1998, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 09.12.1998, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1998 31 BÆKUR lliiglingasaga TILBÚINN UNDIR TRÉVERK Eftir Þórð Helgason. Mál og menning, 1998. - 133 s. EFNI sögunnar er mjög nærtækt í íslensku samfélagi, þ.e. sumarvinna unglings að nafni Jens, sem lendir í að verða handlangari hjá byggingarmeistara í nýju hverfi í Reykjavík. Heitið er tvírætt því bæði getur verið um að ræða vinn- una en ekki síður er Jens sjálfur að verða „tilbúinn undir tréverk" sem einstaklingur. Jens hefur ekki mikið sjálfsálit og að hans eigin mati er hann algert meðalmenni meira að segja í einkunnum á samræmdum prófum þar sem hann hefur fengið nákvæmlega landsmeðaltalið. í byggingarvinnunni kynnist hann mest tveimur verkamönnum, þeim Kalla og Axel og líst ekki meira en svo á blikuna eftir fyrsta daginn. Kalli er ósköp lítill karl og talar mjög sérkennilegt mál, einkennandi fyrir þá sem litla skólagöngu hafa „erðanú bra“ og „þúst“ og „þvist“. Axel er mikill gæi, nítján ára og stærir sig af takmarkalaustri kvenhylli og kyngetu. Eftir nokkra daga kem- ur Sonja í byggingar- vinnuna og á bygging- arstað koma einnig við sögu nokkrir aðrir verkamenn. Einn jafn- aldri Jens, Snorri, er einnig þátttakandi í sögunni og foreldrar hans koma einnig við sögu. Baksviðs sjáum við svo fjölskyldu Jens með drauma um stærra hús og meiri umsvif. Pabbi er kennari en hefði kannski orðið ríkur, að hans eigin mati, hefði hann komist á samning. Og svo á Jens vinkonu sem er stundum og stundum ekki. Sögumaður er Jens sjálfur og greinilega hefur hann lært af Bert hinum sænska því mikið af tilsvör- um hans eru í hálfkær- ingi og athugasemdir beinast oft að því að benda á að hann taki meðalmennsku sína al- varlega. í stað kafla er sagan sögð í dagbókar- formi sem er annað at- riði sem á skylt við Bert. En þar sleppir samlíkingu. I þessari bók eru persónur skýrar, vel dregnar og lesandi fær auðveldlega samúð með þeim. Höfundur getur teflt saman mörgum persónum í sömu sögu án þess að hætt sé við að þeim sé ruglað sam- an. Hver og einn stendur í sögulok með sín sterku einkenni þar sem oft er dregið fram það sem er fyndið og sérkennilegt í fari manna. Höfundi gengur mjög vel að draga myndir af unglingum enda þekkir hann vel til þeirra. Helgi er hestamaður, Ingólf- ur afí syngur hástöfum við vinnu sína og frú Finsen er altekin af áhuga á köttum. Hann sýnir þó for- eldra gjarnan sem skilningslitlar manneskjur, haldna sínu eigin lífs- gæðakapphlaupi. Þótt foreldrar Snorra og Jens séu gjörólíkar per- sónur er vandamál þeirra drengj- anna það sama, þ.e. að reyna að komast í samband við foreldrana. Þótt efni sögunnar sé sagt í hálf- kæringi þá er mikil alvara á bak við og í gegnum viðhorf Jens sjáum við íslenskt samfélag í allri sinni marg- breytni. I þessari sögu eru þó aðstæður unglinga jákvæðari en í mörgum bókum sem undanfarin ár hafa haft Reykjavíkur-unglinga að aðalsöguhetjum. Nú er myndin ekki eins dökk og fyrr. Pabbi fær ekki að kaupa enn einn grunninn og fiytja með fjölskylduna í enn einn glugga- lausan kumbalda. Ráðin eru tekin af honum áður en til þess kemur. Snorri á foreldra sem aðeins geta hugsað um peninga og kaupa allt sem Snorri er talinn geta haft áhuga á án þess hann sé nokkurn tíma hafður með í ráðum. Frásagnimar af breytingunni sem verður á byggingarstað eftir að Sonja kemur í karlaveldið eru í senn fyndnar og sterk lýsing á ástleysi og erfiðleikum. Höfundur notar flækingskött til að sýna hvað hægt er að gera með smáumhyggju og natni. Slys geta leitt til góðs séu aðstandendur tilbúnir að leggja eitthvað á sig. Frásögnin af því þeg- ar allir á vinnustað fara að leita að glötuðum hesti er líka skemmtileg en hefði líklega þótt of væmin fyrir nokki-um árum. í sögunni eiga allir von um betri tíð og Sonja er nógu sterk til að stjórna breytingum á umhverfi sínu. Segja má að rauði þráður sög- unnar sé breytingar. Allar söguper- sónurnar hafa breyst mikið í lok sögunnar, allir hafa fengið að glíma við eitthvað sérstakt í sínu eigin lífi og framundan blasir við betri tíð, ef menn halda áfram að reyna að ná sambandi hver við annan og veita hver öðrum hjálparhönd. Sigrún Klara Hannesdóttir __________LISTIR_______ Ekki fullsmíðaður! Þórður Helgason Gullið skærast? Nýjar bækur • KAUPMANNAHAFNARBÓKIN - Borgin við sundið er eftir Tryggva Gíslason. I kynningu segir: „Kaupmanna- höfn var höfuðborg Islands um margra alda skeið og er enn sú erlenda borg sem flestir Is- lendingar leggja leið sína um, enda býður hún upp á flest sem hugurinn girnist: fjölskrúðugt mannlíf, söfn og sögufrægar minj- ar, verslanh og veitingahús og skemmtigarða af ýmsu tagi.“ Ennfremur segir að Tryggvi Gíslason hafi búið um árabil í Kaup- mannahöfn og hafi skrifað þessa leiðsögubók löndum sínum til fi’æðslu og skemmtunar. Utgefandi er Mál og menning. Bókin er 240 bls., Dægradvöl sá um umbrot og hannaði kápu, en bókin erprentuð í Danmörku. Verð: 2.980 kr. • VINALEITIN er myndabók fyr- ir börn eftir Eirík Brynjólfsson. Sagan segir frá einmana hagamús sem leggur af stað að leita sér að vini. Það getur verið erfitt fyrir litla mús að spjara sig meðal stóru dýr- anna en þegar allir eru tilbúnir að rétta hjálpai’hönd gengur allt betur, segir í kynningu. Utgefandi er Mál og menning. Je- an Posocco myndskreytti. Bókin er 24 bls., prentuð í Danmörku. Verð: 1.390 kr. • BRÁÐUM koma dýrðlegjól er myndabók fyrir börn. Ragnheiður Gestsdóttir hefur tekið saman jóla- söngva sem kynslóðirnar raula sam- an um hver jól og skreytt klippi- myndum. Bæði er um að ræða gömlu vinsælu jólalögin og nokkur nýrri. Utgefandi er Mál og menning. Bókin er 32 bls., prentuð í Dan- mörku. Verð: 1.680 kr. • SKOÐAÐU líkama þinn er fræðsiubók fyrw börn í þýðingu Guðrúnar Svansdóttur líffræðings. I kynningu segir að ungum börn- um sé kennt að þekkja eigin líkama í gagnlegum texta með aðstoð mynda og glæruramma. Utgefandi er Mál og menning. Bókin er prentuð íKína ogkostar 1.490 krónur. • NE-hei! sagði Einar Áskell er myndabók eftir Gunilla Bergström í þýðingu Sigrúnar Arnadóttur. Þetta er þetta átjánda bókin sem hún ís- lenskar um þessa söguhetju. í kyninngu segir að flestir kannist við Einar Askel en nú er hann óþekkur að borða vegna þess að hann hefur ekki tíma. Feðgarnir deila en sættast að lokum sem jafn- an fyrr. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 32 bis., prentuð í Dan- mörku. Verð: 1.290 kr. BÆKUR Barnabók SIGURÐUR DREKABANI Höfundur máls og mynda: Torill Thorstad Hauger. Þýðing: Sólveig Brynja Grétarsdóttir. Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi hf. Utgefandi: Mál og menning 1998. - 235 síður. GÓÐAR bækur vekja lesanda fögnuð, laða fram hugsun, er hann ber með sér síðan í þroskamalnum. Svo er um þetta verk. Höfundur lætur afskræmdan hrokann og skilning takast á, glíma, unz annað aflið liggur óvígt eftir. Til að auðvelda lesanda skilning, færir höfundur sögusviðið úr nálægð okkar, allt aftur til þess tíma, er frjáls- bornum mönnum hæfði það eitt að nema þá „list“ að handfjalla vopn; stýra skipi í friðsæla voga, rupla þar og ræna, myrða; eign- ast gull og fanga. Já, allt aftur til víkinga er horft, þeirrar tíðar, er samvizka mannsins er sögð hafa kropið við annað altari en. nú. Vissulega er þetta stílbragð höfundar sársauka - minna, fyrir lesandann, en að þurfa að horfast í augu við sjálfan sig, eftir að mannkyn hefir kropið nýjum sið, á tyllidögum, í um 2000 ár, en dýrka, hvunndags, sömu skrímslin, aðeins í aðra búninga færð. Sigurður, aðalsöguhetjan, er fjórði sonur Hákonar jarls hins norska. Drengnum er innrættur hroki þeirra er telja sig fædda til að drottna, en fóstra hans, ambátt, vef- ur hann ekki aðeins að brjósti sér, til að næra hann, heldur veldur því, að kærieikui' til alls og allra seitlar í sál hans, svo hún verður orrustuvöllur þessa tvenns. Drengurinn skilur ekki nautnina sem mannskepnan virðist öðlast við að drepa og vera drepin, telur eggvopni betur beitt af LAUSNARSTEINN - Lífsbók mín eftir Steingi'ím St.Th. Sigurðs- sop er komin út. I kynningu útgefanda segir m.a.: „Hressileg og á köflum hrikaleg ævisaga þessa kröftuga listamanns sem hefur átt fleiri en eina konu, barist við Bakkus og haldið næst- um hundrað málverkasýningar í öllum landshlutum. Það þekkja allir Steingi’ím, þenn- Þórarni myndskera en afhausurum föður og bræðra. Hann Á að hata! Hann A að hefna! Vissulega reynir hann, en sú orrusta endar í skelli- hlátri þeirra sem eru að heilsa nýj- um degi, eru búnir að gleyma um hvað afar þeirra deildu í fyi-radag. Skrýtið, hann hafði alla æsku notið bezt félagsskapar þræla foreldra sinna, fólks sem erjaði jörð, þuldi spekiljóð lífins, - fólk sem hann mátti ekki umgangast. Reimar og Tíru varð hann því að hitta í felu- skjóli skógar; og þar, inni í skuggan- um, hittir hann veru, Hrafna-Tótu, sem læknaði sjúka; var líka forspá; dáð af mörgum, hötuð af öðr- um. Sigurður var lítt hrifinn af henni, þó fylgdi henni einhver undariegur seiður. Hann skildi ekki orð hennar um að augnlitur þeirra væri hinn sami, fyrr en hún trúði hon- um fyrir því, að þau áttu bæði sama föður. Það gerði hún, er hún græddi sár hans, þá hann flúði „blóðsins völl“ aldagamalla erja tveggja stoltra ætta. Er fákur hans ber þau hálfsystkin á heimahlað hans á ný, þá sigrar hann drekann, - boðar þrælum nýjan, hlýrri dag. Stíll höfundar er lokkandi, snjall. Að vísu sakna eg hraða, en höfundur missir aldrei sjónar á takmarki sínu, - vinnur sig markvisst í átt til þess, heldur athygli lesanda til loka. Myndir eru bókarprýði, undanskilji eg tilraunir við að teikna hest, það lætur höfundi ekki. Þýðing Sólveigar er listagóð, málið ljúft og fallegt. Aðeins smástríðni: Gullspori fylgir ekki reiðverum, heldur montbúnaði knapa (226). Prentverk mjög vel unnið. Minnist ekki á villuna á síðu 94. Bók, sem er útgáfunni til mikils sóma. an skorinorða sagnaþul. Hann lifir lífinu í botn af hjartans ein- lægni.“ Útgefandi er Fjölvi. Bókin er 450 síður prýdd mörgum mynd- Steingrímur St.Th. 11111 Og kostar Sigurðsson 4.480 krónur. Tryggvi Gislason Torill Thorstad Hauger Sig. Haukur Nýjar bækur Lífsbók listamanns Nýjar bækur • DAGBÓK Bridget Jones er eft- ir Heien Fielding í þýðingu Sigríð- ar Halldórsdóttur. I kynningu segir: „Dagbók Bridget Jones hefst á nýjársdag með tilheyrandi áramótaheitum og lýkur í desemberlok ári síðar og gefur upplýsingar um hvaðeina sem gerist í lífi þessarar ungu, ein- hleypu bresku konu í millitíðinni. Frásögnin er lýsing á hugsanagangi dagbókarritarans og matarvenjum svo fátt eitt sé nefnt. Þetta er bók sem kitlar hláturtaugar allra kvenna sem hafa unnið úti eða átt í ástasambandi, svo ekki sé talað um þær sem eiga mæður. Þessi skemmtilega lýsing á smáum en háalvarlegum áhyggjuefnum nútímakvenna - og karla - hefur fært bókinni fágætar vinsældir og metsölu um allan heim.“ Utgefandi er Mál og menning. Bókin er 246 bls., unnin í Prent- smiðjunni Grafík. Kápuna gerði Anna Cynthia Leplar. Verð: 3.680 kr. • SJÓRÆNINGJAR er fræðslu- bók eftir breska höfundinn Philip Steele í þýðingu Haraldar Nelson. I kynningu segir að í bókinni sé fróðleikur fyrir börn og unglinga um sögu sjóræningja sem sigldu um heimshöfin fyrr á tímum og velt upp ótal spurningum eins og: Hvers vegna gerðust svo margir heiðar- legir sæfarar sjóræningjar? Á hvaða slóðum voru ræningjar at- kvæðamestir? Hvernig voru vopn og skip víkinga? Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 64 bis., prentuð á Ítalíu. Verð: 1.680 kr. Bókmennta- kynning á Reyðarfirði Á vegum Leikfélags Reyðarfjarð- ar var haldin bókmenntakynning sunnudaginn 6.des í Félgaslundi. Lásu þar upp úr verkum sínum höfundarnir Dagur B. Eggerts- son, Auður Jónsdótth', Gerður Kristný, Sigurður Pálsson og Sindri Freysson. Einnig var lesið upp úr verkum Þórarins Eldjái'ns og Ragnars Inga Aðalsteinssonar. Alla Borgþórs mætti með sitt lið, skemmti fólki með söng og kynnti nýja geisladiskinn sinn Brothætt. Slík uppákoma er nýlunda hér og var hún vel sótt af fólki á öllum aldri sem skemmti sér vel. Vera á Hondu BÆKUR B a r n a b ó k EINS OG SKUGGINN eftir Andrés Indriðason. Æskan, 157 bls. ANDRÉS Indriðason er nokkuð afkastamikill höfundur, hvort held- ur sem er leikrita- eða skáldsagna- höfundur. I skáldsögum hans, sem teljast til barnabókmennta, eru persónurnar venjulegt fólk í venjulegum ís- lenzkum veruleika. Þær eru samsettar, ekki bai'a góðar eða vondar, held- ur hafa margar hliðar. Þess vegna er ekki ýkja erfítt að samsama sig þeim, jafnvel finna til eða gleðjast með þeim. I bókinni Eins og skugginn segir frá hinni 18 ára gömlu Veru og fj ölskylduaðstæðum hennar. Lesanda er kippt inn í atburðarásina á fyrstu síðu þegar Vera vaknar, léttlöskuð eftir hjólaslys. Sögutíminn er mótor- í raun aðeins einn dagur, sem að stórum hluta er yfirheyrzla á lögreglustöð. Þar greinir einhver rödd frá því sem gerist í þriðju persónu nútíð. Þar inn í eru svo langir yfírlitskafl- ar þar sem Vera sjálf rifjar upp liðna atburði, allt að sex ára gamla. I þeim má segja að atburðarásin, söguþráðurinn, sé falinn. Þessi uppbygging heppnast hreint frábærlega; hvernig maður er rifinn frá því liðna inn á lögi'eglu- stöð í nútíð. Á þann hátt gleymir lesandi sér ekki í upprifjun fortíðar heldur er hann alltaf minntur á „raunveru- leikann", að eitthvað hefur gerzt sem þarfnast útskýringar. Að því stefnir sagan; að varpa ljósi á þá at- burði sem leitt hafa Veru í þær aðstæður sem hún hefur komið sér í. í sögulok snúast yf- irlitskaflarnir og nútíminn saman í einn enda, hvar allt leysist farsællega. Eins og skugginn er skemmtilega skrifuð og spennandi saga frá færum höfundi sem kann sitt fag. Án efa í hópi beztu barnabóka - og þá á ég ekki bara við íslenzkra - fyrir þessi jól. Heimir Viðarsson Andrés Indriðason
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.