Morgunblaðið - 10.12.1998, Síða 38

Morgunblaðið - 10.12.1998, Síða 38
38 FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR BÆKUR K n il ii i' ni i n n i n g a r LAUSNARSTEINN Lifsbók mín eftir Steingríin St. Th. Sigurðsson. 432 bls. Fjölvaútgáfan. Prentun: Grafík. Reykjavík, 1998. STEINGRÍMUR er listamaður með sterkt svipmót. Hefði hann ver- ið samtíðarmaður Kjarvals? Þá hefði verið tekið eftir honum eins og tekið var eftir Kjarval. En nú eru ekki lengur tímar Kjarvals. Og Stein- grímur er annai-s konar manngerð. Allt annars konar. Ætli hann sé ekki fremur í ætt við suðræna bóhema? ’ Hið fyrsta sem athygii vekur með Lausnarstein Steingríms í höndum er hreinskilni sögumanns. Stein- grímur víkur sér aldrei undan ei-fíð- um málum. Allra síst hlífir hann sjálfum sér. Foreldrum sínum lýsir hann í þaula. Faðir hans, Sigurður skólameistari, var frægðarpersóna sem öll þjóðin þekkti, ef ekki í sjón og raun þá að minnsta kosti af orð- spori. Almenningur, sem í þá daga leit upp til slíkra manna, horfði eink- um til vegsemdarinnar. En vandinn, sá sem einkum vissi að fjölskyldunni, var oft ekki minni. Fjórði áratugur- inn, þegar pólitíkin skipti þjóðinni upp í fjandsamlegar fylkingar og ungir menn hófu hnefann á loft og bpðuðu bylting, gekk nærri skóla- meistara. Steingrímur kveður hann háfa verið eindreginn lýðræðissinna með hliðsjón af stjórnmálaskoðun- um. En sjálfur hafí hann verið hald- inn sterkri tilhneigingu til einræðis. Á þeim úrum var ekki heldur nema um tvennt að ræða fyrir mann í hans stöðu: Að halda fast um taumana. Eða sleppa öllu lausu! Sigurði skóla- rneistara er lýst sem geðbrigða- manni. En Halldóra, kona hans, hef- ur staðið sem klettur að baki honum og átt drjúgan hlut að farsæld hans í lífí og starfi. Heimilislífi fjölskyld- unnar lýsir Steingiúmur náið. Listamaður með sterkt svipmót Steingr-ímur er menn- ingarlega opinskár. Hreinskilni hans er af- dráttarlaus. En hún er jafnframt jákvæð. Efnið gefur ekki heldur tilefni til annars. Sjaldnast verður Steingi-ími orðs vant. Þrátt fyrh- ofríki endurminninganna - svo gripið sé til fyrir- sagnar sem Guðmundur á Sandi valdi einni sögu sinni - kann hann öðr- um betm* að umgangast staðreyndirnar með hógværð og sanngii-ni. Bernska og æska Steingríms mótaðist af heimilislífínu annars vegar en hins vegar af bæjai-bragn- um á Akureyri. Þótt íbúarnir væru aðeins tæp fjögur þúsund var bær- inn íslenskur stórstaður á þeirra tíma mælikvarða. Steingrímur var ekki látinn ganga í barnaskóla. Hann naut einkakennslu. Föður hans lang- aði til að hann yrði stúdent fimmtán ára eins og Bjarni Thorarensen. Ekki gat það nú orðið. Steingn'mur var orðinn lítið eitt eldri þegar hann lauk því prófí. Tók þá við íslensku- kennsla í Menntaskólanum. Er Steingrímur næsta fáorður um þau árin, kveðst stundum hafa gerst ósvífinn, jafnvel um of, en nemend- urnii* hafí fyrirgefið sér »einkum og sér í lagi af því að þeir skynjuðu, að mér þótti vænt um þá«. Það er að vísu rétt að Steingrímur lét ýmislegt fjúka í kennslustundum. Hitt varð nemendum hans langt- um minnisstæðara hversu orðheppinn og kjamyrtur hann var og hversu bráðlífleg kennsla hans var alla tíð. Samlíkingar hans - sem þóttu í meira lagi frumlegar og voru líka stundum dálítið mein- legar - sótti hann bæði til hversdagslífsins og eins í sjálfs hugardjúp. Orðskviðh* hans voru hentir á lofti og endur- sagðir og útlagðir hvar sem nemendur komu saman og töluðu um skólann og kennarana. Og sárt var Steingi-íms saknað þegar hann hvarf frá kennslu og hélt til náms í Bretlandi. Það fylgdi honum einatt skapandi fyi’ir- gangur og drífandi reisn. Og síðast en ekki síst - skáldleg upphafning! Hann líktist í engu öðrum ungum kennurum í þá daga. Stíll Steingríms hefur alltaf verið og er enn í bók þessari andheitur og spennuþrunginn. Steingn'mur hleyp- ur sem fyrr upp og niður allan skala móðurmálsins. Sem dugir þó hvergi til. Kynslóð Steingríms seildist gjarnan til erlendra orða, einkum ef fræðileg málefni bar á góma. Þeim vana bregður Steingrímur ekki hér og nú. Langsótt orð og orðtök og skírskotanir til annarra tungumála er ekki aðeins hluti af stíl hans. Hvort tveggja tilheyrir beinlínis per- sónu hans. Mikið vantaði á ef hann héldi ekki sínum litríku talsháttum. Trúverðugri verða þessar endur- minningar ennfremur vegna ofur- minnis og eftirtektar sögumanns. Mannlýsingar Steingríms eru oft fá- orðar en gagnorðar. Borgurum þeim, sem settu svip á höfuðstað Norðurlands í bernsku hans og æsku, lýsir hann gjarnan í fáum en skýi*um dráttum. Hann hefut* alltaf verið næmur fyrir smáatriðum í hátterni manna. Þesslags getm* alla jafna sagt manni mikið um eðli og innræti einstaklinga. Þegar Steingi*ímur var ritstjóri Lífs og listar kynntist hann flestöll- um þekktum - og líka óþekktum - rithöfundum og listamönnum sem þá lifðu og störfuðu í höfuðstaðnum. Til að koma ritinu strax í flughæð vai*ð það að hefjast á viðtali við sjálfan Halldór Kiljan Laxness. Hann vai* þá enn umdeildur og ekki búinn að fá Nóbelsverðlaun. Steinn Steinarr varð góður stuðningsmaður Lífs og listar og heimagangur í húsi ritstjór- ans. Steinn var og verður alltaf ráð- gáta. Athyglisvert er það sem Stein- grímur segir um samband hans og Magnúsar Ásgeirssonar. Þessi ár - svona skömmu eftir stríðslokin - ein- kenndust af þreytu og vonleysi ann- ars vegar en hins vegar af óþreyju og sterkri löngun efth* einhverju nýju! Fyrst og fremst eftir betri heimi! Menntastétt Vesturlanda var að ná áttum eftir moldviðri ófriðarins. Bók- menntarit spruttu upp víða um lönd og voru gjarna hástemmd og leiðin- leg. Líf og list var öðruvísi. Ritið var skrifað af leiftrandi fjöri og menning- Steingrímur St.Th. Sigurðsson ai’legri víðsýni. Hvorugs varð annars staðar vart í bókmenntaritum á þess- um árum. Þau tóku tíðast einhverja stefnu og fylgdu henni út í hörgul. Steingrímur horfði til alh*a átta og gerði ekki upp á milli manna og mál- efna. Ungir menn og óþekkth* leituðu til hans og var vel tekið. Aldrei áður hafði slíkt rit verið gefíð út. Og annað eins átti ekki eftir að sjá dagsins ljós síðar. Menningarpólitíkin, sem ein- kenndist um þessar mundir af meira umburðaidyndi en bæði fyrr og síðar, átti því miður eftir að harðna. Sú saga er prýðilega rakin í þessum endui*minningum. Steingrímur, sem hafði lifað og hrærst í heimi ritlistarinnar, skipti síðar um rás og tók að mála. Oþarft er að taka fram að í list sinni tjáir málarinn sig með öðrum hætti en rit- höfundurinn eða blaðamaðurinn. En Steingrímur hefur alltént horft út undan trönunum og haft auga með því sem gerst hefur í menningunni. Og hann er ekkert að leyna skoðun sinni á þeim hlutum fremur en fyrri daginn. Ládeyða hefur aldrei verið í kring- um Steingrím. Það hefur gustað af honum hvar sem hann hefur farið. Ekkert orð verður fundið í þessum endurminningum sem kalla mætti eyðufylling. Lausnarsteinn er þvert á móti uppfullur af athöfn og hreyf- ingu. Líf sögumanns hefur ekki alltaf verið tekið út með sældinni. En Steingrími hafa hlotnast verkalaun sköpunargleðinnar. Og meira verður tæpast af lífinu krafíst. Áð lokum þetta: Bókin er veglega útgefin og afar glæsilega mynd- skreytt. Bæði er þarna fjöldi svart/hvítra mynda frá árum áður, fjölskyldumyndir mest. En að auki prýða bókina litmyndir af um tutt- ugu málverkum Steingríms. Og allt í lit að sjálfsögðu. Lausnarsteinn er bók sem lýsii* liðnum tíma. Hún lýsir honum vel. Og hún lýsir honum rétt. Erlendur Jónsson Lesið úr kiljubókum á Súfist- anum Á SÚFISTANUM í kvöld, fimmtudag, kl. 20.30 verðm* upp- lestur úr kiljubókum Ugluklúbbs- ins. Helgi Ingólfsson les úr skáld- sögu sinni, Þægir strákar, Sig- urður G. Tómasson lesa úr þýð- ingu sinni á Ismael eftir Roy Jakobsen, Ingibjörg Bergþórs- dóttir les úr þýðingu sinni á Tevje kúabónda og dætrum hans eftir Sholom Aleikhem. Hjörtur Hjartarson klarínettu- leikari gefur viðeigandi tón- dæmi. Gyrðir Elíasson les úr þýðingu sinni á indjánasögunni Uppvexti Litla trés, Sigríður Halldórsdóttir les úr þýðingu sinni á Dagbók Bridget Jones eftir Helen Fielding og Kristín Helga Gunnarsdóttir les úr barnabókinni Bíttu á jaxlinn, Binna mín. Jólabóka-tóna- flóð í Kaffí- leikhúsinu LESIÐ verður úr nýjum bókum í Kaffileikhúsinu í kvöld, fimmtu- dag. Hljómsveitin Canada skemmtir gestum fyrir upplest- urinn kl. 21. Þoi*valdur Þorsteinsson les úr bók sinni Ég heiti Blíðfinnur en þú mátt kalla mig Bóbó, Huldar Breiðfjörð les úr bók sinni Góðir íslendingar, Jón Karl Helgason les úr bók sinni Næturgalinn, Guðrún Eva Mínervudóttir les upp úr smásagnasafni sínu Á meðan hann horfir á þig ertu María mey og Haraldur Jónsson les úr bók sinni Fylgjur. SKÝRSLA UM LEIT BÆKUR Ljóð ÞEGAR LJÓÐIÐ ER eftir Davíð Art Sigurðsson, útgef- andi: Siguijón Þorbergsson, Reykja- vík, 1998, 55 bls. EINLÆGNI, fegurð, friður, ást, flug, raunveruleiki, flótti, leit. Þetta eru helstu yrkisefni Davíðs Arts Sig- urðssonar í fyrstu Ijóðabók hans, Þegar ljóð eru. Það verður að opna hjai*tað, fara eyðandi hendi um öfund og fordóma og ryðja brautina fyrir útópíska veröld í veldi tilfinning- anna. Davíð Art er þriggja barna faðir í Breiðholtinu, menntaður í klassískum söng og starfai* sem sölumaður. Það er einlægni í ljóðunum hans og sann- ast sagna ekki nógu trúverðug. Það er ekki búið að hamra orðin nógu mikið, ekki búið að falsa trúverðuga einlægni. Farið er almennum orð- um og h'tt dulbúnum um tilfinningamar í per- sónulegum ljóðlínum: „Þegar þú kvaddir/varð ég reiður og sár“ („Hinsta sinni“> I, 44). Ljóð einsog „Ég mun aldrei gleyma" sem er ort til vinar ná ekki að koma manni við, þau hafa ekki brotist útúr einkaeigninni sem þau ætla þó að gera einsog sést á besta ljóði bókar- innar, „Kvöldgöngu“, sem kallast á við alveg ágæta kápumynd: spegilrayndin í tjöminni stekkur ljóta andarunganum á flótta vinur minn vindurinn gárar vatnið og losar mig við ímynd sem ég óttast inní mér hefur svanurinn sig til flugs Tónninn sem verið er að sækjast eftir næst einnig prýðilega í myndmáli „Hausts“. „Einlægnin ofsótt“ („Öfundin“, 22) er ljóð- lína sem lýsir bókinni vel: skáldinu liggur mikið á hjarta en hefur ekki fundið aðferð við að koma því frá sér. Davíð Art Sigurðsson er leitandi, Þegar ljóð eru er skýrsla um leit. Það er ekki þróað myndmál í bókinni og ekki margræðni en ljóðagerð af þessu tagi á möguleika á galdri og tnínaði sem er engu líkur. En betur má ef duga skal. Hermann Stefánsson. Lífíð í ljóðum LJÓSMYND eftir Kristján Logason. BÆKUR L j n rt LJÓSMÁL Ljósmymlir og ljóð. 24 skáld yrkja við myndir 5 ljósmyndara. Ritlistar- hópur Kópavogs, 1997. LJÓÐIN í þessari laglegu inn- bundnu bók hafa kviknað út fi*á myndum ljósmyndaranna íimm, Ragnars Axelssonar, Ragnars Th. Sigurðssonar, Páls Stefánssonar, Krissýar og Kristjáns Logasonar, en þeir tengjast allh* Kópavogsbæ, rétt eins og skáldin. Myndirnar eru 24, kvæðin jafnmörg, og efnistökin æði ólík í báðum miðlum. I formála rit> nefndar kemur fram að meðlimir Rit- listai*hóps Kópavogs hafi ákveðið að Ijóðskreyta verk fyrmefndra ljós- myndara með þeim hætti að hvert skáld gat valið sér mynd að skrifa út- frá - ljóðið kviknar af ijósmyndinni. Eins og fyrr segir ei*u myndh*nar vægast sagt ólíkar og ójafnar að gæð- um, og samsetning þein*a veikasti þáttur verksins. Frá því að vera hefð- bundin náttúrurómantík með frosn- um stráum og veðruðum veggjum, yf- ir í formrænni landslagsmyndir, por- trett og heimildaljósmyndir. Sumar eru unnar í svarthvítu og henta því prentun bókarinnar betur en þær sem upprunalega eru í lit og hafa glatað grunneiginleikum við yfir- færsluna í svarthvítri prentuninni. Þá eru sumar myndanna full klisjulegar til að kveikja hughrif hjá þessum skoðara og líða ljóðin við þær fyrir það um leið. Einnig er mismunandi hversu vel skáldunum hefur auðnast að tengja skrif sín við heim mynd- anna; tengslin eru misskýr og best þar sem orð og mynd ná að tala sam- an á stökum opnum bókarinnar. Á meðal þeirra skálda sem tengja kvæði sín vel við myndimar eru Þórð- ur Helgason, sem yrkir um haust- brynju á beijum í mynd Ki-istjáns Logasonar; Geirlaugm* Magnússon með Minnisstigann, einnig við ijós- mynd Kristjáns; og Eyvindur P. með myndstef við ljósmynd Ragnars Ax- elssonai*, frá Dröngum. Þá eiga önnm* skáld sterk kvæði sem tengjast ljós- myndunum lausum böndum. Sem dæmi má nefna kvæðin I Nætmfiug- inu miðju, eftir Valgerði Benedikts- dóttur, og Skiftingu eftir Kjartan Amason. Það má dást að því hversu vel kveðskapurinn nær oft að lifna, pant- aður út frá mynd ef svo má segja. Sum skáldanna eru orðmörg á meðan önnur tálga niður; einhver nota rím og Ijóðstafi, sonnettuformið; yrkja jafnvel í dróttkvæðum hætti. Undir- liggjandi má finna fyrir leikgleði og lífí og nær sú tilfinning að binda sam- an kvæði sem annars eru í raun sund- urlaust úrval. I heildina er Ljósmál ójöfn bók að gæðum, enda ijósmyndarar jafnt sem skáld missnjallir og skáldin ná mis- góðum tökum á „ljóðskreytingunum". En það er líf á síðum þessarar bókai* og ekki fer á miili mála að Ritlistar- hópui* Kópavogs er að gera skemmti- legar og áhugaverðar tilraunir með lífið í ljóðum. Einar Falur Ingólfsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.