Morgunblaðið - 09.12.1998, Side 44
jr44 MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1998
AÐSENDAR GREINAR
SKOÐUN
MORGUNBLAÐIÐ
Guði sé lof fyrir
hæstarétt
NÝLEGUR dómur
llæstaréttar í máli
Valdemars Jóhannes-
sonar gegn íslenska
ríkinu er tímamóta-
dómur. Rétturinn
kveður upp afdráttar-
lausan dóm í einu mik-
ilvægasta deilumáli og
réttlætismáli lands-
manna. Um leið gegnir
Hæstiréttur sínu
æðsta hlutverki, sem
er að túlka stjórnar-
skrá lýðveldisins og
veita löggjafa og fram-
kvæmdavaldi nauðsyn-
legt aðhald. Petta er
sérstaklega mikilvægt
vegna náinna tengsla fram-
kvæmdavalds og löggjafa.
Dómur Hæstaréttar er skýr.
Hann vitnar til 65. og 75. greina
stjórnarskrár um jafnrétti þegn-
anna og atvinnufrelsi og kemst að
þeirri augljósu niðurstöðu að nú-
verandi aðferð við úthlutun fisk-
veiðiréttinda brjóti í
bága við ákvæði um
jafnrétti þegnanna.
Pað ætti ekki að þurfa
að vefjast fyrir nein-
um að úthlutun físk-
veiðiréttinda til sumra
landsmanna og ekki
annarra sé óréttlát
mismunun. Það að
sumir Islendingar og
erfingjar þeirra fái
ókeypis um alla fram-
tíð réttinn til að nýta
sameiginlega nytja-
stofna við landið, og
aðrir Islendingar og
þeirra aíkomendur
þurfí ævinlega að
kaupa eða leigja réttinn af fyrr-
nefnda hópnum, er augljós, óréttlát
og lítt rökstudd mismunun.
Jafnrétti þegnanna er grund-
vallarregla, sem allir armar ríkis-
valds verða að heiðra. Það er ekki
hlutverk löggjafa og framkvæmda-
valds að finna lagatæknilegar að-
Einar
Stefánsson
SN
©
Golfverslun Sigurðar Péturssonar
Golfskálanum Grafarholti
verður með rýmingarsölu
dagana 9. - 24. des.
Opið
Virka daga frá 14.00-19.00
Laugardaga og
sunnudaga 13.00-18.00
Þorláksmessu 13.00-18.00 _
GOLFVERSLUN
Sigurðar Péturssonar
GRAFARHOLTI, SÍMI 68 22 15
Iðnaðarnefnd
Sjálfstæðisflokksins
Eru iðnaðarmálin á
réttri leið?
Opinn almennur fundur verður haldinn í Valhöil miðviku-
daginn 9. desember kl. 17.00-19.00.
Gestir fundarins, Haraldur Sumarliðason, formaður Samtaka iðnaðar-
ins, mun ræða um: Hvað er efst á baugi í iðnaðarmálum í dag og helstu
verkefnin framundan.
Umræður verða á eftir
framsöguerindum.
Fundarstjóri:
Bergþór Konráðsson, framkvæmdastjóri.
Bergþór Konráðsson
Landbúnaðarnefnd Sjálfstæðisflokksins
íslenskur landbúnaður á nýrri öld
Málanefnd Sjálfstæðisflokksins um landbúnaðarmál boðar
til sjötta opna fundarins um landbúnaðarmál miðvikudaginn
9. desember, kl. 20.30 í Valhöll, Reykjavík.
Framsöguerindi flytja: Fundarstjóri:
Drífa Hjarlardóltir, Kjartan Þ. Ólafsson, Pélur Ó. Helgason, HJálmar Jónsson,
bóndi, Keldum. garðyrkjubóndi, bóndi, Hranastööum. alþingismaður.
Selfossi.
Markús K. Möller,
hagfræðingur.
3
Allir velkomnir
Stiórnin.
ferðir til að komast framhjá
ákvæðum stjórnarskrár og við-
halda misrétti þegnanna. Löggjaf-
inn og framkvæmdavaldið eru
skuldbundin til að fínna leið til út-
hlutunar fískveiðiréttinda, sem
mismunar landsmönnum ekki að
óþörfu.
Krafan um jafnræði þegnanna
snýr ekki að fiskveiðistjórnarkerf-
inu sem slíku, heldur fyrst og
fremst að úthlutum veiðiréttinda.
Eg nota hér almenn hugtök eins og
veiðiréttindi og fiskveiðiréttindi,
svo enginn þurfí að ruglast vegna
hugtaka, sem nefnd eru í lögum,
svo sem veiðileyfi og veiðiheimild,
enda þótt þau orð hljóti einnig að
hafa almenna merkingu. Engin
þörf er á því að leggja aflamarks-
kerfíð af. Hins vegar verður að út-
hluta fískveiðiréttindum þannig að
Löggjafinn verður að
hafa vilja til að gjöra
rétt, segir Einar Stef-
ánsson, og þola ekki
órétt né mismunun.
landsmönnum sé ekki mismunað.
Þetta er hlutverk löggjafans og
framkvæmdavaldsins. Ýmsar leiðir
koma til greina. Einn kostur er að
bjóða fiskveiðiheimildir til kaups
eða leigu á kvótaþingi. Margir út-
gerðarmenn afla sér veiðiheimilda
með því að kaupa þær eða leigja á
markaði og ekkert er því til fyrir-
stöðu að ríkið setji fiskveiðiheimild-
ir á slíkan markað. Engin ástæða
er til að ætla að öflug útgerðarfyr-
irtæki landsins geti ekki spjarað sig
í frjálsri samkeppni við aðra út-
gerðarmenn um fiskveiðileyfi. Önn-
ur aðferð er að úthluta varanlegum
rétti til sérhvers landsmanns og
koma á markaði með fiskveiðileyfi,
eins og Pétur Blöndal, alþingismað-
ur, hefur stungið upp á. Einfaldasta
leiðin er e.t.v. að taka leigugjald af
fiskveiðiréttindum og jafnræði
þegnanna byggist þá á jöfnum rétti
til afraksturs af sameiginlegum
fiskimiðum. Allt er þetta fram-
kvæmanlegt án þess að kollvarpa
rekstri útgerðarfyrirtækja, og þess
utan er svigrúm til að veita aðlög-
unarfrest.
Löggjafinn verður að hafa vilja
til að gjöra rétt og þola ekki órétt
né mismunun. Með jafnréttisá-
kvæði stjórnarskrár að leiðarljósi
getur Alþingi leiðrétt mistök sín og
fullkomnað fiskveiðistjórnunar-
kerfi, sem er að mörgu leyti gott. A
vissan hátt má segja að það starf
hafi þegar hafist með nýlegri
nefndarskipan, og vonandi verður
starf þeirrar nefndar farvegui- til
farsællar lausnar þessa mikilvæga
máls.
Höfundur er læknir og prófessor
við Háskóla Islands.
ÞAÐ SEM
HJÁLMAR LÉT
ÓSAGT UM NÝ-
FUNDNALANDS-
ÞORSKINN
DRAP aflareglan
Nýfundnalands-
þorskinn? spyr Hjálm-
ar Vilhjálmsson í grein
í Morgunblaðinu 3.
nóvember sl. Ekki
svarar hann spuming-
unni í greininni, en
segir að stofninn hafi
fallið af tveimur orsök-
um aðallega:
1. Nýliðunarspá gekk
ekki eftir.
2. Ekki tókst að
framfylgja aflaregl-
unni.
Um það fyrra má
segja að glannalegt er
að byggja langtíma
fiskveiðistefnu á spá í umhverfi
sem er hverfult þegar jafnvel veð-
urspár halda ekki til morgundags-
ins. Þá er einkennilegt að spáin
skuli ekki hafa verið leiðrétt í Ijósi
nýrri upplýsinga þegar tímar liðu
fram.
Um seinna atriðið er það segja
að stjórnvöld ákváðu afla í sam-
ræmi við ráðleggingar fiskifræð-
inga sinna á hverjum tíma og ekki
er vitað annað en að tölur um
landaðan afla væru sannleikanum
samkvæmar (eins og hér heima?).
Það var ekki fyrr en eftir að allt
var um garð gengið að skuldinni
var skellt á erlend veiðiskip utan
200 mílna landhelginnar. AJlt fram
undir það síðasta lofuðu ráðamenn
hér heima ábyrga fiskveiðistjórn í
Kanada.
Það sem vekur athygli mína í
grein Hjálmars er það sem hann
lætur ósagt. Hann talar ekkert um
umhverfisskilyrði eða ástand ein-
staklinganna í þorskstofninum.
Undir það síðasta var þorskurinn
orðinn mjög illa haldinn og meðal-
þyngd eftir aldri orðin sú lægsta
sem mælst hafði. Þessu segir hann
ekki frá. Hann nefnir heldur ekki
að allir aðrir fiskstofnar á svæðinu
guldu afhroð þó ekki væru þeir
undir veiðiálagi.
Það er ekki gott þegar vísinda-
maður lætur sem
hann viti ekki um
þætti sem skipta
sköpum um viðgang
fiskstofna. En þetta
gera þeir gjarnan á
Hafró, segja ekki all-
an sannleikann.
Þess vegna ætla ég
að bæta nokkrum
staðreyndum við
þetta mál. Styðst ég
þar við grein frá 1993,
sem hér fer á eftir í
þýðingu minni. Hún
birtist í dagblaðskálfi
sem kanadíska Hafró
gaf út 1993 og segir
frá ráðstefnu sem
haldin var til að reyna að fá botn í
brotthvarf þorsksins:
„Hvað varð um
þorskinn?
Um 50 vísindamenn frá Kanada,
Evrópu og Bandaríkjunum komu
saman til þriggja daga fundar í
Batrery-hótelinu í St.Johns í janú-
ar (1993) til þess að kryfja þessar
Sú spurning verður æ
áleitnari, segir Jón
Kristjánsson, hvers
vegna þessir menn
verja rangar ráðlegg-
ingar um nýtingu
fiskstofna.
spurningar til mergjar. Þarna
vora, auk Kanadamanna, sérfræð-
ingar frá Islandi, Noregi, Bret-
landi og Alaska. Þeir voru að
reyna að skilja hvernig rúmur
helmingur þorskstofnsins gat horf-
ið á fyrri helmingi ársins 1991.
Fyrst þurftu þeir að sannfæra
sjálfa sig um að það hefði gerst.
Eitt aðal viðfangsefnið var að finna
út hvort stofninn hefði virkilega
Jón
Krisljánsson
UNDIR-
FATALÍNA
Kringlunni
S.553 7355
MFA
SÍMI 533 1818 • FAX 533 1819
Stutt námskeið fyrir
trúnaðarmenn stéttarfélaga
MENNTUN FYRIR ALLA
IICRÆN
. ' i
Síðustu ór hefur skátahreyfingin selt sígræn
eðaltré, í hæsta gæðaflokki og prýða þau nú
mörg hundruð íslensk heimili.
s* 10 ára ábyrgð
f*. 12 stcerðir, 90 - 500 cm
;■*- Stálfótur fylgir
Ekkert barr að ryksuga
;•- Truflar ekki stofublómin
5NORRABRAUT 60
í'4 Eldtraust
Mt- Þarfekki að vökva
it Islenskar leiðbelningar
»* Traustur söluaðili
;■* Skynsamleg fjárfesting
Bandalag islentkra skóta