Morgunblaðið - 09.12.1998, Page 62

Morgunblaðið - 09.12.1998, Page 62
 62 MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ í§* ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200 Sýnt á Stóra sViii kl. 20.00: BRÚÐUHEIMILI — Henrik Ibsen Frumsýning 26/12 kl. 20 uppselt — 2. sýn. 27/12 uppselt — 3. sýn. sun. 3/1 örfá sæti laus. TVEIR TVÖFALDIR — Ray Cooney 9. sýn. miö. 30/12 nokkur sæti laus — 10. sýn. lau. 2/1 nokkur sæti laus. SOLVEIG — Ragnar Arnalds Fös. 8/1. BRÓÐIR MINN LJÓNSHJARTA — Astrid Lindgren Þri. 29/12 kl. 17 nokkur sæti laus — sun. 3/1 kl. 14. Sýnt á Litla sViði: ABEL SNORKO BÝR EINN — Eric Emmanuel-Schmitt Mið. 30/12 kl. 20 nokkur sæti laus. Ath. ekki er hægt að hleypa gestum inn í salinn eftir að sýning hefst Sýnt á SmíðaVerkstœði kl. 20.30: MAÐUR í MISLITUM SOKKUM Fim. 10/12 uppselt — fös. 11/12 uppselt — lau. 12/12 uppselt — þri. 29/12 — mið. 30/12 — lau. 2/1 — sun. 3/1. Miðasalan eropin mánud.—þriðiud. kl. 13—18, miðvikud.—sunnud. kl. 13—20. Símapantanir frá lcl. 10 virka daga. Sími 551 1200. Gjafakort i Þjóðleikhúsið — ýjöfin sem lifnar t/ið áSílEIKFÉLAG $£& REYKJAVÍ KURJ® 1897 1997 BORGARLEIKHÚSIÐ A SIÐUSTU STUNDU: Síðustu klukkustund fyrir sýningu eru miðar seldir á hálfvirði. eftir Sir J.M. Barrie Frumsýning 26. des. kl. 14.00 sun. 27/12, kl. 14.00, lau. 2/1, kl. 13.00, sun. 3/1, kl. 13.00, lau. 9/1, kl. 13.00, sun. 10/1, kl. 13.00. ATH: PÉTUR PAN GJAFAKORT TILVALIN JÓLAGJÖF TIL ALLRA KRAKKA Stóra^við: MAVAHLÁTUR eftir Kristínu Marju Baldursdóttur í leikgerð Jóns J. Hjartarsonar Lau. 12/12 kl. 19.00. Jólahlaðborð að lokinni sýningu, leikarar hússins þjóna tii borðs! Lau. 9/1 kl. 20.00. Stóra svið: eftir Jim Jacobs og Warren Casey. Lau. 12/12, kl. 15.00, uppselt Aukasýning sun. 27/12, kl. 20.00. Lokasýn. þri. 29/12, kl. 20.00, uppselt. Ósóttar pantanir seldar daglega. Stóra svið kl. 20.00 n í svcn eftir Marc Camoletti. Rm. 10/12, nokkur sæti laus, fös. 11/12, uppselt. 60. sýning mið. 30/12, fös. 8/1. Ósóttar pantanir seldar daglega. Miðasalan er opin daglega frá kl. 13—18 og fram að sýningu sýningardaga. Símapantanir virka daga frá kl. 10. Greiðslukortaþjónusta. Sími 568 8000 fax 568 0383. /IM Miðasala opln kl. 12-18 og JIIIIJW tram að sýningu sýnlngandaga . Um Ósóttar pantanir seldar daglega Sími: 5 30 30 30 I0fiO Gjafakort í leikhusiö Tilvalin jólagjöf! KL. 20.30 sun 13/12 nokkur sæti laus sun 27/12 jólasýning ÞJONN fr s ú p u ttm i lau 12/12 kl. 20 örfá sæti laus fös 18/12 kl. 20 og 23.30 Nýársdansleikur Tryggið ykkur miða strax! Tllboð til leikhúsgesta 20% afslánur af mat fyrir leikhúsgesti í Iðnó Borðapöntun í síma 562 9700 SVAR TKLÆDDA KONAN FIM: tO. DES - laus sæti Síðasta sýning fyrir áramót Veitingahúsin Hornið, REX og Pizza 67 bjóða handhöfum miða ýmis sértilboð. T J A R * n" A R B í Ó Miöasala opin 2 dögum fyrir sýn. 17-20 & allan sólarhringinn í síma 561-0280 ISLIiNSKA OFERAN KafíilfÍkhÍKih Vcsturgotu T> Jólabókatónaflóð Canada & höfundar frá Bjarti fimmtudaginn 10/12 BARBARA & ÚLFAR SPLATTERH föstudaginn 11/12 kl. 24 laus sæti RRómuntúiÁt Áoö/c/ ///erf o'/Ze/i VZZ/ A//ó/m . Útgáfutónleikar lau. 12/12. kl.22.30 Eldhús Kaffileikhússins býður upp á Ijúffengan kvölverð fyrir tónleika Miðapantanir allan sólarhringinn í síma 551 9055. Miðasala fim.-lau. milli 16 og 19 og símgreiðslur alla virka daga. jjáyJiMJ Gamanleikrit í leikstjórn Sigurðar Sigurjónssonar mán. 28/12 kl. 20 uppselt þri. 29/12 kl. 20 uppselt mið. 30/12 kl. 20 uppselt Miðaverð kr. 1100 fyrir karla kr. 1300 fyrir konur >^[Vast>ai^aT/ajrt ^ Lbik"it FVniR ^ lau. 26/12 kl. 14 sun. 27/12 kl. 14 örfá sæti laus sun. 10/1 kl. 14 Leikhúsmiði í jólapakkann! Georgfólagar fá 30% afslátt Miðapantanir í síma 5511475 frá kl 13 Miðasala alla daga frá kl 15-19 FÓLK í FRÉTTUM ERLENDAR Silja Björk tónlistarnemi fjallar um nýjustu geisla- plötu Alanis Morissette „Supposed Former Infatuation Junkie" Alan eða Alanis? HÚN er stelpa. 10 ára er hún orðin sjónvarpsseríu- stjarna. 14 ára með permanent og plötusamning við MCA. Þetta litla vinsæla barn er kanadíska gelgjudanspoppung- lingastjarnan Alanis. í dag býr Alanis í Bandaríkjunum. I dag er Alanis orðin stór. Hún er ekki lengur litla unglingastjarnan sem þegar hafði sungið inn á tvær plötur 18 ára. Núna er hún Alanis Morissette. Núna er hún heims- fræg. Innantómt gleðipopp ung- lingsáranna var látið víkja fyrir nýrri tónlist, nýju útliti og nýrri ímynd. Nú skyldi hún hætta að vera of mikið máluð. Nú skyldi hún verða reið og bitur ung kona. Og um leið skyldi hún hætta að vera eins og einhver stelpa, heldur verða meira eins og strákarnir. Líf Alanis breyttist daginn sem hún kynntist Glen Ballard, sjó- uðum bransakalli, lagahöfundi og framleiðanda. Hann tók hana að sér og hvatti hana til að hleypa út þeirri reiði sem í henni bjó eftir erfið uppvaxtarár sem unglinga- stjarna. Skömmu síðar fæddist platan Jagged Little Pill sem seldist í milljónum ein- taka. Nýjasta plata parsins er Supp- osed Former Infatuation Junkie. Þau semja lögin í sameiningu og vinna plötuna í heild. Samsetning þessa dúós er: Oákveðin popp- stelpa og náungi sem helst hefur unnið sér það til frægðar að semja Man in the Mirror fyrir Michael Jackson (á I’m Bad vonda- stráksárunum), og hefur þar að auki unnið með tónlistarfólki eins og Aerosmith, Barbra Streisand, Paulu Abdul og sjálfum David Hasselhoff. Glen Ballard sér vel um Alanis Morissette. Hún syngur. Síðan er söngnum drekkt í rándýru glans- sándi, sem passar betur við gam- aldags hetjurokk eins og Aer- osmith, frekar en við ráðvillta kanadíska stelpukind. Flestar út- setningar á plötunni eru keimlík- ar, sömu atriðin koma fyrir aftur og aftur og sama forskriftin í upp- byggingu laga er gegnumgang- andi alla plötuna. Hið dæmigerða Nemendaleikhúsið sýnir í Lindarbæ ÍVANOV eftir Anton Tsjekhov. sýn. í kvöld. 9. des. kl. 20 sýn. fös. 11. des. kl. 20 sýn. sun. 13. des. kl. 20 örfá sæti laus sýn. mið. 16. des. kl. 20 sýn. fim. 17. des. kl. 20 sýn. lau. 19. des. kl. 20 uppselt_ MIÐAVERÐ KR. 500. MIÐAP. í SÍMA 552 1971 ALLAN SÓLARHRINGINN. lag á plötunni byrjar á einhvers konar hugleiðingu frá Alanis en undir því hljómar einmana gítar eða lítið píanóþrástef. I stað þess að lagið fái að halda áfram í ein- faldleika sínum er bætt ofan á of- urfyrirsjáanlegu og einhæfu bíti. Þá taka við raddanir og þykk og loðin hljómborðssánd til að fylla upp i hljóminn og alltaf má bæta við gítarsólóum frá Glen Ballard. Lögin skiptast eiginlega í tvo flokka. Annars vegar era það lög- in í rólegri kantinum (Thank U; Unsent; One;) sem falla í flokk hins dæmigerða lags og hins veg- ar lög sem vilja vera einhvers konar rokk: t.d. eitt Nirvanalag (Joining You) og eitt _ vonlaust þungarokkslag (Baba). Útfærslan á hugmyndunum, sem liggja að baki laganna, er útþynnt. Þreytt gítarriff, óspennandi trommupæl- ingar og allar prógrammeringar, sem Ballard sér um, eru merki- lega ófrumlegar. Þær gætu allt eins verið úr verksmiðju. I gegnum allt þetta á síðan Al- anis litla að skína. Henni liggur mikið á hjarta. Hún syngur, eins og hún eigi lífið að leysa í 72 mín- útur (sem er hámarkslengd geisladisks!) en á plötunni eru 17 lög. Til viðbótar við sönginn leitar hún nýrra leiða til að tjá sig. Hún spilar nett stef á píanó og leggur virkilega mikið í að spila á þver- flautu sem gengur einfaldlega ekki upp (That I Would Be Good). En eftir sem áður er söngurinn hennar deild. Hún er þekkt fyrir sérstaka raddbeitingu, sem auð- velt er að láta fara í taugarnar á sér, og raddanabrögðin eru ekta Alanis Morissette (blábyrjunin á plötunni er einum of mikið af hinu góða fyrir þá sem eru með of- næmi). Söngur hennar er straum- ur orða og tóna. Laglínurnar eru oft hálfstefnulausar og ómarkviss- ar, en þær venjast þó við meiri hlustun. Grípandi viðlög eru held- ur ekki áberandi. Alanis er því að færast lengra frá slögurunum á Jagged Little Pill og er að prófa sig áfram með söngstílinn. Eftir bakpokaferðalag til Ind- lands bregður fyrir indverskum áhrifum bæði í sönglínum og í tónlistinni almennt. Indverskar tabla-trommur lenda til dæmis í prógrammeringu framleiðandans í laginu The Cough og útkoman verður jafn óspennandi og annað slagverk. I heildina virka þessir Indlandsstælar frekar yfirborðs- kenndir og enn sem fyrr er illa unnið úr annars ágætis hugmynd- um. Indlandsáhrifanna gætir einnig í textasmíðum („Kali Kali frantically“ - Baba) sem er ágætis tilbreyting frá beiskjunni sem hún er þekkt fyrir. Textarnir á Supposed Former Infatuation Junkie (titill plötunn- ar er orðaleikur í laginu So Pure) eru endalaust streymi orða og ganga þeir flestir út á það sama. Hún virðist ekki geta skilgreint sjálfa sig nema út frá öðru fólki og þá helst ein- hverjum skúrkum („I was afraid of your rejection...I was afraid of ver- bal daggers...I was afraid you’d hit me“ Sympathetic Character). Text- arnir gætu verið teknir beint upp úr sjálfshjálpar- bók, skrifaðri sem heimaverkefni hjá sálfræðingi. Endalaus orða- flaumur, bitur- leiki og reiði í bland við sjálfs- uppgötvanir. En yfirdrifin ein- lægnin missir marks og er á mörkum þess að vera vélræn. Platan virkar svolítið eins og verksmiðjuframleiðsla. Það er ekki nema í síðustu tveimur lög- unum á disknum sem aðeins rofar til. Þau semur hún ein (Heart of the House; Your Congratulations), en þá hefur Glen líklegast verið í pásu. Þessi tvö síðustu lög eru að mestu leyti blessunarlega laus við Glen Ball- ard áhrifin. I þessum tveimur lög- um birtist einhver ró sem ekki er að finna annars staðar á plötunni sem gerir þau blíðlegri og mann- legri en hin lögin. Alanis ætti að byrja á því að losa sig við Ballard-maskínuna og vera bara hún sjálf. Hún er bara lítil viðkvæm stelpa sem drukknar í stóru sándi og klisjulegum út- setningum. Allt sem frá henni sjálfri kemur á þessari plötu er í raun mjög fallegt og einlægt. Hún virðist hugsandi og gáfuð stúlka, hæfileikarík, en kannski svolítið týnd og leitandi. Hún reynir bara svo mikið að vera eitthvað sem hún er ekki. Hún felur óöryggið bakvið feminisma með karl- mennskustælum. Alanis Moris- sette lýsir sjálfri sér best, viðhorf- um sínum og tónlist í laginu Would not come: „if I’m masculine I will be taken more seriously“. Hún á eftir að upp- götva að hún þarf hvórki að vera strákur né strákaleg til þess að mark sé tekið á henni. Það er al- veg hægt að vera lítil stelpa, í bleikum kjól með ljóst hár í flétt- um, en samt töffari. Og hún er ekki strákur. Alanis er stelpa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.