Morgunblaðið - 09.12.1998, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1998 33
Ljós eilífðar - eða þögnin
á undan fyrsta orðinu
Aðalsteinn Ásberg George Mackay
Sigurðsson Brown
AÐALSTEINN Ásberg Sigurðs-
son hefur þýtt úrval ljóða eftir
Orkneyjaskáldið George Mackay
Brown, og nefnist safnið Vegur-
inn blái. George Mackay Brown,
sem lést í ársbyrjun 1996, yrkir
um nútímann á klassískan hátt
með skírskotun til sögu og fortíð-
ar. Mörg ljóðanna sækja minni
sín til Islendingasagna, einkan-
lega í Orkneyinga sögu; en ótal
fleiri vísanir eru sóttar í sígildar
bókmenntir okkar. Nútíð og for-
tíð blandast saman í afar heill-
andi og glæsilegri ljóðlist. Pínu-
litlar úthafseyjar verða að miðju
heimsins. Þó er veröld skáldsins
víðfem og hrífandi. Almúgafólk,
konungar og sægarpar skipa þar
jafnan sess. Það er saltbragð í
munninum og_ tryllingur í norð-
anvindinum. I ljóði um Vínland
segir gömul kona um sævíking-
ana:
„Pað er alltaf þessi sóðabrók
sjórinn
sem á hjörtu þeirra.“
„Það er mikil sérviska að vera
að þýða ljóð á íslensku," segir
Aðalsteinn Ásberg, „en þetta eru
einhver álög á mér! Eg hef reynt
í hálfan annan áratug, að koma
mér undan því að leggja loka-
hönd á þessar þýðingar. Að vel
athuguðu máli ákvað ég þó að
láta slag standa! Ljóðin voru erf-
ið í þýðingu. George Mackay
Brown er í senn staðarskáld og
heimsskáld. Seamus Heaney
sagði um skáldskap hans, að
hann umskapaði allt með því að
þræða það í gegnum nálarauga
Orkneyja. Það varð því að þræða
þetta aftur til baka í gegnum nál-
araugað og koma því til skila á
öðru tungumáli. Oftlega, eftir að
ég var búinn að velta hverju orði
fyrir mér fram og tilbaka, varð
mér hugsað til þess hversu miklu
auðveldara það er að yrkja bara
sjálfur!"
I eftirmála að þýðingunum ger-
ir þú góða grein fyrir höfundin-
um og umhverfi hans. Hvert er
erindi hans við okkur?
„Það er ekki bara það að ég sé
sjálfur hrifinn af skáldskap Geor-
ge Mackay Brown, heldur tel ég
að hann eigi sérstakt erindi við
íslenska lesendur. Hann fjallar
mikið um menningarsögu okkar,
það er að segja um víkingatún-
ann. Island og staðir á Islandi
koma fyrir í allmörgum Ijóða
hans. Það er mjög merkilegt að
maður sem hafði jafnmikinn
áhuga á fornsögunum og nor-
rænni menningu, skyldi ekki
heimsækja Island! En hann ferð-
aðist nánast ekkert um ævina.
Hann eyddi þremur árum í Edin-
borg við háskóla-
nám, og heimsótti
Dublin einu sinni.
Ferðina til Dublin
fékk hann í verð-
laun, og kannski fór
hann þangað þess
vegna! Annars var
hann bara heima á
Orkneyjum og
skrifaði. Og las ís-
lendingasögurnar,
allar þær helstu
sem þá voru til á
ensku.“
En svo eru þarna
trúarljóð, full af
friði og birtu!
„Helstu einkennin
á skáldskap George Mackay
Brown eru þau að hann notar
fornar kenningar sem eru nær
horfnar úr nútímaljóðlist og
skapar þannig bein rittengsl við
fornbókmenntirnar. í honum er
líka sterkur trúarlegur strengur.
Hann á það sameiginlegt með
Halldóri Laxness, að hafa sem
ungur maður snúist til kaþólskr-
ar trúar. Þessar tvær hliðar
reyndi ég að hafa í huga þegar
ég valdi ljóðin í þetta litla safn.
Sem dæmi um þennan trúarlega
streng nefni ég kvæðið Lux
perpetua, sem er latína og merk-
ir ljós eilífðar
Stjarna fyrir vöggu
sól íyrir plóg og net
eldur fyrir gamlar sögur
kerti fyrir hina látnu
*
lux perpetua
með slflram ljóstýrum leitum við þín.
Ur Vegurinn blái
Islenskir flugrirkjar
BÆKUR
IÐNSAGA
Oryggi í öndvegi. Saga flugvirkjunar
á Islandi. Safn til Iðnsögu Islendinga,
XIII. bindi eftir Lýð Björnsson. Rit-
stjóri: Ásgeir Ásgeirsson. Hið
fslenzka bókmenntafélag,
Reykjavík 1998, 240 bls.
ÞETTA mun vera sextánda ritið í
hinni miklu ritröð Safni til Iðnsögu
Islendinga og hið þriðja á þessu ári
(XII. bindið er raunar ekki komið
út, þegar þetta er skrifað, en von
mun á því fyrir árslok). Það er því
bersýnilega mikil drift í útgefend-
um ritraðarinnar um þessar mund-
ir. En einnig er skammt stórra
högga á milli hjá höfundi þessarar
bókar, Lýði Björnssyni sagnfræð-
ingi. Um sama leyti og þessi bók
kemur út birtist einng á prenti bók
hans íslands hlutafélag (XI. bindi),
þar sem rakin er rekstrarsaga Inn-
réttinganna. Hefur hann þá ritað
þrjár bækur í þessu ritsafni. Sú
fyi-sta var Steypa lögð og steinsmíð
rís (V. bindi, 1990).
Eg get ekki neitað því, að ég varð
eilítið undrandi, þegar ég fékk
þessa bók í hendur. „Hvaða for-
sendur hefur sagnfræðingurinn
Lýður Björnsson til að rita um hið
flókna og sérhæfða starf flug-
virkja? Ut í hvað er hann nú að
hleypa sér?“ Grunur minn um að
hann hefði ekki lagt sig mikið eftir
starfsemi flugvirkja staðfestist af
aðfaraorðum hans sjálfs, þar sem
hann segir: „Mér er raunar ekki
grunlaust um, að sumum nefndar-
manna hafi stundum ofboðið van-
þekking höfundar á starfí flug-
virkja.“ Nefndarmenn voru að
sjálfsögðu ritnefndin, en hana skip-
uðu Hálfdán Hermannsson, Baldur
Bjarnasen og Viggó Einarsson.
Hafa þeir þá bersýnilega stutt
dyggilega við bakið á bókarhöfundi.
Fleiri komu og hér við
sögu, auk margra
heimildarmanna úr
flugvirkjastétt, svo
sem Armann Óskars-
son.
En hafi höfundur ver-
ið vankunnandi 1 upp-
hafi verks verður það
ekki síður sagt um
þann, sem hér heldur
um pennann. Þekking
hans á flugvirkjun er
engin. Hvað sem um
það má segja er hitt
Ijóst, að þegar rithöf-
undur tekur að sér að
setja saman bók um
efni, sem hann er með
öllu ófróðm' um i upphafi, skiptir höf-
uðmáli að kunna vel til verka, not-
færa sér heimildamenn til hins
ýtrasta, safna saman öllum rituðum
gögnum og búa sér að öðru leyti vel í
hendur. Vel þjálfaður og fræðilega
sinnaðm- höfundur, sem kann góð tök
á þessu og er auk þess vel stílfær,
getur líklega skrifað um næstum því
hvað sem er, svo vel fari á. Þetta
virðist mér Lýður Björnsson sanna
með þessari bók, svo ekki verður í
efa dregið.
Saga íslenskrar flugvirkjunar er
ekki ýkja löng, tæp áttatíu ár.
Engu að síður er hún lengri en bú-
ast hefði mátt við, því að íslend-
ingar voru fljótir að tileinka sér
flugið. Fyrsta flugvélin, sem ís-
lendingar eignuðust, kom til ís-
lands árið 1919. Fyrstu íslensku
flugvirkjarnir komu heim frá námi
árið 1929. Þeir voru þrír: Björn Ól-
sen, Gunnar Jónasson og Jóhann
Þorláksson. Nokkrum árum síðar
kom Brandur Tómasson. Eftir
stríðið tók svo að fjölga ört í stétt-
inni og er hún nú orðin fjölmenn.
Flugvirkjafélag íslands var stofn-
að árið 1947 og löggildingu hlaut
iðngreinin árið 1952.
í níu köflum rekur
höfundur þessa sögu til
nútímans skilmerki-
lega. I fyrsta kafla seg-
ir frá fyrstu áföngum
flugs og flugvirkjunar.
Þá er sagan næst sögð
fyrir tímabilið
1928-1943. Tæknifram-
farir tveggja áratuga
heitir þriðji kaflinn og
greinir þar einkum frá
flugvirkjun á vegum
Flugfélags íslands og
Loftleiða. Nú er milli-
landaflug hafið og
mörgu að sinna fyrir
flugvirkja _ við erfiðar
aðstæður. I fjórða kafla
segir frá flugvirkjun hjá ýmsum
smærri flugfélögum. Þá segir í
næsta kafla frá starfsemi flugvirkja
erlendis. I þeim sjötta er greint frá
menntunarmálum flugvirkja. Sjö-
undi kaflinn er um flugvirkjun hjá
Flugleiðum. Sá áttundi er eins kon-
ar yfirlit yfir átta áratuga flugvirkj-
un og níundi og síðasti kaflinn er
helgaður Flugvirkjafélagi Islands,
félagsstarfsemi, kjaramálum og for-
mannatali.
Útdráttur er síðan á ensku og í
lokin ski'ái' miklar: Tilvísanaskrá,
heimildaskrá, myndaskrá, atriðis-
orðaski'á og nafnaskrá. Margar at-
hyglisverðar myndir eru í bókinni og
allmikið lesefni í innfelldum textum.
Bók þessi er eins og vænta mátti
afar efnismikil. En jafnframt er hún
piýðilega læsileg. Því veldur bæði
góður frásagnarstíll höfundar og eins
hitt að efnið er fjölbreytt, þar sem
skiptast á brot úr flugsögunni, all-
mai'gar reynslusögur og atvikalýs-
ingar og tæknilegar greinargerðir.
Bókin er að sjálfsögðu gefin út
með sama hætti og aðrar bækur í
þessu mikla ritsafni.
Sigurjón Björnsson
Lýður
Björnsson
Úr ríki
náttúrunnar
BÆKUR
Barnabók
MERKILEG DÝR
Eftir Bent Jörgensen. Teikningar:
Birde Paulsen. Skjaldborg,
1998 - 46 síður.
SJÓNVARPSMYNDIR sem
sýna lifnaðarhætti dýra hafa orðið
mjög vinsælar á undanförnum ár-
um og ekki ósennilegt að það geti
kveikt áhuga á að gefa út bækur
sem sýna ýmislegt einkennilegt
eða athyglisvert úr ríki náttúrunn-
ar. I þessari bók er fjallað um
nokkur dýr og einkennilega hegð-
un þeirra eða eiginleika sem gera
þau færari að lifa af í sínu um-
hverfi. I upphafi er því haldið fram
að öll dýr séu merkileg vegna þess
að þau þurfi að leysa vandamál
sem eru innbyrðis ólík og frá-
brugðin því sem við könnumst við
úr mannheimum.
Dæmi eru gefin um alls kyns dýr
sem hafa sérkennilega varnareig-
inleika eða sérbyggða líkamshluta
sem gerir þeim auðveldara að
bjarga sér. Það getur verið löng og
hrufótt tunga, rafmagnsstraumur,
langur fmgur eða sterkur goggur
sem gerir lífsbaráttuna viðráðan-
legri. Fjallað er um dýr úr öllum
heimshornum, letidýr og mauraæt-
ur, þefdýr sem verja sig gegn óvin-
um sínum með illum daun, bjóra
sem byggja sér stíflur til að fá þá
vatnsdýpt sem hentar þeim, og um
úlfalda sem kallaðir eru skip eyði-
merkurinnar vegna hæfni þeiri’a
við að ferðast um eyðimörk án
vatns þar sem þeir þola ótrúlega
sandstoima svo einhver dæmi séu
tekin.
Frá þessum dýmm er sagt á ein-
földu og látlausu máli og á mörgum
síðum er sérstakur reitur þar sem
stærð þeirra, fæða, helstu óvinir og
vistsvæði eru tilgreind.
Myndh-nar eru í litum og formið
gefur myndlistarmanni tækifæri til
að lýsa hverju dýri og leggja áherslu
á þau séreinkenni sem þau eru
gædd. Sum brosa örlítið, önnm' cra
sýnd með nokkuð mannlegan svip
sem gerir þau ennþá sérkennilegri.
Þetta er skemmtileg bók fyrir
forvitna krakka sem hafa gaman af
að spá í óvenjulega hluti og velta
fyrir sér tilvist dýra sem þau hafa
aldrei séð og hafa kannski aldrei
heyrt um heldur.
Sigrún Klara Hannesdóttir
-----------------
Nýjar bækur
• REYNISTAÐABRÆÐUR eftir
Guðlaug Guðmundsson kemur út
á ný. Bókin kom fyrst út árið 1968.
I kynningu
segh' að örlög
Reynistaða-
bræðra og fylgd-
armanna þeirra,
sem urðu úti á
Kili haustið 1780,
hafi verið greypt
í þjóðarsálina í
rúmar tvær ald-
ir. Guðlaugur
Guðmundsson
segir hér sögu þeirra og styðst við
allar tiltækar ritaðar heimildh'.
Hann rekur atburðarásina, fyllir í
eyður frá eigin brjósti og skapar
tráverðuga sögu. Birt eru ljóð sem
ort hafa verið um örlög Reynistaða-
bræðra og fylgdarmanna þeiira.
Utgefandi er íslenskur annáll.
Fi-eydís Kristjánsdóttir mynd-
skreytti. Umbrot og filmuvinnu
annaðist Prentsnið, Viðey prentaði
og Félagsbókbandið - Bókfell batt.
Verð: 3.280 kr.
Rauðarárstíg 14, sími 551 0400,
Kringlunni, sími 568 0400.
fold@artgalleryfold.com
Stjörnuspá á Netinu mbl.is
A.LLTAf= €=ITTH\SALD A/VT7