Morgunblaðið - 10.12.1998, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1998 13
deildarkerfinu. Frá og með upphafi
næsta fiskveiðiárs er lagt til að
aflaheimildum sem ætlaðar hafa
verið bátum sem veitt hafa sam-
kvæmt þessum kerfum verði dreift
á einstaka báta í formi aflahlut-
deildar.
Verði frumvarp þetta óbreytt að
lögum felur það í sér þá megin-
breytingu að ekki eru lengur settar
takmarkanir á stærð fiskiskipaflot-
ans. Hins vegar eru ekki gerðar
breytingar á aflahlutdeildarkerfinu
að öðru leyti en því að það nær eftir
breytinguna til alls fiskiskipaflot-
ans. Gert er ráð fyrir að hver og
einn sem fullnægir almennum skil-
yrðum laga geti fengið almennt
veiðileyfi án tillits til þess hvort
hann á fiskiskip sem haldið var til
veiða á ákveðnum tíma eins og nú
gildir. í þessu felst annars vegar
réttur til veiða á tegundum utan
„kvóta“ og hins vegar möguleiki til
að fá framseldar frá öðrum afla-
heimildir af tegundum sem heildar-
afli er takmarkaður af.
Samkvæmt 7. gr. laga nr. 79/1997
eru grásleppuveiðar háðar sérstöku
leyfi og eiga þeir bátar einh- kost á
slíku leyfi sem rétt áttu til þess á
grásleppuvertíðinni 1997. Hefur
hliðstætt fyrirkomulag ríkt síðan
1978. Er augljóst að þetta ákvæði
er hliðstætt 5. gr. laga nr. 38/1990
að því leyti sem Hæstiréttur taldi
hana í andstöðu við jafnræðisreglu
stjórnarskrárinnar. Er því lagt til í
fylgifrumvarpi með frumvarpi
þessu að ákvæðið verði að þessu
leyti afnumið.
FRUMVARP til laga um breyting á
lögum nr. 79 26. maí 1997, um veið-
ar í fiskveiðilandhelgi Islands
(Lagt fyrir Alþingi á 123. löggjaf-
arþingi 1998-99)
1. gr.: 1. mgr. 7. gr. laganna orð-
ast svo:
Grásleppuveiðar skulu háðar sér-
stöku leyfi Fiskistofu. Ráðherra
getur í reglugerð kveðið nánar á um
skipulag veiðanna, þar á meðal um
stærð báta er veiðamar stunda og
veiðitíma. A sama hátt getur ráð-
herra ákveðið svæðisskiptingu veið-
anna, svo sem að einungis bátar
sem skráðir eru á tilteknum svæð-
um megi stunda þar veiðar.
2. gr. Lög þessi öðlast þegar
gildi.
Athugasemdir við
lagafrumvarp þetta
Frumvarp þetta er lagt fram sem
fylgifmmvarp með frumvarpi til
laga um breyting á lögum nr.
38/1990, um stjórn fiskveiða. Eins
og fram kemur í almennum athuga-
semdum með því frumvarpi eru
grásleppuveiðar háðar sérstöku
leyfi og eiga þeir bátar einir kost á
slíku leyfi sem rétt áttu til leyfis á
grásleppuvertíðinni 1997. Hefur
hliðstætt fyrii'komulag gilt allt frá
Eins og fram kemur í ákvæði til
bráðabirgða IV þykir rétt að sjáv-
arútvegsráðherra leggi fyrir lok
ársins 2000 skýrslu fyrir Alþingi
um áhrif laga um stjórn fiskveiða.
Jafnframt er í ákvæðinu kveðið á
um að endurskoða skuli lögin fyrir
lok fiskveiðiársins 2000/2001.
Athugasemdir við einstakar
greinar frumvarpsins
Um 1. gr.: Með þessari grein er
lagt til að afnumdar verði þær regl-
ur sem frá 1983 hafa gilt varðandi
takmarkanir á stærð fiskiskipaflot-
ans. I því felst sú breyting að úreld-
ing skipa sem fyrir eru í flotanum
verður ekki lengur forsenda fyrir
því að ný skip fái leyfi. Þar með
falla niður allar reglur um mat á því
hvaða skip eru sambærileg. Lagt er
til að öll fiskiskip sem hafa haffær-
isskírteini og skrásett eru á skipa-
skrá Siglingastofnunar Islands eða
sérstaka skrá stofnunarinnar fyrir
báta undir 6 metrum geti fengið
leyfi til. veiða í atvinnuskyni enda
fullnægi eigendur þeirra og útgerð-
araðilar skilyrðum laga til að
stunda veiðar í fiskveiðilandhelgi
Islands. Leyfí til veiða í atvinnu-
skyni eru áfram bundin við skip
enda er útgerð skipa forsenda veiða
og þar með forsenda fyrir að þörf
sé á veiðileyfi. Þá hafa allir lands-
menn jafnan rétt til að kaupa skip
og fá það ski'áð á skipaskrá Sigl-
ingastofnunar. Af dómi Hæstarétt-
ar verður ekki ráðið að neitt sé því
til fyrirstöðu að binda veiðileyfi við
skip eins og hér er lagt til. Eigend-
árinu 1978. Er ákvæði 7. gr. laga nr.
79/1997 hér að lútandi hliðstætt 5.
gr. laga 38/1990, um stjórn fisk-
veiða, en Hæstiréttur taldi í dómi
sinum 3. desember 1998, í máli nr.
145/1998, þá grein vera í andstöðu
við jafnræðisreglu stjórnarskrár-
innar. Með þessu frumvarpi er lagt
til að umræddu ákvæði 7. gr. laga
nr. 79/1997 verði breytt til samræm-
is við niðurstöðu Hæstaréttar.
í frumvarpinu er lagt til að fellt
verði úr gildi það ákvæði 7. gr. að
þeir bátar einir eigi kost á leyfi til
gi'ásleppuveiða sem rétt áttu til
leyfis á grásleppuvertíðinni 1997.
Þó er gert ráð fyrir að ráðherra geti
með reglugerð sett nánari ákvæði
um skipulag og svæðaskiptingu
veiðanna.
Fylgiskjal. Fjármálaráðuneyti,
íjárlagaskrifstofa:
Umsögn um frumvarp til laga um
breyting á lögum nr. 79/1997, um
veiðar í fiskveiðilandhelgi íslands.
Með frumvarpinu er lögð til hlið-
stæð breyting og ætlað er að gerð
verði á lögum nr. 38/1990, um stjórn
fiskveiða, sem snertir stærð fiski-
skipaflotans. Ekki verður séð að
frumvarpið hafi áhrif á útgjöld rík-
issjóðs.
ur og útgerðaraðilar skipa verða að
fullnægja þeim skilyrðum til að
stunda veiðar í fiskveiðilandhelgi
Islands sem kveðið er á um í lögum
um fjárfestingu erlendra aðila í at-
vinnurekstri og í lögum um veiðar
og vinnslu erlendra skipa í fisk-
veiðilandhelgi Islands. Eftirtaldir
aðilar fullnægja þessum skilyrðum:
1. Islenskir ríkisborgarar og aðrir
íslenskir aðilar.
2. íslenskir lögaðilar sem að öllu
leyti eni í eigu íslenskra aðila eða
lögaðila sem uppfylla efth'farandi
skilyrði:
a. Eru undir yfirráðum íslenskra
aðila.
b. Eru ekki í eigu erlendra aðila
að meira leyti en 25% sé miðað við
hlutafé eða stofnfé. Fari eignar-
hlutur íslensks lögaðila í lögaðila,
sem stundar veiðar eða vinnslu í
fiskveiðilandhelgi Islands, ekki yfir
5% má eignarhlutur erlendra aðila
þó vera allt að 33%.
c. Eru að öðru leyti í eigu ís-
lenskra ríkisborgara eða íslenskra
lögaðila sem eru undir yfirráðum
íslenskra aðila.
Um 2. gr.: Með þessari grein er
lagt til að afnumdar verði sérreglur
um veiðar svonefndra krókabáta.
Fer því framvegis eftir almennum
reglum laganna um stjórn fiskveiða
um veiðar allra báta undir 6 brl.,
sbr. þó ákvæði til bráðabirgða I um
veiðar krókabáta á þessu fiskveiði-
ári. Munu krókabátar samkvæmt
ákvæði til bráðabirgða II fá úthlut-
að fastri aflahlutdeild frá upphafi
næsta fiskveiðiárs. Um þessa
breytingu vísast að öðru leyti til al-
mennra athugasemda hér að fram-
an og athugasemda við bráða-
birgðaákvæði I og II.
Um 3. og 4. gr.: Breytingar sam-
kvæmt þessum greinum leiðir af af-
námi 6. gr. og þarfnast þær ekki
frekari skýringa. Varðandi fyrir-
komulag á yfirstandandi fiskveiði-
ári vísast til tveggja síðustu máls-
greinanna í ákvæði til bráðabirgða
I.
Um 5. gr.: Með greininni er gerð
tillaga um tvær breytingar á 11. gr.
laganna.
Annars vegar er lagt til að brott
falli það ákvæði að framsal á afla-
hlutdeild skuli háð samþykki Fiski-
stofu þegar það skip sem flutt er til
hefur ekki aflahlutdeild af þeirri
tegund sem framseld er. Þetta er
gert til að þess að tryggja að skip
sem fá veiðileyfi en hafa ekki afla-
hlutdeild geti hindrunarlaust fengið
framselda til sín aflahlutdeild.
Hins vegar er lagt til að reistar
verði skorður við því að framselja
megi aflahlutdeild báta undir 6 brl.
til skipa sem eru 6 brl. eða stærri.
Þessi takmörkun tekur mið af því
að allt frá árinu 1990 hafa flestir
bátar af þessari stærð, sem notaðir
eru í atvinnuskyni, stundað veiðar í
svokölluðu ki’ókakerfi. Auknar afla-
heimildir krókabáta á undanfórnum
árum hafa eflt smábátaútgerð og er
hún nú undirstaða atvinnulífs á
ýmsum smærri stöðum. Þykir eðli-
legt að reisa nokkrar skorður við
því að röskun hljótist af þeirri
breytingu að krókabátar stundi hér
eftir veiðar með aflahlutdeild. Ekki
verður hjá því komist að um leið
breytist til samræmis framsals-
heimild báta undir fyrrnefndum
stærðarmörkum sem nú stunda
veiðar með aflahlutdeild.
Um 6. gr.: í a-lið greinarinnar er
lagt til að afnumin verði sú heimild
ráðherra að geta með reglugerð
bundið flutning aflamarks af ein-
stökum tegundum því skilyrði að
það skip sem fært er til hafi afla-
hlutdeild af þeirri tegund sem milli-
færð er. Um ástæður þessa vísast
til þess sem fram kemur í athuga-
semd við 5. gr.
I b-lið greinarinnar er lagt til að
einungis sé heimilt að framselja
aflamark báts sem minni er en 6
brl. til báts eða báta undir þeim
stærðarmörkum. Eiga hér við sömu
ástæður og búa að baki reglu 5. gr.
og vísast til skýringa í athugasemd-
um við hana. I viðskiptum á Kvóta-
þingi mundi þurfa að taka tillit til
þessara takmarkana og sýnist það
unnt innan ramma núgildandi laga
um Kvótaþing.
Um 7. gr.: Greinin þarfnast ekki
skýringa.
Um ákvæði til bráðabirgða I
Ákvæði um það hverjir geti feng-
ið leyfí til veiða með línu og hand-
færum, fyrir báta minni en 6 brl. að
stærð, svonefnd krókaleyfi, er nú
að finna í 5. gr. laga um stjórn fisk-
veiða. Er talið ótvírætt að þau fái
ekki staðist eftir dóm Hæstaréttar
í málinu nr. 145/1998. Þetta skapar
mikinn vanda varðandi veiðar
krókabáta vegna þess að í veruleg-
um mæli eru aflaheimildir þeirra
beinlínis tengdar við veiðileyfi þótt
ákveðin sameiginleg aflaviðmiðun
gildi varðandi þorsk hjá dagabát-
um og þorskaflahámarksbátar hafi
einstaklingsbundna magntakmörk-
un í þorski. Ailaheimildir króka-
báta eru því ekki aðgreindar frá
veiðileyfum þeirra hliðstætt því
sem gerist varðandi aflahlutdeild-
arbátana. Þykir einsýnt að vinda
verði bráðan bug að breytingum á
þessu fyrirkomulagi hjá krókabát-
unum en samkvæmt þessu ákvæði
er þó lagt til að breytingin verði
ekki fyrr en við upphaf næsta fisk-
veiðiárs enda óhægt um vik að
breyta um fyrirkomulag á miðju
fiskveiðiári.
Með lögum nr. 83/1995 var
ákveðið að reikna einstaklings-
bundna aflareynslu fyrir hvem
krókabát vegna þess að þótt veiði-
heimildir þeirra hefðu aukist gríð-
arlega blasti við að veiðidögum
þeirra mundi fækka með aukinni
sókn. Var ákveðið að útgerðaiTnenn
gætu valið hvort hlutdeild þeirra í
veiðum krókabáta yrði notuð sem
einstaklingsbundin magntakmörk-
un eða lögð inn í sameiginlegan há-
marksafla krókabáta á sóknardög-
um. Reiknuð aflaviðmiðun fyrir
hvem bát byggðist á meðaltali
tveggja bestu áranna af þremur,
almanaksáranna 1992, 1993 og
1994. Um 70% af þeirri sókn rám-
aðist innan heildarþorskveiðiheim-
ilda krókabáta sem þá voru orðnar
21.500 lestir. Vorið 1996 var ákveð-
ið að miða heildarþorskafla króka-
báta við tiltekið hlutfall af heildar-
þorskafla sem þá var í lágmarki eða
155.000 lestir. Síðan hafa veiðiheim-
ildir krókabáta aukist um nálega 60
af hundraði vegna hlutfallstenging-
arinnar eða í 34.375 lestir. Hafa nú
allir krókabátar hærra reiknað
þorskaflahámark en meðaltal
tveggja bestu veiðiáranna gaf við-
miðunarárin 1992-94.
Krókabátar í heild eru nú 825
og hefur þeim fækkað um fjórð-
ung frá árinu 1994, m.a. vegna að-
gerða Þróunarsjóðs. Mest hefur
fækkað meðal báta sem valið hafa
þorskaflahámark. Þeir eru nú 497,
með tæp 92% veiðireynslunnar
viðmiðunarárin 1992-94. Hins
vegar skiptast 8% á milli 277 báta
á handfærum og 51 báts á línu og
handfærum og hefur hvor flokkur
nálægt 9 lesta viðmiðun að meðal-
tali á hvern bát. Afli á dag hefur
aukist hröðum skrefum á undan-
förnum árum. Fór aflinn úr 560
kg á dag á handfæri að meðaltali
fyrir tveimur árum í 1.300 kg á
dag á síðasta fiskveiðiári. Að
óbreyttu verða leyfðir sóknardag-
ar einungis níu á hvern bát í sókn-
ardagakerfunum á yfirstandandi
fiskveiðiári. Þess má geta að frá
árinu 1995, þegar einstaklings-
bundin veiðireynsla var reiknuð
fyrir hvern bát, hefur nálægt
helmingur sóknardagabáta skipt
um eigendur samkvæmt gögnum
Fiskistofu eða 146 bátar af 328.
Þá hafa 42 bátar af 328 verið end-
urnýjaðir með nýsmíði á þessum
tíma.
í þessu ákvæði til bráðabirgða er
lagt til að núverandi fyrirkomulag á
veiðum krókabáta haldist að mestu
óbreytt út þetta fískveiðiár. Þó er
lagt til að eftirfarandi breytingar
verði gerðar: Veiðidögum sóknar-
dagabáta verði fjölgað frá því sem
verið hefði úr níu í 32 fyrir hand-
færabáta en í 26 fyrir línu- og hand-
færabáta. Til mótvægis við fjölgun
sóknardaga er sett 30 lesta hámark
á þorskafla hvers báts á fiskveiðiár-
inu. Loks eru gerðar nokkrar
breytingar á endurnýjunan’eglum
krókabáta og horfa þær fyrst og
fremst til rýmkunar.
Um ákvæði til bráðabirgða II
Með ákvæði þessu er lagt til að
fyrir upphaf næsta fiskveiðiárs
verði ákveðin aflahlutdeild fyrir þá
báta sem nú stunda veiðar sam-
kvæmt svonefndu krókakerfi. Jafn-
framt eru gerðar tillögur um
hvernig að þessari úthlutun afla-
hlutdeildar skuli staðið. Ljóst er að
nokkur munur hlýtur að vera á
nálgun að úthlutun aflahlutdeildar
hjá annars vegar dagabátum og
hins vegar þorskaflahámarksbát-
um. Þeir síðarnefndu sæta hver um
sig takmörkun í þorskveiðum sem
auðvelt er að afmarka sem beina
hlutdeild hvers báts í heildar-
þorskafla. Varðandi þessa báta þarf
því aðallega að leysa úr því hver
hlutdeild þeirra eigi að vera í afla-
hlutdeild annarra tegunda sem þeir
stunda veiðar á. Hér er lagt til að
notað verði til viðmiðunar veiði-
tímabil sem sé eins nærri í tíma og
kostur er og að krókabátar njóti
sem heild þeirrar sömu hlutdeildar
og veiði þeirra hefur verið síðastlið-
in þrjú almanaksár. Skipting inn-
byrðis milli veiðihópanna í öðrum
tegundum en þorski verði í sömu
hlutfóllum og skipting þorskveiði-
heimilda. Það sem í hlut þorskafla-
hámai’ksbáta kemur af aflahlut-
deild í öðru en þorski skiptist milli
þein’a í hlutfalli við aflareynslu síð-
astliðin þrjú almanaksár, þó þannig
að fyrir hvern bát er miðað við tvö
bestu ár af þremur. Hefur það iðu-
lega verið gert í slíkum tilvikum til
að koma til móts við sjónarmið sem
varða frátafir báta frá veiðum o.fl.
Varðandi dagabáta liggm' fyrir
að þeir veiða nú í félagslegu kerfi,
sem svo má kalla, þ.e. allir bátarnir
í hvoru dagakerfi um sig hafa sam-
eiginlega aflaviðmiðun og búa allir
við sömu veiðitakmarkanir. Við út-
hlutun. aflahlutdeildar til þeirra
þykir því eðlilegast að úthluta jafnt
á dagabáta innan hvors kerfis, ann-
ars vegar þorskveiðiheimildum
þeirra og hins vegar því sem í
þeirra hlut kemur af aflahlutdeild í
öðrum tegundum.
Um ákvæði til
bráðabirgða III
Samkvæmt ákvæði til bráða-
birgða I í lögum nr. 83/1995 var ár-
lega úthlutað 5.000 lesta aflaheim-
ildum af þorski miðað við óslægðan
fisk til þeirra skipa sem urðu fyrir
mestri skerðingu við úthlutun afla-
marks frá fiskveiðiárinu 1991/1992.
Gildir ákvæðið í fjögur fiskveiðiár,
frá fiskveiðiárinu 1995/1996 til fisk-
veiðiársins 1998/1999. Skyldi
skerðing umfram tiltekin mörk að
fullu bætt, en þó þannig að ekkert
skip skyldi fá í sinn hlut uppbót
umfram 10 lestir af þorski, miðað
við slægðan fisk, og skip sem leyfi
hafa til fullvinnslu botnfiskafla
skyldu ekki fá uppbót samkvæmt
ákvæðinu.
Frá því að þetta lagaákvæði var
lögfest hefur úthlutað aflamark í
þorski farið vaxandi, vegna stækk-
andi þorskstofns, og er þess því
ekki að vænta að upprunalegt jöfn-
unartilefni verði fyrir hendi mikið
lengur. Vegna 10 lesta hámarksins
sem verið hefur á úthlutun til hvers
báts hefur þessi jöfnunaráthlutun
nýst minnstu bátunum best.
Með þessu ákvæði til bráða-
birgða er gerð tillaga um framleng-
ingu úthlutunar í eitt fiskveiðiár og
að lögð verði til grundvallar meðal-
talsúthlutun síðustu tveggja fisk-
veiðiára.
Um ákvæði til
bráðabirgða IV
Akvæðið þarfnast ekki skýringa.
Fylgiskjal. Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:
Umsögn um fi-umvarp til laga um
breyting á lögum nr. 38/1990, um
stjórn fiskveiða, með síðari breyt-
ingum.
Með frumvarpinu er lögð til
breyting á lögum um stjórn fisk-
veiða er varðar stærð fiskiskipaflot-
ans. Ekki verður séð að frumvarpið
hafi áhrif á útgjöld ríkissjóðs.
Fleiri eigi kost
á aðgangi