Morgunblaðið - 10.12.1998, Page 14
14 FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Morgunblaðið/Kristján
EYDÍS Davíðsdóttir og Róbert Friðriksson í Radíónaust afhentu barnadeild FSA sjónvarps og myndbands-
tækin í gær. F.v. Anna Ólafsdóttir, deildarstjóri barnadeildar, Eydís með soninn Kristófer Orra, Heiða Dav-
íðsdóttir, systir Eydísar og hjúkrunarfræðingur á barnadeild með Arnar Loga son hennar, Róbert Friðriks-
son, verslunarmaður í Radíónaust, Magnús Stefánsson, yfirlæknir barnadeildar, Michael Clausen barnalækn-
ir og Andrea Andrésdóttir barnalæknir.
Húsmóðir á Akureyri kom færandi hendi á barnadeild FSA
Afhenti 5 sambyggð sjón-
varps- og myndbandstæki
Menntasmiðja kvenna
Upplestur
OPIÐ hús verður hjá Menntasmiðju
kvenna sem er við Glerárgötu á
Akureyri fimmtudaginn 10. desem-
ber frá kl. 15 til 19. Nemendur
munu m.a. bregða á leik með spuna-,
ljóða- og sögulestri, skuggamynda-
sýningu, auk handverks- og mynd-
listarsýningar.
Alls útskrifast 20 konur af þess-
ari önn og eru þær á aldrinum 27 til
68 ára. Þær hafa allar af kappi
stundað hið þríþætta nám Mennta-
smiðjunnar, sjálfsstyi'kingu, hag-
nýtt nám og listsköpun. Að vanda
hefur samstarf við Punktinn verið
mikilvægur partur af náminu en þar
hefur verið unnið alls kyns hand-
verk. Farið var í ferðalag austur í
Þingeyjarsýslur, komið við á Minja-
safninu á Mánárbakka og Byggða-
safninu á Kópaskeri og gengið rösk-
legji um Jökulsárgljúfur.
A opna húsinu verður boðið upp
á léttar veitingar og eru allir bæj-
arbúar velkomnir, sérstaklega eru
fyrrverandi nemendur, væntanleg-
ar námskonur og aðstandendur
Menntasmiðjunnar og nemenda
hennar hvattir til að mæta og
njóta.
Lést í bílslysi
MAÐURINN sem lést þegar jeppa
sem hann ók hvolfdi á Moldhaugna-
hálsi á þriðjudag hét Ásgeir Ara-
grímsson. Hann var 44 ára gamall,
fæddur í Ólafsfirði 5. október árið
1954. Hann var til heimilis á
Brekkusíðu 18 á Akureyri. Ásgeir
starfaði síðustu ár hjá Fiskmiðlun
Norðurlands á Dalvík og hafði
gegnt stöðu framkvæmdastjóra fyr-
ii'tækisins frá því í sumar. Hann
lætur eftir sig þrjá syni.
UNG húsmóðir á Akureyri, Eydís
Davíðsdóttir, kom færandi hendi á
barnadeild FSA í gær og afhenti
deildinni 5 sambyggð sjónvarps-
og myndbandstæki. Eydís safnaði
fyrir kaupum á fjórum samstæðum
meðal fyrirtækja í bænum, auk
þess sem Róbert Friðriksson,
verslunarmaður í Radiónaust, lét
Eydísi hafa eina samstæðu til við-
bótar fyrir deildina og 50 óáteknar
myndbandsspólur.
Eydís og maður hennar Atli
Rúnar Arngrímsson hafa, eins og
íjölmargir aðrir foreldar, þurft að
dveija með börnum sínum á barna-
deildinni og þeim fannst sárlega
vanta fleiri sjónvörp og mynd-
bandstæki á deildina, til afþreying-
ar fyrir bæði börnin og foreldrana.
„Við fengum þessa hugmynd er
við vorum á barnadeildinni nýlega.
Strákurinn okkar hafði verið í að-
gerð og þegar hann var að vakna á
gjörgæsludeildinni var það fyrsta
sem hann gerði að biðja um að fá
að horfa á Herkúles. Það snart
okkur mikið að hann skyldi þó
hafa þrek til að biðja um það að fá
að horfa á myndband og varð til
þess að við fórum alvarlega að
hugsa um þetta mál,“ sagði Eydís,
sem í kjölfarið dreif sig af stað til
að fylgja málinu eftir.
Fékk svo góðar viðtökur
Eydís byrjaði á því að heim-
sækja Róbert í Radíónaust og tók
hann henni mjög vel. „Eg ætlaði
aldrei að hafa þetta svona mikið
og hafði vonast til að geta fært
deildinni eitt tæki. En ég fékk það
góðar móttökur hjá Róberti og
hann sagði að ef ég myndi safna
fyrir tveimur samstæðum myndi
hann bæta þeirri þriðju við. Þá
fékk ég einnig svo góðar viðtökur
hjá þeim fyrirtækjum sem ég leit-
aði til að eftir tvo daga hafði ég
safnað fyrir fjórum samstæðum og
Róbert bætti þeirri fimmtu við.“
Eydís sagði mikla þörf fyrir
tæki sem þessi og hún yrði enn
meiri þegar nýja barnadeildin
verður tekin í notkun. Hún sagði
þetta ekki síður koma sér vel fyrir
foreldrana sem geta þá verið í
næði inni á stofu hjá rúmliggjandi
börnum sínum og horft með þeim
á sjónvarp eða myndbandsspólu.
„Þetta kom því beint frá hjartanu
og er góðverk sem ekki veitti af að
gera.“
Frábært framtak
Anna Ólafsdóttir deildarstjóri
sagði þetta framtak Eydísar hafa
komið starfsfólki barnadeildar al-
gerlega í opnu skjöldu. „Mér finnst
þetta alveg frábært og þessi tæki
eiga eftir að gagnast okkur vel,“
sagði Anna.
Onnur fyrirtæki sem lögðu Ey-
dísi lið voru; Sparisjóður Norð-
lendinga, Slippstöðin, Búnaðar-
bankinn, IIöldur. JMJ, Sandblástur
og málmhúðun, ÚA, Greifinn, Sól-
Viking, Brauðgerð Kristjáns,
Börkur, Rafeyri, Heildverslun
Amaró, Vífilfell, Akóplast og
Landsbankinn.
Kjör ör-
yrkja
verði bætt
VÖRÐUR, félag ungra sjálf-
stæðismanna á Akureyri, skor-
ar á stjórnvöld að bæta kjör ör-
yrkja á Islandi.
Fram kemur í ályktun frá
stjórn Varðar að lágmarkslaun
í landinu séu 70 þúsund krónur,
en hámarksörorkubætur með
öllu sem þeim tengjast séu
rúmlega 67 þúsund krónur.
Einnig að bætur skerðist gangi
öryrki í sambúð, en með því sé
öryrkja ómögulegt að standa
jafnfætis maka sínum í sam-
búðinni.
Kexsmiðjan
Besti básinn
BESTI íslenski básinn á sýn-
ingunni Jólahöllinni, sem haldin
var í Laugardalshöllinni í
Reykjavík nýlega, var bás
Kexsmiðjunnar á Akureyri.
Kexsmiðjan er tveggja ára
um þessar mundir og gengur
rekstur fyiirtækisins vel og
hlaut kynning íyrirtækisins á
framleiðsluvörum sínum góðar
undirtektir gesta á sýningunni.
Jólasöngvar
HINIR árlegu jólasöngvar
Kórs Akureyrarkirkju verða
sunnudaginn 13. desember í
kirkjunni og hefjast kl. 20.30.
Jólasöngvarnir hafa verið fast-
ur liður í starfi kórsins í nokkur
ár og ávallt verið mjög vel sótt-
h. Á efnisskrá verða kórverk
eftir Victoria, Eccard, Walter,
Bach, Róbert A. Ottóson,
Smára Ólafsson og Áskel Jóns-
son. Einnig syngja kirkjugestir
þekkt jólalög með kór og ein-
söngvaranum, Óskari Péturs-
syni. Stjórnandi og orgelleikari
er Eyþór Ingi Jónsson. Að-
gangur er ókeypis.
Aðventukvöld
AÐVENTUKVÖLD verður í
Kaupangskirkju í Eyjafjarðar-
sveit fimmtudagskvöldið 10.
desember og hefst það kl.
20.30. Ræðu flytur frú Anna
Helgadóttir kennari. Nemend-
ur úr Tónlistarskóla Eyjafjarð-
ar leika og syngja.
Lóðum og byggingareitum á Eyrarlandsholti úthlutað
23 umsóknir bárust
um sex byggingareiti
BYGGINGANEFND Akureyrar samþykkti í gær tillögur um hverj-
ir fá úthlutað íbúðarhúsalóðum og byggingareitum á Eyrarlands-
holti sem auglýstar voru nýlega. Tillögurnar eiga þó eftir að fara
fyrir bæjarstjórn sem á síðasta orðið í málinu. Byggingafélögin sem
fengu úthlutun byggingareita, voru Trésmíðaverkstæði Sveins Heið-
ars hf., Búseti og Búmenn, Hyrna ehf., SS Byggir hf. og Eyko ehf.
Gíróseðlar Uggja frammi í
öltum bönkum, sparísjóðum
og á pósthúsum.
Þú getur þakkað fyrir þitt hlutskipti
Gefum bágstöddum von
Alls bárust 23 umsóknir um 6
byggingareiti, frá byggingaverktök-
um á Akureyri og í Eyjafirði.
Úthlutunin sanngjörn
Knútur Karlsson, formaður
bygginganefndar, sagði að nefndin
hefði ákveðið að fresta úthlutun á
skipulagsreit við Skálateig, þar sem
gert er ráð fyrir heimavist nemenda
framhaldsskóla með möguleika á
nýtingu sem sumarhótel. Alls voru
23 einbýlishúsalóðir auglýstar laus-
ar til umsóknar og bárust um 40
umsóknir en aðeins um 11 lóðir og
þar af um 20 umsóknir um eina og
sömu lóðina. Knútur sagði að dregið
hefði verið um hverjir hefðu fengið
lóðimar ellefu og að enn væru því
12 lóðir lausar.
„Við gátum ekki orðið við óskum
allra umsækjenda en bygginga-
nefnd er sammála um að úthlutunin
sé eins sanngjörn og hægt er. Hins
vegar eru enn lausar um 80-90 lóð-
ir í Giljahverfi, fyrir einbýlishús og
fleiri húsagerðir," sagði Knútur.
Bygginganefnd gerir tillögu um
að Trésmíðaverkstæði Sveins Heið-
ars fái byggingareit 1, ódeiliskipu-
lagðan reit við Holtateig fyi-ir
29-37 íbúðir. Búseti og Búmenn fái
byggingareit 2, ódeiliskipulagðan
reit við Holtateig fyrir 13-17 íbúðir.
Hyrna fái byggingareit 3,
ódeiliskipulagðan reit við Melateig
fyrir 31-41 íbúð. SS Byggir fái
byggingareit 5, skipulagsreit við
Skálateig fyrir fjölbýlishús fyrir
aldraða ásamt möguleika á húsnæði
fyrir þjónustustarfsemi. Eyko fái
byggingareit 6, skipulagsreit við
Hringteig fyrir 9 íbúðir í rað- eða
parhúsum.
Gert er ráð fyrir að lóðirnar verði
byggingarhæfar um miðjan júní á
næsta ári.
Jólabækurn-
ar kynntar
BJÖRN Eiríksson hjá bókaútgáf-
unni Skjaldborg og Benedikt
Kristjánsson hjá Munin bókaút-
gáfu bnigðu sér norður til Akur-
eyrar til að kynna þær bækur
sem fyrirtæki þeirra gefa út fyr-
ir þessi jól fyrir starfsfólki bóka-
búða á Norðurlandi.
Slyaldborg gefur út 32 titla
fyrir jólin en Muninn gefur út 7
titla. Á myndinni er Benedikt að
kynna barnabókina Smali sonur
Pílu, sem Skjaldborg gefur út, en
Björn fylgist með.
Morgunblaðið/Kristján
Jólatón-
leikar
JÓLATÓNLEIKAR á vegum
Tónlistarskóla Eyjafjarðar
verða í Freyvangi í Eyjafjarð-
arsveit fóstudagskvöldið 11.
desember kl. 21. Á laugardag
verða tvennir tónleikar, þeir
fyrri í Þelamerkurskóla kl. 13
og hinir seinni kl. 15.30 í Frey-
vangi. Síðustu jólatónleikar
tónlistarskólans að þessu sinni
verða í gamla skólahúsinu á
Grenivík fimmtudaginn 17.
desember næstkomandi kl. 21.