Morgunblaðið - 09.12.1998, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 09.12.1998, Qupperneq 34
34 MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Nýr skáld- skapur á Grandrokki BESTI vinur ljóðsins lieldur skálda- kvöld á Grandrokki við Klapparstíg í kvöld, miðvikudag, kl. 21. Auður Jónsdóttir les úr skáldsög- unni Stjórnlaus lukka, Arni Þórar- insson flytur kafla úr bókinni Nóttin hefur þúsund augu, Vigdís Gríms- dóttir les úr bókinni Nætursöngvar, Jón Karl Helgason les úr bókinni Næturgalinn, Þorsteinn frá Hamri flytur ljóð úr heildarsafni ljóða sinna og Jón Múli Ámason les úr öðru bindi þjóðsagna sinna. Eftir lesturinn flytur trúbadorinn Öm Bjarnson eigin tónlist og ann- arra. ------------------ Hátíða- tonleikar þriggja kóra KVENNAKÓR Hafnarfjarðar, Kar- lakórinn Þrestir og Heldri kór Þrasta halda hina áiiegu jólatónleika í Víði- staðakirkju á morgun, fimmtudag kl. 20.30, og fímmtudaginn 17. desember kl. 20.30. Kóramh' syngja hátíðalög og í lok tónleikanna syngja kóramir nokkur lög saman. Stjómandi kvennakórsins og Heldri kórs Þrasta er Guðjón Halldór Óskarsson og undirleikari er Hörður Bragason. Raddþjálfari er Elín Ósk Óskarsdóttir. Stjómandi Kaiiakórs- ins Þrasta er Jón Kristinn Cortes og undirleikari Sigrún Grendal. Miðasala er við innganginn. LISTIR >> ' Obyggðirnar kalla BÆKUR Svaðil íarasögur Útkall Fallið fram af fjalli, Óttar Sveinsson, Islenska bókaútgáfan, 1998, 256 bls. FALLIÐ fram af fjalli er fimmta bókin í bókaflokki Öttars Sveins- sonar, Utkall. Bækurnar era byggð- ar á viðtölum, frásögnum fólks sem hefur lent í svaðilföram, lýsingum á björgunaraðgerðum sem oftast eru þekktar úr nýlegum fréttum fjöl- miðla. í þessari bók er lýst falli tví- menninga fram af Grímsfjalli og öðru sambærilegu eldra atviki sem upp kom í kjölfarið. Einnig hrakför- um fimm Vestmannaeyinga sem voru rétt drakknaðir við Bjarnarey og áttmenninga frá Dalvík sem urðu nánast úti í illviðri í óbyggðum. Utkallsbækurnar era vinsæl lesning og spurningin er: hvað veldur að- dráttarafli svaðilfarasagna? Er það lífsháski? Spenna? Þörf fyrir að skyggnast í mannlega þáttinn, upp- lifunina á bakvið oft almennar at- burðalýsingar fréttanna? Ef til vill hafa óblíð náttúraöflin seiðmagn, tálgaðar kringumstæður óbyggð- anna sem eru gjörsneyddar dúðun og öryggi borgarlífsins. Að minnsta kosti er nautn að gægjast í þessa veröld og hugarheim þeirra sem hana sækja. Utkallsbækurnar byggjast á svip- uðu skema og bandarísku sjón- varpsþættirnir Neyðarlínan sem eru í sjálfu sér merkilegur kimi menn- ingar en ekki sérlega merkilegir að öðra leyti. Lífsháskinn hæfir hins- vegar íslendingum bet- ur, ef ég má orða það svo kaldhæðnislega. Því svaðilfarasögur eru einnig gömul íslensk frásagnarhefð. í Fallið fram af fjalli era gífur: lega sterk andartök. í fyrsta kaflanum, „í lausu lofti“ er að finna eitt það sterkasta: þær fáeinu sekúndur sem Bryndís Brandsdóttir og William Menke era í jeppa í lausu lofti á leið- inni niður að rótum Grímsfjalls á Vatna- jökli. I öðram kaflan- um, „Fyrr má nú rota“ er samskonar andartak: Leifur Jónsson og Magnús Hallgrímsson falla einnig fram af sama fjalli. Þetta líkist senu úr hressilegri martröð. Að Leifur skyldi taka á móti Bryn- dísi á spítalanum eftir slys hennar er lygasögu líkast. Rauður bpnsín- brúsi kemur fljótandi í fang Ómars Stefánssonar þegar hann er i þann mund að sökkva í sjóinn. Þessu and- artaki er lýst í þriðja kaflanum, „Hr- ingdu í tíu tuttugu og einn!“ og það er athyglisvert hvernig farsími sem verður Vestmannaeyingum til bjargar öðlast ára gersema og töft'a: gripa úr þjóðsögum og ævintýrum. í fjórða kaflanum, „Engh- kóladreng- ir“, næst sterk rýmis- eða þrengsla- kennd þegar fimm Dalvíkingar haf- ast við í snjóhúsi á Nýjabæjarfjalli meðan félagar þeirra berjast til byggða. Sterkir litir eru í samkennd Dalvíkurbúa á óvissustund. Hvað gerir fólk á ögurstundu? Jú, í háskanum límast kringumstæður við minnið, smæstu smáat- riði öðlast merkdngu, sagðar og ósagðar hugsanir verða ógleymanlegar. Og fólk túlkar. Þess eru dæmi að fólk endurmeti allt líf sitt í ljósi sterkra augnablika í skugga dauðans. Hér er ekki boðið uppá lífshlaup eða bakgi-unn sögu- manna. Því er ekki um að ræða líf í ljósi lífs- háska nema að tak- mörkuðu leyti, lífið fram að atburðunum birtist í smámyndum. I fyrstu köfl- unum er talsvert um hliðstæður í nútíð og fortíð, rifjuð upp eldri slys, eldri svaðilfarir og eldri leiðangrar. Leiðangurinn í öðram kafla er bein- línis farinn í minningu eldri leiðang- urs. Þeir ríma báðir við svaðilför fyrsta kaflans. í hrakfarasögu Vest- mannaeyinga eru atburðir túlkaðir á trúarlegan hátt; björgunin talin of miklum og ótrúlegum tilviljunum háð til að hún feli ekki í sér hand- bendi æðri máttarvalda. Þegai' hættan er liðin hjá eiga flestir sögu- manna það sameiginlegt að reyta af sér brandara; kímnigáfa á ögur- stundu. Þetta er merkilegt fyiir- bæri. Fólk er aldrei fyndnara og kemst aldrei betur að orði heldur en þegar það er rétt sloppið við sína hinstu stund. Þetta skilur kannski enginn nema reynt hafi: gálga- húmor verður svo ósegjanlega hlægilegur, hversdagsleg kímni og úrdráttur svo sterkur við ótrúlegar aðstæður. Þó era þetta hetjusögur, nútíma þjóðsögur um dug og dáð. Ég hef ekki lesið hinar Útkalls- bækurnar en Óttar Sveinsson hef- ur öðlast mikla leikni í því sem hann gerir. Megnið af textanum er frásagnir í gæsalöppum og þó Ótt- ar ráði ekki hvað fólk segir velur hann úr og ákveður hvar hlutirnir eru sagðir og í hvaða samhengi. Skipt er ört um sjónarhorn og sögumann til að vekja spennu og halda athygli. Frásögn hvers og eins fyllir iðulega ekki nema fjórð- ung úr blaðsíðu í einu og svo er skipt um umhverfi og sögumann. Stíllinn minnir þannig á kvikmynd með hröðum klippingum og senu- skiptingum. Vandinn er þó ekki síst fólginn í þeirri blaðamennsku að fá fólk til að tjá sig um erfiða at- burði; víða skín í gegn að viðtölin hafa tekið á. Rödd söguhöfundar hefði kannski mátt taka sér meira svigrúm til túlkana og vangaveltna, til dæmis um sambland raunveru- leikakenndar og óraunveruleikatil- finningar, muninum á því að berj- ast áfram og bíða í óvissu. Hann heldur sig til hlés og nasr fram því sem hann ætlar sér. Óbyggðirnar kalla. Fjöldi mynda er í bókinni, teikningar og kort af aðstæðum sem ella væri oft erfitt að átta sig á, ljósmyndir af hrikalegri náttúru og mannamyndir, sumar hverjar teknar rétt eftir björgun, ýmist af björgunarmönnum eða hinum hólpnu. í augum þeirra er alveg sérstök tegund af birtu. Hermann Stefánsson. Óttar Sveinsson Horft o g hugsað KRISTÍN Ómars- dóttir skrifar allra handa skáldskap, ljóð, smásögur, skáldsögur og leik- rit. Þetta árið sendir hún frá sér ljóða- bókina Lokaðu aug- unum og hugsaðu um mig. Ljóðin eni íjölbreytt, frá því að vera lítil mynd í að vera eins konar saga og allt þar á milli. Skyldi vera öðru- vísi að skrifa ljóð? „Já, það er dálítið öðruvísi, maður sljórnar þeim ekki svo glatt. Ljóð eru óútreiknan- leg. Þau koma af sjálfu sér, gera ekki boð á undan sér held- ur verða til einhvern veginn, einn tveir og þrír, en svo nátt- úrlega vinnur maður þau. Að skrifa ljóð er svolítið eins og að fara með tungumálið undir smásjá. I stærri textum er oft ekki eins mikil nærskoðun. Að búa til Ijóð er stundum eins og að stækka upp það sem oft ekki sést annars,“ segir Kristín og segir ljóð geta verið persónu- legri en annar skáldskapur. TitiIIinn, hvaðan kemur hann? „í ástamálum nýtur fólk þess að láta horfa á sig og nýtur þess að horfa. Það er mikið um það í bókinni, bæði að horft sé og nautnin að horfa. En stund- um verður fólk líka að loka augunum og hugsa, ekki bara að glápa úr sér augun. Þetta gæti verið ósk einhverrar per- sónu um að einhver loki augun- um og hugsi um hana, nota ekki bara augun heldur líka hug- ann.“ Hvernig vinnurðu myndmálið? Kemur það af sjálfu sér með Ijóðunum? „Það er partur af heiminum, hann er fullur af myndmáli, maður er bara í því að pikka í það og pikka úr því, fá lán- að og nota.“ Myndir á bókar- kápu eru eftirþig. Tengjast þær Ijóðun- um? „Já,“ segir Krist- ín, „þær tengjast því sem ég skrifa. Þetta eru skáld- skaparskissur. Sumar þeirra eru beinlínis úr texta eða tengdar textum. Þær lifa líka sjálfstæðu lífi, en eru mjög tengdar verkunum. Eg get eig- inlega ekki rofið þetta í sund- ur.“ Á sínum stað Lömbin eru úti í haga. Mamma mín er á sínum stað. í hvert sinn sem ég hringi eða legg leið mína til hennar er hún á sínum stað. Einsog ástin. Margir kvarta yfir að ástina sé erfitt að finna sérstaklega heyrist hátt í gagnkynhneigðu kvenfólki. En ástin er á sínum stað. Eins og mamma. Lömbin úti í haga. Allt á sínum stað. Líka ég. Ur Lokaðu augunum og hugsaðu um mig Kristín Ómarsdóttir í LEIT AÐ TÝNDU BARNI BÆKUR Itarnabók ÉG HEITI BLÍÐFINNUR en þú mátt kalla mig Bóbó. Eftir Þor- vald Þorsteinsson. Kápa og mynd- skreytmgar: Guðjón Ketilsson. Bjart- ur, 1998, 117 bls. ÞORVALDUR Þorsteinsson vakti verðskuldaða athygli fyrir barnabókina Skilaboðaskjóðuna sem kom út fyrir einum þrettán áram. Athyglisvert er að Þorvaldur hefur ekki freistað þess að fylgja eftir þeirri velgengni með því að róa aft- ur á barnabókaflóðið, fyrr en nú í ár með bókinni um Blíðfinn. Hann hef- ur þó síður en svo setið auðum hönd- um þetta árabil; hann hefur skrifað leikrit, leikþætti og sögur fyrir full- orðna, ásamt því að sinna myndlist- inni. I Skilaboðaskjóðunni spinnur Þorvaldur á skemmtilegan máta spennandi söguþráð í kringum æv- intýri sem flest börn þekkja en sag- an af Blíðfinni er af öðrum toga. Hér er um allegóríska, eða tákn- ræna, fantasíu að ræða, þ.e.a.s. sag- an vísar til tveggja sviða í senn sem þó falla fullkomlega saman í frá- sögninni. Þótt hér sé kannski fyrst og fremst um barnabók að ræða munu fullorðnir lesendur ekki síður njóta sögunnar því þeir hafa aðgang að báðum sviðum frásagnarinnar, sviðinu sem hin fantasíska barna- saga gerist á svo og hinu táknræna sviði sem „barnasagan“ vísar stöðugt til. Sagan segir frá Blíðfinni, ungum, vængjuðum, blíðlyndum dreng sem misst hefur foreldra sína yfir í Ljósheima, heimkynni Orkunnar, og býr ásamt nokkrum öðrum ver- um í litlum garði. Utan garðsins eru ókannaðar lendur og hættusvæði og þangað hættir Blíð- finnur sér ekki. Dag einn kynnist hann barninu (sem kallar hann Bóbó) og tekst með þeim mikill vin- skapur. Blíðfinnur trú- ir ekki illspá Spekings- ins sem segir að barnið muni hverfa einn dag- inn og aldrei snúa aft- ur. Eftir þriggja ára sælutíma Blíðfinns og barnsins vaknar þrá þess síðarnefnda eftir því að kanna heimana utan garðsins og þegar tvö ár til viðbótar hafa liðið „rann hann upp. Dagurinn sem breytti öllu“ (22) og barnið heldur á brott. Þegar Blíðfinnur hefur safn- að nægum kjarki heldur hann af stað í ferðalag, ásamt vini sínum Smælkinu og tuskudúkkunni Ræfl- inum, að leita barnsins. Eftir að hafa tekist á við erfiðar aðstæður og hættulegar verur (hættulegastir eru Akedemónarnir í Háskahelli!) finnur Blíðfinnur barnið á ný en þekkir það varla þar sem það er í líki gamals manns. í þessari fallegu sögu um glataða bernsku og hætturnar sem leynast á vegi þess sem týnt hefur barninu era tilfinningarnar yfirskipaðar öðra og að vissu leyti ríkir „anti-in- tellektúalismi“ í frásögninni (sbr. Akademónana hættulegu). Slík tví- hyggja getur orðið afar klisjukennd þegar verst lætur en Þorvaldi tekst ágætlega að varast þann pyttinn og varla hægt að saka hann um klisjur í þessari sögu. Að mörgu leyti minnir frásögnin af Blíðfínni og ferðalagi hans á eina fallegustu barnabók sem skrifuð hefur verið og fjallar einmitt um ferðalag blíðlynds drengs, nefni- lega Litla prinsinn eftir Antoine de Saint-Ex- upéry. Snertifletir bókanna era margir og snúa bæði að efni og stíl, sem og boðskap frásagnanna. Ef þessi saga er skoðuð í samhengi við fyrri barnabók Þor- valdar má sjá að þær era í grandvallaratrið- um ólíkar en geyma engu að síður sameigin- lega þætti, svo sem þá að báðar sögurnar til- heyra heimi ævintýra og fantasíu og báðar segja þær frá drengjum sem leggja í ferðalag þar sem hættur leynast við hvert fót- mál. Það er hins vegar fleira sem að- skilur þessar tvær barnasögur Þor- valdar en sem sameinar þær. Hér skiptir mestu máli hversu ólíkur stíll og frásagnarháttur þessara tveggja bóka er. í Skilaboðaskjóðunni notar Þorvaldur markvisst hefðbundinn frásagnarhátt ævintýra en í sögunni af Blíðfinni er samspil ljóðrænu og táknræns tungumáls ráðandi, svo úr verður draumkenndur frásagnarstíll. Þorvaldur hefur afar góð tök á þess- um frásagnarhætti, enda hefur hann beitt honum áður á eftirtektarverðan máta í leikprósasafninu Engill meðal áhorfenda. Sagan af Blíðfinni hlýtur að telj- ast meðal eftirtektarverðustu ís- lensku barnabóka síðustu ára og ég gæti best trúað að hún ætti eftir að verða „klassíker“ meðal íslenskra barnabóka þegar fram líða stundir. Og það er vissulega kostur að for- eldrar munu njóta þess að lesa bók- ina fyrir börn sín og skilja hana sín- um skilningi. Soffía Auður Birgisdóttir Þorvaldur Þorsteinsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.