Morgunblaðið - 10.12.1998, Side 36

Morgunblaðið - 10.12.1998, Side 36
36 FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR íú**au»r §111 ■v tyA$:v. w” 'v *?***zmm BIBLIOTHECA Alexandrina, Alexandríu, Egyptalandi. Módel af vinningstillögu norsku arkitektastofunnar „Snohetta", 1989. Magnaðar tillögrir HJÖRDÍS og skugginn, 1993, eftir Hans Pauli Olsen. Trefjagler, 200 x 140 x 48 cm. TILLÖGUR og MÓDEL 20 NORRÆNAR ARKITEKTASTOFUR Til 20. desember. Opið alla daga frá kl. 10-18. Aðgangur kr. 300. Sýning- arskrá kr. 2.500. „NORRÆN stærð“ - Nordic Factor - er afar umfangsmikil og vel útilátin sýning á nýrri húsagerð- arlist á Norðurlöndunum, sem sett hefur verið upp í vestursal Kjar- valsstaða. Sýningin hóf göngu sína fyrir tveim árum, á 6. Alþjóðlega arkitektatvíæringnum í Feneyjum - í Norræna skálanum í Kastalagörð- um - haustið 1996. Hingað komin hlýtur hún að vera fagnaðarefni hverjum þeim sem lætur sig húsa- gerðarlist varða því framsetningin er skýr og skilmerkileg, og upp- setningin einstaklega fáguð. A sýn- ingunni eru tvær til fjórar tillögur eftir hvorki meira né minna en tutt- ugu norrænar arkitektastofur frá Danmörku, Finniandi, íslandi, Nor- egi og Svíþjóð. Sem fyrr stendur norræn húsa- gerðarlist traustum fótum í hefð, sem byggir á allsérstæðum gildum, þótt ekki verði fundinn neinn einn ákveðinn samnefnari fyrir öll Norð- urlöndin. Pað sem oft hefur verið kallaður norrænn expressjónismi - höggmyndalegar áherslur, tjáning- arrík notkun lita og efniviðar, og sterk tilfinning fyrir ljósbrigðum - er enn sem fyrr afar ríkur þáttur í húsagerðarlist á öllum Norðurlönd- unum. En eins og sýningarstjórinn, Marja-Riitta Noití, frá Finnska arkitektúrsafninu í Helsinki, bendir á í formála sínum að sýningar- skránni eru löndin fjögur alltof ólík að gerð og stærð til að hægt sé að troða þeim undir einn hatt. Sem dæmi má nefna áberandi notkun margra norrænna arkitekta á viði og þiljuðum húsveggjum. Þetta er því meir áberandi sem löndin státa af víðfeðmara skóg- lendi. En það á vissulega ekki við um íslenska húsagerð á tuttugustu öld. Þar með skerum við okkur úr sökum trjáleysis. En það á ekki ein- göngu við um efniviðinn í húsunum; okkar byggingar standa mun ber- skjaidaðri frammi fyrir sjónum manna en byggingar annarra Norð- urlandaþjóða, vegna gróðurleysis- ins. Þessi staðreynd gerir íslenskan arkitektúr mun viðkvæmari gagn- vart umhveríinu og ræður því að okkur finnst oft sem hús spretti fram, nakin og óhefluð, eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Þó er engin ástæða til að örvænta um ágæti íslenskrar húsagerðarlist- ar ef marka má stofurnar fjórar sem sýna fyrir hönd íslands. Stúdíó Granda hefur margoft sannað ágæti sitt á undanförnum árum en Hús Hæstaréttar, 1994-96, verslunar- húsnæði Evu og Companys við Frakkastíg, ofan Laugavegar, frá 1994, og Höfðabakkabrúin, 1994-95, eru framlag stofunnar til sýningar- innar. Frá teikniborði Pálmars Krist- mundssonar eru jafnfjölbreytileg verkefni; Verslun ATVR í Austur- stræti, frá 1991, Heitavatnsbrunn- urínn við Bolholt, frá 1990; reistur 1996, og nýja Islenska sendiráðið í Berlín, frá 1996. Þá er Teiknistofan Tröð með tvær tillögur úr Hafnarf- irði; Safnaðarheimilið og Tónlistar- skólinn við Hafnarfjarðarkirkju, frá 1992-95, og Skátaheimilið í Hafn- arfirði, frá 1996, sem vann fyrstu verðlaun í samkeppni árið 1992. Lestina rekur arkitektastofan Úti & inni, með Skólpdæiustöðinni við Faxaskjól, frá 1993, Árbæjarlaug, frá 1994, og Givnnskólanum í Garðabæ, sömuleiðis frá 1994. Ef nefna ætti eitt atriði sem greinir íslenska byggingalist frá húsagerð hinna Norðurlandanna er það ef til vill ógagnsæ foiTnmótunin. Islenskar byggingar láta sjaldnast uppi hvað þær hýsa innan útveggja. En hvað þetta áhrærir ræður miklu sú rysjótta veðrátta sem við búum við. Hún neitar okkur um ýmsan þann munað í stílbrigðum sem leyf- ist í skjólbetri löndum. Um leið ýta þessi einkenni undir högg- myndrænt útlit íslenskra bygginga; nokkuð sem tengir þær fínnskri húsagerðarlist, til dæmis eins og Matti Sanaksenaho iðkar hana í Húsi myndhöggvarans, frá 1995, og Auðu íými, frá 1992-93. En hitti einhver ein tillaga í mark af öilum þeim fjölda frábærra verka sem sjá má á sýningunni „Nordic Factor“, þá er það Bibliotheca Alex- andrina - nýja Bókasafnið í Alex- andríu - frá 1995, sem færði norsku arkitektastofunni Snohetta fyrstu verðlaun í samkeppni um þessa mikilvægu endurgerð frægasta bókasafns mannkynssögunnar, árið 1989, sem jafnframt er eitt stærsta bóka- og skjalasafn veraldar. Sýnir það ekki betur en nokkuð annað styrka stöðu norrænnar húsagerðar að afkomendur ai-kitekta pýramíd- anna miklu í Giza, skuli leita norður á 60. breiddargráðu að meisturum til að endmTeisa svo margrómað menningarsetur? Eins og skipuleggjenda Finnska arkitektúrsafnsins var von og vísa er þessi sýning hugsuð í þaula, allt frá heild sinni til smæstu smáatriða. Hér sýnir Hannele Grönlund enn sem fyrr hvers hún er megnug á þessu sviði, en hún hefur oftar en ekki verið hönnuður stóru Norrænu textílþríæringanna, sem hingað hafa komið. „Norræna stærðin" er tvímælalaust í flokki bestu sýninga, sem Höfuðborgarsvæðið hefur upp á að bjóða á aðventunni. Færeysk nútfmalist 13 FÆREYSKIR LISTAMENN Sýningarskrá kr. 900. ÞAÐ er eins og að hverfa fjörutíu til fimmtíu ár aftur í tíðina að koma inn á sýninguna „Foroysk nútíðar- Iist“ í austursal Kjarvalsstaða. Listamennirnir þrettán sem þar sýna eru flestir þekktir fyrir langa og vasklega framgöngu enda er vart lengra en fimm ár frá því fimm þeirra - þeir Amariel Norðoy, Bárð- ur Jákupsson, Tróndur Patursson, Marius Olsen og Torbjorn Olsen - sýndu í Norræna húsinu í Reykja- vík í tengslum við Norrænu lista- miðstöðina í Helsinki. Ef við leyfum okkur að staldra eitt augnablik við þennan hóp - að viðbættum þeim Zacharias Heinesen og Kára Svenssyni - þá spanna þeir félagarnir heila kynslóð, svo gengið sé út frá þeim vana að tala um kynslóðaskipti á þrjátíu ára fresti. Heinesen er fæddur 1936; Marius Olsen 1963, en hinir á 5. og 6. áratugnum. Samt er enginn merkjanlegur aldursmunur á list þeirra; hún byggir á svipuðum forsendum, gildum og aðferðar- fræði. Sem dæmi, þá er Heinesen síst „ellilegri" en Marius Olsen. Reyndar má bæta nestor hópsins, Ingálvi av Reyni, við þessa upptaln- ingu og leiða rökum að því að hann sé mun unglegri og frískari en allir áðurnefndir kollegar hans þótt hann sé nær áttræðu. Reyndar hefur það aldrei verið launungarmál að Ingálvur ber af öðrum löndum sín- um úr málarastétt. Drungaleg ex- pressjónísk abstraktlist hans er fyllilega í takt við sinn tíma; raunsönn; meitluð og persónuleg. Hið sama verður varla sagt um hina. Þótt þeir verði seint vændir um slæleg vinnubrögð - enginn þessara mætu manna er viðvaning- ur tæknilega séð - skortir innihald- ið allan þann þrótt og áræði sem hægt er að ætlast af jafnreyndu landsliði. Formgerðin sem sjömenn- ingarnir velja sér er einfaldlega úr sér sprottin og það fyrir allmörgum áratugum. Það er vissulega erfitt að skýra það út í stuttu máli hvers vegna gamali stíll gengur ekki jafn- vel núna og þá þegar hann var ferskur og nýstárlegur, en rætur vandans liggja djúpt í vestrænum sjónarmiðum. Sem menningarlegir afkomendur Forn-Grikkja lifum við ekki og getum ekki lifað í tímaleysi. Þegar við heyrum að orsakir vandans á Norður-írlandi megi rekja aftur til 17. aldar fyllumst við vandlætingu yfir svo lífseigum kryt- um, og ein helsta ástæða rótgróinn- ar tortryggni vestrænna manna í garð Islamstrúar er hve freklega leiðtogar hennar blanda sér í ver- aldlegt vafstur. Fyrir okkur hljóm- ar það sem afturhvarf til „myrkustu miðalda“ þegar trúmálum er blandað saman við almennan laga- bókstaf. Með sama hætti rekur okkur í rogastans þegar við sjáum lista- menn fást við stílbrigði sem fyrir löngu eru útkljáð og verða ekki betrumbætt, hversu heillandi sem þau kunna að hafa verið á sinni tíð. Nú skal það tekið fram að þetta á einungis við um vestræna afstöðu til lista. Til eru fjarlægar menning- arþjóðir sem sjá ekkert athugavert við það að listamenn þeirra fáist við þúsund ára gömul vandamál. Þannig var það til dæmis með kín- verska list áður en vestrænna áhrifa fór að gæta þar. Eins eru til menningarþjóðir sem ekki telja það neitt tiltökumál þótt ævafornar stjómmáladeilur og trúarátök standi sífersk og óleyst eftir meira en tíu aldir. Sinn er siður í landi hverju, eins og þar segir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.