Morgunblaðið - 10.12.1998, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Siðlaus jólagjöf
tilbankastjóra
'"'111] Sex bankastjórar
fengu „engin hlunn- j
imli“ en hálfan niillj I
arð króna í sérstökum ,
lifeyrisskuldbinding-
ÞÚ FÆRÐ ekki nema 40 millur pjakkurinn þinn. Þú liefur verið óþekkur, latur við laxveiðarnar.
Ráðgert að lækka skuldir
um 100 milljónir króna
NÝBYGGING gatna í nýju hverfí
við Hraunsholt eru helstu fram-
kvæmdir næsta árs samkvæmt fjár-
hagsáætlun Garðabæjar fyrir árið
1999. Gert er ráð fyrir óbreyttri
álagningu gjalda og er útsvar áfram
11,24%. Sameiginlegar tekjur bæj-
arsjóðs eru áætlaðar rúmlega 1,3
milljarðar og eru útsvör 88,6% af
sameiginlegum tekjum. Gert er ráð
fyrir 268,9 millj. rekstrarafgangi eða
20,3% af sameiginlegum tekjum og
að skuldir lækki um rúmar 100 millj.
í frétt frá bæjarstjórn Garðabæj-
ar kemur fram að stærsti hluti út-
gjalda rennur til fræðslumála, sam-
tals 450,1 milljón eða 42,7% af
rekstrargjöldum og framlög til fé-
lagsþjónustu verða 159,7 millj. eða
15,1%. Til æskulýðs- og íþróttamála
verður varið 90,3 millj. eða 8,6% af
rekstrargjöldum.
Á árínu er áætlað að verja 657,3
millj. tU beinna framkvæmda, tækja-
kaupa fyrir stofnanir bæjarins,
skipulagsmála og annarra þátta sem
ekki heyra undir rekstur. Til gatna-
gerðar verður varið um 300 millj.
vegna nýs íbúðahverfis í Hraunsholti
Sameiginlegar
tekjur rúmir
1,3 milljarðar
og annan-a gatnaframkvæmda og
verða þessar framkvæmdir fjár-
magnaðar af gatnagerðargjöldum.
Meginhluta lóða í hverfinu var út-
hlutað á yfirstandandi ári en gert er
ráð fyrir að 2. áfangi verði bygging-
arhæfur á árinu 1999.
Leikskólagjöld hækka
Gert er ráð fyrir að 70 millj. verði
varið til viðbyggingar við leikskól-
ana Lundarból og Bæjarból og
verða tvær leikskóladeildir teknar í
notkun á árinu. I frétt frá bæjar-
stjórn segir að með stækkun leik-
skólanna sé gert ráð fyrir að leik-
skólarýmum fjölgi um 40 og að ætla
megi að börnum á biðlista fækki.
Auk þess er gert ráð fyrir fjárveit-
ingu til undirbúnings að byggingu
nýs leikskóla í Hraunsholti. I áætl-
uninni kemur fram að gert er ráð
fyrir að leikskólagjöld hækki í byrj-
un ársins 1999 en tillaga þess efnis
hefur ekki verið formlega afgreidd.
Jafnframt er gert ráð fyrir fjárveit-
ingu vegna greiðslna til foreldra,
sem eiga börn á biðlista eftir leik-
skólarýmum en útfærsla á fyrir-
komulagi liggur ekki fyrir.
Lokið við tónlistarskóla
Fram kemur að einsetningu
grunnskóla hafi verið náð árið 1998
og að heildarfjárveiting til skóla-
bygginga á árinu verði 126 millj. Þar
af er 60 millj. varið til byggingar
tónlistarskóla sem ráðgert er að
taka í notkun árið 1999. Auk þess
verður 33,6 millj. varið til fram-
kvæmda við Fjölbrautaskóla Garða-
bæjar en þar er gert ráð fyrir hátíð-
arsal sem rúmar um 600 manns í
sæti.
I fjárhagsáætluninni er gert ráð
fyrir áframhaldandi framkvæmdum
við holræsagerð og verða veittar 70
millj. til þeirra framkvæmda en gert
er ráð fyrir að lokið verði við teng-
ingu við sameiginlegt holræsakerfi
Garðabæjar, Reykjavíkur, Kópa-
vogs og Seltjarnarness.
Aöeins í Þinni venslun
i 6x2 Itr at kók + spóla
i 1.: 19*
Hk im m db
Grjonagrautur
Bearnaise sósa
HEIM • UM LAND ALLT
Astarfíkn og flóttafíkn
Ástarfíklar
eru oft með
\ágt sjálfsmat
Vilhelmína Magnúsdóttir
NÝLEGA var haldið
námskeið um ást-
arfíkn og
flóttafíkn. Vilhelmína
Magnúsdóttir leiðbeinir á
þessum námskeiðum.
„Allir eru að fást við
einhverskonar fikn og
fíknin getur haft mismun-
andi áhrif á líf fólks eftir
því hvers eðlis hún er.
Fíknin getur verið í
súkkulaði, sjónvarpsgláp
eða sígarettur. Á þessum
námskeiðum fjöllum við
hinsvegar um ástarfíkn og
flóttafíkn. Þar leggjum við
áherslu á að fjalla um heil-
brigð samskipti og hvem-
ig hægt er að ná bata frá
fíkninni.“
- Hvað er ástarfíkn ?
„Það má segja að ástarfíkn sé
að miklu leyti þráhyggja. Hún
einkennist af löngun í hrós, upp-
örvun og stuðning frá nánum
ástvini. Alit ástvinar jskiptir þá
meira máli en eigið álit. Ýfirleitt
eru ástarfíklar með lágt sjálfs-
mat sem speglast í þörf á viður-
kenningu frá öðrum.“
- Pjást margir af ástarfíkn ?
„Ástarfíkn er algeng og hjá
báðum kynjum þó hún sé meira
áberandi hjá konum. Áhugi minn
á ástar- og flóttafíkn kviknaði af
persónulegum ástæðum, ég var
sjálf haldin hvorutveggja."
- Er slæmt að vera ástarfíkill
eða flóttafíkill?
„Það getur verið það ef fíknin
kemst á það stig að hún litar líf
viðkomandi. I sumum tilfellum
getur fíknin átt huga manns all-
an og þá situr vinnan á hakan-
um, börnin og allir aðrir en sá
sem athygli fíkilsins beinist að.
Ástarfíknin getur líka haft í fór
með sér að það er erfitt að halda
jafnvægi dags daglega. Erfið-
ustu tímabilunum fylgir þung-
lyndi og jafnvel leit í aðra fíkn
eins og áfengi eða mat.“
- Hvernig upplifír maki ástar-
fíkUs aUa athyglina sem hann
fær?
„Þeir fá iðulega á tilfinninguna
að verið sé að kaffæra þá og í
kjölfarið byrja þeir að forðast
ástvininn. Þá erum við komin að
flóttafíkninni.“
- Hvernig skilgreinir þú
flóttafíkn?
Flóttafíkn er í raun andstæða
ástarfíknar en oft laðast þessir
einstaklingar hvor að öðrum.
Það er til dæmis algengt að ást-
arfíkill sé í sambandi við
flóttafíkil. Þegar um flóttafíkil er
að ræða beinist öll athygli hans
að öðru en makanum eins og
vinnunni, golfi, fót-
bolta, veiði eða sjón-
varpinu.“
- Eru einhverjir
hæði flótta- og ástar-
fíklar?
„Já það er alls ekki óalgengt. I
æsku er ekki ólíklegt að ástarfík-
illinn hafi orðið fyrir höfnun og
hann er því alltaf að leita eftir
nærveru. Hann finnur til ein-
manaleika og er að reyna að fylla
upp tómarúm."
Vilhelmína segir að flóttafíkill-
inn hafi líklega upplifað kaffær-
ingu í æsku frá öðru foreldri
sínu. Barnið hefur þá verið notað
sem tilfinningalegur maki.
Bandaríski sálfræðingurinn Pia
Mellody sem skrifaði bókina
Facing love addiction líkir því
við tilfinningaleg sifjaspell að
►Vilhelmína Magnúsdóttir er
fædd á Akranesi árið 1963.
Hún er sjálfstætt starfandi
tannsmiður og hefur haldið
námskeið um ástarfíkn,
flóttafíkn og meðvirkni
undanfarin þrjú ár.
nota börn sín tilfinningalega.
Lítið barn er ekki í stakk búið til
að taka við táram mömmu eða
pabba og sögum af erfiðleikum í
hjónabandi.
Ef fólk þjáist bæði af
flóttafíkn og ástarfíkn hefur það
kannski fengið höfnun frá öðru
foreldri sínu en kaffæringu frá
hinu.“ Vilhelmína segir að óttinn
við að verða kaffærður sé jafn
sterkur og óttinn við höfnun þó
yfirleitt mæti ástarfíkn meiri
skilningi en flóttafíkn.
- Koma bæði konur og karlar
á námskeiðin tU þín?
„Já, stundum eru karlmenn í
meirihluta en oftar koma þó til
mín fleiri konur. Það er auðvelt
að koma að sektarkennd hjá
þeim sem þjást af flóttafíkn,
skamma þá fyrir að vera mikið í
golfi, í vinnu eða hanga á barn-
um. Eg hef fundið fyrir því að
sérstaklega karlmönnum finnst
viss léttir að geta tekist á við
flóttafíknina og losna þá í leið-
inni við nagandi sektarkennd-
ina.“
- Er hægt að sigrast á flótta-
og ástarfíkn?
„Sem betur fer er það hægt.
Eitt það mikilvægasta í því sam-
bandi er að takast á við með-
virkni. Flóttafíkillinn þarf að
læra að þekkja sín mörk og geta
til dæmis hlustað á tilfinninga-
lega vanlíðan maka síns án þess
að taka vandamálin inn á sig.
Flóttafíkillinn þarf að læra að
það er ekki honum að kenna ef
makanum líður illa.
Þegar hann hefur náð
því að hjúpa sig gagn-
vart vanda annarra er
stóram áfanga náð.
Ástarfíkillinn þarf á
hinn bóginn að byggja upp
sjálfsmatið og læra að bera
ábyrgð á þörfum sínum og löng-
unum. Iðulega notar ástarfíkill-
inn stjórnsemi eða óbeinar að-
ferðir við að fá þörfum sínum og
löngunum fullnægt. Ef hann
þekkir á hinn bóginn þarfir sínar
og langanir þá getur hann farið
að sækjast eftir því sem hann
langar á hreinan og beinan
máta.“
Vilhelmína segir að næsta
námskeið um flóttafíkn, ástar-
fíkn og meðvirkni verði að öllu
óbreyttu haldið í febrúar.
Allir kljást
við einhverja
fíkn
I