Morgunblaðið - 09.12.1998, Side 64
64 MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Forvitnilegar bækur
Forvitnilegar bækur
EDDIE Coffín er miðaldra
heimspekingur frá Cambridge.
Hann er drykkfelldur, sköllóttur og
latur. Hann er meðal fremstu sér-
fræðinga í fornaldarheimspeking-
um sem ekkert hefur varðveist eft-
ir á prenti. Eftir sóðalegt hneyksl-
ismál flýr hann föðurland og ónýtt
orðspor.
í Montpellier í Frakklandi kynn-
ist hann einhenta smákrimmanum
Hubert. Hubert er nýsloppinn úr
tukthúsinu og er staðráðinn í að
hefja nýtt og betra líf sem
glaspamaður. Sameinaðir kraftar
Eddie og Huberts fæða af sér nýja
glæpaaðferð og nýja undirgrein
heimspekinnar: Heimspekilega
bankaránið. Fyrr er vai’ir er
tvíeykið eftirlýst um allt Frakk-
land.
Bókin segir frá ævintýralegri leit
þeirra að hinum fullkomna banka
og hvernig breyta megi þekkingu í
gróða, enda eru ránspekilegar að-
ferðir þein-a nýstárlegar. Þeir
flnna t.d. upp „flóttamáltíðina“ (the
getaway lunch) og ganga svo langt
að auglýsa fyrirhuguð bankarán í
fjölmiðlum, svo að lögreglan fái líka
tækifæri.
Bókin er um leið handhægt hug-
myndasöguágrip fyi’ir letingja og
óþokka, mun hnitmiðaðri og
hagnýtari heldur en Veröld Soffíu.
Héi- er þó einnig að finna dýpri
vangaveltur, t.d. úttekt á kostum
og ókostum þess að liggja í rúminu
allan daginn og ítarlegar skilgrein-
ingar á hugtökum og heimspeking-
um sem byrja á z.
Tibor Fischer er einn frumleg-
asti og fyndnasti rithöfundur okkar
tima. Aðrar skáldsögur hans eru
Under the Frog, sem fjallar um
körfuboltaleikmann í Ungverja-
landi á árunum eftir seinni heim-
styrjöld, og The Collector Collect-
or, en þar er söguhetjan u.þ.b. 2000
ára gamalt leirker.
Uifur Eldjárn
„TVEIR vinnumenn voru á heimilinu svo siðspilltir, að háski
getur talizt gagnvart hrifnæmu barni,“ segir í Harmsögu
Jóhannesar Birkiland.
INGIBJÖRG SIGURÐfiRDðTTIR
KbsfrutpCMMa&nniin A-A Ml „ iMttf \
»fKf>m„ith9K,tttKhttytV.ltMr|ttttiKI»pial6ltt :
I BOKINNI
Úr vísum Æra-Tobba kvað Hall-
grímur Pétursson: „Finnst þú
Tobbi firðum hjá/flónsku reyrð-
ur hafti.“ Tobbi svaraði:
„Varaðu þig ef vilt ei fá/verst úr
mínum kjafti.“
MEÐAN þjóðin bíður í
viðbragðsstöðu eftir að afslátt-
arstríðið hefjist, á jólabóka-
markaðnum eru alltaf einhverjir
sem leita hentugri lausna á jóla-
gjafakaupunum. Nískupúkinn og
sparigrísinn vita hvar ódýrustu
bækurnar fást: Hjá fornbókasal-
anum. Því miður fer þeim ört
fækkandi. Þeir hafa orðið
hálfútundan í öllu „góðæðinu"
eins og gárungarnir kalla það.
Skemmst er að minnast Bókar-
innar sem lagði upp laupana
fyrr á árinu.
Við og við skjóta þó fornbóka-
markaðir upp kollinum og
nokkrir fornbókasalar eru með
fasta bása í Kolaportinu. Enn
eru tvær litlar fornbókaverslan-
ir starfandi við Hverfisgötuna.
Bókavarðan er hins vegar
langstærsta búðin og hefur haft
forystuna um árabil. Úrvalið þar
er ótrúlegt. Þar finna safnararn-
ir fyrstu prentanir af verkum
eftirlætishöfundarins og jafnvel
ómetanlegar útgáfur frá síðustu
öld. Allir með alvarlega lesdellu
geta svo eignast bækur á inun
lægra verði en annars staðar,
meira að segja splunkunýjar
bækur frá síðustu jólum.
íslenskir fornbókasalar eru
meðal þeirra fáu sem
varðveita afþreyingar- og
jaðarbókmenntir aldarinnar,
sem sumir myndu eflaust
kalla „sorpbókmenntir". Á
Islandi hefur verið gefið út
ótrúlegt magn af endur-
minningabókum, þýddum
spennusögum, frumsömdum ást-
arsögum og reyfurum. Bækur
fyrst og fremst ætlaðar til
skemmtilestrar. Flestar era
gleymdar og horfnar af nátt-
borðum þjóðarinnar en mikið er
pönkarinn. Þetta litla safn af
varðveittum kvæðum Þorbjörns
Þórðarsonar frá 17. öld ætti að
vera til á öllum heimilum. Sam-
band Tobba við móðurmálið er
með sérstakasta móti og nægir
að vitna í skáldið sjálft þessu til
skýringar eða eins og hann segir
við konu sína:
Þambara rambara Þorbjörg nu'n
þarna er kúlna fatan þín,
ambara rambara exin fín
illa trúi ég hún bíti.
Sj úkrahú sslæknir inn
Sjúkrahússlæknirinn eftir Ingi-
björgu Sigurðardóttur, Prent-
verk Odds Björnssonar 1965,
190 blaðsíður.
Ein af mörgum sjúkrahúsást-
arsögum sama höfundar. I til-
vitnun framan á bókarkápu seg-
ir: „Hún sér ungan hvítklæddan
mann standa hjá sér og mætir
augum hans hlýjurn og rólegum.
Hvar hefur hún mætt þessum
augum áður?“ Yndislega lang-
dregin og væmin bók um það
hvernig ungi læknirinn Viðar og
vinnukonan Nína ná loks saman
á blaðsíðu 185. Ástarsögnr Ingi-
bjargar eru uppfullar af al-
mennilegu íslensku fólki, lækn-
um, sýslumannsdætrum, prests-
hjónum og heimasætum.
Ég vil nú hafa
mínar konur sjálfur
Ég vil nú hafa núnar konur sjálf-
ur segir Olafur bóndi á Oddhóli
og fyrrum í Álfsnesi. Dagur Þor-
leifsson skráir. Bókaútgáfan Orn
og Örlygur hf., 1976, 194
blaðsíður.
Örugglega fyndnasta endur-
minningabók sem hefur verið
skrifuð á íslensku. Ólafur dregur
A stefnumót við
konur í geimnum
„KRUMMI vissi að hann
mundi ekki fá tækifæri aftur til að rannsaka
herbergi stúlkunnar, og hann vissi líka að lögreglunni hætti oft til að
hlaupa yfir, eða láta fara fram hjá sér, hina mikilsverðustu hluti, sem
þó virtust í fljótu bragði einskis virði . . .“ segir í Rafmagnsmorðinu.
Sumar bækur eiga til
að týnast í jóla-
bókaflóðinu bara vegna
þess að þær eru gaml-
ar. En þær þurfa ekki
að vera síður forvitni-
legar fyrir því. Úlfur
Eldjárn rölti inn í forn-
bókaverslun og blaðaði
í gömlum skræðum.
til af forvitnilegum bókatitlum
sem verða sennilega aldrei end-
urprentaðir eða gefnir út í
viðhafnarútgáfum. Það kemur
sumum á óvart að íslenskir rit-
höfundar hafa ekki aðeins skrif-
að háalvarlegar verðlaunabækur
heldur líka vísindaskáldsögur,
glæpasögur og hrollvekjur.
Hér eru nokkrar gamlar og
góðar sem ættu að geta glatt í
skammdeginu:
Vísur Æra-Tobba
Vísur Æra-Tobba, Iðunn 1974.
Ef Bólu-Hjálmar var fyrsti ís-
lenski blúsarinn þá var Æri-
Tobbi alveg öragglega fyrsti
HeimspekikliTian. Vintage, Random
House, Lundúnum. The Thought
Gang. Höfundur er Tibor Fischer.
Mál og menning. 1.535 krónur.
Sápu-
ópera í
felubúningi
Vanity Case eftir Douglas
Chirnside. 483 blaðsíður. Hodder &
Stoughton, London, árið 1998. Mál
og menning. 1.315 krónur.
Auglýsingaherferð á túrtappa-
tegund og sjónvarpsþáttur sem
verður til í kjölfarið er það sem
allt snýst um í þessari bók. Sögu-
hetjurnar lifa og hrærast í
fjölmiðlaheimi Lundúnarborgar
og túrtappategundin nær að spila
lykilhlutverk í framapoti allra
sögupersónanna. Þetta fólk er á
framabraut með stóru F-i. Hégómi
þess, framapot, valdagræðgi og
barátta við að skapa sér nafn í hin-
um stóra heimi er það sem heldur
sögunni gangandi. Þetta er kald-
hæðnisleg sápuópera sem lýsir
hverfulum heimi auglýsinga og
sjónvarps þar sem allt virðist
alltaf vera á milljón. Sagan á sína
spretti en eins og sápuóperum er
tamt fylgja ýmsir gallar. Fjallað er
um of margar persónur svo að
sumar verða ansi bragðdaufar og
virðast oft ekki þjóna neinum til-
gangi. Einnig vantar mikið upp á
að aðalsögufléttan sé bitastæð,
hún drukknar í útúrdúrum og
dettur niður dauð í endann. Það
sem bjargar þessari bók frá því að
verða mjög leiðinleg er kaldhæðið
yfirbragð sögunnar og að mörg
aukaplottin eru áhugaverð. í heild
er þetta stundum skondin lesning,
áhugaverð á köflum en þunn
aðalsöguflétta og lélegar lausnir
gera þetta að frekar tilgerðarlegri
bók sem skilur ekki mikið eftir sig,
svona eins og sápuóperur almennt.
Elsa Eiríksdóttir
Heim-
spekilega
bankaránið
ekkert undan í frásögnum sínúm
af glæfrasömum utanlandsferð-
um, kvennafari og slagsmálum.
Þarna eru ótrúlegar grobbnar
montsögur sem bera heiti á borð
við: „Landi, landi, landi", „Amm-
an var sú besta“ og „Einn á móti
fimm Bretum."
Harmsaga ævi minnar
Harmsaga ævi minnar - Hvers
vegna ég varð auðnuleysingi,
eftir Jóhannes Birkiland. Gefið
út af höfundi, Reykjavík 1945,
fjögur bindi.
Sjálfsævisaga Birkilands er
ódauðlegt meistaraverk og
reyndar ótrúlegt að engum skuli
liafa dottið í hug að endurútgefa
hann. Hann lýsir ógæfusömu lífi
sínu og ástæðum þess að allt fór
úrskeiðis. Með „freudískum"
skýringum sýnir hann fram á
hvernig spillt uppeldi hans á
stórbýli í Skagaljarðarsýslu kom
í veg fyrir að hann yrði nokkurn
tíma dugandi maður, sbr. titilinn
á fjórða og síðasta bindinu: „Óg-
urlegasta hörmungartímabil
allrar minnar æfi.“ Ókrýndur
konungur íslenskra bölsýnis-
Iistamanna.
Stjörnuskipið
Sljörnuskipið - Geimferðasaga,
eftir Kristmann Guðmundsson,
gefið út af Almenna bókafélag-
inu, 1975.155 blaðsíður.
Kristmann Guðmundsson var
gífurlega afkastamikill rit-
höfundur og vísast sá eini sem
gerði heiðarlega atlögu að þessu
formi, vísindaskáldsögunjii.
Stjörnuskipið fjallar um Islend-
inginn Ómar Holt. Hann er há-
vaxinn, Ijóshærður og bláeygður
og hlotnast sá óvænti heiður að
vera boðið í geimferð ásamt
geimveravini sínum Míró Kama.
Hann kynnist lífi á öðrum hnött-
um og gullfallegum geimkonum
sem vilja hann allar. Bókin er
skemmtilega gamaldags en
ágætlega skrifuð og stemningin
er ekkert ósvipuð og í Star Trek.
Rafmagnsmorðið
Rafmagnsmorðið eftir Val Vest-
an, Hjartaásútgáfan, Akureyri
1950. 133 blaðsíður.
Glæpasaga sem gerist í
Reykjavík í nóvembermánuði
1942. Ung stúlka og roskin fylli-
bytta finnast látin í leigulier-
bergi. Hér er um dularfullt morð
að ræða. Sagan er sam-
kvæmt erlendu fyrir-
myndinni. Lögreglunni
verður ekkert ágengt í
málinu en söguhetjan
Krummi leysir málið
upp á eigin spýtur.
Bókin er aðallega
skemmtileg fyrir þær
sakir að hún dregur
upp skuggalega mynd
af undirheimum
Reykjavíkur á
stríðsáranum.
Drykkjumennirnir
drekka hárspíritus í
tónik, ungar stúlkur
eru í „bransanum"
og verðir laganna
veikir fyrir
ósviknu skosku
viskíi. Hinar
Krummabækurn-
ar eftir Val Vest-
an eru Týndi
hellirinn og
Flóttinn frá
París.