Morgunblaðið - 10.12.1998, Side 48
48 FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1998
LISTIR
MORGUNB L AÐIÐ
Að éta eigin
viðhorf
„Því svifaseinni, smámunasamari og dýr-
ari sem stjórnsýslan sé þeim mun betri sé
hún oft í vissum skilningi; hún sé þá að
gera það sem við viljum að hún geri. “
Samkvæmt reglugerð
númer 1 er allt því
miður bannað nema
það sé leyft og hver
dirfist að standa uppi í
hárinu á skrifræðiskerfinu?
Hvergi er skjól og við getum yf-
irleitt bara nöldrað.
Næringarfræðingar hafa
áhyggjur af því að við borðum
ekki nógu hollan mat og sumir
kunni sér ekki magamál. Mann-
eldisráð reynir svo að leiðbeina
okkur með reglum og vill að við
fórum betur með heilsuna. Enn
eru tilburðirnir sakleysislegir
en vel hægt að ímynda sér að
ráðið verði einhvern tíma gríð-
arlegt bákn með fjölda ákafra
skriffinna (og
VIÐHORF blýantsnag-
Eftir Kristján ara). Stofnunin
Jónsson er enn lítil og
fátæk að völd-
um. Kannski er okkur ekki
nógu annt um heilsuna eða
hvað? Einhverjir gætu ályktað
sem svo, aðrir að við eigum sjálf
að bera ábyrgðina.
Við megum enn velja og
hafna í þessum efnum, megum
enn syndga í mataræðinu. Fyrir
sum okkar er þetta reyndar
eina almennilega syndin sem
eftir er en það er örugglega
ekkert gaman að hinum, ég er
alveg viss um það. Nei, þær eru
hund-hundleiðinlegar.
Þetta á við um efnislegu fæð-
una en hvað um hina? Eitt reyn-
um við öll að forðast eins og
heitan eldinn. Við viljum ekki
éta ofan í okkur það sem við
höfum áður staðhæft af sann-
færingu, ákveðin viðhorf og
skoðanir sem við höfum myndað
okkur og lengi talið allt að því
sjálfsögð. Við getum efast um
ályktanir annarra en einhvers
staðar verður að vera festa.
Hefðimar eru sterkar í þess-
um efnum. Það er oft talinn
mikill ljóður í fari stjórnmála-
manna að skipta um skoðun,
næstum því eins slæmt og að
játa á sig veikleika og mistök í
starfi eða einkalífi. Áhrifamenn,
að minnsta kosti í stjórnmálum
og viðskiptalífi, þurfa að vera
óvenju hugrakkir til að viður-
kenna að þeir séu menn en ekki
maskínur. Kjósendur refsa oft
þannig vinglum í kosningum.
Ein af mínum vel rökstuddu
skoðunum er að opinbera skrif-
ræðinu sé stefnt gegn okkur
óbreyttum þegnum samfélags-
ins til að að láta okkur muna að
við eigum ekkert að vera að
þenja okkur um of.
Skriffinnskan sé hluti af
valdakerfi þeiira sem öllu ráða
bak við tjöldin. Eg fæ aldrei að
vera þar með og þá er að reyna
að sparka í kerfið, fá útrás.
Skrifræðið á hverjum stað fer
auk þess að lifa sínu sjálfstæða
lífi þegar það er orðið nógu öfl-
ugt. Það vindur upp á sig af því
að liðsmennirnir verða að sanna
að þörf sé fyrir þá.
Ef hún er ekki til verður að
fmna hana upp og útskýra með
miklum alvörusvip hvað það sé
nauðsynlegt að ég fylli nákvæm-
lega og rétt út þessa eða hina
skýrsluna, muni eftir hverjum
reit, fái stimpla á öllum skrif-
stofum, sæki alls staðar um
leyfi, hlíti reglum. An tilskilins
leyfis er ekki víst að sólin
treysti sér til að koma upp á
morgun.
Þannig horfir þetta við mér
og vafalaust mörgum sem hafa
einhvern tíma þurft að eiga
mikil samskipti við stórar, opin-
berar stofnanir. Nú, eða litlar
skrifstofur á framabraut.
Þetta er orðið böl sem við eig-
um léttara með að bera ef við
getum skilgreint það svona og
hæðst að því. Við getum hlegið
að mistökum þess og fáránleika,
litið á það eins og eitthvað utan
við okkur. Við berum ekki
ábyrgð á þessu, það var keyrt
niður yfir höfuðið á okkur.
Þegar maður er orðinn svona
sannfærður um eigin skoðun á
einhverju er hollt að kynnast
annarri skoðun og henni rök-
studdri. Það stendur ekki til að
éta neitt í þessum pistli heldur
íhuga vörn fyrir óvinsælan mál-
stað.
James Q. Wilson, bandarísk-
ur fræðimaður og prófessor,
segir í bók sem hann nefnir
Bureaucracy (Skiifræði) að
menn skyldu varast að einfalda
málin og halda að fyrirbærið sé
jafn einsleitt og staðlað og oft sé
gefið í skyn. Hann var sjálfur
liðsforingi í flotanum í þrjú ár
og var einnig ráðgjafi ýmissa
nefnda sem forsetaembættið
skipaði. Fræðimaður en með
reynslu af veruleikanum, að
minnsta kosti bandarískum.
Og hvers vegna er skrifræðið
til og vex og dafnar, af hverju
komum við kjósendur því ekki
fyrir kattamef?
Wilson bendir á að undarleg
lögmál eigi við um opinberar
stofnanir og helsta einkenni
góðrar stjórnsýslu sé að hún
taki tillit tO íillm eða eigi að
gera það. Þetta sé krafan og
jafn algengt að kvartað sé yfir
óréttlæti hjá skrifræðisstofnun-
um eins og seinlæti þeirra og
smásmygli.
Því svifaseinni, smámunasam-
ari og dýrari sem stjómsýslan
sé þeim mun betri sé hún oft í
vissum skilningi; hún sé þá að
gera það sem við viljum að hún
geri. Hún á nefnilega að gæta
fyllsta réttlætis, jafnræðis ein-
staklinganna og félagslegra
sjónarmiða, tiOitssemi við fatl-
aða og aldraða, byggðahags-
muna og svo framvegis. Og
koma verður í veg fyrir gmn
um að ekki hafi verið farið nógu
vel með almannafé, spiOing og
annar óheiðarleiki hafi verið á
ferðinni eða valdníðsla.
Þetta eru strangar kröfur
sem við gætum aldrei gert til
einkafyrirtækja en þannig vilj-
um við hafa þetta í lýðræðisríkj-
um, segir Wilson. „Réttlætistil-
finningin hvetur til þess að eitt
skuli yfir alla ganga, góðvildin
til þess að fólki sé mismunað."
Hann á þá við að þeim sem
standa höllum fæti sé hjálpað
fremur en öðrum.
Við viljum það sem nefnt hef-
ur verið miOimetralýðræði og
köllum þannig yfir okkur
skrifræði. Ef skriffinnarnir
sýna sjálfstæða hugsun og
frumkvæði sökum við þá oft um
geðþóttaákvörðun - við segjum
að þeir fari ekki, já, alveg rétt,
ekki eftir reglunum.
Þrig’gja spólu ferð
BÆKUR
Unglingasaga
ÝKT EÐLILEGT
Höfundur: Ómar Ragnarsson. Kápu-
hönnun: Aron Reyr. Prentvinnsla:
Grafík hf. títgefandi: Fróði hf. 1998.
171 síða og geisladiskur.
í RAUN veiztu aldrei, hverju þú
átt von á, þá þú hittir Omar Ragn-
arsson. Verða ærsl hans slík, að þú
fáir hláturkrampa af, nú, eða þylur
hann þér sögu lands og þjóðar af
þeirri snilli fræðarans, að þér þykir
vænna um arfleifð þína en áður? í
gervunum báðum hefir hann verið
gestur þjóðar, lengur en flestir aðr-
ir, og enn hlær þjóð, og enn hlustar
þjóð.
Hér stígur hann fram sem höf-
undur orða, er hann íylgir ekki
sjálfur að auga þínu eða hlust, held-
ur biður bók fýrir þau til þín. Því
var eftirvæning mín mikil, er eg
settist niður með hana í höndurn, og
eg varð ekki leiður á gesti.
Fyrst er þar til að taka, að verkið
fjallar um grafalvarlegt mál
hvernig saklaus líður fyrir sekan.
Holi væskillinn - herðatré leður-
jakkans sleppur oftast. Til að sýna
okkur þetta leiðir höfundur ung-
Onga fram á sviðið. Kolbeinn heitir
foringinn, Gunnbjörn og Hulda Rós
aðalsögupersónur. Þau eru fleiri í
hópnum hans Kolbeins, vesæl peð,
sem engu skipta, eiga það í raun eitt
sameiginlegt að elta
plastfífl, sem í augum
unglingsins verður
mikið og merkt af því
að spólu, með rödd
rudda, hefir verið kom-
ið fyrir í því. Undirbúið
er rán söluturns. Eðli-
lega þorir „foringinn"
ekki nema að vegg,
Gunnbjörn og Hulda
Rós eru gripin og axla
ein sök. Þau eru send í
sveit, að Hvannabjörg-
um í Hvannavík, til
Torfa „trölla“ og Þór-
unnar, konu hans.
Ki’akkarnir kynnast
mörgu nýju í siðum og
háttum. Sumt skelfír
þau, óætur matur; sveitarígur; ann-
að vekur áhuga, dulúð landsins;
óráðin morðgáta. Gleymum heldur
ekki furðufuglinum Silla, syni hjón-
anna, hömluðum eftir slys, og við
fyrstu kynni „lítilla sanda og lítilla
sæva“, en reynist fjölhæfur spek-
ingur. Til sögu eru og nefnd, ásamt
fleirum, AtO og Sóley, söngþrestir
heilbrigðis og boðberar vors og ást-
ar. Nær fer eg ekki söguþræði, en
margt óvænt skeður - ekki allt sem
sýnist. Stíll höfundar er ekki einn
og sami frá upphafi til enda. Höf-
undur lifir sig svo inn í talsmáta
unglinga, að sá hluti sögu er gerist í
Reykjavík hreinlega skelfdi mig.
Ærsl hans eru slík, að gamlingja of-
bauð, en hinir ungu munu hrópa:
ÓGEÐSLEGA
FLOTT MAÐUR!
Er sögusviðið færist
út á land breytist allur
taktur, hægist og mér
hugnast hann miklu
betur. Hvort þetta er
stflbragð, undirstrikun
mismunar hraða þétt-
býlis og kyrrðar sveit-
ar veit eg ekki, en sé
svo, þá er bragðið
snjallt.
Efnið er eftirtektar-
vert, brennur á mörg-
um í dag, og höfundur
gerir því mjög góð skil.
Eg hefði notað orðið
frábær, hefði hann fellt
meira niður við hrein-
skrift.
Villulaus er bókin ekki, en þær
eru ósköp saklausar, meiða því ekki.
Eg get líka skilið bókargerðai1-
manninn sem engdist svo af hlátri,
yfir efnismeðferð höfundar, að hann
greip í það sem næst var, til að forð-
ast falli, arkimar sem mér voru
sendar (67 og 69). Kápa frábær,
virkilega söluleg.
Ekki skal því gleymt, að bók fylg-
ir geislaplata með söng Kristínar
Óskar Hjartardóttur. Söngurinn er
listagóður og Jón Kjell Seljeseth
leikur af mikilli snilli. Bráðsnjallt, -
líklegt til eftiröpunar.
Sig. Haukur
Ómar
Ragnarsson
Forboðn-
ar beina-
grindur
BELGÍSKI Iistamaðurinn Michel
de Spiegeleire leggur siðustu
hönd á tilbúna beinagrind
snjómanns. í Brussel stendur nú
yfir sýnig listamannsins á þrjátíu
eftirlíkingum af beinagrindum
fyrirbæra sem ekki eru til, svo
sem blóðsugu og dreka en
sýningin kallast „Forboðið
samsafn".
Reuters
OFAN í HINNI
KANÍNUHOLUNNI
BÆKUR
Itarnabók
ÖIGITUS SAPIEIVS
eftir Bjarna Hinriksson, Kristin R.
Þórisson og Þóri S. Guðbergsson.
Fróði, 85 bls.
ÞAÐ kemur fyrir, ekki oft, en það
kemur fyrir, að menn prófa eitthvað
nýtt. Segja má að það sé gert í bók-
inni Digitus sapiens, hvar grafískt
myndmál er stór hluti. Höfundamir
eru þrír, hver sérfræðingur á sínu
sviði, og ættu því að vera færir um
nýjungar.
Sagan byrjar, einsog margar
bamasögur, inni í skólastofu í síð-
ustu kennslustund fyrir sumarleyf-
ið. Þar inni eru afar einbeittur sögu-
kennari, ekki alveg jafn einbeittur
bekkur og söguhetjumar Úlfar og
Anna. I þriðja kafla stígur hún hins
vegar út af troðnu slóðinni og held-
ur í iður jarðar, hvar samfélag hell-
isbúa hefur þróast í aldanna rás, í
heimi töluvert ólíkum okkar.
Þar verður hún létt vísindaskáld-
saga með örlitlum heimspekitón.
Maður fær á tilfinninguna að allt
sem þar lifir hafi verið búið til af
ásetningi - að meginsetning
Darwins (Survival of the fittest) eigi
sér litla stoð. Skynsemi og rökhugs-
un er stóri sannleikur, tilfinningar
nánast ekki til og sú vera sem næst
kemst því að hafa samvizku er
hunzuð.
Hvorugur heimanna, Úlfars og
Önnu eða hellisbúanna, er sögu-
manni framandi. Hann virðist jafn
vel að sér um þá báða. Þess vegna
lýsir hann því sem fyrir augu ber
ekki einsog um eitthvað nýtt eða
öðra vísi sé qð ræða, lýsir aðeins
viðbrögðum Úlfars og Önnu - „Úlf-
ar og Anna stóðu agndofa frammi
fyrir...“ (bls. 20) eða „Önnu og
Úlfari fannst hellirinn minna á..."
(bls. 37).
Þó svo að Anna og Úlfar hafi nán-
ast verið lokkuð niður í þennan
heim er lítil sem engin skýring gefin
á ástæðu þess. Hvers vegna eru
verur, sem virðast mun þróaðri en
maðurinn, að ómaka sig við að ná í
tvo slíka? Varla til þess eins að
segja þeim að þær séu að leggja
upp í langferð. Hvort þau gegni
hlutverki einhvers konar sendiherra
fyrir mannkyn allt eða eru tvær
geitur sem látnar eru elta gulrót,
hellisbúum til skemmtunar fær les-
andi í raun ekki að vita.
Höfundar víkja sér undan því að
spá nokkru um mögulegar framtíð-
ir, nema ef vera kynni á blaðsíðum
71-72. Sú spá er samt „dregin til
baka“ (soguð inn í svarthol) um leið
og hún er sett fram. Að mínu mati
var það nokkuð vanhugsað, sagan
missir helzta brodd sinn og verður
fyrir vikið „bara“ hlutlaus frásögn
af lífsreynslu tveggja unglinga. Það
sem mest er um vert er hversu mik-
il vinna hefur verið lögð í hellisbú-
ana. Á öftustu síðunum er gerð
grein fyrir tákn- og ritmáli, upp-
dráttur af heimkynnum þeirra og
talnakerii, sem byggist á tölunni 3.
Við aldahvörf er ekki óalgengt að
misdökk bölsýni liti framtíðarspár
og Snorrabúðir fortíðar séu stekkir
nútíðar. Því eru lokaorð bókarinnar,
sem jafnframt eru kveðja hellisbú-
anna, mjög við hæfi: „Futura
prospicienda".
Heimir Viðarsson