Morgunblaðið - 10.12.1998, Qupperneq 26
26 FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1998
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Leiðtogi Tsjetsjena fordæmir morð á erlendum gíslum
Myrtir þegar reynt
var að bjarga þeim
Grozní, Moskvu. Reuters.
ASLAN Maskhadov, forseti Tsjet-
sjníu, sagði í gær að mannræningj-
arnir, sem afhöfðuðu fjóra erlenda
gísla í héraðinu, hefðu myrt þá þeg-
ar gerð hefði verið misheppnuð til-
raun til að bjarga þeim.
Höfuð gíslanna, þriggja Breta og
Ný-Sjálendings, fundust í poka á
vegi um þremur km frá þorpinu
Dovydenko í fyrradag, tveimur
mánuðum eftir að þeim var rænt er
þeir voru að setja upp símkerfí í
Tsjetsjníu. Aðrir líkamshlutar
mannanna hafa ekki fundist.
Algert sljórnleysi á svæðinu
og mannrán algeng
Algert stjórnleysi er á svæðinu og
mannrán eru algeng en þetta er í
fyrsta sinn sem gíslar eru myrtir
þar frá lokum stríðsins í Tsjetsjníu á
árunum 1994-96. Breska stjórnin
kvaðst í gær hafa ráðið fyrirtæki
mannanna, Granger Telecom, frá
því að senda þá til Tsjetsjníu vegna
ófremdarástandsins þar.
„Mannræningjarnir myrtu gísl-
ana með grimmdarlegum hætti þeg-
ar reynt var að bjarga þeim,“ sagði
Maskhadov. „Þetta er enn eitt
hroðaverkið gegn erlendum borgur-
um sem koma til að vinna í Tsjetsjn-
Maskhadov heitir
því að fínna
mannr æningj ana
og refsa þeim
íu og voru gestir Tsjetsjena. Þetta
hefur fyllt sál Tsjetsjena hatri í garð
þeirra sem frömdu þetta illvirki."
Maskhadov var miður sín þegar
hann las yfírlýsinguna á blaða-
mannafundi í Grozní. Hann vottaði
Bretum og Ný-Sjálendingum samúð
sína og hét því að fínna mannræn-
ingjana og refsa þeim.
Yfirlýsing Maskhadovs er ekki í
samræmi við ummæli Mansurs
Tagírovs, aðalsaksóknara Tsjetsjn-
íu, sem kvaðst telja að mannræn-
ingjarnir hefðu myrt gíslana af ótta
við að þeir yrðu handteknir. Mann-
ræningjarnir hefðu orðið hræddir
þegar lögreglan tók einn félaga
þeirra í yfirheyrslu og myrt gíslana
„til að losa sig við þá sem vitni“.
Bretar óska eftir
upplýsingum
Vopnaðar uppreisnarsveitir í
Tsjetsjníu hafa haldið uppi andstöðu
við Maskhadov og krafist þess að
Tsjetsjenar stofni íslamskt ríki og
rjúfi algjörlega tengslin við Rúss-
land. Maskhadov sagði að „ákveðin
öfl“, sem telji sig
hagnast á ein-
angrun Tsjetsjn-
íu, hafi staðið
fyrir mannrán-
inu.
Robin Cook,
utanríkisráð-
herra Bretlands,
ræddi málið við
rússneskan
Maskhadov starfsbróður
sinn, Igor Ivanov, sem féllst á að
Cook sendi Maskhadov beiðni um að
Bretar fengju ýtarlegar upplýsingar
um morðin og hvernig hægt væri að
finna mannræningjana og draga þá
fyrir rétt.
„Rússar hafa verið eins hjálplegir
og þeir geta í þessu máli,“ sagði
Cook. „Vandamálið er að stjórnin í
Moskvu má sín ekki mikils í Tsjet-
sjníu nú um stundir."
Sendiherrar Bretlands og Nýja-
Sjálands ræddu einnig við innanrík-
isráðherra Rússlands og óskuðu eft-
ir samstarfi við yfirvöld í Moskvu og
Grozní til að hafa hendur í hári
morðingjanna.
Sekur um und-
anfærslur -
ekki meinsæri
Málflutningi verjenda Clintons lokið
Washington. Reuters.
VERJENDUR Bills Clintons, for-
seta Bandaríkjamanna, luku mál-
flutningi sínum fyrir dómsmála-
nefnd fulltrúadeildarinnar í gær-
kvöld og skoruðu þá á hófsama
repúblikana að gi-eiða atkvæði gegn
málshöfðun á hendur forsetanum.
Viðurkenndu þeir, að samband hans
við Monicu Lewinsky hefði verið sið-
ferðilega rangt og hann hefði reynt
að villa um fyrir fólki en á hinn bóg-
inn réttlætti það ekki, að hann yrði
sviptur embætti.
I skýrslu, sem Hvíta húsið Iagði
fyrir dómsmálanefndina, og í mál-
flutningi lögfræðinganna var lögð
áherslu á, að forsetinn hefði ekki
gert neitt það af sér, sem gæfi
ástæðu til að reka hann úr embætti.
Hann hefði ekki gerst sekur um
meinsæri er hann neitaði því í sam-
bandi við mál Paulu Jones, að hann
hefði haft mök við Monicu Lewinsky
vegna þess, að þá hefði hann svarað
í samræmi við þá skilgreiningu, sem
lögfræðingar Jones og dómarinn
hefðu verið búnir að samþykkja.
Vissulega hefði hann ekki sagt satt
frá en um meinsæri hefði ekki verið
að ræða.
„Forsetinn vill, að allir viti, nefnd-
in, þingið og þjóðin öll, að hann iðr-
ast þess, sem hann hefur gert
rangt,“ sagði Greg Craig, sérstakur
ráðgjafi Clintons, og hann og aðrir
verjendur vona, að sá boðskapur
verði til að milda nokkuð hug sumra
repúblikana áður en til atkvæða-
greiðslu í fulltrúadeildinni kemur
um málshöfðun.
„Lögfræðilegur
útúrsnúningur"
Clinton hafði nokkra ástæðu til að
fagna í gær, þegar Amo Houghton,
repúblikani frá New York, ákvað að
greiða atkvæði gegn málshöfðun og
er þá vitað um sex repúblikana, sem
hafa tekið þá afstöðu. Henry Hyde,
formaður dómsmálanefndarinnar,
var hins vegar jafn harður sem fyrr
og kallaði málflutning verjendanna
„lögfræðilegan útúrsnúning".
Demókrötum er mikið í mun að
ljúka þessu máli, sem mun óhjá-
kvæmilega verða blettur á forseta-
ferli Clintons og gæti lamað störf
öldungadeildarinnar meira eða
minna á næsta ári verði það sent til
hennar. Hefur verið lagt að Clinton
að tjá sig á nýjan leik, til dæmis með
því að biðjast afsökunar enn einu
sinni, og er nú talið líklegt, að hann
geri það.
FASTEIGNA rf
m MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4. SÍMAR 551 1540, 552 1700, FAX 562 0540.
OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9-18. Netfang: http://habil.is/fmark/
GARÐABÆR
Arnarnes
Stórglæsilegt 373 fm einbýlishús meö tvöföldum bílskúr á
frábærum útsýnisstað við Kríunes. Húsið er teiknað og hannað
að öllu leyti af Vífli Magnússyni arkitekt. Vandaðar innréttingar.
Arinn í stofu. Kinverskar flísar og parket á gólfum. Gufubað.
Möguleiki á lítilli séríbúð. Falleg ræktuð lóð með miklum skjól-
veggjum. Laust strax. EIGN í SÉRFLOKKI.
Hæðarbyggð
Stórglæsilegt 315 fm einbýlishús á tveimur hæðum. Allar inn-
réttingar eru sérsmíðaðar skv. teikn. Gunnars Magnússonar
arkitekts. Vönduð gólfefni: Marmari, parket og indverskar flísar.
Arinn í stofu. Innaf svefnherb. er stórt fataherb. Niðri er gert ráð
fyrir stúdíóíbúð, góður vel innréttaður veislusalur og sauna.
Fyrir framan húsið er lækur með fossum og að sunnanverðu er
heitur pottur með vatnsnuddi og gott gróðurhús. Garðurinn
fékk viðurkenningu árið 1994 og gatan var kosin fegursta gata
Garðabæjar árið 1991. FALLEG OG VÖNDUÐ EIGN MEÐ
^ MIKLU ÚTSÝNI. ^
Ognir í Alsír
ALSÍRSKIR uppreisnarmenn
skáru 42 á háls í þorpi vestar-
Iega í Alsír í fyrrinótt, að sögn
fulltrúa stjórnvalda í gær.
Áttu morðin sér stað í þorpinu
Tadjena í Chlef-héraði, um 170
kílómetra vestur af Algeirs-
borg, höfuðborg Alsír. Hafa
uppreisnarmenn þá murkað
lífið úr meira en hundrað
óbreyttum borgurum í Vestur-
Alsír á síðustu sjö dögunum.
Hefur skálmöld undanfarinna
ára valdið því að íbúar í Vestur-
Alsír búa við stöðugan ótta um
að verða næstu fórnarlömb
ódæðismannanna og hefur
þurft að grípa til strangra ör-
yggisráðstafana á þessu svæði.
Geymir íjölskyldan á myndinni,
sem býr í bænum Haouch
Omar í Metidja-héraði, t.d.
AK-47 sjálfvirkan hríðskota-
riffil á stofuborði sínu skyldu
uppreisnarmenn leggja til
atlögu í bænum.
Reuters
Bóluefni
g’eg'n heila-
himnubólgu?
BRESKIR vísindamenn
rannsaka nú bóluefni sem
gæti valdið straumhvörfum í
baráttunni gegn hinum mann-
skæða sjúkdómi heilahimnu-
bólgu. Bóluefnið var þróað af
læknum á Kúbu og halda
Kúbumenn því fram að þar sé
búið að útrýma heilahimna-
bólgu. Er nú unnið að því að
rannsaka bóluefni Kúbu-
mannanna og kanna hvort
fullyrðingar þeirra standist.
Var haft eftir Michael
Levin, einum vísindamann-
anna, að Kúbumenn hefðu
unnið afar eftirtektarvert af-
rek. „A fremur stuttum tíma
hafa þeir framleitt bóluefnið,
gert á því prófanir, hafið al-
menna notkun á því og segj-
ast hafa gert útlægan hræði-
legan sjúkdóm.“
GÓÐUR VEITINGASTAÐUR
Vorum að fá í sölu einn af þekktari og eldri matsölustöðum
bæjarins. Mjög vel staðsett fyrirtæki í nýlegum og góðum
ca 350 fm húsakynnum. 95 manna veitingasalur. Vínveit-
ingaleyfi. Langtímaleigusamningur.
Nánari upplýsingar hjá sölumönnum.
LUNDUR FASTEIGNASALA
Sími 533 1616, fax 533 1617, netfang: lundur(S)mmcdia.is.
Opið virka daga kl. 9—18, sunnudaga kl. 12—14.