Morgunblaðið - 10.12.1998, Page 44

Morgunblaðið - 10.12.1998, Page 44
44 FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDl: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MANNRETTINDA- YFIRLÝSING SÞ FIMMTIU ár eru í dag liðin frá því allsherjarþing Sam- einuðu þjóðanna samþykkti mannréttindayfirlýsingu þá er síðan hefur verið í gildi. Með samþykkt mannréttindayfir- lýsingarinnar var tekið stórt og mikilvægt skref í þá átt að auka virðingu fyrir mannréttindum í heiminum. I upphafsgrein yfirlýsingarinnar, sem birt var í heild í Morgunblaðinu sl. sunnudag, segir: „Hver maður er borinn frjáls og jafn öðrum að virðingu og réttindum. Menn eru gæddir vitsmunum og samvisku, og ber þeim að breyta bróð- urlega hverjum við annan.“ I annarri grein segir svo: „Hver maður skal eiga kröfu á réttindum þeim og því frjálsræði sem fólgin eru í yfirlýsingu þessari, og skal þar engan grein- armun gera vegna kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúar, stjórnmálaskoðana eða annarra skoðana, þjóðernis, uppruna, eigna, ætternis eða.annarra aðstæðna.“ Þetta voru háleit markmið á sínum tíma og sýndu glögg- lega framsýni og hugrekki þeirra er stóðu að stofnun Sam- einuðu þjóðanna. Þjóðir heims höfðu nýverið gengið í gegn- um einhver hrikalegustu styrjaldarátök mannkynssögunnar þar sem skipulega hafði verið traðkað á réttindum einstak- linga og heilla þjóða. í tengslum við stofnun SÞ vildu ríki heims sporna gegn því að slíkt endurtæki sig, í stórum stíl sem smáum, með yfirlýsingu um órjúfanlegan rétt einstak- linga til ákveðinna réttinda, er talin voru upp í mannrétt- indayfírlýsingunni. Auðvitað ríkti ekki samstaða um þessi réttindi milli ríkja og enn í dag eru þjóðir ósammála um það hver séu grund- vallarmannréttindi og hversu ríkan rétt menn eigi til þeirra. Yfirlýsing SÞ er hins vegar skýr: „Ekkert atriði þessarar yf- irlýsingar má túlka á þann veg að nokkru ríki, flokki manna eða einstaklingi sé heimilt að aðhafast nokkuð það, er stefni að því að gera að engu nokkur þeirra mannréttinda, sem hér hafa verið upp talin,“ segir í lokagrein sáttmálans. Þrátt fyrir það hafa mannréttindi víða verið fótum troðin á síðastliðinni hálfri öld, oft með grimmilegum hætti, hvort sem var í Ráðstjórnarríkjunum á tímum kalda stríðsins, í stjórnartíð suður-amerískra einræðisherra, í ríkjum Afríku eða í Kína. Enn í dag býr stór hluti jarðarbúa ekki við þau grundvallarmannréttindi sem kveðið er á um í mannrétt- indayfirlýsingunni. Að sama skapi má hins vegar færa rök fyrir því, að aldrei áður hefur jafnstór hluti jarðarbúa búið við stjórnskipulag þar sem þeir geta ekki einungis krafíst réttinda heldur jafn- framt varið þau. Við erum jafnframt orðin meðvitaðri um skipulögð mannréttindabrot hvar sem er í heiminum. Með starfi samtaka á borð við Amnesty International getur ekk- ert ríki skákað í skjóli þess að ekki sé fylgst með gjörðum ráðamanna og vakin athygli á brotum þeirra. Umburðarlyndi gagnvart mannréttindabrotum hefur minnkað og þeim leið- um sem í boði eru til að fordæma slík brot hefur fjölgað. Með tilkomu nýs alþjóðlegs dómstóls verður jafnframt í framtíð- inni hægt að sækja þá einstaklinga til saka, sem hafa brotið gegn þjóð sinni, þegar þeir hafa haft vald og stöðu til. Mál fyrrverandi einræðisherrans Pinochets er vonandi vísir að því sem koma skal. Fyrir okkur Islendinga getur vissulega verið freistandi að álykta sem svo að mannréttindayfirlýsing SÞ hafí ekki mikla skírskotun þar sem hér séu mannréttindi í hávegum höfð. Slíkt er hins vegar í meira lagi varasamt. Eftir því sem sam- félagsmyndin verður flóknari og tækninni fleygir fram eykst hættan á að gengið verði á einstaklingsbundin réttindi, t.d. varðandi friðhelgi einkalífsins. Rafræn skráning upplýsinga, hvort sem er í litlum mæli eða risavöxnum miðlægum gagna- grunnum, er dæmi um mál sem taka verður á með þeim hætti að tryggt sé, að ekki sé gengið á réttindi einstaklinga. Að sama skapi er það skylda íslenska réttarkerfisins að tryggja að réttindi íslenskra þegna séu virt á borði jafnt sem í orði. Það á að vera óþarfi að þurfa að sækja sjálfsögð rétt- indi til mannréttindanefndarinnar í Strassborg. Loks er það skylda okkar sem frjálsrar þjóðar að berjast fyrir réttindum þeirra er ekki njóta þess frelsis er við búum við. I mannréttindum felst ekki einungis að þurfa ekki að sæta ofsóknum í hinu daglega lífi. I mannréttindayfírlýsing- unni er skýrt kveðið á um réttinn til frjálsra skoðanaskipta og stjórnmálaþátttöku. Einstaklingar eiga jafnframt heimt- ingu á félagslegu öryggi, menntun og viðunandi lífskjörum. Baráttunni fyrir þessum réttindum verður væntanlega seint lokið en hvert skref í rétta átt skiptir miklu máli. Frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á Engar breyting á úthlutun veic Mega veiða utan kvóta en verða að sækja kvótabundnar teg Stjórnarflokkarnir samþykktu í gær að legg varp til breytingar á fiskveiðistjórnunarlögu breytingin er sú að veiðileyfi sé heimilt öllum skipum, en úthlutun heimilda er óbreytt. Se við frumvarpið að með því sé brugðist við vegna umsóknar Valdimars Jóhannessons SAMKVÆMT frumvarpi ríkis- stjómarinnar til laga um breytingar á lögum um stjóm- un fískveiða er öllum sem hafa yfir að ráða skipi með íslensku haffær- isskírteini heimilt að sækja um veiði- leyfi innan lögsögu Islands. Að fengnu veiðileyfi geta þeir sótt í fisktegundir utan kvóta, en þurfa að kaupa eða leigja aflaheimildir af þeim sem nú ráða yfir þeim. Ekki er gert ráð íyrir að úthlutun veiðiheimilda breytist að öðm leyti en því að smábátar allir munu færast inn í aflahlutdeildarkerfið um næstu fiskveiðiáramót. Jafnframt falla úr gildi allar reglur sem gilt hafa um úreldingu fiskiskipa til þessa. Samkvæmt frumvarpinu er lagt til að fimmta grein laga um stjóm fisk- veiða hljóði svo: „Við veitingu leyfa tO veiða í atvinnuskyni koma aðeins tO greina þau fiskiskip sem hafa haffær- isskírteini og skrásett em á skipaskrá Siglingastofnunar íslands eða sér- staka skrá stofnunarinnar fyrir báta undir sex metram. Skulu eigendur þeirra og útgerðir fullnægja skilyrð- um tiþað stunda veiðar í fiskveiðiland- helgi Islands sem kveðið er á um í lög- um um fjárfestingu erlendra aðila í at- vinnurekstri og í lögum um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðOand- helgi íslands.“ Samkvæmt núgildandi lögum um stjórn fiskveiða er upphaf 5. greinar laganna svohljóðandi: „Við veitingu leyfa til veiða í at- vinnuskyni koma tíl greina þau skip ein sem veiðOeyfi fengu samkvæmt 4. og 10. grein laga nr. 3/1988, um stjóm fiskveiða, og ekki hafa horfið varan- lega úr rekstri. Enn fremur bátar undh' sex brúttólestum enda hafi beiðni um skráningu þeirra á skipa- ski-á [Siglingastofnunar Islands] eða sérstaka skrá stofnunarinnar fyrir báta undir sex metram borist ásamt fullnægjandi gögnum innan mánaðar frá gOdistöku laga þessara. Auk þess skal gefinn kostur á veiðileyfi fyrir nýja báta undir sex brúttólestum enda hafi smíði þeirra hafist fyrir gildistöku laganna og hafærisskírteini verið gefið gefið út innan þriggja mánaða frá þeim tíma.“ Til samræmis við dóminn I athugasemdum með frumvarpinu, sem lagt var fram í ríkisstjórn í gær, segir m.a. að með þessari breytingu sé horfið frá því skilyrði að þeir einii' komi til greina við útgáfu almenns leyfis til fiskveiða sem hafa yfir að ráða skipum sem haldið var tO veiða á ákveðnum tíma og sé breyting þessi til samræmis við dóm Hæstaréttar. Þá er einnig bent á að flest ef ekki öll ríki hafi reglur er takmarki flota- stærð og væri æskilegt í framhaldi af dómnum að hægt væri að setja reglur sem í senn fullnægðu skilningi dóms- ins á jafnræðisreglu stjómarskrárinn- ar og stuðluðu að jafnvægi milli af- rakstursgetu fiskstofnanna og af- kastagetu fiskiskipaflotans. „Veruleg vandkvæði sýnast þó á því að ná þessu marki,“ segir í athuga- semdunum. ,Aðgangur nýrra skipa og aðila þyrfti þá að tengjast þvi að skip og aðilar sem fyrir era í útgerð hyrfu úr greininni og hættu starfsemi. Snýr vandinn við að opna aðgang að fiski- skipaflotanum án þess að stækka hann því bæði að því að setja reglur um með hvaða hætti aðilar sem fyrir eru hætti í útgerð sem og hvernig haga skuli vali nýrra aðila í þeirra stað.“ Samkvæmt frumvarpinu verður aflahlutdeild úthlutað með sama hætti og áður, það er núverandi handhafai' aflaheimilda halda þeim áfram. Fram- sal aflamarks og aflahlutdeildar verð- ur með sama hætti og nú er að því undanskildu að nú mega útgerðir skipa kaupa eða leigja til sín heimildir til veiða á tegundum sem þær höfðu ekki aflahlutdeild í áður. Horfír öðruvísi við smábátum Þá er jafnfi-amt fjaUað um þann hluta smábátaflotans sem stendur fyrir utan aflahlutdeOdarkei-fið, þ.e. krókabáta í Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra I fullu samræmi við dóm Hæstaréttar ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegs- ráðherra segir að framvarp ríkis- stjórnarinnar sé ekki til bráðabirgða, það sé að fullu í samræmi við dómsnið- urstöðu Hæstaréttar og breytíngin sem því fylgi sé gríðarleg. Hann segir að hagsmunir smábátaeigenda og byggðarlaga sem treystu á afla þeirra hafi verið í algera uppnámi með dóm- inum og nauðsynlegt hafi verið að finna leið til að verja þá. Ekki sé úti- lokað að þeir sem nýlega hafa fjárfest í úreldingu muni krefjast skaðabóta vegna breyttra rekstrarforsendna í kjölfar lagabreytingarinnar. Víðari túlkun hefði þó leitt til mun meiri skaðabótamála og valdið djúpri efna- hagslegri lægð á Islandi. „Með frumvarpinu era efnisákvæði núverandi 5. greinar fiskveiðistjórn- unarlaganna tekin úr gOdi. Héðan í frá geta allir fengið veiðOeyfi á skip sem þeir eiga. Það hefur þá efnislegu þýð- ingu að allir geta veitt ókvótabundnar tegundir og fært tO sín aflaheimildir." Þorsteinn segir að umræður í þing- flokki sjálfstæðismanna í gær hafi fyrst og fremst snúist um þá óvissu sem dómur Hæstaréttar hafi skapað, sérstaklega gagnvart smábátunum, og hvernig hægt sé að verja hagsmuni þeirra. ,,Það gerum við með tvennum hætti. I fyrsta lagi með bráðabirgða- ráðstöfun út þetta fiskveiðiár, sem í aðalatriðum byggist á óbreyttu veiði- stjórnunarkerfi þeirra, þó þannig að sóknardagabátarnir fá 32 daga með 30 tonna þaki í staðinn fyrir níu daga. En frá og með næstu fisk- veiðiáramótum, 1. september á næsta ári, fara allir smábátar inn í aflahlutdeildar- kerfið. Úthlutun afla- hlutdeOdar tO þorskaflahámarksbát- anna verður á grund- velli þess þorskaflahá- marks sem þeir hafa og aflareynslu þeirra í öðrum tegundum, en að því er hina bátana varðar verður þeirra veiðirétti skipt jafnt á bátana samkvæmt fram- varpinu.“ Þorsteinn segir að til greina komi að útfæra breytingu sóknardagabátanna yfir í einstaklingsbundin atvinnurétt- indi með öðram hætti og segist vera opinn fyrir heppilegri lausnum. Víð túlkun hefði leitt til mestu skaðabótamála sögunnar Þorsteinn segir að hugsanlega muni einhverjir krefjast skaðabóta í kjölfar lagabreytingarinnar. „Ýmsir hafa haldið því fram að það væri rétt að taka aOra víðustu túlkun á því sem Hæstiréttui- hugsanlega gæti verið að segja - án þess að hann hafi sagt það - tO þess að komast hjá málaferlum. Ef við hefðum gert það hefðum við fengið miklu meiri málaferli en við nokkurn tíma munum fá út af þessari stöðu, vegna þess að þá hefðum við þurft að taka atvinnuréttindi af öllum þeim sem hafa veiðirétt í dag. Það hefði leitt tO gífurlegra bótamála, mestu bóta- mála Islandssögunnar. Þess vegna er alveg augljóst að þessi leið skapar miklu meiri festu og færri ágreinings- efni.“ Þorsteinn bendir á að ef þær um- sóknir um aflaheimildir sem þegar hafa borist sjávarútvegsráðuneytinu hefðu verið samþykktar, sem væri sú leið sem jafnaðarmenn væru málsvar- ar íyrir, hefði þurft að minnka veiði- rétt þeirra sem fyrir væru um helm- ing. „Menn sjá það í hendi sér að ef sú leið hefði verið farin væri búið að þurrka trillubátaflotann út.“ Umsóknum svarað þegar máls- meðferð er lokið á Álþingi Þorsteinn segir að beðið verði með að svara umsóknunum sem borist hafa ráðuneytinu þar til Alþingi hefur lokið meðferð málsins. Hann segist telja æskilegt að frumvarpið verði tekið til meðferðar sem allra fyi-st. „Það er undir Alþingi komið hversu skjótt það vill bregðast við og til að mynda hversu skjótt það vill eyða óvissunni um stöðu smábátanna." Þorsteinn segir að engar mismun- andi áherslur hafi verið milli stjórnar- flokkarína um hvaða leið ætti að fara. „Það var mjög gott samstarf og sam- vinna um þetta, enda er hér verið að bregðast við niðurstöðu hæstaréttar- dóms og fullnægja þeim kröfum sem þar koma fram. Það gaf ekki tilefni til neins ágreninings því það var nokkuð skýrt hvað Hæstiréttur var að segja.“ Þorsteinn Pálsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.